Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1999, Blaðsíða 2
2
MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1999
Fréttir
Stuttar fréttir i>v
íslendingar áætla aö sexfalda hlutinn í Stoke á tíu árum:
Stoke 4,5 milljarða
virði eftir áratug
Kaupþing áætlar að komist
annarrar deildar knattspymulið-
ið Stoke City í úrvalsdeildina í
Englandi að þremur árum liðn-
um hafi núvirði þess hlutar sem
gert er ráð fyrir að islensku fjár-
festamir greiði fyrir 51% hlut í
félaginu þrefaldast eftir tíu ár.
Kaupþing telur að miðað við
þessar forsendur og að árlegar
tekjur félagsins vaxi stöðugt um
4% á ári verði Stoke alls ríflega
4,5 milljarða króna virði eftir tíu
ár og 51% hluturinn 2,3 milljarða
króna virði. Út frá því telur
Kaupþing, miðað við þá ávöxtun-
arkröfu sem gerð er, að núvirði
Stoke, að frádreginni 360 milljóna
króna skuld, sé ríflega 2,3 millj-
arðar króna og núvirði 51% hlut-
ar því tæpir 1,2 milljarðar. Fyrir
þann hlut ætla íslendingamir að
greiða 416 milljónir króna. 416
milljónir króna eiga sem sagt að
nær sexfaldast og verða að 2,3
milljörðum eftir tíu ár.
Þá hyggjast íslendingarnir
leggja um 300 milljónir króna
beint inn í Stoke til uppbyggingar
á félaginu.
Verðmæti Stoke City eftir
- samkvæmt áætlun Kaupþings hf.
4Q milljónir punda__________
35--------------------------
£ Aframhaldandi Kemst í 1. deild aö ári Kemst 11. deild aö ári,
vera í 2. deild. og liðið helst þar. t úrvalsdeild á flórða ári
og liöið helst þar út ttmabiliö.
En Kaupþing hefur jafnframt
gert útreikninga sem byggja ann-
ars vegar á þvi að Stoke haldist
fast í annarri deild næsta áratug-
inn og hins vegar á því að félagið
vinni sig upp í fyrstu deild að ári
og haldist þar til enda tíu ára
tímabils. Verði fyrri möguleikinn
ofan á sýna útreikningar Kaup-
þings afdráttarlaust að um afar
slaka fjárfestingu sé að ræða og
að helmingshluturinn, sem var
1,2 milljarða króna virði í dæm-
inu að ofan, væri aðeins 39 millj-
óna króna virði í dag miðað við
gerða ávöxtunarkröfu.
Komist Stoke upp i fyrstu deild
á næsta ári og haldist þar næstu
níu árin þar á eftir telur Kaup-
þing núvirði helmingshlutar í fé-
laginu í dag, miðað við gerða
ávöxtunarkröfu, vera um 750
milljónir króna og verðmæti hlut-
arins að tíu árum liðnum 1,4
milljarðar króna. Þannig myndi
hluturinn vel ríflega þrefaldast í
krónum og nær tvöfaldast miðað
við gerða ávöxtunarkröfu í dæm-
-GAR
Verjast sölu-
mönnum dauð-
ans
DV, Höfn:
Fyrir og um síðustu helgi voru
haldnir á Höfn fræðslufundir um
vímuvarnir og forvarnarstarf. Tveir
fundir voru með nemendum Heppu-
skóla og kvöldfundur með foreldrum.
Sýnd var myndin Marita 11 og á eftir
voru umræður um hana, en myndin
þykir hafa mikið fræðslu- og forvarn-
argildi. Meðal þeirra sem fram komu
á fundunum voru Jón Garðar Bjama-
son lögreglumaður, Jón Indriði Þór-
hallsson, fræðslufulltrúi Marita-verk-
efnisins, og Sævar Kr. Jónsson, for-
maður Félagsmálaráðs á Homafirði.
Foreldrar fjölmenntu á fundinn og
voru þar fjörugar umræður. Það er
engin spurning að forráðamenn unga
fólksins ætla að standa vörð um það
og hjálpa og kenna því að verjast sölu-
mönnum dauðans, sagði viðmælandi
DV. Júlía Imsland
íslendingar nota góða veðrið óspart þegar það loks kemur. Sumarið hefur verið frekar rýrt hjá Sunnlendingum og
því fagnaðarefni þegar sóiin skín. Á Austurvelli settust menn á bekki og brostu, umluktir gróðri sem enn skartar sínu
fegursta þó langt sé komið fram í september. DV-mynd Hilmar Þór
Gestir Sveitasetursins á Blönduósi á hrakhólum um helgina:
Hótelstjórinn skellti í lás og hvarf
- eigandinn vill loka í vetur en hótelstjórinn vill hafa opið
„Síðan fyrir helgi hefur verið miði
á hurðinni sem á stendur: lokað í
kvöld. Við erum farin að velta fyrir
okkur hvaða kvöld það sé,“ segir við-
mælandi DV á Blönduósi en Sveita-
setrið, hótelið á staðnum, hefur verið
lokað ffá því fyrir helgi.
Ingólfur Einarsson hótelstjóri hefur
ekki sést á staðnum síðan á miðviku-
dagskvöld í síðustu viku og á föstudag
dró starfsstúlkan á hótelinu fána þess
niður og síðan hefur hótelið verið lok-
að. Hin skyndilega lokun hótelsins
olli m.a. óþægindum fyrir fólk sem
hafði pantað þar gistingu og ætlað sér
í hrossaréttina í Skrapatungu. Rétt-
irnar drógu að sér talsverðan fjölda
utanbæjarmanna og þurftu margir
þeirra að snúa sér til bænda og ann-
arra í nágrenninu með gistingu.
Best að loka í vetur
Bjarndís Hannesdóttir, ferðamála-
fulltrúi Austur-Húnavatnssýslu, sagð-
Gestir hafa komið að luktum dyrum
Sveitasetursins á Blönduósi frá því
fyrir helgi.
ist í gær telja það óþægilega stöðu fyr-
ir ferðamannaþjónustuna í sýslunni
að ekki væri hægt að stóla á þá aðila
sem í henni störfuðu. Bjarndis sagði
að því heföi verið lýst yfir í sumar að
hótelið yrði opið til áramóta og taldi
það slæman kost ef raunin yrði sú að
hótelið yrði lokað í vetur. „En það
verður auðvitað að vera grundvöllur
fyrir starfseminni, öðruvisi er þetta
ekki hægt,“ sagði hún.
Kristján Sverrisson, sem er annar
tveggja eigenda Sveitasetursins, sagði
Ingólf Einarsson hótelstjóra hafa tek-
ið reksturinn á leigu og væri ábyrgur
fyrir honum. Kristján sagðist telja að
enginn grundvöllur væri fyrir rekstri
hótelsins yflr vetrarmánuðina, sér-
staklega með tiliiti til þess að á
Blönduósi hefði verið opnað annað
kaffihús sem tæki til sín mikið af
fyrri viðskiptum hótelsins.
Opnar aftur á mánudag
Ingólfur Einarsson sagði í gær ekki
rétt að hann hefði tekið rekstur hót-
elsins á leigu, hann væri aðeins
starfsmaður eigendanna. Hann sagði
ekki rétt að hótelinu hefði verið lokað
fyrirvaralaust heldur hefði það verið
ákveðið með þriggja vikna fyrirvara
og sagðist ekki kannast við gestir
hefðu átt bókaða gistingu um helgina.
“Ég er bara í vinnu hjá mönnunum
sem eiga þetta og er í raun hættur. En
ég er aö fara á fund með þeim í dag og
þá ræðum við framhaldið,“sagði
Ingólfur þegar DV náði tali af honum
í Reykjavik í gær.
“Hótelinu var lokað á laugardaginn
en það er ekki búið að loka því sem
slíku heldur er bara verið að taka
nokkur herbergi í gegn og gera fint og
hótelið verður opnað aftur á mánu-
daginn. Það á að markaðsetja þetta
fyrir hópa hérna innanlands í vetur,“
sagði hann.
Irigólfur sagði starfsfólk sitt hafa
unnið að endurbótunum undanfarna
daga og sjálfur sagðist hann á leið
norður á fimmtudaginn til að taka til
hendinni.
Fyrirtæki Kristjáns og félaga hans,
Kristins Más Þorsteinssonar, Hamra
ehf., keypti Sveitasetrið af þrotabúi
fyrrverandi eiganda í maí sl. fyrir 20
til 25 milljónir króna. -GAR
Flóknir hnútar
í ræðu sem forseti íslands hélt
á Eskifirði í gær sagði hann að
Austfirðingar og reyndar Islend-
ingar allir heföu fengið í fangið
umræðu um verksmiöjur og
virkjanir sem um víða veröld
væri talin þrautin þyngri og
flóknari en frægir hnútar úr fom-
sögum.
Markús bíður
Ekkert verður af flutningi rík-
issjónvarpsins í útvarpshúsið við
Efstaleiti fyrir
áramót eins og
ráðgert hafði
verið. Markús
Örn Antonsson
útvai-pstjóri
segir að stefiit
sé að því að
sjónvarpið
verði komið þangað með annan
fótinn um mitt næsta ár.
Atvinnuleysi
1.400 manns vora skráðir at-
vinnulausir í Reykjavík í síðasta
mánuöi þrátt fyrir mikla eftir-
spurn eftir vinnuafli og meint
góðæri.
Full millifærsla
Persónuafsláttur verður að
fullu millifæranlegur á milli
hjóna sam-
kvæmt frum-
varpi til laga
sem fjármála-
ráðherra kynnti
í ríkisstjórn í
gær. Fram til
þessa hefur að-
eins 80 prósent
af persónufslætti maka verið
millifæranlegur á milli hjóna.
Minni rauðáta
Um 60 prósent minna er af
rauðátu í Norður-Atlantshafi og
Norðursjó en var fyrir 35 árum.
Vísindamenn vita ekki ástæðu
þessa en telja breytt veðurfar og
mengun geti verið áhrifavaldar.
Blíðan víkur
Blíðan sem ríkt hefur á höfuð-
borgarsvæðinu undafarna daga
og nær því sett hitmet í septem-
ber víkur nú fýrir kaldara lofti,
að sögn veðurfræðinga. Mið-Evr-
ópustemningin í andrúmsloftinu
er því öO í bOi.
Varúð að norðan
Bæjarstjórn Akureyrar varar
við þeim áformum yflrvalda í
Reykjavík að færa Reykjavíkur-
flugvöO úr höfuðborginni. Telja
norðanmenn að höfuðborgin hafi
skyldum að gegna við landsbyggð-
ina, meðal annars með því að
vera með flugvöO innan borgar-
markanna.
Kerti í Kópavogi
Raftnagnslaust varð í Kópavogi
um kvöldmatarleytið í gær þegar
vinnuflokkur gróf í sundur jarð-
streng við Dalveg. Ragmagnsleys-
ið varaði 1 tæpa klukkustund og
setti strik í matseld á mörgum
heimOum. Engin slys hlutust af.
Vantar 1 prósent
Aðeins vantar eitt prósent upp
á að búið sé að manna aOar stöð-
ur í reykvíska grunnskólakerf-
inu. Helst vantar handmennta- og
heimOisfræðakennara.
Til Grindavíkur
Guðmundur Emilsson, fyrrum
tónlistarstjóri
Ríkisútvarpsins,
hefur verið ráð-
inn menningar-
fuOtrúi í Grinda-
vík. Mun Guð-
mundur einnig
leika á orgelið í
kirkjunni í
Grindavík þegar þess þarf.
Eiðfaxi til allra
Ákveðið hefur verið að gefa
hestatimaritið Eiðfaxa inter-
national út í 40 þúsund eintökum og
senda öOum eigendum íslenskra
hesta án endurgjalds hvar sem þeir
eru í heiininum. -EIR