Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1999, Blaðsíða 28
36 MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1999 T>V . I onn Ummæli Kapítalið ávaxtar sig „Fjármagnsaöilar eru alltaf með sitt á hreinu. Þeir eru tryggðir í bak og fyrir og geta hækkað vexti að vild. Núna er þetta kallað „verðbólgu- , hægjandi" og „slá á þenslu" en að- eins snýst þetta „kapítalið" er að ávaxta sig sem allra mest.“ Björn Grétar Sveinsson, form. Verkamannasambandsins, í Degi. Burt með íþróttir „Með því að hætta alfarið með íþróttir í Sjónvarpinu mundu talsverðir fjármunir losna til dag- skrárgerðar og meiri tími vera til ráðstöfunar fyrir útsendingar á öllu skemmtilegra sjónvarpsefni." Ólafur Hauksson blaðamaður, ÍDV. Móðgun við lands- byggðina? „Að kalla þetta móðgun við landsbyggðarmenn er með ólíkindum og furðulegt að það skuli koma frá landsbyggðarþing- manni að það megi ekki flytja eitt ein- asta starf úr mið- bæ Reykjavíkur." Krlstján Pálsson alþlngismaður, um ummæli flokksbróður síns, Árna Johnsens, um Reykjavíkur- flugvöll, í Degi. Alþingi og flugvöllurinn „Sennilega er Aiþingi íslend- inga einasta þjóðþing hebns sem þarf að gera hlé á störfum sínum meðan miðlungsstórar ílugvélar eru í aðflugi yfir miðbæinn." Guðjón Jensson leiðsögumaður, ÍDV. Peningasóun R-listans „Þetta er vanvirða við fjár- muni almennings og í raun er mikil sorg- arsaga í kringum at- vinnunefndir Reykjavikurlistans þar sem búið er að henda tugum milljóna króna í tóma vitleysu." Guðlaugur Þór Þórðarson borgar- fulltrúi, sem ákveðið hefur að endurgreiða laun fyrirsetu í nefnd sem aldrei hefur haldið fund, I Morgunblaðinu. Siv og sannleikurinn „Menn og konur bera mismikla virðingu fyrir sannleikanum og sannfæringu sinni. Siv er greini- lega ekki bergnumin af virðingu fyrir sannleikanum." Ólafur M. Magnússon, fyrrv. for- maður Sólar, I DV. Ragnar Bóasson uppfinningamaður: Markaðssetning kallar á mikla peninga A nýafstaðinni sjávarútvegssýn- ingu í Kópavogi vakti mikla athygli RB-flottrollsstýringin sem þar var sýnd. Er um að ræða íslenska upp- finningu sem Ragnar Bóasson fann upp og þróaði og er það fyrirtæki hans, R. Bóasson, sem framleiðir flottrollsstýringuna. Fyrirtækið sýndi einnig á sýningunni aðra upp- finningu Ragnars, víraklemmu fyrir grand- ara sem vakti ekki síður athygli, er þar um nýrri framleiðslu að ræða. Ragnar, sem er fyrrum sjómaður, hefur fundið upp ýmsan búnað og að- ferðir við togveiðar frá því hann fór að gefa þessum hlutum gaum og býr mikil reynsla að baki þessum þróun- arverkefnum. í stuttu spjalli var Ragnar fyrst spurður um upphaíið. „Ég byrjaði að huga að flottrollsstýr- ingunni árið 1994. Ég var þá á sjón- um og fannst það í raun glatað fyrir- komulag hvemig trolliö var dregið inn auk þess sem það skapaði mikla hættu. Ég fór að leiða hugann að því að auðvelda þetta og datt fljótt niður á góða lausn. Þá var ekki um neitt annað að ræða en að byrja á þessu og fyrstu flottrollsstýringuna ^ fékk Grandi árið 1996, en fyrir- tækið hafði stutt við bakið á mér, og eftir góða reynslu var síðan flottroUsstýringin sett í ' Oeiri togara Granda og hafa þær reynst mjög vel. Því miður hafa nú ekki margir komið í kjölfar- ið á Granda, það er einhver stífla hjá útgerðarmönnum þeg- ar kemur að breytingum, en það Ragnar með víraklemmuna. ætti að vera augljóst hversu mikinn tíma flottroUsstýringin sparar, mikið púl hverfur, auk þess sem hættan á meiðslum á mönnum sem vinna við að draga inn troU hveríúr með notk- un hennar." Það kostar peninga aö halda úti framleiðslu á þróunarverkefnum eins og Ragnar fæst við: „Þar Maður dagsins erum við komnir að mesta veseninu. Það liggur vel fyrir mér að fmna upp nýj- ungar í sjávar- útveginum, en að afla peninga tU að þróa það sem ég er að fást við er tómt vesen. TU að mynda liggur heilmikiU kostn- aður á bak við það að taka þátt í sýn- ingu á borð við sjávarútvegssýning- una og fyrirtækið okkar hefúr ekki bolmagn til að vinna mikið í mark- aðsmálum í framhaldi af góðri um- fjöllun og miklum áhuga. Það hafa komið og eru að koma að utan fyrir- spumir en það er alveg óvíst hverju við getum sinnt í framhaldi. Það má reikna með þremur árum i mark- aðssetningu og tU þess þarf mikla peninga sem ég hef ekki.“ Ragnar segir byijunina hafa verið góða: „Iðnþróunarsjóður styrkti verk- efnið og Grandi keypti síðan af mér tæki í sína togara, en því miður hefur framhaldið ekki verið jafn glæsUegt þrátt fyrir að aUir séu sammála um að flottroUsstýringin sé mjög vel heppnuð. Nánast engar breytingar hafa verið gerðar á tækinu frá upphaflegri gerð, eina sem gerst hefur er að búið er að létta það um helming." Ragnar segist upp- fullur af nýjum hugmyndum. „Það hefur nú þróast þannig að ég hef lagt langmest í flottroUsstýring- una og ætla að I *!% fylgja henni eftir. Víraklemman er einnig tæki sem ég hef áhuga á að koma á framfæri, en viðbrögðin hafa ekki verið nógu góð hingað tU, en ég vona að breyting verði á sem fyrst." -HK Papar koma með þjóðiagastemningu á Gauk á Stöng í kvöld. sviði. írsk tónlist hefur ávaUt verið höfð í heiðri hjá drengjunum í Pöpum og sjálfsagt eiga eftir að hljóma írskar gleðivísur í kvöld auk ýmissa gaman- mála. Papar, sem er marg- ___________________sjóuð hljóm- Skemmtanir sviðshljómsveit. -------------------Sú stemning Papax á Gauknum Hin ágæta hljómsveit Papar skemmtir gestum á Gauki á Stöng í kvöld og annað kvöld.________ Papar eru fyr- ir löngu búnir að festa sig í sessi sem ein allra mesta gleðisveit landsins og fáar hljómsveitir eru liflegri á sem þeir skapa hefur skilað sér á plötur með góðum ár- angri. Myndgátan Beilsíngjöf Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Jónas Ingimundarson heldur tón- leika í Stykkishólmi í kvöld. Beethoven og Chopin Jónas Ingimundarson píanóleik- ari heldur tónleika í kvöld í Stykk- ishólmskirkju. Á efnisskránni eru tvö verk eftir Ludwig van Beet- hoven og valsar eftir Fredryk Chopin. Verkin eftir Beethoven eru tvö af 32 sónötum sem hann samdi. Þær sýna vel þá miklu breidd sem tónskáldið hafði yfir að búa í list- sköpun sinni -------------- og má segja Tónleikar að sonötur_________________ hans séu einhvers konar ævisaga hans í tónum. Jónas mun leika fyrstu sónötuna sem Beethoven samdi um tvítugt og þá síðustu, sem samin var á síðustu æviárum hans. Chopin samdi nítján valsa og mun Jónas leika fjórtán þeirra. Valsamir eru mjög fjölbreytilegir og lýsa fjölhæfni Chopins afar vel. Tónleikamir hefjast kl. 20.30. Orgeltónleikar í Neskirkju Orgeltónleikaröðin heldur áfram í Neskirkju og í kvöld er komið að Jónasi Þóri, organista í Lágafells- kirkju að halda tónleika. Annað kvöld mun svo Steingrímur Þórhalls- son, orgelnemi í Róm, halda tón- leika. Tónleikamir hefjast kl. 20. Bridge Þrátt fyrir að sveit Strengs hafi tapað illa úrslitaleiknum í Bikar- keppni BSÍ gegn sveit Landsbréfa, sýndu þeir þó góð tilþrif í sumum spilanna í leiknum. í spili 47 (af 64) græddi sveit Strengs 11 impa. I lok- aða salnum þar sem Landsbréfamenn sátu i AV, opnaði vestur á sterku laufi. Norður kom inn á einum spaða og austur doblaði til að sýna 5-7 punkta hönd. Vestur ákvað þá að stökkva rakleiðis í 6 tígla og þar lauk sögnum. Sagnir gengu þannig í opna salnum, suður gjafari og NS á hættu: 4 Á976 4» 764 ♦ 3 * D10752 Suður Vestur Norður Austur Jón B. Sveinn Sig.Sv. Júlíus Pass 14 1 4 pass Pass 2 4 pass 3 * Pass 7 * p/h Sveinn Rúnar Eiríksson sýndi þama gott spilamat. Kerfi Sveins og Júlíusar Sigurjónssonar var eðlilegt (standard) og tveggja spaða kröfu- sögn Sveins byggð- ist að öllu jöfnu á góðum tígullit. Af þeim sökum gat Sveinn Rúnar verið næsta ömggrn- um að þriggja laufa sögn Júlíusar lofaði a.m.k. 5 spilum í litnum. Með það fyrir augum sá Sveinn að alslemma var vænlegur kostur og nánast ör- uggur samningur ef austur átti laufa- drottninguna i litnum. Júlíus átti spaðaásinn að auki, en hann skipti engu máli í spilinu (nema ef samn- ingurinn hefði verið 7 grönd!). Sveit Strengs græddi þarna verðskuldaða 11 impa, en þeir dugöu lítt í þriðju lotunni sem fór 64-39 fyrir sveit Landsbréfa. ísak Örn Sigurðsson Sveinn Rúnar Eiríksson. M A? ♦ ÁKG9742 * ÁK93 * G86

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.