Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1999, Blaðsíða 32
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá T síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö t hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Heildarsamtökin og hestamiöstöð í Skagafirði: . Samningum lok- ið á sama tíma - segir landbúnaðarráðherra „Það hefur alltaf verið markmið- ið að ljúka þessum samningum við heildarsamtökin áður en endanleg ákvörðun næst um samninga um hestamiðstöðina í Skagafirði. Von- andi verður lokið við báða þessa samninga á sama tíma,“ sagði Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- 4^ herra við DV. Guðni sagði, að hestamiðstöðin í Skagafirði væri sérstök tilraun, sem Skagflrðingar hefðu lagt á borðið og ætluðu að leggja 100 milljónir á fimm árum sjálfir. í gær kynnti landbúnaðarráð- herra drög að samningi um efL- ingu hrossaræktar milli landbún- aðarráðuneytisins, Bændasamtak- anna, Landsambands hestamanna- félaga, Félags hrossabænda og Fé- lags tamningamanna. Markmiðið með þessum samningi er að stuðla '7* að aukinni fagmennsku í grein- inni, styrkja samstöðu hrossa- Gluggagægir á myndbandi Gluggagægir var handtekinn við Álftamýrarskóla klukkan rúmlega tíu i gærkvöld. Sést hafði til manns- ins gægjast á glugga við Háaleitis- braut og gerðu sjónarvottar að at- hæfi mannsins lögreglu viðvart. Auk þess sem maðurinn játaði brot sitt við yfirheyrslur á lögreglustöð- inni gátu vitnin lagt fram mynd- bandsupptöku af gægjunum, allt á hreinu þar. Maöurinn sagðist hafa horft inn um tvo glugga og inn um annan þeirra séð konu afklæðast. Gluggagægirinn er 36 ára gamall og býr í Grafarvogi. -GAR Fíkniefnaeigandi: Týndi veski og var handtekinn Hann var heldur seinheppinn eig- andi fimm gramma af hassi á veit- ingastað í Austurstræti í nótt. Gest- ur á staðnum fann seðlaveski sem hann hugðist skila eiganda sínum en fann hassið í veskinu þegar hann var að athuga skilríkin. Gesturinn hringdi strax á lögreglu sem kom á staðinn og handtók eiganda veskis- ins en hann hefur áður komið við sögu lögreglu. -GAR bænda, aðlaga stærð hrossa- stofnsins mark- aðsaðstæðum og markmiðumum hæfilega land- nýtingu, og bæta fjárhagslega af- komu. í samnings- drögunum skuldbindur rík- ið sig m.a. til að leggja næstu fimm árin fram upp- hæð, sem enn hefur ekki verið fastsett, að sögn Guðna, til eflingar hrossaræktar, náms á sviði grein- arinna og rannsóknum m.a. á sumarexemi. Á fundinum kom enn fremur fram, að Eiðfaxi International verður nú geflnn út í 40 þúsund eintökum vegna þessa átaks. Er fyrirhugað að senda blaðið sem flestum eigendum íslenska hests- ins í heiminum. Að þessu átaki standa ýmsar stofnanir, félög og fyrirtæki. -JSS Guðni Ágústs- son. Rottugangur á Hlemmi - ónotakennd í farþegum SVR „Rottan virðist hafa gengið hér inn um dymar og ætlar ekki út aft- ur. Við settum upp þrjár gildrur í fyrradag en rottan er enn óveidd," Ein af rottugildrunum á Hlemmi. DV-mynd S. sagði Helgi, gæslumaður í biðskýli SVR við Hlemm, sem barist hefur við óboðrinn gest undanfama daga. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég hef séð rottu héma í biðskýlinu. Hún hefst við í blómabeðinu við aðal- dymar og við sjáum hana endrum og sinnum,“ sagði Helgi. Mikil ónotakennd er í farþegum SVR sem nota biðskýlið á Hlemmi daglega en fjölmargir þeira hafa orðið rottunnar varir. Illa hefur gengið að finna hana í blómabeðinu í anddyrinu þrátt fyrir mikla leit meindýraeyðis og svo virðist sem hún leynist undir steinum í botni blómabeðisins. Hún skýtur þó alltaf upp kollinum aftur þegar meindýra- eyðirinn er farinn. „Ég er farinn að biða úti,“ sagði strætisvagnafarþegi við DV í morg- un. „Ég horfði í augun á henni í gær og ætla ekki að gera það aftur.“ -EIR Vesturbyggð: Deilt um byggðakvóta Mikill órói er á Patreksfirði og Bíldudal vegna 205 tonna byggðakvóta sem bæjarstjórn Vesturbyggðar hefur enn ekki komið sér saman um hvern- ig beri að úthluta. Skorað hefur verið á bæjaryfirvöld að skipta kvótanum jafnt á milli umsækjenda. Jón Þórðar- son, verslunarmaður á Bíldudal og bæjarfulltrúi, segir engan fót fyrir þeim sögusögnum að hann hygðist rjúfa meirihlutasamstarf ef kvótinn færi ekki allur til Bíldudals, Hann sagðist hins vegar hafa ákveðið að standa utan við umræður í bæjar- stjórn um málið. Varðandi það hvort fyrirhugað væri samstarf á milli hans, Odda hf. á Patreksfirði og Þórs- bergs á Tálknafirði um stofnun sjáv- arútvegsfyrirtækis á Bíldudal sagði Jón að hugmyndir hefðu verið settar fram um fyrirtækjarekstur á staðn- um. Ekkert væri þó komið á koppinn í þeim efnum. -HKr. MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1999 Veðurblíðan var með eindæmum í höfuðborginni í gær. Flykktist fólk út til að njóta veðursins vel vitandi að þetta væri með síðustu hlýviðrisdögum árs- ins. Töluvert var af börnum í Nauthólsvík sem léku sér í sandinum og busl- uðu. Þykir í raun með ólfkindum að þessi mynd skuli tekin í gær, 21. sept- ember. DV-mynd S Grunur um ölvunarakstur: Tveir óökufærir Tveir fólksbílar voru fluttir óöku- færir á brott af Bíldshöfðanum á ell- efta tímanum í gærkvöld eftir árekstur. Ökumaður annars bílsins er grunaður um ölvun. Hann hrufl- aðist á andliti en ökumaður hins bílsins meiddist á hné og farþegi hans á hálsi. Kalla þurfti til slökkvi- lið til að hreinsa upp olíu eftir slys- ið. Veðrið á morgun: Bjart og hlýtt suðvestanlands Á morgun, fimmtudag, verður hæg austlæg eða breytileg átt. Þokuloft verður með norður- ströndinni og þokusúld austan- lands. Dálítill rigningu er spáð suðaustantil en nokkuð björtu veðri suðvestan- og vestanlands. Hiti verður líklega á bilinu 8 til 14 stig sunnan- og vestanlands en annars 5 til 10 stig. Veðrið í dag er á bls. 37. MERKILEGA MERKIVÉLIN brother pt-1 islenskir stafir 5 leturstærðir 8 leturgerðir 6, 9 og 12 mm prentborðar Prentar í tvær linur Verð kr. 6.603 Nýbýlavegi 14 Simi £ fæst í apótekinu í Leifsstöð J APÓTÉK S^llDJÖlflíS^JA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.