Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1999, Blaðsíða 12
12
MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1999
Spurningin
Finnst þér þú örugg(ur)
í miðbæ Reykjavíkur
á kvöldin?
Eva Hrund Gunnarsdóttir nemi:
Já, já.
Bára Þórðardóttir nemi: Já, það
flnnst mér.
Ævar Gunnarsson ljósamaður:
Já, ég hef ekki orðið var við annað.
Kjartan Sveinbjörnsson sjómað-
ur: Nei, það mætti vera mun meiri
gæsla.
Lína Aradóttir nemi: Já, já.
Sigurbjörg Sigurðardóttir, starfs-
maður Pizza Hut: Já, en það mætti
vera meiri gæsla.
Lesendur
Sjávarútvegurinn
morar af svindli
og þjóðin dansar með
Eru fiskbúðir og veitingahús viðtakendur og þátttakendur í nýjasta
svindlinu í sjávarútveginum; smygluðum fiskflökum fram hjá vigt?
Þorgeir Jónsson skrifar:
Það er kannski að bera í bakka-
fullan lækinn að setja á blað nokk-
ur orð um sjávarútveginn og svind-
lið innan hans. Þar er þó aðallega
verið að ræða um kvótann, þessa
umdeildu veiðiheimild sem menn
vilja að þjóðin eigi ein og óskipt.
Allir sem hafa tekið út eðlilegan
þroska vita þó að þótt þjóðin vilji
eiga sinn kvóta þá veiðir aldrei öll
þjóðin þann fisk sem í lögsögunni
finnst. Ég tel því að kvótaumræðan
sé meira og minna deila um keisar-
ans skegg, raunar alveg út í hött.
Fiskveiðar að einhverju marki
verða ekki stundaðar af öðrum ís-
lendingum en þeim sem mest og
lengst hafa verið viðloðandi þær og
tengjast nú stórum og öflugum fyr-
irtækjum sem eiga og hafa viðun-
andi aðstöðu og tæki til næstum
allra tegunda veiða og vinnslu.
Jafnt úti á hafi um borð í skipunum
sem í landi. En þeir eru fleiri sem
telja sig eiga rétt tO veiða á fiski og
meira að segja sölu á honum undir
borðið, landa honum ólöglega fram
hjá vigt og selja enn óprúttnari ná-
ungum í fiskbúðum eða veitinga-
húsum, þar hann er seldur, ýmist
yfir borðið eða samkvæmt matseðl-
um til gesta og gangandi.
Og þetta er að gerast fyrir framan
nefið á réttvísinni, Fiskistofu og
öðrum viðkomandi yfirvöldum sem
láta þetta afskiptalaust því „önnur
og alvarlegri mál eru til meðferðar"
eins og haft er eftir einum rann-
sóknarlögreglumanni í höfuðborg-
inni í frétt um málið. „Svona mál“
fara því í „geymslu"!
Þetta afbrot er flokkað undir svo-
kallað „kvótasvindl" sem deyfir
málið að sjálfsögðu í augum al-
mennings eftir alla hina loftkenndu
og ómerkilegu umræðu um kvótann
og spurninguna um hvort afhenda
eigi þjóðinni kvótann, senda hverju
mannsbarni ávísun upp á þessa
„eign“ sína og aðrar álíka gáfulegar
hugdettur.
Málið er einfalt; íslenska þjóðin
er samtvinnuð í svindli og svínaríi
í einu eða öðru formi. Ef það eru
ekki fiskveiðar og löndun fram hjá
vigt í skjóli myrkurs þá er hún á
harðahlaupum eftir vínfongum fyr-
ir sig og börnin, ef ekki enn strekari
vímugjöfum. Svindlið i sjávarútveg-
inum er bara eitt af mörgu sem
þjóðin er að bralla, og sem er sýni-
legt. En þjóðin dansar með í
svindlinu, m.a. með skattsvikum og
ólöglegum kröfum á hið opinbera
með áróðri og undirróðri á rétt
kjörin stjórnvöld og handhafa
þeirra í hverju stórmálinu af öðru
sem getur skipt sköpum fyrir þjóð-
arheildina.
Áfram Skjár eitt
Jóhannes Helgason skrifar:
Ég held svei mér þá að nú taki að
birta til á vettvangi ljósvakamiðlun-
ar. Frétt þess efnis að Skjár eitt
væri að fara af stað með viðamikið
alvörusjónvarp I samkeppni við
RÚV og sennilega þó aðallega Stöð 2
kættu mig mikið.
Ég var áskrifandi að Stöð 2 og sið-
an SÝN, sem bæði eru í eigu Jóns
Ólafssonar. Það skal fúslega viður-
kennt að undir það síðasta er ég far-
inn að borga áskriftina með vont
bragð í munni. Ég er alveg búinn að
fá nóg af þessum núverandi ljós-
vakamiðlum, ekki síst þessum Jóni,
bröltinu með Stöð 2 og hrokafullum
skrifum lögmanns Jóns og hvernig
stjórnmálaflokkar hafa þurft að
leggjast á bakið til að þjóna þessum
herrum.
Það eina sem dregur mig í að
borga áskrift Sýnar er enska knatt-
spyrnan sem hún hirti af Sjónvarp-
inu hér um árið. Ef Skjár eitt getur
komið til móts við okkur sem fylgj-
umst með ensku knattspymunni þá
segja margir upp Sýn, trúi ég, og þá
er eins gott fyrir þá sem eiga hluta-
bréf í Stöð 2 að vera búnir að losa
sig við þau. - Gangi ykkur allt í hag-
inn, drengir á Skjá eitt, og gætið
ykkar á að draga ekki dám af eig-
anda Stöðvar 2 eða dagskrár Sjón-
varpsins.
Sköllóttir menn kynæsandi
Skarphéðinn Einarsson skrifar:
Nú er timi hárkollunnar liðinn.
Sköllóttir menn,
sem áður gengu
með hreiður á
haus sem minnti
helst á hrafns-
ham, geta nú
kæst mjög. Könn-
un frá Bretlandi
sýnir að konum
finnist karlar sem
eru sköllóttir
kynæsandi eða
um 85% aðspurðra. Konum líkar
hins vegar ekki þegar menn reyna
að fela skallann með nokkrum löng-
um hárum sem í roki lafa svo niður
á axlir.
Þess vegna má nú sjá á götum
Bretlands unga menn og aldna sem
ganga glaðbeittir snöggklipptir með
sinn skalla og brosa breitt. Skallinn
spillir ekki þeirra sjens til kvenna
heldur eykur. HárkoUur eru flestar
haugamatur. Og hví skyldu menn
fU^@[il[ftn[D)/g\ þjónusta
allan sólarhrinpnn
Lesendur geta sent mynd af
sér með bréfum sínum sem
blrt vérða á lesendasíðu
„Skallinn spillir ekki þeirra sjens tii kvenna heldur eykur,“ segir m.a. í bréfi
Skarphéðins. Sean Connery ekki af baki dottinn í tískuheiminum.
vera að hylja skallann með gömlum
ljótum kollum úr þvi karlmennskan
er það sem skín úr skaUanum?
Minnst hefur verið á kyntröllið
Sean Connery (007) og fleiri sem fyr-
irmynd hins nýja útlits karla. Rak-
ari einn í Reykjavík hefur sagt mér
að bryddað hafi á sömu þróun hér.
Menn hafi hent hárkollunum og
biðja um að vera rakaðir snöggt í
hliðum. Trúlega eykur þetta fýsn ís-
lenskra kvenna eftir hinu sterka
kyni jafnt og hjá þeim bresku.
Mest er um vert að tími hárkoll-
anna hjá karlmönnum virðist vera
að líða undir lok, í bili að minnsta
'kosti. Þær voru hvort sem er dýrar
í byrjun og einnig í viðhaldi eigi
þær að þjóna sínum tilgangi. Hvort
þetta verður svo eins mikil tísku-
bylting og breskir fjölmiðlar gefa til
kynna skal ég ekki um segja. Allt
hefur sinn tíma, líka upphlaup hjá
okkur karlmönnunum. Það verður
að tjalda því sem til er á meðan
stætt er.
Gróðureyðing á
Reykjanesskaga
Guðjón Jensson skrifar:
Sl. fimmtudag var sagt frá réttar-
haldi við Grindavík þar sem sagt er að
nálægt 1000 fjár hafi verið réttað. Ótrú-
legt er að lesa að svo margt fé sé í eigu
íbúa Grindavíkur. Reykjanesskaginn
er vægast sagt útnagaður af kindum og
hrossum. í stað þess að efla ræktun og
berjast gegn gróðureyðingu virðist
rolluhald vera enn í hávegum haft á
þessum slóöum. Fyllsta ástæða er til
að sauðfé verði gert útlægt af gjörvöll-
um Reykjanesskaganum ásamt jepp-
um en jeppamenn eiga einnig drjúgan
þátt í mjög slæmri gróðureyðingu á
þessum slóðum.
Enga fanga
til íslands
Karólína hringdi:
Ég er alfarið á móti því að verið sé
að flytja íslenska afbrotamenn sem
fremja afbrot á erlendri grundu hing-
að heim til málareksturs og afplánun-
ar fangelsisidóms. Öðru máli gegnir
um afbrotamenn sem fremja afbrotin
hér eða þau tengjast islensku þjóðlífi
beint líkt og gerist með flkniefna-
smyglarana sem nú ber hæst í ís-
lenskum afbrotaheimi. Hinir sem ver-
ið er áð aumka sig yfir vegna þess að
þeir óska eftir þvi að fá að taka út
refsingu héma, kannski í skjóli ætt-
ingja eða venslamanna, eiga bara að
fá að dúsa þar sem þeir vom gómað-
ir, hvort sem það er í siðvæddum ríkj-
um eða ekki.
Hver var að Ijúga?
Hermann Sigurðsson skrifar:
Stjórnmálamenn segja stundum
ekki satt, þótt það sé afar sjaldan, að
mínu mati. Um nokkurt skeið hefur
mikið verið rætt um stuðning Jóns
Ólafssonar við R-listann. Þar hafa
menn keppst við að afneita öllum
stuðningi Jóns og staðhæfði t.d. Helgi
Hjörvar, forseti borgarstjórnar, að R-
listinn hefði aldrei fengið stuðning
frá honum eða fyrirtækjum hans. Nú
bregður svo við að Ingibjörg borgar-
stjóri furðar sig á þessari forvitni um
stuðning Jóns við R-listann. Hann
greiddi ekki stórar upphæðir til R-
listans segir hún i viðtali við dagblað-
ið Dag þannig að einhver er þessi
stuðningur þó. Þetta er nú orðað
þannig á mínum vinnustað að menn
eru farnir að veðja um hvort þeirra
segir ósatt. Ég segi að það sé Ingibjörg
en flestir aðrir segja að Helgi ljúgi.
Verði hægt að færa sönnur á að Ingi-
björg ljúgi verð ég nokkrum þúsund
krónum ríkari. Hver getur skorið úr
um þetta?
Dansar fáklædd
í garði
H.L.K. hringdi:
Mér flnnst ekki sanngjarnt af lög-
reglunni að kreflast upptöku mynda-
vélar eða filmu úr hendi manns sem
varð þess áskynja að fáklædd stúlka
dansaði við húsnæði skrifstofu for-
seta íslands. Þetta er ekki ólöglegt að
ég held, að dansa fáklæddur á al-
mannafæri. Og það varðar enn síður
við lög að taka mynd af slíkum at-
burði. Nóg hefði verið að hinn ungi
ljósmyndari hefði gefið lögreglu
greinargóðar upplýsingar um konuna
úr því lögreglan vildi flnna hana.
Þetta er kannski ein hinna vinsælu
súlnadansara frá Austur-Evrópu sem
dansa á nektarstöðunum í borginni.
En mér er sama. Að dansa fáklædd er
ekki ósiðlegt. .
Lengsti vinnu-
dagurinn
Selma hringdi:
Nú er sannanlega komið fram að
hér á landi er lengsti vinnudagur í
Evrópu og engu til að jafna nema
þeim í Bandaríkjunum, sem vinna
allra manna mest og lengst. Þar hafa
menn ekki sumarfrí nema tvær vikur
fyrr en eftir áratuga starf hjá sama
vinnuveitanda. En Norðmenn sem
við erum stundum ekki alltof hrifnir
af hafa stystan vinnutíma. Húrra fyr-
ir Norsurunum. Margir íslendingar
sækja líka ákaft til Noregs þessi árin.
Ég vissi aldrei hvers vegna. Nú vit-
um við það.