Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1999, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1999 11 i>v Fréttir Hallfreður Vilhjálmsson sláturhús- stjóri. Slátrað í 53. sinn við Laxá DV, Akranesi: Slátrun er hafin í sláturhúsinu viö Laxá í Leirársveit. Að sögn Hall- freðs Vilhjálmssonar sláturhús- stjóra verður slátrað um 20.000 fjár og er það svipaður fjöldi og í fyrra. Vel gekk að manna sláturhúsið og 35-37 manns starfa þar þessa slátur- tíð sem stendur yfir í 6 vikur. Mest- megnis er þetta vant heimafólk sem vinnur við sláturhúsið á hverju hausti. Það er Sláturfélag Suðurlands sem á og rekur sláturhúsið og er búið að slátra þar síðan árið 1953-54. Engin áform eru uppi um að hætta að slátra við Laxá á næstu árum. Þar er búið að malbika allt svæðið og fegra umhverfið og húsin eru í ágætu ástandi. -DVÓ Karlmanns- leysi á Hólum DV, Skagafiröi: Stúlkur eru í miklum meirihluta meðal nemenda Bændaskólans á Hólum í vetur. Og útlendingar eru rúmur fjórðungur nemenda. Skól- inn var settur 14. september af nýj- um skólastjóra, Skúla Skúlasyni, sem tekur við starfinu af Jóni Bjarnasyni alþingismanni. Nemendur verða alls 36 á þessu skólaári. Flestir eru á hrossarækt- arbraut eða 24, á fiskeldisbraut eru 6 og sex eru á ferðamálabraut. Stúlkur eru í miklum meirihluta meðal nemenda eins og undanfarin ár, 27 talsins. Erlendir nemendur i Hólaskóla eru 10 og stunda þeir all- ir nám í hrossarækt. -ÖÞ Til sölu 51 % hlutur ríkisins í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leita eftir tilboðum í 51% hlut ríkisins í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. (FBA). Fyrirkomulag sölu verður með þeim hætti að áhugasamir hópar skili í lokuðu umslagi tilkynningu til Ríkiskaupa um þátttöku fyrir kl. 14 fimmtudaginn 21. október 1999. Hver hópur þarf að uppfylla ákveðin skilyrði, t.d. um dreifða eignaraðild og að bjóðendur í hverjum hópi séu ekki skyldir eða fjárhagslega tengdir. Þegar seljandi hefur samþykkt tilboðshópana gefst þeim kostur á að skila tilboði til Ríkiskaupa fyrir kl. 14:00 föstudaginn 5. nóvember 1999. Bjóða skal í allan hlut ríkisins sem til sölu er, 51%. Tilboð skulu miðast við staðgreiðslu, sem fram fari hjá Ríkisféhirði eigi síðar en mánudaginn 15. nóvember 1999. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag sölunnar verður birt í sölugögnum sem munu liggja frammi hjá Ríkiskaupum frá og með þriðjudeginum 28. september 1999 kl. 14:00. Fmmkvæmdanefnd um einkavæðingu RÍKISKAUP Blákaldar s Heiti Brútto Lítrar Hæð sm. Breidd sm. Dýpt sm. Körfur sem fylgja Læsing Einangrun þykkt 1 mm. Rafnotkun m/v 18°C umhv.hita kWh/24 klst. Tilboðsverð stgr. HF 120 132 86 55 61 1 Nei 55 0,60 29.900 HFL230 221 86 79 65 1 Já 55 0,84 33.900 HFL 290 294 86 100 65 1 Já 55 1,02 35.900 HFL390 401 86 130 65 2 Já 55 1,31 39.900 EL 53 527 86 150 73 3 Já 60 1,39 46.900 EL 61 607 86 170 73 3 Já 60 1,62 53.900 Vesturland: Hljómsýn, Akranesi. Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi. Kf. Steingrímsfjaröar, Hólmavík. Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetriinga, Blönduósi. Sl Fáskrúðsfirði. KASK, Höfn, KASK Djúpavogi. Suðurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfos; firði. Ásubúð, Búðardal. Vestflrðir. Geirseyrarbúðin, Patreksfirðl. Rafverk, Bolungarvík. Straumur. ísafirði. Pokahornið, Tálknafirði. Norðurland: Radionaust, Akureyri. .........‘' ’ Suomíiric'"- " ........■ • - ------ * - - ■ :i. Urð, Raufarhöfn. Austurland: Sveinn Guðmundsson, Egilsstöðum. Kf. Vopnafirðinga, Vopnafirði. Kf. Stöóflrðlnga. Verslunin Vík, Neskaupstað. Kf. Fáskrúðsfirðinga, es, Vestmartnaeyjum. Klakkur, Vík. Reykjanes: Ljósbogin Keflavík. Rafborg, Grindavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.