Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1999, Blaðsíða 26
34
MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1999
Afmæli
Sigrún Helgadóttir
Til hamingju
með afmælið
22. september
Sigrún Helgadóttir, náttúrufræð-
ingur og kennari, Þverási 21,
Reykjavík, er fimmtug í dag.
Starfsferill
Sigrún lauk kennaraprófi frá KÍ
1971, stúdentsprófi frá KÍ 1972, B.S.-
prófi í líffræði frá HÍ 1978, M.Sc.-
prófi frá Edinborgarháskóla 1981 í
nýtingu náttúruauðlinda með sér-
stakri áherslu á skipulag og stýr-
ingu friðlýstra svæða og útivistar-
svæða, B.Ed.-prófi frá KHÍ 1982 og
lauk prófum í hagnýtri fjölmiölun
frá HÍ 1992.
Sigrún kynnti sér sérstaklega
þjóðgarða í Bandaríkjunum 1979 og
kynnti sér starf sjálfboðaliða í nátt-
úruvemd á Bretlandseyjum og vann
með þeim um tíma. Þá bjó hún í
Vancouver í Kanada 1997 og kynnti
sér sérstaklega útikennslu í skólum
og i skólabúðum. Hún hefur sótt
fjölda erlendra námskeiða, sérstak-
lega tengd landvörslu og úti-
kennslu.
Sigrún var skólastjóri og grunn-
skólakennari á landsbyggðinni
1972-75, starfsmaður Náttúruvemd-
arráðs og fyrsti landvörður þjóð-
garðsins í Jökulsárgljúfrum 1974-78,
sérfræðingur á skrifstofu
Náttúruverndarráðs
1982-86 og 1994-97, fram-
kvæmdastjóri þingflokks
Kvennalistans veturinn
1988-89, landvörður í
þjóðgarðinum á Þingvöll-
um 1992, er stundakenn-
ari við KHÍ frá 1992 og
hefur sinnt ýmiss konar
tilfallandi störfum s.s.
verkefnisstjórn, kennslu,
fyrirlestrahaldi, ritstörf-
um, haft umsjón með út-
varpsþáttum. Hún er nú verkefnis-
stjóri í náttúrufræði, umhverfis-
mennt og útikennslu við Selásskóla
í Reykjavík.
Sigrún var einn af stofnendum
Landvarðafélags íslands 1976 og
fyrsti formaður þess, var formaður
Félags náttúrufræðinema HÍ
1976-77, fulltrúi stúdenta í Háskóla-
ráði 1977-78, sat í stjórn Landvernd-
ar 1981-83, var varamaður í Nátt-
úruverndarráði 1990-96, varaþing-
kona Kvennalistans 1987-91 og
1994-95, sat í stjórn Hagþenkis
1992-94, var formaður Foreldrafé-
lags Selásskóla 1992-94 og Foreldra-
ráðs 1996-97, varaformaður Um-
hverfismálaráðs Reykjavíkurborgar
1994-98 og situr í stjórn
Heimilisiðnaðarskólans
frá 1996.
Sigrún skipulagði Sigríð-
arstofu, gestastofu við
Gullfoss sem var opnuð
1994, vann vefsíður um
náttúruvernd með gagna-
smiðju KHÍ en þær komu
út á Netinu 1996 og vann
verndaráætlun um þjóð-
garðinn í Jökulsárgljúfr-
um: Þjóðgarðurinn í Jök-
ulsárgljúfrum, saga, nátt-
úra og verndun, útg. 1997.
Sigrún hefur skrifað greinar í
tímarit og blöð um margs konar
efni, s.s.: þjóðfræði, náttúrufræði,
náttúruvernd, umhverfismál, um-
hverfismennt, friðlýst svæði og
skipulagsmál.
Fjölskylda
Sigrún giftist 20.9. 1978 Ólafi S.
Andréssyni, f. 9.10. 1951, sérfræð-
ingi við Tilraunastöð HÍ í meina-
fræði að Keldum. Hann er sonur
Andrésar Andréssonar verkfræð-
ings og Ólafar Bjartmarsdóttur hús-
móður.
Börn Sigrúnar eru Guðmundur
Freyr Ævarsson, 13.12. 1971, mat-
reiðslumaður í Reykjavík, en sonur
hans er Emil Freyr, f. 14.9. 1996;
Melkorka Ólafsdóttir, 19.11. 1981,
menntaskóla- og tónlistarskólanemi
í Reykjavík; Halla Ólafsdóttir, 12.5.
1986, grunnskólanemi í Reykjavík;
Védís Ólafsdóttir, f. 12.5. 1986,
grunnskólanemi í Reykjavík.
Hálfsystkini Sigrúnar, samfeðra,
eru Auður Helgadóttir, búsett í New
York; Elín Frigg Helgadóttir, búsett
í Reykjavík; Lárus Helgason, búsett-
ur í Reykjavík; Garðar Sölvi Helga-
son, búsettur í Reykjavík.
Foreldrar Sigrúnar voru Helgi
Lárusson frá Kirkjubæjarklaustri, f.
27.2. 1901, d. 22.9. 1992, forstjóri, og
Áróra Kristinsdóttir, f. á Bakkafirði
19.8. 1918, d. 3.4. 1958, húsmóðir.
Fósturforeldrar Sigrúnar frá 1958:
Guðmundína Margrét Pálsdóttir, f.
21.10. 1905, d. 20.2. 1984, og Guðjón
Einar Guðmundsson, f. 14.2. 1906, d.
29.8. 1988
Sigrún tekur á móti gestum á af-
mælisdeginum kl. 18.00-21.00 í hús-
inu Lækjargötu 4 sem nú er staðsett
á Árbæjarsafni.
85 ára
Helga Laufey Júníusdóttir,
Hrafnistu í Reykjavík.
Ólafur Eyjólfsson,
Heiðmörk, Borgarfjarðarhr.
80 ára
Arnbjörg Hermannsdóttir,
Ólafsbraut 30, Ólafsvík.
Árni Pétur Jónsson,
Kirkjuvegi 11, Keflavík.
75 ára
Agnar Áskelsson,
Sóltúni 9, Keflavík.
Ingunn K. Kristensen,
Reynimel 88, Reykjavík.
Sigtryggur Jósepsson,
Breiðumýri 2, Reykdælahr.
70 ára
Elin Ólafsdóttir,
Bræðraborgarstíg 37,
Reykjavík.
Kjartan Sumarliðason,
Viðarholti, Akureyri.
Sigurður Guðmundsson,
Kolbeinsgötu 50, Vopnafirði.
Sigrún Helgadóttir.
Fréttir
Skýrsla um sparnað við rafmagnseftirlit:
Hvernig er hægt að spara 100
milljónir af 80 milljónum?
- spyr fyrrverandi yfireftirlitsmaöur Rafmagnseftirlitsins
Sigurður Magnússon, fyrrv. yfir-
rafmangseftirlitsmaður, gagnrýnir
harðlega nýútkomna skýrslu á veg-
um iðnaðarráðuneytisins. í skýrsl-
unni segir að tekist hafi að lækka
beinan kostnað af eftirliti vegna raf-
magnsöryggismála úr 190-250 millj-
ónum króna á ári i 110-130 milljón-
ir á ári með breyttu fyrirkomulagi
sem tekið var upp árið 1993. Sigurð-
ur, sem það ár var yfirrafmagnseft-
irlitsmaður, segir að þá hafi rekst-
urskostnaður Rafmagnseftirlitsins
verið innan við 100 milljónir króna,
'7777773
Smáauglýsinga
m
deild DV
er opin:
• virka daga kl, 9-22
• laugardaga kl, 9-14
• sunnudaga kl, 16-22
Skilafrestur smáauglýsinga
erfyrir kl. 22 kvöldið fyrir
birtingu.
Ath, Smáauglýsing í
Helgarblað DV verður þó að
berast okkur fyrir kl, 17 á
föstudag.
aW mil/t hiry)/^
Smáauglýsingar
550 5000
þrátt fyrir að raffangaprófun hefði
einnig verið á könnu stofnunarinn-
ar en ekki hjá arftökum hennar.
Finnur Ingólfsson iðnaðarráð-
herra kynnti fjölmiðlum skýrsluna i
síðustu viku. Hann sagði að kostn-
aður vegna rafmagnseftirlits hefði
lækkað um 100 milljónir á ári eftir
að eftirlitið var lagt af. Þetta segir
Sigurður ekki standast og bendir á
úttekt Hagsýslu ríkisins um rekstr-
arafkomu Rafmagnseftirlits ríkisins
árin 1986 til 1991 því til staðfesting-
ar. Árið 1991 hafi fjárveiting til Raf-
magnseftirlitsins bæði til almennr-
ar starfsemi þess og raffangaeftirlits
verið með verðbótum 74,5 milljónir.
Rekstrargjöld voru 89,6 milljónir,
sértekjur voru 11,8 milljónir og
rekstrarniðurstaðan var 77,8 millj-
ónir króna, eða halli upp á 3,2 millj-
ónir króna, eða 4% frávik frá fjár-
veitingu. „Hvemig er hægt að spara
100 milljónir af um 80 milljónum,"
spyr Sigurður.
Sigurður segir jafnframt að eftir-
lit hafi stórlega rýrnað þegar Raf-
magnseftirlitið var lagt niður.
Þannig séu neysluveitur eða raf-
kerfi í húsum ekki lengur skoðuð
áður en þau eru tekin í notkun enda
þótt lög mæli fyrir um að það sé
gert og sérstakt skoðunargjald inn-
heimt með rafmagnsreikningum til
að standa undir því. Nú séu neyslu-
veitur skoðaðar í umboði Löggild-
ingarstofu og einungis samkvæmt
úrtaki. Það sé svipaðs eðlis og ef
hætt yrði að skoða öll ný skip áður
en þeim er veitt haffærisskírteini,
en einungis yrði látið duga að skoða
ákveðið úrtak þeirra eftir að þau
væra komin í notkun.
-SÁ
Það var sitt hvað í boði á sjávarútvegssýningunni í Smáranum á dögunum. Þeir félagar Sveinbjörn Árnason og
Óskar Jónsson í Evró ehf. buðu upp á spænsk eðalvín sem gestir fengu að súpa ... í hófi að sjálfsögðu.
DV-mynd Hilmar Þór
60 ára
Birgir Hermannsson,
Grenimel 15, Reykjavík.
Ingigerður Jónsdóttir,
Hrafnakletti 2, Borgarnesi.
Jóna Lárusdóttir,
Hraunbæ 84, Reykjavík.
Kjartan Trausti Sigurðsson,
Álfatúni 31, Kópavogi.
Kristjana Friðbertsdóttir,
Ásbúð 82, Garðabæ.
50 ára
Einar Gunnarsson,
Heiðarbraut 18, Keflavík.
Guðmundur Þór
Gunnþórsson,
Hamraborg 14, Kópavogi.
Lilja Eiríksdóttir,
Stekkholti 18, Selfossi.
Þórdís Þorbjörg
Þormóðsdóttir,
Kjarrhólma 34, Kópavogi.
40 ára
Amalia Berndsen,
Nesbala 96, Seltjarnarnesi.
Ágúst Karlsson,
Bárugötu 36, Reykjavík.
Árni Sigurlaugsson,
Villingadal, Eyjaflarðarsveit.
Hafdis Sigmarsdóttir,
Hraunkambi 9, Hafnarfirði.
Jón Pétiu’sson,
Helgugötu 11, Borgamesi.
Kristjana Óladóttir,
Álfáskeiði 39, Hafnarfirði.
Margrét Bjarnadóttir,
Dæli, Hálshreppi.
María Sveinsdóttir,
Vogagerði 24, Vogum.
Sigfús Bergmann
Sverrisson,
Reyðarkvísl 18, Reykjavík.
Sigrún Birna
Halldórsdóttir,
Breiðabólstað, Dalabyggð.
Sigþór Pétur Sigurðsson,
Rauðalæk 11, Reykjavík.