Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1999, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1999 15 Fjármálaóstjórn „Aögeröaleysi gagnvart ábendingum og viðvörunum mínum og annarra við fjárlagaumræðu fyrir sl. áramót er ástæða þessa álits sem ég set fram i þessari grein sem vantraust á sitjandi ríkisstjórn." Að undanfömu hefur verið að koma í ljós að illa hefur verið haldið á hagstjórn af hálfu ís- lensku ríkisstjórnar- innar. Undirritaður og aðrir minnihlutafull- trúar fjárlaganefndar Alþingis vöruðu við stefnuleysi og aðgerða- leysi ríkisstjómar Dav- íðs Oddssonar þegar fjárlög voru afgreidd um sl. áramót. Hin und- arlegustu viðbrögð komu frá talsmönnum ríkisstjómarinnar, m.a. að verið væri að mála skrattann á vegginn o.s.frv. Kröfum hafnað Undirritaður hvatti ríkisstjóm í umræðum um fjárlög til að gera ráð fyrir fyrirséðum útgjöldum, m.a. í heilbrigðiskerfmu. Því var ekki sinnt fremur en ábendingum um ranglæti gagnvart þeim sem fá laun í formi bóta frá ríkissjóði. Þessum kröfum var hafnað sem og öðrum ábendingum um að verið væri að stefna í verðbólgu sem er mesti vágestur íslensks samfélags og óvinur þess sem minnst ber úr býtum. Á þessar viðvaranir var ekki hlustað enda kosningaár í vændum - þá telja menn betra að blekkja með fögrum orðum. Niðurstaða kosn- inga var sú að al- menningur vildi sitjandi ríkisstjórn- arflokka áfram en nú eru að koma í ljós fingrafor blekk- inganna: bullandi verðbólga og ógnun um að nú skuli tek- 'ið i taumana í að- draganda kjara- samninga almenns launafólks. Launa- menn mega ekki gleyma því að kjarabætur til sér- gæðinga rikis- stjórnar nema allt að 65% þó ekki sé verið að hafa orð á því af hálfu fjármálaspek- inga ríkisstjórnarinnar. Skuldir heimilanna Afleiðingar af óstjóm fjármála við góðærisaðstæður sl. 3-5 ár hljóta að vekja ugg í brjósti al- mennings. Skuldir heimilanna í landinu hafa hækkað svo milljörð- um skiptir 1 heildina talið á þessu ári. Skuldir rik- issjóðs hafa auk- ist gífurlega, blekkingum hef- ur verið beitt til að slá ryki I augu fólks. Rík- isstjórn héfur tekist að færa skuldbindingar frá ríki til sveit- arfélaga þannig að þau herjast í bökkum. Ríkis- sjóður hefur ver- ið fjármagnaður með sölu eigna í meira mæli en nokkru sinni fyrr. Menn verða að gera sér grein fyrir því að ef sölu- andvirðið er ekki notað beint til lækkunar skulda þá er verið að stefna í það sem allir vilja forðast, nefnilega verðbólgu. Sá vágestur er því miður léleg einkunn ríkisstjómar sem er fall- in á prófrnu. Menn eru að slá því ffam að nú þegar allt er komið i óefni skuli tekið á málunum, nú er meiningin að setja fram tillögur um 10 milljarða afgang af ríkisfjár- lögum fyrir næsta ár. Til er mál- tæki um að of seint sé að byrgja brunninn þegar bamið er dottið ofan í. Þetta máltæki er auðskilið. Skuldir heimilanna lækka ekki þó afgangur sé áætlaður á rikissfjár- lögum. Ég tel hins vegar að áform um aðhald í ríkisrekstri séu góð ef eftir þeim er farið en það er und- arlegt aö upp skuli rekin rama- kvein um aðhald og spamað þegar komið er að kjarasamningum lág- launamanna. Orsök og afleiðing Helsta ástæða þess hve vel hefur árað síðustu 3-5 ár er EES-samn- ingar sem gerðir vom vegna frum- kvæðis Jóns Baldvins Hannibals- sonar og jafnaðarmanna í síðustu rikisstjóm. Menn ættu að muna að framsóknarmenn greiddu margir atkvæði gegn þeim samn- ingum. Þeir hafa reyndar í gegn- um tíðina oft lagst gegn framfara- málum. Það nægir að nefna að framsóknarmennn voru á móti símanum, litasjónvarpi og mörg- um öðrum framfaramálum. Nú eru aftur að verða skil, nú hallar undan fæti. Núverandi ríkis- stjórn hefur ekki sýnt getu til að stjóma vel við góðar aðstæður. Það eru blikur á lofti og útlit fyrir að beita þurfi nýjum ráðum. Það er ekki fyrirsjáanlegt að núverandi ríkisstjórn ráði við stjómun ef upp er að renna samdráttarskeið. Að- gerðaleysi gagnvart ábendingum og viðvörunum minum og annarra við fjárlagaumræðu fyrir sl. ára- mót er ástæða þessa álits sem ég set fram í þessari grein sem van- traust á sitjandi ríkisstjóm Gísli S. Einarsson Kjallarinn Gísli S. Einarsson þingmaður Samfylking- arinnar á Vesturlandi „Helsta ástæða þess hve vel hef- ur árað síðustu 3-5 ár er EES- samningar sem gerðir voru vegna frumkvæðis Jóns Baldvins Hanni- balssonar og jafnaðarmanna í síðustu ríkisstjórn. Menn ættu að muna að framsóknarmenn greiddu margir atkvæði gegn þeim samningum.u Lengi getur vont versnað - þar til allt hrynur í Mhl. 22. ágúst sl. var opnuvið- tal við Rögnvald nokkum Hannes- son sem sagður er prófessor í flskihagfræði í Bergen. Ég vil rétt vitna í niðurlagsorð þessa prófess- ors, það nægir satt að segja. Rögnvaldur bendir á að nýta megi auðlindagjald af sjávarút- vegi til að bæta fólki í litlum sjáv- arplássum upp það tap sem það hefur orðið fyrir, t.d. vegna verð- lausra fasteigna. Slfkir staðir eigi enga framtíð í nútima þjóðfélagi og megi þvi gjarnan fara í eyði. - Að mínu mati eru slík ummæli af munni prófessorsins ekkert ann- að en landráð og meðal siðaðra þjóða er slíkt ekki tekið vettlinga- tökum. Okkar mannréttindi? Rögnvaldur Hannesson, fiski- hagfræðingur í Bergen, virðist hafa gleymt í hroka sínum hvaða þjóð brauðfæddi hann og hverjir stóðu að svokallaðri menntun hans. Var það ekki almenningur á íslandi? Hefði Jón Sigurðsson, sverð, sómi og skjöldur þessa lands, heyrt slíka orðræðu um staði á landsbyggðinni - að Vestfirðir mættu gjaman fara í eyði - sneri hann sér áreiðanlega við í gröf- inni. Eða halda menn, lesendur góðir, að Jón Sigurðsson hefði ver- ið ánægður með stefnu ríkisstjóm- arinnar eða sjávarútvegsins í dag? Mitt svar er nei. Vegna þess að ég tel það lögbrot að mismuna ein- staklingum þjóðarinnar úr þjóðar- auðnum. Hvar eru okkar mann- réttindi? Uppkaupasjóður verður auðlindagjald Hvers vegna berst forsætisráð- herra á móti auðsöfnun í Fjárfest- ingarbanka atvinnulífsins en ekki á móti auðsöfnun innan sjávarút- vegsgeirans? Hver er munur- inn? Þeir í FBA hafa fengið þennan auð með braski með auð- lind okkar allra, sjávarútveginn. Nú er komið að verðugu verk- efni fyrir Davíð Oddson, snúa blaðinu við og banna auðsöfn- un í sjávarút- vegi, eins og í F.B.A. Þetta er þjóð- arauður allra landsmanna. Nú er komið að pennastrikinu hjá Davíð. að láta stórgróðamennina skila okkur auðnum aftur. - Rögnvald- ur fiskihagfræðingur, ásamt með félögum sínum hér á landi, á heima að mínu mati tímabundið út í Kolbeinsey, að læra lexíumar sínar aftur upp á nýtt. Skipta þau verð- mæti sem fólkið hefur skapað á landsbyggð- inni engu máli fyrir stjórnvöld lengur - fiskvinnslufyrirtæki, sjúkrahús, elliheimili, dagheimili og skólar? Þessi blessaður öðling- ur, Rögnvaldur, vill láta uppkaupasjóð Daviðs, kaupa upp all- ar fasteignir, náttúr- lega á lágmarksverði (svo hagfræðin njóti sín!), á landsbyggð- inni. Nú kallast það „auðlinda- gjald“ í staöinn fyrir „uppkaupa- sjóð“. Og hvemig á borgriki forsætis- ráðherra að taka við öllu lands- byggðarfólkinu? Eða eru það bara Vestfirðingar sem eiga að koma á mölina? Þar sem hjá þeim er nú verið að rústa flestum fiskvinnslu- fyrirtækjum. Davíð sagði á opnum fundi sjálfstæðismanna á ísafirði í vor, að ef allur kvóti Básafells færi burtu af svæðinu myndu verða náttúruhamfarir. Hvað era nátt- úruhamfarir af manna völdum, era þær ekki einmitt það sem Þingeyringar hafa mátt búa við undanfarna mánuði? Hvert eigum við að fara? Við búum hér, viljum búa hér og hvergi annars staðar. Við getum ekkert farið. Viljum ekki fara. Hér er friður og ró og gott að skapa. Hingað er Davíð velkominn. Hér fær hann hug- arró. Mér hefur alltaf þótt vænt um litla drenginn sem innra með honum býr, en líkar ekki hroki hans. Hann er honum óeðlilegur, hann á svo mikla glettni til og skap- andi krafta sem verða að njóta sín. - En Davíð er velkom- inn til okkar til að sækja orku til sköp- unar. Ég vona líka að Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Lands- bankans, láti verða af loforði sínu við mig um að koma í heimsókn. En Vestfirðingar munu ekki gef- ast upp þótt á móti blási. Þeir Rögnvaldur fiskihagfræðingur, ráðherrarnir Davið, Halldór og fleiri, svo sem þeir Sturla Böðvars- son og Geir Haarde, þurfa ekki að hafa áhyggjur. Þeir leggja bara Reykjavíkurflugvöll niður - því það verður engin landsbyggð - og þá þarf engan Reykjavíkurflug- völl. Við landsbyggðarfólkið fáum nóg lóðarými fyrir húsin okkar í Vatnsmýrinni sem uppkaupasjóð- urinn (áður auðlindagjaldiö) borg- ar fyrir okkur, en við viljum enga blokk. Við verðum dýrkeypt. Ragnheiður Ólafsdóttir „Hvers vegna berst forsætisráð- herra á móti auðsöfnun í Fjárfest- ingarbanka atvinnulífsins en ekki á móti auðsöfnun innan sjávarút- vegsgeirans? Hver er munurinn? Þeir í FBA hafa fengið þennan auð með braski með auðlind okkar allra, sjávarútveginn. “ Kjallarinn Ragnheiður Ólafsdóttir húsmóðir á Þingeyri við Dýrafjörð 1 IVIeð og á móti Atkvæðagreiösla um Reykjavíkurflugvöll Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í síðustu viku tillögu um að hafinn skyldi undirbúningur að atkvæða- greiðslu meðal kosningabærra Reykvíkinga um framtíð Reykjavfk- urflugvallar. Borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins sátu hjá við af- greiðslu tillögunnar. Aðalskipulag Reykjavíkur gerir ráð fyrir að flug- völlurinn verði áfram í Vatnsmýrinni til ársins 2016. Sitt sýnist hverjum um það og kröfur hafa komið fram um að borgarbúar fái sjálfir að ákveða hvort þeir vilji hafa flugvöll- inn áfram þar sem hann er nú. Lýðræði í verki „Um árabil hefur Reykjavík- urflugvöllur verið eitt helsta deilumálið í skipulagsmál- um Reykjavík- ur. Það hefur skipt borgar- búum í and- stæðar fylk- ingar, óháð því hvar í flokki menn standa. Til að leiða þetta deilumál til lykta og skapa sátt til framtíðar hefur Reyka- víkurlistinn ákveðið að almenn- ingur skuli úrskurða um hvort völlurinn er eða fer. Betri dómari en það er vand- fundinn og löngu tímabært að stjómmálamenn og stjónunála- flokkar láti frá sér vald og beiti raunveralegu lýðræði til ákvarðanatöku." Vantar valkosti „Það er sjálfsagt að kjósa um framtíð Reykjavíkurflugvallar og ýmislegt annað í borg- armálum. En þá er grund- vallarfor- senda að það liggi fyrir um hvað á að kjósa. Staðan í þessu máli er sú að borg- arstjóri hefur veitt fram- kvæmdaleyfi fyrir endurbótum upp á einn og hálfan milljarð króna og er búinn aö festa Reykjavíkurflugvöll í sessi til ársins 2016 og ekkert liggur fyr- ir um annan valkost ef borgar- búar hafa ekki áhuga á að hafa Reykjavíkurflugvöll í Vatns- mýrinni. Ég held að ef við núna, árið 1999, væram með í höndunum atkvæðagreiðslu frá 1983 myndum við ekki gera mikið með hana. Það er aug- ljóst að borgarstjóri er bara gera þetta til að slá ryki í augu fólks og til að koma pólitískri ábyrgð á framtíð Reykjavíkur- flugvallar á einhvern annan en hana sjálfa. Ég vil að gerð verði úttekt á valkostunum og þá er hægt að kjósa um þá valkosti ef vilji er fyrir hendi." Guölaugur Þór Þóröarson borgar- fulltrúi. Helgi Hjörvar, for- seti borgarstjórnar. Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðiö nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni á stafrænu formi og í gagnabönk- um. Netfang ritstjómar er: dvritst@ff.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.