Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1999, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1999, Qupperneq 9
MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1999 9 Utlönd Breskir Qölmiölar um deilu Sophie og drottningar: Vígasveitir aftur á kreiki í Dili: Sophie neitar að láta undan Bresku æsifréttablöðin greindu frá því í morgun að risin væri hörkudeila milli Sophie, greifynju af Wessex og eiginkonu Játvarðar prins, og Elísabetar Englandsdrottn- ingar. Blaðið Sun vitnar í bréf sem Sophie á að hafa skrifað viðskipta- vinum almannatengslafyrirtækis sins. Fullyrðir blaðið að Sophie hafi neitað að láta undan þrýstingi drottningar um að velja á milli starfs síns og konunglegra skyldu- starfa. Blaðið Daily Mail heldur því fram að konungsfjölskyldan hafi áhyggj- ur af tveggja vikna viðskiptaferð Sophie til New York í næsta mán- uði. Samkvæmt Daily Mail höfðu Sophie og Játvarður vonast eftir stuðningi Karls prins. Hann á hins vegar að hafa neitað þar sem hann hafi miklar áhyggjur af árekstri á milli fyrirtækjarekstrar Sophie og Sophie, eiginkona Játvarðar prins. Símamynd Reuter Játvarðar og skyldustarfa þeirra fyrir konungsfjölskylduna. Játvarður hefur gert heimildar- mynd um bresku konungsfjölskyld- una sem fyrirtæki hans hefur selt bandarískum sjónvarpsstöðvum. Sophie hefur auglýst allt frá lúxus- bifreiðum til glæsilegra verslana. Hún hefur að undanfornu sætt harðri gagnrýni fyrir að hafa látið taka myndir af sér á bilasýningunni í Frankfurt við nýjustu gerð Rover. Sagt er að viðskiptasamningur hennar við bílaframleiðcmdann hafi hljóðað upp á um 30 milljónir is- lenskra króna. Sagt er að drottningin hafi verið undrandi á því að tengdadóttir hennar hefði fallist á að láta taka auglýsingamynd af sér. Fjölmiðlar hafa gagnrýnt Sophie og segja hana nota tengsl sín við bresku konungsfjölskylduna í hagn- aðarskyni. Þessi tíbetska búddanunna gat ekki varist því að flissa svolítið þegar hún var búin að setja á sig nýju húfuna sem hún fékk í heimsókn sinni í kanadíska þinghúsið í Ottawa. Stöllur hennar fyigjast með af athygli. Ellefu nunnur frá Katmandú í Nepal eru í menningarreisu um Norður-Ameríku og fengu allar húfur þegar þær heimsóttu Ottawa. Blaðamaður drepinn Yfirmaður friðargæsluliðs Sameinuðu þjóðanna í Dili, hér- aðshöfuðborg Austur-Tímor, sagði í morgun að svo virtist sem vígasveitir sambandssinna væru aftur komnar á kreik, á sama tíma og flóttamenn væru famir að snúa aftur til síns heima. Viðvörunin var gefln út eftir að hollenskur blaðamaður, sem starfaði fyrir breska blaðið Fin- ancial Times, var skotinn til bana í einu úthverfa Dili þegar skyggja tók í gær. Sjónarvottar segja að hann hafi verið skotinn af mönn- um í einkennisbúningum indónesíska hersins. Ráðist var á tvo aðra vestræna fréttamenn og austur-tímorskan bilstjóra þeirra í gær. Þar voru að verki vígasveitir stuðningsmanna Indónesíustjórnar. Hersveitir SÞ björguðu fréttamönnunum. Hundmð hungraðra íbúa Aust- ur-Tímor létu greipar sópa um matvælageymslur í eigu hins op- inbera í Dili í morgun. Þeir tóku sér hrísgrjón, hveiti og annað. $ SUZUKI -////------ Suzuki Baleno WG, 4 wd, skr. 4/97, ek. 63 þús. km, beinsk., 5 d. Verð 1.220 þús. Suzuki Baleno WG 4 wd, skr. 10/96, ek. 113 þús. km, beinsk., 5 d. Verð 980 þús. Suzuki Baleno GL skr. 1/96, ek. 77 þús. km, beinsk., 3 d. Verð 720 þús. Ford Mondeo GHIA skr. 1/98, ek. 18 þús. km, beinsk., 4 d. Verð 1.750 þús. Hyundai Accent GSL, skr. 7/97, ek. 24 þús. km, beinsk., 3 d. Verð 970 þús. Daihatsu Feroza EL, skr. 7/94, ek. 70 þús. km, beinsk., 3 d. Verð 820 þús. Suzuki Baleno GLX skr. 6/96, ek. 40 þús. km, ssk., 4 d. Verð 990 þús. Suzuki Vitara JLX skr. 11/98, ek. 24 þús. km, ssk., 5 d. Verð 1.850 þús. Suzuki Vitara JLX skr. 9/95, ek. 72 þús. km, beinsk., 5 d. Verð 1.230 þús. Suzuki Swift GX skr. 2/97, ek. 55 þús. km, beinsk., 5 d. Verð 680 þús. Suzuki Swift GL skr. 7/94, ek. 75 þús. km, ssk., 5 d. Verð 480 þús. Suzuki Sidekick skr. 9/97, ek. 117 þús. km, ssk., 5 d. Verð 760 þús. Renault Clio RT, skr. 9/91, ek. 108 þús. km, beinsk. Verð 480 þús. Opel Astra ST, skr. 3/98, ek. 30 þús. km, beinsk., 5 d. Verð 1.195 þús. Jeep Cherokee skr. 7/95, dísil, ek. 82 þús. km, 5 d., beinsk. Verð 1.380 þús. Nissan Sunny WAG, 4 wd, skr. 5/93, ek. 72 þús. km, beinsk., 5 d. Verð 750 þús. Einnig nokkrir bflar á sértilboði. Kynntu þér málið! SUZUKI BÍLAR HF. Skeifunni 17 • Sími 568 5100 www.suzukibiiar.is BSH TAXI Bifreiðastöð Hafnarfjarðar Bókið tímanlega. Við getum líka vakið þig fyrir flug. 1-4farþ. 5-8farþ. Hafnarfj./Garðab./Bessasthr./Kópav. - Leifsstöð kr. 4.200 5.000. Reykjav./Seltjarnarnes/Mosfellsbær - Leifsstöð kr. 4.700 5.800. VÍSA Electron MastetCarti I Maestro

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.