Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1999, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoöarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viömælendum fyrir viötöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Þróunin heldur áfram Þróunin á íslenskum fjármálamarkaði heldur áfram, - drifin áfram af auknu frelsi og velmenntuðu framsæknu ungu fólki sem hefur haslað sér völl á sviði fj ármálaviðskipta. Allt frá því að fyrstu skrefin til frjálsræðis voru tekin fyrir rúmum 15 árum með takmörkuðu frelsi innlánsstofnana til að ákveða vexti hefur íslenskur fjármálamarkaður tekið hröð- um breytingum - hægt og bítandi hafa íslendingar lært að tileinka sér viðurkennda viðskiptahætti ann- arra þjóða. Stofnun Netbankans, sem er í eigu Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, sýnir aðeins og sannar hve langt þróunin er komin. Hvernig íslenskir bank- ar og sparisjóðir hafa nýtt sér tæknina til að bjóða viðskiptavinum sínum nýja og betri þjónustu er til fyrirmyndar. Sá tími þegar nauðsynlegt var að eiga pólitísk tengsl inn í bankakerfið til að fá nauðsynlega fyrirgreiðslu er sem betur fer að baki. Pólitísk fyrirgreiðsla til flokksgæðinga er að mestu liðin tíð enda ekki lengur hægt að millifæra milljarða frá sparifjáreigendum til skuldugra fyrirtækja í formi niðurgreiddra vaxta. Hugsanleg kaup nokkurra íslenskra fjárfesta á breska knattspymuliðinu Stoke City undir forystu Kaupþings er annað dæmið um hve langt íslendingar hafa náð við að nýta sér aukið frjálsræði á fjármála- markaði. Opinber skömmtun á gjaldeyri, sem eitt sinn þótti sjálfsögð, heyrir sögunni til. Nú liggja við- skiptaleg sjónarmið að baki ákvörðunum um fjárfest- ingar í öðrum löndum eða um erlendar lántökur einkaaðila. Opinberir tilsjónarmenn með gjaldeyris- forða landsmanna eru orðnir að skondnum söguper- sónum í sagnfræðibókum. Hvert sem litið er má sjá þroskamerki á íslenskum Ú ármálamarkaði. Ferskir vindar hafa fengið að leika um fjármálamarkaðinn og aukið frelsi er öðru frem- ur besta trygging fyrir því að skynsamleg stjórnun peningamála ráði ríkjum. Frelsi á fjármálamörkuð- um neyðir yfirvöld peninga- og ríkisfjármála að beita aðhaldi. Einmitt þess vegna getum við íslendingar verið sæmilega tryggir fyrir því að tímar óðaverð- bólgu komi ekki aftur, þó verðbólga láti á sér kræla tímabundið. Umfangsmesta einkavæðing sögunnar, þegar seld voru 49% í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, var drif- in áfram af fjármálafyrirtækjum sem gerðu öllum landsmönnum, sem vildu, kleift að kaupa hlutabréf án þess að taka mikla áhættu. Hið sama var að segja um sölu á nýjum hlutabréfum í Landsbanka og Búnaðar- banka á liðnu ári. Sumir innleystu hagnaðinn strax, aðrir síðar en margir halda enn um hlutabréfin sem eru í eðli sínu langtímaQárfesting. Nokkrir stjórn- málamenn hafa reynt að gera einkavæðingu ríkis- bankanna tortryggilega, en staðreyndin er sú að að- ferð verðbréfafyrirtækja og banka - kennitöluvið- skipti - var sá drifkraftur sem skorti í einkavæðingu ríkisfyrirtækja. Framvh-k viðskipti eins og þá voru stunduð eru eðlileg og nauðsynleg. Almennir launamenn jafnt sem fyrirtæki hafa not- ið framfaranna á fj ármálamarkaðnum. Netbanki SPRON er langt frá því að vera síðasta afsprengi frels- isins heldur dæmi um þann kraft sem nú einkennir íslenskt fjármálalíf. Óli Björn Kárason „Sjónvarp er líkt vímugjöfum: innan skamms dofna áhrifin og þá bregðast menn við því með því að heimta stærri skammta." Ekkert i sjon- varpinu Fólk er oft að kvarta yfir dagskrá sjónvarps og segir þá gjarna: það er ekkert í sjónvarp- inu. Eða öllu heldur: það er ekkert í sjón- varpinu lengur. Af hverju búa þeir ekki til almennilega dag- skrá, mennimir? Þess- ar kvartanir eiga nær alltaf við ríkissjón- varpið - ekki af því að maður heyri í fólki sem er glatt og ánægt með einkastöðvarnar, heldur af því að menn hafa komið sér saman um að það þýði ekkert að gera neinar kröfur til þeirra. Eða eins og oft kemur fram í um- ræðunni: RÚV á að skemmta og fræða og mennta, en einkastöðv- ar eiga bcu-a að vera arðbær hlutafélög og því treystir enginn sér til að klaga upp á þeirra dagskrá. Kjallarinn Árni Bergmann rithöfundur En þetta skiptir ekki öllu máli. For- tíðarsöknuðurinn á sér aðra og sterkari skýringu. Hún er sú að fjölmiðlar eiga sér bernsku- og unglings- ár sem eru rétt eins og æskuár mannsins. Þau eru erfið og rík af heimskupörum og klaufaskap en það er yfir þessum tíma ein- hver sjarmi sem líð- ur hjá og kemur ekki aftur frekar en tím- inn og vindurinn. Þegar menn eru að sjá eftir því sem áður mátti sjá og heyra í „Og ofgnægðin, „meira af því samau, er einmitt það sem ræki- legast heldur við óánægju með sjónvarp. Því er það svo að ef einhver kemur til þín og segir: ég skal búa til handa þér sjón- varpsdagskrá sem þú verður sæll og glaður með - þá skaltu ekki trúa honum.“ Liðnir sæludagar í umtalinu er gott sjónvarp oftast eitthvað sem var, en ekki eitt- hvað sem er eða verð- ur. Héma áður fyrr, þá var allt svo spennandi. Þá mátti maður ekki missa af neinu. Þetta tal segir ekki endilega þá sögu að sjónvarpi sé að hnigna og að efni þess sé lakara en var. Við getum ef við viljum tekið eftir þróun sem stefnir í fleiri en eina átt: annars vegar til meiri fag- mennsku (til dæmis I gerð ágætra heimildarmynda), hins vegar breið- ir úr sér hugmyndaþreyta í skemmtiefni sem reynir að trekkja sig upp með meira ofbeldi og sýni- legra kynlífi. fjölmiðlum, fyrst útvarpi, síðar sjónvarpi, þá eru þeir einkum að sjá eftir þeim tíma þegar þeir sjálf- ir vora yngri og forvitnari og höfðu enn ekki fengi ráðrúm til að verða leiðir og ofmettir á því sem fram er borið. Ofát, sísvengd Sjónvarp er líkt vímugjöfum: innan skamms dofna áhrifin og þá bregðast menn við því með því að heimta stærri skammta. Lengri dagskrár. Fleiri rásir. Um tíma var talað eins og það væri meiri háttar skerðing á mannréttindum að ís- lendingar höfðu aðeins eina sjón- varpsrás. Allir voru að tala um þau sælu útlönd þar sem hægt er að sjá tíu rásir eða fjörutíu. Að vísu heyrði maður sjaldan talað um ágæti þessa mikla framboðs í fram- kvæmd. Menn komu dasaðir heim frá sjónvarpsleik í erlendum hótel- herbergjum og voru smátíma furðu sáttir við íslenskt sjónvarp sem var - amk. RÚV - ekki eins þrælmeng- að af ótímabærum auglýsingum og fjörutiu rása heimurinn. En það er sama. Menn eru ekki sjónvarpsglaðir. Þeim fmnst ekkert vera í sjónvarpinu. Þeir eiga bara svo erfitt með að koma orðum að því hvað það er sem vantar. Enda ekki nema von. Sjónvarpsheim- urinn er svo stór og yfirþyrm- andi að hann verður lygilega mörgum eins konar vítahringur ofáts og sísvengdar og allsherjar ófullnægju. Því gerast undarlegir hlutir. Það skiptir vissulega máli hvað er í sjónvarpi. Það skiptir sérstaklega miklu máli að íslensk tunga og íslenskt efni haldi velli á þeim vettvangi - og eins og ný- leg skoðun á dagskrá sjónvarps- stöðva leiðir í ljós þá er þar margur háski á ferðum og ekki á marga að treysta nema helst margskammað ríkissjónvarp. En engu að síður er sjálft það magn sjónvarpsefnis sem hver og einn innbyrðir það sem veldur mestu um hvað úr sjónvarpi verð- ur í mannlífi. Og ofgnægðin, „meira af því sama“, er einmitt það sem rækilegast heldur við óánægju með sjónvarp. Því er það svo að-ef einhver kemur til þín og segir: ég skal búa til handa þér sjónvarps- dagskrá sem þú verður sæll og glaður með - þá skaltu ekki trúa honum. Árni Bergmann Skoðanir annarra Tilfinningatal um virkjanir Einkenni margra greina sem koma um þetta mál eru að þær eru skrifaðar á tilfinninganótum. Stór- yrði einkenna sumar þeirra. Umhverfisráðherra hef- ur verið kallaður „veimiltíta með múseirhjarta“, byggðir Austurlands hafa verið kallaðar „nástrand- ir“ með tilvitnunum í kvæði og svona mætti lengi telja...Það er líka nokkurt einsdæmi að heill morg- unþáttur i Rikisútvarpinu sem haldið er úti af föst- um fyrirlesara eins og Illuga Jökulssyni sé notaður til þess að ráðast persónulega á mann sem fyrirles- arinn hefur hvorki heyrt né séð, nema af innslagi í fréttum sem stóð í nokkra sekúndur. Allt eru þetta dæmi um öfgamar í þessari umræðu.“ Jón Kristjánsson alþm. í Degi 21. sept. Afstaða Flugráðs og Flugmála- stjórnar skipta sköpum „í mörg ár hefur verið í gangi umræða um nauð- syn þess að endurbyggja Reykjavíkurflugvöll. Á Al- þingi hafa málefni flugvallarins verið til umræðu og stjómvöld verið hvött til þess að hraða endurbótum. Það var og er eindregin afstaða Flugmálstjórnar og Flugráðs að nauðsyn beri til að endurbyggja völl- inn...Til að svo megi verða er nauðsynlegt að endur- nýja brautir og ljósabúnað. Af þeirri ástæðu tók ég þá ákvörðun að láta heija framkvæmdir við völlinn eins og undirbúið hafði verið og leita leiða til þess að draga úr umferð kennslu- og æfmgaflugs." Sturla Böðvarsson samgönguráðherra í Mbl. 21. sept. Beinlínutenging úr Stjórnarráði Það virðist óumbreytanlegt í þessu þjóðfélagi að íjármagnsaðilar eru alltaf með sitt á hreinu. Þeir eru tryggðir í bak og fyrir og geta hækkað vexti að vild. Núna er þetta kallað „verðbólguhægjandi" og að „slá á þenslu", en aðeins snýst þetta um að „kapítalið" er að ávaxta sig sem allra mest...Þetta er handaflsaðgerð því markaðurinn er ekki að ráða fór...Þetta fer ekki eftir framboðinu. Þetta fer eftir því hvemig forsætis- ráðherra talar við Seðlabankann, Seðlabankinn talar við bankana og þeir hækka vextina. Svona er þetta. Allar línur liggja úr Stjórnarráðinu í öll þessi batterí." Björn Grétar Sveinsson, form. Verkamannasam bandsins, i Degi 21. sept.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.