Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1999, Blaðsíða 6
6
MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1999
Viðskipti
Þetfa helst: ...Viðskipti á VÞÍ aðeins 216 m.kr....Mest með hlutabréf, 182 m.kr....Úrvalsvísitalan
hækkaði um 1,343% og er nú 1.373,8 sem er met..,Mest hækkaði Samvinnusjóðurinn, um 8%...Viðskipti
í FBA 31 m.kr....Marel hækkaði um 4,6% í 11 m.kr. viðskiptum...Vinnslustöðin lækkaði um 4,6%
FBA-hluturinn
seldur í einu lagi
- til hóps óskyldra aðila
Markmið útboðs á 51% hlut í
Fjárfestingarbanka atvinnulífsins
hf. verður að hámarka söluverð
bankans, að selja dreifðum hópi
hlutinn í heilu lagi og að öllum gef-
ist kostur á að bjóða í hlutinn.
Til að tryggja að hámarksverð fá-
ist fyrir hlutinn er nauðsynlegt að
hópur fjárfesta standi sameiginlega
að tilboði í allan hlutinn. Hámarks-
verð fyrir eignarhlut ríkisins i
bankanum verður aðeins tryggt
með því að selja allan hlutinn í einu
lagi. Ekki verður tekið við lægri til-
boðum en sem miðast við gengið 2,8
og skal tilboðsgengið vera með
fimm aukastöfum.
Hámarkshlutur sem hver og einn
aðili má kaupa í FBA er 6% í útboð-
inu sem fram undan er á 51% hlut
ríkisins i bankanum. Lágmarks-
hlutur hvers og eins er sex milljón-
ir króna að nafnvirði. Öllum verður
heimilt að gera tilboð í eignarhlut
ríksins en til að tryggja dreifða sölu
eru settar reglur um skyldleika og
hámark hvers aðila sem nemur því
að hver og einn aðili, skyldir aðilar
og/eða íjárhagslega tengdir, getur
Frá blaðamannafundinum í gær þar sem sölufyrirkomulag var kynnt.
aðeins keypt hlut að hámarki 6% í
bankanum.
Ekkert forval
Ekkert forval verður eins og for-
sætisráðherra lagði til fyrir tveimur
vikum. Það verða handhafar eignar-
hluta ríkisins, Ámi Mathiesen sjáv-
arútvegsráðherra og Finnur Ingólfs-
son viðskiptaráðherra, sem kynna
útboðið í dag ásamt framkvæmda-
nefnd ríkisstjórnarinnar um einka-
væðingu.
Ljóst er að ekkert hefur orðið af
hugmyndum forsætisráðherra um
forval. í Degi í gær var fullyrt að
Davíð Oddsson hefði þurft að gefa
eftir kröfu sína um lokað útboð.
Gert er ráð fyrir að allur hlutur rík-
isins verði seldur fyrir áramót. Mið-
að við núverandi gengi og lág-
markstilboðsgengi í bréf ríkissjóðs
ætti verðmæti hlutar ríkissjóðs að
vera um 10 milljarðar króna. Lík-
legt verður að teljast að stofnana-
fjárfestar og aðrir stærri aðilar
muni bjóða sameiginlega í bréf FBA
miðað við þetta fyrirkomulag söl-
unnar. -bmg
Árangur og velgengni
kvenna í atvinnulífinu
Konur láta sífellt meira til sín taka í atvinnulífinu en þurfa að horfast í augu
við önnur áskorunarefni en karlar.
Stærsta lán
Landsbankans á
alþjóðamarkaði
- 11,1 milljarður
Landsbanki íslands hf. hefur tek-
ið lán á alþjóðlegum markaði að
fjárhæð 150 milljónir evra eða sem
svarar til um 11,1 milljarðs króna.
Þetta er stærsta lántaka Lands-
bankans á alþjóðamarkaði frá upp-
hafi.
Fram kemur í tilkynningu frá
Landsbankanum að upphaflega var
gert ráð fyrir að taka 100 milljónir
evra að láni, en vegna mikillar eft-
irspurnar var lánsfjárhæðin hækk-
uð í 150 milljónir. Lánið er til
þriggja ára og eru kjör þess svipuð
og Landsbankinn hefur notið í síð-
ustu lántökum sínum erlendis.
Lántakan fór fram fyrir milli-
göngu þýska bankans Bankgesell-
schaft Berlin og ítalska bankans
Banca IMI Banca d’Intermediazione
Mobiliare IMI S.p.A. Alls tóku tiu
aðrir erlendir bankar þátt í lánveit-
ingunni, en meðal þeirra eru bank-
ar í Suður-Evrópu sem ekki hafa
áður veitt lán til Landsbankans.
„Góðar viðtökur lánsins á al-
þjóðamarkaði byggjast á styrk
bankans, öflugu samstarfsbanka-
neti hans og því trausti sem Lands-
bankinn nýtur á alþjóðlegum fjár-
magnsmörkuðum," segir í frétt
Landsbankans.
Þá kemur fram að lántakan vakti
athygli á alþjóðafjármagnsmarkaði
og hlaut góða umíjöllun í blöðum og
fagritum. Þannig var t.d. fjallað um
hana í ítölskum blöðum vegna þátt-
töku þarlendra banka.
Skipamiðlunin
Bátar & Kvóti
Sfmi: 568 3530
lutp tvw >\ .VOtlCX ÍS'
Á morgun mun dr. Sherron Bien-
venu endurtaka námstefnu um árang-
ur og velgengni kvenna í atvinnulíf-
inu.^em haldin er á vegum Vegsauka
þekkingarklúbbs á Grand Hótel
Reykjavík.
Fram kemur í frétt frá Vegsauka að
skráningar ganga vel og stefnir í að
verði uppselt. Námstefnan er aðeins
opin konum. Þetta er í þriðja sinn
sem þessi námstefna er haldin. Dr.
Bienvenu hélt þessa námstefnu síðast
í byrjun júní sl. og komust þá færri
konur að en vildu. Af þeim sökum og
vegna fjölda áskorana var ákveðið að
endurtaka hana nú.
Mismunandi tjáning
„Þetta viðfangsefni er konum hug-
leikið. Konur láta sífellt meira til sín
taka í atvinnulífinu en þurfa að
horfast í augu við önnur áskorunar-
efni en kariar. Þótt mikið hafi áunnist
á síðustu árum þurfa þær þó enn að
glíma við að þær eru settar undir
aðra mælistiku en karlar.
Megináskorunarefni kvenna snýst
fyrst og fremst um að konur og karlar
tjá sig stundum á mismunandi hátt en
A stórum erlendum mörkuðum
þætti fáheyrt að hlutabréf hækkuðu
verulega í kjölfar vaxtahækkunar.
Þetta kom fram í Morgunkorni FBA
í gær en Úrvalsvísitala VÞÍ hækk-
aði í fyrradag um 1,4% þrátt fyrir
boðaða 0,6% vaxtahækkun Seðla-
jafnframt tjá þau sig líka oft á sama
hátt en eru ekki skilin á sama hátt.
Sýni karl ákveðni og festu er hann
skörungur en sýni kona það sama sjá
karlar það sem neikvætt merki um
frekju og yfirgang.
bankans og viðskiptabankanna. I
gær hækkaði vísitalan um 0,5% og
mikil hlutabréfaviðskipti voru.
í Morgunkorni segir að þetta
megi að nokkru leyti skýra með því
að íslensk fyrirtæki skulda jafn
mikið í erlendum myntum og því
Megintilgangur námstefnunnar er
að hjálpa konum að yfirstíga þessar
hindranir og hámarka árangur sinn
og velgengni í starfi og einkalífi með
bættum samskiptum,“ segir í tilkynn-
ingu Vegsauka.
hafi vaxtahækkun hér á landi ekki
jafn mikil áhrif. Einnig sé hugsan-
legt að hlutabréfamarkaðurinn, sem
hafi hækkað mikið að undanfömu,
telji jákvætt að Seðlabankinn slái á
þenslu með þessu hætti og túlki því
vaxtahækkunina sem góðar fréttir.
Vaxtahækkun hefur ekki
áhrif á hlutabréfaverð
Vísitala upp um 0,1%
Launavísitalan miðað við meðal-
laun í ágúst 1999 er 182,2 stig og
hækkaði um 0,1% frá fyrra mánuði,
að því er fram kemur í frétt Hag-
stofunnar. Frá áramótum hefur
vísitalan hækkað um 1% en frá árs-
byrjun 1997 hefur visitalan hækkað
um 22,5%.
Byggingarvísitalan
hækkar
Hagstofan hefur reiknað vísitölu
byggingarkostnaðar eftir verðlagi
um miðjan september 1999. Vísital-
an er 236,7 stig og hækkaði um 0,1%
frá fyrra mánuði, að því er fram
kemur í frétt Hagstofunnar. Hækk-
un vísitölunnar síðustu þrjá mán-
uði samsvarar 2,1% hækkun á ári.
Hækkun byggingarvísitölunnar sið-
ustu 12 mánuði var 2,5%
DeCode komið í 28
Gengi hlutabréfa DeCode
Genetics, móðurfélags íslenskrar
erfðagreiningar, hækkaði um þrjá
punkta í gær og stóð í lok dags í
28. Hækkunina
má m.a. rekja
til frétta af nið-
urstöðum
rannsókna fyr-
irtækisins á or-
sökum með-
göngueitrunar
og greint var
m.a. frá á Við-
skiptavefnum í gær.
Uppkaup hjá ríkinu
í dag kl. 14.00 munu fara fram
uppkaup á verðtryggðum spariskír-
teinum og óverðtryggðum ríkisbréf-
um með tilboðsfyrirkomulagi hjá
Lánasýslu ríkisins. I þessu útboði
er óskað eftir sölutilboöum í verð-
tryggð spariskírteini í flokki RS00-
0210/K og óverðtryggð ríkisbréf i
flokki RB00-1010/KO.
Heildarfjárhæð í hvorum ílokki
fyrir sig verður á bilinu 300 til 1.000
milljónir króna að söluvirði. Öllum
er heimilt að gera tilboð að því und-
anskildu að lágmark hvers tilboðs
sé ekki lægra en 10 milljónir að
söluvirði.
Olíuhlutabréf lækka
Footsie-hlutabréfavísitalan í
London lækkaði nokkuð í gær
vegna þess hve hlutabréf í olíufyrir-
tækjum lækkuðu mikið.
Vextir áfram lágir
Japansbanki sagði í gær að hann
myndi áfram stuðla að því að vextir
séu lágir. Vextir þar í landi hafa
verið nálægt 0% og vill hann halda
því áfram til að stuðla að aukinni
innlendri neyslu og þar með hag-
vexti.
Hækkanir i Japan
Jarðskjálftinn á Taívan hafði
nokkur áhrif á mörkuðum í Austur-
löndum í gær. Hins
vegar hækkuðu verð-
bréf í Japan um 2% í
gærmorgun. Þó er
helsta ástæðan talin
vera breytt peninga-
málastefna hjá Jap-
ansbanka. Nikkei-
vísitalan hækkaði
um 357,5 stig og var
á hádegi eystra
17.932,79. Þá hefur sterkari staða
dollars gagnvart jeni aukið eftir-
spurn í Japan eftir eignarhlutum í
útflutningsfyrirtækjum.
Methalli í Bandaríkjum
Metviðskiptahalli var í Banda-
ríkjunum í júlí eða 25,18 milljarðar
dollara. Það jafngildir um 1.180
milljörðum ísienskra króna. Út-
flutningur jókst nokkuð en það er
fyrst og fremst aukinn innflutning-
ur sem veldur hallanum. Þess ber
að geta að lágt gengi evru gagnvart
dollar gerir innflutning frá Evrópu
sérstaklega hagstæðan.