Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1999, Blaðsíða 10
10 íennmg MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1999 Leikfélag Akureyrar býður upp á fjölbreytta efnisskrá: Frú Jórunn tekur enn á móti mtum Fyrsta frumsýning leikársins hjá Leikfé- lagi Akureyrar er á Klukkustrengjum eftir Jökul Jakobsson, leikriti sem var einmitt skrifaó fyrir þaó leikfélag og frumsýnt í Samkomuhúsinu á Akureyri á útmánuöum 1973. Þáverandi leikhússtjóri Akureyringa, Magnús Jónsson, réði skáldiö sérstaklega til aö skrifa verk fyrir LA, „og hann skrifaói það hér fyrir noróan, “ segir núverandi leik- hússtjóri LA, Siguróur Hróarsson. „Af því eru sagöar ýmsar góöar sögur, meöal ann- ars sú aó síöasti hluti þess hafi oróió til viku fyrir frumsýningu. En Jökull var snillingur og leikritió er alveg sérstaklega skemmti- legt, og það makalausa er aö þaö er svo nú- tímalegt að ekki þurfti að breyta einni ein- ustu setningu vegna þess aö hún vœri gam- aldags eöa úrelt. “ Gestir frú Jórunnar dreypa á sérríi undir vökulu auga frúarinnar. Ljósmynd: Anton Brink Sama ár, 1973, var verkið leikið í Þjóðleik- húsinu, í frægri uppsetningu Brynju Bene- diktsdóttur þar sem Jón Júlíusson kom nak- inn fram. Var það atriði líka í sýningunni fyrir norðan á sínum tíma? „Nei,“ segir Sigurður, „mönnum hefur ekki dottið það í hug, enda er ekkert í leikrit- inu sem kallar á það.“ - En hvað verður núna? „Ja, það verður kannski aðeins brugðið út af hinu venjuhundna," segir Sigurður og dregur mjög við sig svarið. „Valgeir Skag- fjörð leikstýrir verkinu og það er aldrei að vita nema einhverjir fækki fótum. En menn spranga ekki mikið um á typpinu!" í leikritinu segir frá frú Jórunni, flnni frú í bænum þar sem verkið gerist og sem greini- lega er Akureyri sjálf. Líf hennar er í fóstum farvegi; til dæmis hefur hún lengi haft þann sið að bjóða til sín sama fólkinu í sjerri og smákökur á sunnudagseftirmiðdögum. Svo kemur orgelstillari úr höfuðborginni og fær inni hjá frú Jórunni og ekki er að orðlengja að koma hans setur allt úr skorðum. Áður en langt um líður taka menn að spyrja hver þessi maður sé eiginlega? Einhverjir líta á hann sem Messías og vilja meina að ýmis kraftaverk gerist í bænum eftir komu hans. Aðrir líta á hann sem hreinan loddara. Að lokum er spurningin sú hvort hann sé kannski tóm ímyndun ... Orgelstillarann í Akureyrarkirkju leikur barnabarnabam séra Matthíasar Jochumsson- ar, Ari Matt- híasson, og Sunna Borg leikur frú Jór- unni. - Var ein- hver sérstök ástæða til að taka þetta leikrit um- fram önnur verk Jökuls? spyrjum við Sigurð. „Ja, mig hefur lengi langað til að leikfélagið sýni leikrit sem eiga sterk tengsl við eða rætur í bæn- um og bæjar- lífinu hér,“ segir Sigurð- ur. „Ég hef hug á að fá höfunda til að vinna fyrir leikfélagið verk sem tengjast jafn- vel beinlínis sögu bæjarins, eins og við gerð- um þegar ég var hér fyrir tíu árum og við settum upp leikgerð Böðvars Guðmundsonar af sögum Tryggva Emilssonar sem áhorfend- ur tóku afar vel. En ekki þurfti neitt sérstakt tilefni til að taka Klukkustrengi, það er skín- andi gott verk og tímabært að sýna það aft- ur.“ Jólin og Gosi Eftir Klukkustrengi verður íjölbreytt dag- skrá hjá Leikfélagi Akureyrar. Tvö leikrit í viðbót setur félagið sjálft upp. Hið fyrra er Blessuð jólin eftir Arnmund Backman, bráð- skemmtilegt verk fyrir alla Qölskylduna sem gerist á sjálft aðfangadagskvöld milli klukkan 17 og 19 á dæmigerðu íslensku heimili. Við fáum að fylgjast lítillega með undirbúningi máltíðarinnar og eftirköstum, en hléið byrjar á slaginu 18 þannig að ekki fáum við að horfa á persónurnar snæða jólasteikina. Þetta er eldra verk en Maður á mislitum sokkum sem mesta lukku vakti í Þjóðleikhúsinu á síðasta leikári. Hugmyndin er að frumsýna það laust fyrir jól en ekki á hefðbundnum tíma milli jóla og nýárs og sýnir LA talsverða dirfsku þar. Hlín Agnarsdóttir leikstýrir og Hlín Gunnarsdóttir gerir leikmynd. Þriðja verkið er hið sígilda leikrit Tó- bakströð eftir Erskine Caldwell sem frumsýnt verðm- fyrir páska í rómaðri þýðingu Jökuls Jakobssonar og undir leikstjóm Viðars Egg- ertssonar. Nokkrar sýningar verða svo hjá Leikfélagi Akureyrar í samvinnu við önnur leikhús og ber þar fyrst að nefna brúðuleikhúsið Tiu fmgur sem Helga Arnalds rekur. Sigurður Hróarsson gerði samstarfssamning við Helgu um að setja upp brúðuleiksýningu á sögunni um Gosa sem verður boðin öll- um skólum og leikskólum á Norðurlandi og síðan væntanlega sýnd víðar um land- ið. I samstarfi við leikhópinn Norðanljós- in verður settur upp einleikurinn Skækj- urnar ganga fyrstar með Sögu Jónsdóttur í eina hlutverkinu og undir leikstjórn Helgu E. Jónsdóttur. Loks verða tvær samstarfssýningar sýndar jöfnum höndum nyrðra og syðra: Baneitrað samband á Njálsgötunni, leikgerð Auðar Har- alds af eigin sögu sem Dramnasmiðjan setm upp, og Stjörnur á morgunhimni, rússneskt leikrit sem sett er upp í samvinnu við Leikfé- lag íslands í Iðnó. ... og sólin skín - Svona undir lokin, Sigurðm: Fenguð þið marga klukkustrengi á opna húsinu á laugar- daginn? „Já, þeir skipta orðið tugum hér í húsinu," segir Sigmður og er skemmt, „og á eftir að fjölga. Enn er skilafrestm til kvölds. Klukku- strengirnir verða hengdir upp í húsinu, merktir höfundi sínum, og við ætlum að verðlauna þann fallegasta, þann stærsta, þann minnsta og þann sérkennilegasta!" - Hvernig er að vera kominn aftm norðm? „Alveg dásamlegt," svarar Sigmðm hik- laust. „Mér leið alveg sérstaklega vel hér í fyrra skiptið. í framhaldi af leikhússtjóratíð minni í Borgarleikhúsinu stakk ég af til út- landa i tvö ár, en nú er ég kominn aftm heim í heiðardalinn - og sólin skín!“ Helvík í Reykjavík Dúettinn Helvík - nafnið er samsett úr Ue/sinki og Reykjaa/fe - leikur frumsamda spunatónlist í Kaffileik- húsinu í kvöld kl. 21. Tónlistin byggist á gítar- tónum og rafrænu slag- verki og það er Kristján Eldjám sem sér um gít- arinn og Samuli Kosminen sem á slag- verkið. Með þeim syngm að þessu sinni sem sér- stakur gestur dúettsins flnnska leik- og söngkon- an Ona Kamu. Kristján og Samuli hittust fyrst á rokkhátíð- inni í Hróarskeldu fyrir fimm árum og kom svo vel saman að Samuli hef- ur komið þrisvar til íslands síðan þá, leikið með hljómsveitum og inn á plötu með Bubba Morthens. Ona er í sinni annarri heimsókn til landsins og þau kunna svo vel við sig að þau dreymir um að dvelja hér lengi einhvern tíma í framtíðinni. Kristján fyrir sitt leyti stundaði framhaldsnám í klassískum gítar- Finnskt-íslenskt Kosminen. spunatríó: Ona Kamu, Kristján Eldjárn og Samuli DV-mynd Hilmar Þór leik í Finnlandi svo að hann þekkir þeirra land líka. Samuli og Ona eru tónlistarmenn í lausa- mennsku heima í Finnlandi og kvarta ekki undan skorti á verkefnum. En er hægt að lifa á lausamennsku í tónlist þar í landi? „Já, það má lifa góðu lífi á henni - auk þess sem ekkert er betra en að lifa á hobbíinu sínu, því sem manni flnnst alira skemmtilegast að gera,“ svarar Samuli. Þegar þau eru spurð hvort þau séu þekkt í heimalandi sinu svarar Samuli því til að Ona sé frægari en hann af því að þegar hún leiki og syngi á sviði standi hún jafnvel fremst á því „en ég hef enn sem komið er bara verið bara í bakgrunninum á svið- inu.“ Ona hefur líka leikið i ' sjónvarpsmyndum og kvikmynd- um og er til dæmis í litlu hlut- verki í nýju svart/hvitu og þöglu myndinni hans Aki Kaurismaki, Juha, sem hún segir að sé alveg frá- bær. Samuli getur þó til lengdar ekki neitað því að hann sé frægur en frægð hans kemur úr óvæntri átt, hann er sem sé þekktur um allt Finnland sem heitasti Star Wars aðdáandinn í því landi! Þremenningarnir eru ekki í vafa um að Helvíkurtónleikamir verði alveg frábærir og hvetja alla aðdáendur rafrænnar spunatón- listar til að flykkjast í Kaffileikhúsið í kvöld. „Enn rýnt í gullnar töflurnar" Annað kvöld kl. 21 mun Terry Gunnell þjóðfræð- ingur halda fyrirlestur á vegum Snorrastofu í Reykholti til minningar um Snorra Sturluson, en hann var drepinn í Reykholti 23. september árið 1241. Fyrirlesturinn ber heitið „Enn rýnt í gullnar töflurnar". Viðfangsefni Terrys er umræða meðal fræði- manna síðustu árin um norræna goðafræði en birst hafa nokkrar áhugaverðar rannsóknir þar sem tekið er á þessu viðfangsefni frá ýmsum hlið- um. Gunnell ætlar að gefa hlustend- um hugmynd um hvaða straumar eru rikjandi meðal fræðimanna nú, þúsund ámm eftir að íslendingar lögðu af hinn foma sið með formleg- um hætti. Terry Gunnell er lektor í þjóðfræði við Háskóla íslands. Hann er enskur að uppruna og lauk doktorsprófl frá Háskólanum í Leeds á Englandi árið 1991. Lokaritgerð hans flallaði um upprana leiklistar á Norðurlöndum. Hún var gefln út árið 1995 undir heit- inu The Origins of Drama in Scand- inavia og vakti mikla athygli. Terry hefur búið á íslandi árum saman og fyrirlesturinn verður á ís- lensku. Fyrirlesturinn verður í Safnaðarheimili Reyk- holtskirkju. Aðgangseyrir er 400 kr. og eru allir sem tök hafa á eindregið hvattir til þess að koma. Haraldur framlengdur Verk Haraldar Jónssonar á FIRMA 99, „Bam“, á dagheimilinu Tjamarborg við Tjarnargötu, er enn- þá til sýnis, fólki til ánægju sem á þar leið um eft- ir að skyggja tekur. Sýningartímabil þess var upphaflega áætlað sem nemur einum tíðahring, segir í bréfl frá lista- manninum, en það var framlengt um eina viku vegna fjölda áskorana. Sýn- ingu verksins lýkur aðfararnótt mánu- dagsins 27.september. FIRMA 99 er samstarfsverkefni Mynd- höggvarafélagsins i Reykjavík og fyrir- tækja á vegum Reykjavíkurborgar. Sýn- ingin var opnuð á menningamótt í ágúst og hefur hlotið góðar viðtökur borgarbúa á öllum aldri. Sýningartími hvers verks er mislangur. „Maur í feldinum" í fyrramálið kl. 10.15 hefjast bamatónleikamir „Maur i feldinum" í félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði. Flytjendur eru Geirr Lystrap og Hege Rimest- ad frá Noregi. „Norðurlandameistari fyrir böm!“ var fullyrt i einu norsku dagblaðanna í umsögn um Geirr Lystrup sem hefur starfað sem trúbadúr í aldarfjórðung. Hann er eftirsóttur textahöfúndur og þekktur fyrir persónulega og hlýja texta - sem þó geyma í sér samfélagslegan brodd. Á síðustu árum hefur hann einnig gert margar einherjaplöt- ur og leikverk fyrir börn. Honum hafa hlotnast ýmsar viðurkenningar, til dæmis Proysen-verð- launin, þrenn Spellemans-verðlaun og þriggja ára starfsstyrkur frá hinu opinbera. Hege Rimestad strýkur strengi fiðlunnar og syngur og leikur af flngram fram af stakri snilld. Hún hefur áður leikiö i norsku hljómsveitunum Veslefrikk, Tits & Hits og í eigin hljómsveitum Kaniner til salgs og Rimestad Rock’n Polka Band. Hún er eftirsóttur tónhöfundur fyrir leikhús og hefur undanfarin ár leikið með söngkonunni Mari Boine. Barnatónleikarnir byggjast á tónlist og tekstum Geirrs sem vöktu mikla athygli i barriatímum norska útvarpsins. Dagskráin er um það bil í klukkutíma og bömin geta tekið þátt í henni og sungið með. Dagskráin er skipulögð í samstarfi við norska sendiráðið. Aðgangur er ókeypis. Ráðgjöf í skólum Háskólaútgáfan hefur geflð út bókina Námsráð- gjöf í skólum eftir Guðrúnu Friðgeirsdóttur. Henni er ætlað að kynna kennurum, skólastjórum og for- eldrum faglega námsráðgjöf og starfsfræðslu, bæði í grannskólum og framhaldsskólum. Einnig gagnast bókin námsráðgjöfum og nemum í námsráðgjöf. í bókinni er fjallað um þarfir nemenda á báðum skólastigum og hvemig náms- ráðgjöf getur komið til móts við þær. Þar eru kaflar um jafningjastarf, sorg í skólum, samstarf við foreldra og kenn- ara og fleira. Loks er safn af æfingum til að nota í kennslu og hópstarfi. Guðrún Friðgeirsdóttir hefur áður skrifað bækur og greinar um uppeldismál, námstækni og skólamál almennt. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.