Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1999, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1999 Fréttir___________________________________pv Kvartanir eftir fagnaðarsamkomu KR: Mjög slæmt ástand skapaðist - segir Sæmundur Pálsson yfirlögregluþjónn „Þama skapaðist mjög slæmt ástand vegna mannfjölda. Málið er nú í könnun,“ sagði Sæmund- ur Pálsson, yfirlögregluþjónn á Seltjarnamesi, við DV. Kvartanir bárust á lögreglu- stöðina á Seltjarnamesi eftir að KR fagnaði íslandsmeistaratitlin- um á Rauða ljóninu sl. laugar- dagskvöld. „Þetta varð svo mikill fjöldi, að ekki varð við neitt ráð- ið,“ sagði Sæmundur. Kvartanir hafa heyrst, þess efn- is að unglingar undir lögaldri hafi getað fengið keypt áfengi á staðnum. Sæmundur sagðist ekki hafa verið sjálfur á staðnum né heyrt kvartanir um þetta atriði. Hann kvaðst ekki trúa því að svo hefði verið að málum staðið. „En það fer ekki saman að böm séu þama innan um drukkið fólk. Eins verður að fylgjast betur með vínsölunni. Við munum hafa samband við forráðamenn KR- sports, sem verða að hafa ein- hverja eftirlitsmenn. Ella gæti komið til greina að takmarka fjöldann þama, til að hægt sé að ráða við hann. 90 prósent fólksins eru ánægð með viðburðinn um helgina, en 10 prósentin sem ekki eru uppfull af sigurvímu hugsa meira um velferð bama sinna heldur en svona uppákomur. Mér skilst að það sé fyrirhuguð ekki minni uppákoma um næstu helgi ef KR vinnur úrslitaleikinn í bik- arkeppninni. Það verður að láta yfirstjómina undirbúa það bet- ur.“ Sæmrmdur sagði, að hátíðar- torg Seltjarnarnessbæjar hefði verið tekið undir sigurhátíðina. í sérstökum tilfellum hefði bærinn gefið undanþágu fyrir einhvem tiltekinn fjölda, en verið væri að kanna hvernig staðið hefði verið að málinu nú. -JSS Kvartanir bárust á lögreglustöðina á Seltjarnarnesi eftir að KR fagnaði íslandsmeistaratitlinum á Rauða Ijóninu sl. laugardagskvöld. Var fullyrt að unglingar undir lögaldri hefðu getað fengið keypt áfengi á staðnum. Talsmaður KR segist þess fullviss að unglingum var ekki selt áfengi. DV-mynd S Framkvæmdastjóri KR-sport: Gekk áfallalaust „Þetta gekk áfallalaust miðað við mannfjöldann," sagði Helgi Bjöm Kristinsson, framkvæmdastjóri KR- sports, aðspurður um framkvæmd sigurhátíðar KR um síðustu helgi. Helgi sagði að 20 manns í sérmerkt- um búningum hefðu verið við gæslu á Rauða ljóninu sl. laugardagskvöld. „En Eiðistorg er almenningstorg og við höfum ekki leyfi til að vísa bömum og unglingum frá því þar er starfrækt sjoppa. Við brugðumst við með því að kaupa tvo klukkutíma af sjoppueigandanum, þannig að sjopp- unni yrði lokað kl. 22.00. Þar með gátum við tekið til við að koma bömum og unglingum út af svæð- inu á grundvelli útivistarreglna. Það gerðum við. Ég er þess fullviss, að unglingum var ekki selt áfengi. Við vissum að þetta vandamál myndi koma upp og vorum því mjög hörð á því. Við tókum á þessu máli af festu.“ Helgi Bjöm sagðist hafa fengið margar ábendingar um það sem bet- ur mætti fara. Að sjálfsögðu yrði tekið tillit til þeirra. „Það er erfitt að koma í veg fyrir að einhver vandamál komi upp þeg- ar svo mikill fjöldi fólks kemur sam- an. Ég býst við að það hafi verið 2-3000 manns á hátíðinni þegar mest var. En við gerðum okkar besta. Hvað varðar Eiðistorg, þá höfðum við rætt við bæjarstjóra um afhot af því þessa umræddu helgi. Það er raunar stefna bæjaryfir- valda, svo og annarra sem að mál- inu koma, að það þurfi að fá meira mannlíf á þetta torg.“ -JSS Loksins fríður Fáar plágur eru verri en sú sem geisað hefur undanfarin ár og hefur versnað með hverjum degi. Þar er átt við farsímapláguna ógurlegu. Plága þessi byrjaði meðal uppa og sýndarmenna. Þar voru menn ekki með mönnum nema með tólin fost við eyrun. Innihald símtalanna skipti ekki miklu. Að- alatriðið var að sýna stöðu sína. Hið sama gilti um bílasíma. Flott þótti að bregða tóli að eyra á rauðu ljósi og í annan tíma er til öku- manna sást. Aðrir öpuðu þetta að sjálfsögu eftir svo far- andsímaeign varð al- geng meðal fullorðinna. Því sáust menn með síma á götuhomum, inni i verslunum og alls staðar þar sem þess var að vænta að.þeir sæjust. Snjallir simaeigendur létu jafnvel hringja í sig á ákveðnum tímum, einkum ef þeir voru staddir í fjölmenni. Þá fór ekki á milli mála að mikilvæg- ir menn voru á ferð. Fundir, sem áður voru tiltölulega kyrrlátar samkomur, urðu sem samkór hringinga. Fundar- menn voru ýmist með símann í lófanum, tösku eða vasa. Þegar einn lauk sér af tók sá næsti við. Fundarefni vildu gleymast eða víkja fyrir þessari nýju ásókn enda allir uppteknir að fylgjast með símtölum hver annars. Faraldur þessi keyrði þó fyrst um þverbak þeg- ar símafyrirtækin uppgötvuðu stærsta og áhrifagjamasta markhópinn, unglingana. Síma- lausir framhaldsskólanemar eiga engan séns. Þeir eru sem tröll sem dagað hefur uppi. Símarn- ir eru jafnvel komnir í grunnskólana og enginn lætur sér bregða þótt hann mæti síðrassa strák á hjólabretti í miðju samtali. Ástand þetta virtist aðeins geta versnað og fátt til bjargar í plágunni. En þá sannaðist enn hið fornkveðna að þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. Æðri máttarvöld virtust taka í taumana og segja, hingað og ekki lengra. GSM-kerfið sjálft brást á fóstudaginn og þar með varð lát á hring- ingunum. Biliríið stóð enn um helgina, til mæðu þeim sem lengst voru gengnir í farsóttinni en hinum sem enn stóðu utan tækniundursins til léttis. Það varð loksins friður. Farsímaliðið var sem lamað. Samskiptin voru fyrir bí. Enginn hringdi og í engan var hægt að hringja. Síminn tók hvorki við skilaboðum í tal- hólf né SMS-boðum. Þau var heldur ekki hægt að senda. Daglegt líf þessa fólks gekk úr skorðum. Það varð skyndilega að finna sér eitthvað annað til dundurs, jafnvel að tala við fólk augliti til auglitis. Landssiminn vill ekki viðurkenna að æðri máttarvöld hafi gripið inn i og kennir hugbúnað- arvillu í kerfinu um. Sú villa hefur hins vegar ekki fundist en tæknimennirnr ólmast í leit sinni. Afkoma simafyrirtækjanna er i veði sem og lífsstíll fjöldans. Óvíst er því hve lengi hinn hljóðláti friður varir. Dagfari sandkorn Samskot í miðri leiðtogakreppu Samfylking- arinnar hafa nokkrir ákafir fylkingar- menn komið auga á vænlegt foringja- efni, Sigurð G. Guðjónsson hæsta- réttarlögmann. Sigurð- ur þykir hafa sýnt tölu- vert hugrekki, aö bjóða Kolkrabbanum byrginn með því að segja hug sinn um synjun Landsbank- ans á lánum til ís- lenska útvarpsfé- lagsins. Fyrir vikið hefur hann fengið málshöfðun í hausinn frá Kjartani Gunnarssyni, fram- kvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, og gæti þurft að láta af hendi 600 þúsund krónur tapi hann málinu. Sigurður mun ekki á flæðiskeri staddur fjár- hagslega. Engu að síður hefur Sand- kom frétt að einhverjir vilji öngla saman fyrir bótunum fari svo að mál- ið tapist. Bæði vilji þeir sýna móralsk- an stuðning og enn fremur bjóði krat- ísk samviska þeim ekki annað ... Slysafár hjá Hrafni í landi og sonum, blaði Félags kvik- myndagerðarmanna, segir frá gerð myndarinnar Myrkrahöfðinginn sem Hrafn G.unnlaugsson leikstýrir. Hrafn segir upptöku myndarinnar hafa kostað mikil átök þar sem mikið hafi verið um slys og óhöpp. Enda oft verið að mynda í hálku og brjáluðu veðri. Seg- ist Hrafn sjálfur hafa verið í bU sem fór út af með þeim afleiðingum að hann brákaðist á hálsi og hefur ekki enn náð sér. Friðrik Þór Friðriksson, framleiðandi myndarinnar, höfuð- kúpubrotnaði, einn leikari lærbrotn- aði, sviðsmyndarmaður stórslasaðist þegar isblokk féll á hann, leikari sýkt- ist svo að kalla varð á lækni, hestar sýktust, hjólhýsi ultu og bíll fór í rúst í aðkeyrslu. Hrafn segir óhöppin hafa verið fórnarinnar virði en „svona mynd geri ég ekki aftur“. Lái honum hver sem vill... Mistök Hvalurinn Keikó er með þekktari „íslendingum" og um hann fjallað á ýmsum vettvangi. Þrátt fyrir frelsis- ástina í kvikmyndinni Fiæe Willy og meintri frelsisþrá Keikós þar sem hann svamlar um í Klettsvík kemst breska blaðið Daily Telegraph að þeirri niður- stöðu að höfr- ungnum góða líki alls kostar vel að vera lokaður inni í kví sinni. í smádálki breska blaðsins á dögunum segir að hann fúlsi við lif- andi fiskum og neiti hreinlega að synda úr kvinni. Er vitnað í ónefndan talsmann Free Willy Support Gr'oup sem fullyröir að aðlögun Keikós að náttúrulegum aðstæðum í hafinu hafi mistekist gjörsamlega. Þá er haft eftir Jóni Gunnarssyni, fangara Keikós, að hann sé ekki fær um að veiða svo mikið sem smásíld sér til matar og muni aldrei snúa aftur til hafs ... Kveflausir í fréttum fyiT i sumar sagði frá þvi hvar ungir menn höfðu sprengt upp kamar á íþrótta- vellinum í Þor- lákshöfn. Var vitnað í lög- reglumann i Árnessýslu sem sagði að hægt væri að taka kamarinn nefið eftir sprenginguna. Þessi lýsing þótti skondin og sáu ófáir atvikið fyr- ir sér í öðru ljósi. Hagyrðingur á Suð- urlandi orti af þessu tilefni: Nú er alveg orðið tryggt að aldrei fá þeir kvefið bæði kamri og kúkalykt kemur lögga i nefið. Umsjón: Haukur L. Hauksson Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.