Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1999, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1999 S DV íslensk meö í fyrsta skipti í sjö ár: Skólastúlka af Skaganum fer í Miss World DV, Akranesi: Katrín Rós Baldursdóttir frá Akranesi, ungfrú ísland og Vestur- land, mun taka þátt í keppninni Miss World sem verður haldin í London þann 4. desember. Þetta er í fyrsta skipti í sjö ár sem íslensk stúlka tekur þátt í Miss World- keppninni en áöur höfðu þær unnið titilinn tvisvar. Það hefur verið mikið að gera hjá Katrínu Rós sem stundar nám við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Þetta verð- ur fjórða keppnin sem hún tekur þátt í á þessu ári, fyrst tvær hér heima og í byrjun sumars Ungrú Evrópa, sem fram fór í Beirút, en þá dnindu sprengingar ísraelsmanna á Beirút í kjölfar hryðjuverka. „Fljótlega eftir að ég kom heim frá Beirút var ég látin vita að verið væri að spá í að senda mig í keppn- ina um ungfrú heim. Mér líst vel á að taka þátt í henni, það verður ekki léttara en Miss Europe, þetta er stærri keppni og fleiri stelpur. Þetta er mikið álag fyrir mig þar sem ég er með svo mörg fög í skól- anum en ég vona bara að þetta haf- ist allt saman,“ sagði Katrín Rós í samtali viö DV í gær. -DVÓ Örninn fylgist grannt með kollunum á Kollafirði á Ströndum. DV-mynd Árhi Gunnarsson Hann var glæsilegur, konungur fuglanna, sem Árni Gunnarsson, aðstoðar- maður félagsmálaráðherra, myndaði á flugi yfir Kollafirði á Ströndum á dög- unum. DV-mynd Árni Gunnarsson 27 Fréttir Katrín Rós - verður fyrsta fegurðardrottningin í sjö ár til að fara f keppnina í London. Sfldarminjasafnið hafði móttöku fyrir sveitarstjórnarmenn og fleiri gesti á dögunum og þá var þessi mynd tekin. DV-mynd Örn. Síldarminjasafnið á Siglufirði: Fimm þúsund komu í sumar Nærri 5 þúsund manns komu í Síldarminjasafnið á Siglufirði í sumar, sem er svipað og tvö síðustu ár. Um það bil fimmti hluti gest- anna eru útlendingar að sögn Ör- lygs Kristfinnssonar safnstjóra. Fremur fáir komu á Síldarævintýr- ið í ár en gestir til bæjarins voru hins vegar margir í góðviðrinu í júlí og ágúst. Unnið er að uppbyggingu svokall- aðs bræðsluhúss á lóð Sildarminja- safnsins og er útivinnu að ljúka. Þarna verður komið fyrir ýmsum vélbúnaði sem tilheyrir síldar- bræðslu fyrri tíma. - ÖÞ Lára Vilhjálmsdóttir í verslun sinni, Gallerí Handverki á Seyðisfirði. DV-mynd JJ. Ung verslunarkona úr Reykjavík fluttist til Seyðisfjarðar: Vinnur á óplægðum akri V innuvélainnflutningur: Metinn- flutn- ingur í fyrra Samkvæmt upplýsingum frá Vinnueftirliti ríkisins hafa verið fluttar inn 492 nýjar vinnuvélar til landsins það sem af er þessu ári. Inni í þeim tölum eru bíl- kranar, byggingakranar, jarðýt- ur, vélskóflur, lyftarar og slík tæki. Allt árið í fyrra var talan 731 og árið 1997 voru flutt inn 567 ný tæki til landsins. Innflutning- ur á vinnuvélum virðist því hafa vaxið mikið hin síðari ár, en sem dæmi var aðeins flutt inn 431 vinnuvél árið 1991. Flestum innflytjendum ber saman um að í ár náist ekki sama heildartala og á síðasta ári sem var metár í innflutningi vinnuvéla. Sala stórra þungavinnuvéla virðist haldast mjög í hendur við virkjanagerð og aðrar stórfram- kvæmdir og var þannig mikil sala er framkvæmdir hófust i Vatnsfellsvirkjun í sumar. -HKr. < ár Faxafeni Lára Vilhjálmsdóttir, ung kona sem nýlega flutti frá Reykjavík til Seyðisfjarðar ásamt fjölskyldu sinni, opnaði verslunina Galleri Handverk eystra fyrr í sumar; rúm- góða 80 fermetra verslun sem selur handunna vöru af ýmsum tegund- um og gerðum, m.a. leirvöru sem öll kemur frá Hauganesi og Ólafsflrði og smávöru af erlendum og innlend- um uppruna. Lára sagði í samtali við frétta- mann DV á Seyðisfirði að hún væri greinilega að vinna á mjög óplægð- um akri því viðtökur allar hafi ver- ið mjög jákvæðar. Lára segir að ætl- unin sé að halda margvísleg nám- skeið, dag- og helgarnámskeið af ýmsu tagi. Eitt þeirra hefur þegar verið haldið, dagnámskeið í tré- fóndri og málun. Áhuginn var svo mikill að síðustu konurnar kvöddu ekki fyrr en eftir miönætti. Bráð- lega verður haldiö helgarnámskeið í búta- og dúkkusaumi. -JJ — ** leit.is íslenska leitarvélin á Netinu Blaðbera vantar í Fákafen - Faxafen - Skeifuna Laugaveg - Bankastræti. Upplýsingar á afgreiðslu DV W 1 í síma 550 5000.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.