Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1999, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1999
13
Fréttir
DV, Akranesi:
Stórtónleikar verða á sal Fjöl-
brautaskóla Vesturlands á Akra-
nesi kl. 20.30 fimmtudaginn 23.
september. Bergþór Pálsson og
Sigrún Hjálmtýsdóttir flytja söng-
dagskrá, byggða á lögum Sigfúsar
Haldórssonar auk laga úr vinsæl-
um söngleikjum. Undirleikari er
Jónas Ingimundarson. Þau Berg-
þór og Sigrún hafa flutt þessa dag-
skrá í fjögur skipti á höfuðborgar-
svæðinu, alltaf fyrir fullu húsi.
Uppselt er á tvenna tónleika til
viðbótar dagana 27. og 30. septem-
ber. Áheyrendur jafnt sem gagn-
rýnendur hafa lokið lofsorði á
flutning þremenningana. -DVÓ
Bandaríska sendiráöið:
Hert öryggis-
gæsla
Öryggisgæsla við bandaríska
sendiráðið á Laufásvegi hefur
verið hert til muna á undanfórn-
um mánuðum og færð til sam-
ræmis við þá gæslu sem er við
sendiráð Bandaríkjanna annars
staðar. Til dæmis er nú leitað
vandlega á fólki og farartækjum
sem erindi eiga í sendiráöið.
Ástæðu hins herta eftirlits er þó
ekki að finna hér innanlands
heldur mun hún að stórum hluta
vera hinar mannskæðu spreng-
ingar í sendiráðum Bandaríkj-
anna í Tansaniu og Keníu í fyrra.
Þær sprengingar færðu Banda-
ríkjamönnum heim sanninn um
það að slíkir atburðir gætu átt sér
stað hvar sem er í heiminum og
því var ákveðið að gera sömu ör-
yggiskröfur við öll sendiráð
landsins. -GAR
Eldur í ruslafötu
Eldur kom upp í ruslafotu hjá
einum vistmanna á Kópavogshæl-
inu klukkan hálfþrjú í nótt.
Starfsmenn kölluðu til slökkvilið
en hafði tekist að ráða niðurlög-
um eldsins áður en aðstoðin
barst. Herbergi vistmannsins var
reykræst. Ekki er vitað hvers
vegna eldurinn kom upp í körf-
unni. -GAR
Sigrún Hjálmtýsdóttir og Bergþór
Pálsson.
Tónleikar á Akranesi:
Diddú og Berg-
þór syngja lög
Sigfúsar
„Þetta er bylting og það besta sem
er fáanlegt á markaðinum í dag,“
segir Hjördís Guðbjörnsdóttir,
skólastjóri í Engidalsskóla, um ný
húsgögn sem skólinn hefur keypt
fyrir nemendur sína. Húsgögnin eru
dönsk. Borðin eru þannig úr garði
gerð að hægt er að hækka þau í þá
hæð sem kennarinn kýs svo hann
þurfl ekki að bogra yfir nemendum.
Þá er stóllinn stUltur í þá hæð sem
passar við borðið. Fótstig er á stóln-
um sem einnig er stillt í réttra hæð.
Börnin sitja því 1 réttri stöðu.
„Nú er skólinn loksins einsettur
og þá getum við merkt hvert borð
og hvem stól þannig að nemandinn
fær borð við hæfl. Sumir eru stórir
og aðrir litlir þótt þeir séu í sama
bekk og þá er hægt að stilla hús-
gögnin eftir því sem hentar hverj-
um og einum.
Síðast en ekki síst eru þessi hús-
gögn til þægindaauka fyrir ræsting-
una. Þegar bömin fara þá renna
þau setunni á stólnum inn í sleða
sem er á borðinu þannig að stóllinn
lyftist frá gólfi. Þetta auðveldar
mjög öll þrif í kringum húsgögnin.
Ef bóna á gólfin geta ræstikonurnar
lyft undir aðra hliðina á borðinu. Þá
koma í ljós tvö hjól þannig að hægt
er að hjóla borðunum til með stól-
ana áfasta. Því auðveldar þetta
einnig allar breytingar í stofunni."
Hjördís segir að iðjuþjálfi sé feng-
„Þetta er það besta sem er fáanlegt á markaðinum í dag,“ segir HJördís Guðbjörnsdóttir, skólastjóri
í Engidalsskóla, um ný húsgögn sem skólinn hefur keypt fyrir nemendur sína. DV-myndir GVA
þannig að sjö ára börn hafi notað
sömu húsgögn og tólf ára nemend-
ur. Þá hafi húsgögnin passaö ,jafn-
vel“ fyrir báða hópana.
Nýju húsgögnin séu heldur dýr-
ari en íslensk framleiðsla. Ákveðið
hafi verið að kaupa húsgögn erlend-
is frá því framleiðsla af nákvæm-
lega þessu tagi sé ekki fáanleg hér.
-JSS
Húsgögn af nákvæmlega þessu tagi eru ekki fáanleg
hér á landi.
inn til að fylgjast
með að húsgögnin
séu rétt stillt.
Áður hafi skólinn
verið tvísettur
Ný nemenda- og kennaravæn húsgögn í Engidalsskóla:
Þetta er bylting
- segir skólastjórinn
Fyrstu al-íslensku námstefnunni á ameríska vísu í
Borgarleikhúsinu 27. september 1999 kl. 19:40
| Einstakri upplifun þar sem fleiri hundruð sölumenn og
þjónustufólk verða saman komin á einn stað með það
eitt í huga að auka árangur sinn
Fyrirlesari:
Gunnar Andri Þórisson
Gunnar Andri hefur víðtæka reynslu í verslun og sölumennsku, reynslu sem
spannar tæp 20 ár. Hann hefur hlotið fjöldann allan af viðurkenningum
og verðlaunum og hefur skipað toppsæti sölumanna í Evrópu og Skandinavíu.
Á síðustu tveimur árum hafa hundruðir karla og kvenna úr öllum geirum
atvinnulífsins sótt hin ýmsu námskeið hjá Sölukennslu Gunnars Andra.
Núna loksins getur þú lært af einum besta sölumanni íslands. Hann hefur
reynslu, þekkingu, kunnáttu og það er hans markmið að þér gangi vel.
fH Góðri og hnitmiðaðri kennslu í hagnýtum aðferðum
sem þú getur nýtt þér strax
■ Frábæru tilboði 2-fyrir-l
SÖLUKENNSLA GUNNARS ANDRA
Einkaþjálfun • Námskeið ■ Ráðgjöf - Fyrirlestrar
Upplýsingar í síma 561 3530 og 897 3167 - fax 561-3538 e-mail gunnarandri@gunnarandri.com - heimasíða www.gunnarandri.com