Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1999, Blaðsíða 8
8
MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1999
Útlönd
Stuttar fréttir r>v
Gorbatsjov átti
erfitt meö aö
stööva táraflóö
Míkhaíl Gorbatsjov, fyrrum
Sovétleiðtogi, átti erfitt með að
halda aftur af tárunum þegar
hann sneri heim til Moskvu í gær
með lík Raisu eiginkonu sinnar.
Raísa lést á sjúkrahúsi i Þýska-
landi í fyrradag. Banamein henn-
ar var hvítblæði. Hún var 67 ára.
„Við fórum héðan fyrir meira
en tveimur mánuðum með miklar
vonir í farteskinu. Við vorum enn
vongóð fyrir þremur eða fjórum
dögum. Núna er þetta allt horfið,"
sagði Gorbatsjov, umvafmn fjöl-
skyldu dóttur sinnar og öðrum
vinum.
Raísa verður jarðsett í Moskvu
á morgun, fimmtudag.
Noröur-írskir
leiötogar mildir
Leiðtogar stríðandi fylkinga á
Norður-írlandi ræddust við í tvo
tíma i gær, að undirlagi Georges
Mitchells, sáttasemjara Banda-
ríkjastjómar, og var mildari tónn
í þeim á eftir en oft áður. Þeir
sögðu að frekari fundahöld væm
fyrirhuguð á næstunni.
Fylkingamar tvær höföu fyrir
fundinn skipst á ásökunum um að
bera ábyrgð á þeirri sjálfheldu
sem friöarviðræðumar væm
komnar í.
FBI segir menn
Jeltsíns viöriöna
peningaþvott
Bandaríska alríkislögreglan,
FBI, hefur fundið samband á milli
náinna samstarfsmanna Borís
Jeltsíns Rússlandsforseta og New
York-banka þar sem þvegnir hafa
verið peningar. Hefur FBI upp-
götvað aö tengdasonur Jeltsíns,
Leonid Dytsjenko, eiginmaður
Tatjönu, dóttur Jeltsíns, og Pavel
Borodin, forstjóri fyrirtækisins
sem hefur mnsjón með eignum
Rússlandsforseta, hafi fært pen-
inga gegnum New York-banka.
Þetta kemur fram í dagblaðinu
New York Times. FBI getur ekki
sagt hvort tengdasonur Jeltsins á
reikning í bankanum. Upphæðirn-
ar, sem bæði tengdasonurinn og
Borodin millifærðu, eru sagðar
umtalsverðar.
Vladimir Pútín, forsætisráð-
herra Sovétríkjanna, segir að
bandarískum rannsóknarmönnum
hafi ekki tekist að sanna að Rúss-
land tengist peningaþvotti. FuUyrt
var í síðasta mánuði að Rússar
væru viðriðnir peningaþvott eftir
að sannanir fundust fyrir því að 15
milljarðar dollara höfðu verið
þvegnir í bandarískum bönkum.
Peningarnir eru sagðir koma frá
rússnesku mafíunni og rússnesk-
um embættismönnum. Er jafnvel
taliö að um sé að ræða lán frá Al-
þjóðagjaldeyrissjóðnum.
Sérfræðingar í rússneskum mál-
efnum vöruöu í gær bandaríska
þingið við því að hin víðtæka spill-
ing og skipulagða glæpastarfsemi í
Rússlandi gæti ógnað Bandaríkj-
unum og öllum heiminum yrði
ekkert að gert. Segja sérfræðing-
arnir að spillingin hafi náð fót-
festu meðal ráðamanna og í við-
skiptalífinu í Rússlandi löngu fyr-
ir hrun Sovétríkjanna.
Rúmlega sautján hundruð látnir á Taívan:
Eftirskjálftarnir
torvelda björgun
Öflugir eftirskjálftar skóku Taív-
an í morgun og torvelduðu mjög ör-
væntingarfullar tiiraunir leitar-
sveita til að bjarga þúsundum
manna sem enn eru undir rústum
hruninna húsa.
Tala látinna eftir jarðskjálftann á
þriðjudagsmorgun, þann öflugasta
sem skekið hefur Taívan, var kom-
in í 1.712 í morgun. Óttast er að hátt
í þrjú þúsund manns séu enn grafin
í húsarústum, flestir í tveimur sýsl-
um um miðbik eyjarinnar.
Stærstu eftirskjálftarnir í morgun
mældust 6,8 og 6,3 stig á Richter.
Skjálftinn i gærmorgun mældist 7,6
stig. Meira en tvö þúsund eftir-
skjálftar hafa komið.
Heilsugæslustöðvar á Taívan
voru yfirfullar af fólki sem þurfti á
læknishjálp að halda eftir skjálft-
ann. Um fjögur þúsund slösuðust í
hamfórunum. Gefin var út áskorun
til allra lækna um að gefa sig fram
við næsta sjúkrahús til að annast
hina slösuðu.
Sjónvarpið á Taívan sýndi átak-
anlegar myndir þar sem verið var
að bjarga fólki úr hrúgum af undnu
stáli og steinsteypu í höfuðborginni
Taipei og i borginni Taichung í mið-
hluta landsins.
Björgunarsveitir og leitarhundar
frá Bandaríkjunum, Þýskalandi,
Rússlandi, Singapore og Tyrklandi
eru komnar til Taívans til að að-
stoða við leitina.
Ágætisveður hefur verið á Taívan
frá því skjálftinn reið yfir og hefur
það gert þeim auðveldara fyrir sem
þurfa að hafast við úti. Tugir þús-
unda manna ýmist þora ekki að
snúa aftur til síns heima eða hafa
misst heimili sín.
Unnið hefur verið að þvi að koma
rafmagni aftur á en víða var þó ekk-
ert slíkt að hafa. Aðeins tveir af sex
kjarnaofnum á Taívan gengu eðli-
lega í morgun.
Ekki er enn Ijóst hversu mikið
tjón efnahagslífið á Taívan verður
fyrir af völdum skjálftans. Helsti
efnahagsspekingur stjórnvalda
sagðist í morgun óttast að ekki tæk-
ist að ná áætluðum hagvexti á þessu
ári. Hann sagði þó að nægir pening-
ar væru til í sjóðum til að leggja í
björgunar- og uppbyggingarstarf.
Allir helstu flugvellir og hafnir
landsins störfuðu eðlilega í morgun
og viðskipti í kauphöllinni urðu
ekki fyrir miklum truflunum af
völdum jarðskjálftans.
íbúar í Chai-I á Taívan brustu í grát eftir að hús þeirra hrundu til grunna í jarðskjálftanum mikla í gærmorgun. Tæp-
lega tvö þúsund manns eru látin og um þrjú þúsund eru enn grafin undir húsarústum. Vegir urðu illa úti í skjáiftanum
og rafmagnslaust varð mjög víða. Erlendar björgunarsveitir eru komnar til eyjarinnar til að aðstoða heimamenn.
Tugir þúsunda kröfðust
afsagnar Milosevics
Yfir 25 þúsund manns söfnuðust
saman í gærkvöld í miðborg
Belgrad í Serbíu til þess að krefjast
afsagnar Slobodans Milosevics
Júgóslavíuforseta. Sams konar
fiöldafundir voru haldnir í 20 borg-
um víðs vegar um Serbíu. ÍNovi
Sad tóku 7 þúsund þátt í mótmæla-
fundi og 10 þúsund voru sögð hafa
komið saman í Nis.
Skipuleggjendur fundanna
hvöttu almenning til að halda
áfram daglegum mótmælum þar til
Milosevic og stjóm hans færi frá.
„Þið verðið að vekja áhuga hinna.
Talið við nágranna ykkar og hring-
ið í ættingja ykkar og fáið þá til að
koma hingað," sagði Zoran
Djindjic, leiðtogi Lýðræðisflokks-
ins, við mannfiöldann sem safnast
hafði saman í rigningunni í
Belgrad. Sagði Djindjic hættu á að
mótmælin rynnu út í sandinn yrði
Mótmælandi í Belgrad með grímu
sem á að tákna Milosevic.
þátttakan ekki næg. Ekki eru allir
bjartsýnir á að mótmælagöngurnar
hafi áhrif.
„Milosevic fer ekki frá fyrr en
Vesturlönd hafa tekið ákvörðun um
að fiarlægja hann,“ sagði ungur
námsmaður sem tók þátt i mótmæl-
unum í Belgrad í gær.
J..öiTeglan hefur ekki bannað
fióidunióf:.r:.í;in. Nokkrir náms-
menn vora jió iiandteluiir nýlega
þegar þeir reyndu að sat'na fé til
stuðnings baráttunni fyrir afsögn
Milosevics.
Stjórnin í Belgrad hefur hafið
áróðursherferð gegn stjórnarand-
stöðunni. Er stjórnarandstaðan með-
al annars, ásamt albönskum aðskiln-
aðarsinnum, sökuð um að reyna að
sundra landinu. Samtímis hófu yfir-
völd greiöslu á lífeyri sem dregist
hafði lengi. Var það tilraun stjórn-
valda til að bæta ímynd sína.
Harðger alnæmisveira
Vísindamenn hafa áhyggjur af
því að æ algengara verður að lyf
vinni ekki á afbrigði af alnæm-
isveirunni.
Njósnir rannsakaðar
Jack Straw, innanríkisráðherra
Bretlands, kvaðst í gær hafa skipað
rannsókn á
njósnahneyksl-
inu sem skekið
hefur bresku
þjóðina. 87 ára
gömul kona og
fyrrverandi lög-
reglumaður hafa
nýlega viður-
kennt njósnir fyrir rússnesku
leyniþjónustuna, KGB. Háskóla-
kennari hefur einnig viðurkennt
njósnir fyrir austur-þýsku leyni-
þjónustuna, Stasi.
Melluskóli í Belgiu
Hagsmunasamtök vændiskvenna
í Belgíu hafa stofnað skóla. í hon-
um á að kenna kynlífstækni, hrein-
læti, bókfærslu og markaðssókn.
Skólinn verður opinn fyrir alla.
Skólp í dýrafóðri
Framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins íhugar að setja strangari
reglur um dýrafóður vegna upp-
ljóstrana um skólp og eiturefni í
fóðrinu.
Bílar í banni
I dag loka yfir 150 borgir í Frakk-
landi og á Ítalíu götum sínum fyrir
bílaumferð. Hvetja á ökumenn til
að nota almenningsfarartæki.
Minnismerki reist
Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, segir í blaðaviðtali í dag
að minnismerki
verði reist til
heiðurs Diönu
prinsessu. Um
verður að ræða
gosbrunn í einum
af konunglegu
görðunum i
London. „Það er
mikilvægt að við heiðrum minn-
ingu þess sem var ekki aðeins kær
þjóðinni heldur kom einnig miklu
til leiðar.
Svíi særist í loftárás
Sænskur blaðamaður særðist í
gær þegar hann fékk glerbrot i
brjóstið er sprengja féU fyrir fram-
an bil hans við bæinn Ur í írak.
Sprengjunni var varpað úr flugvél
bandamanna.
Mótmæli hjá NATO
Um eitt þúsund manns efndu til
mótmælaaðgerða fyrir utan hótel í
Toronto í Kanada í gær þar sem
varnarmálaráðherrar NATO
snæddu saman. Fólkið vildi mót-
mæla loftárásum bandalagsins á
Kosovo I vor.
Tafir á eldsneyti
Slæmt veður kom í veg fyrir það
í morgun að annað tveggja breskra
skipa með farm af geislavirku elds-
neyti gæti lagst að bryggju í Japan.
Flutningur skipanna hefur komið
af stað miklum mótmælum um
heim aUan.
Dýr ferðalög Clintons
Bandaríska rikisendurskoðunin
greindi frá þvi í gær að þrjár utan-
landsferðir BiUs
Clintons Banda-
ríkjaforseta . hefðu
kostað skattgreið-
endur sem svarar
rúmum fimm
milljörðum ís-
lenskra króna.
Ferð Clintons tU
Afríku kostaði um þijá miUjarða, til
ChUe um átta hundruð mUljónir og
um þrettán hundruð miUjónir króna
kostaði ferð forsetans tU Kína.
Ekki í forsetaslag
Sauh Niinisto, vinsæU fiármála-
ráðherra Finnlands, sagðist í gær
ekki ætla að bjóða sig fram í for-
setakosningunum á næsta ári. Útlit
er því fyrir að baráttan standi miUi
tveggja öflugra kvenna, Elisabethar
Rehn og Törju Halonen.