Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1999, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1999 JLlV fpéttir Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi útgerð Æsu ÍS til að greiða fullar bætur: Sjö milljónir króna til ekkju og barna - sanngjarn og réttlátur dómur, segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson sækjandi Kolbrún Sverrisdóttir ásamt börnum sínum á ísafirði í gær. DV-mynd Rögn- valdur. Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi í gær Skelfisk hf. og Samábyrgð á fiskiskipum til að greiða Kolbrúnu Sverrisdóttur og börnum hennar tæplega 7 milljónir króna, auk vaxta, í bætur vegna sjóslyss sem varð þegar kúfiskbáturinn Æsa ÍS 87 fórst í blíðskaparveðri inni á Arnarfirði þann 25. júlí 1996. DV hefur fjallað ítarlega um Æsumálið á öllum stigum þess frá því skipið fórst. Rannsóknarnefnd sjóslysa rann- sakaði Æsumálið ítarlega og var meðal annars kafað niður í skips- flakið á botni Amarfjarðar. Breskt köfunargengi var fengið til verksins en það þótti litlu skila öðru en þvi að lík Harðar skipstjóra fannst. Gagnrýnt var að skipinu skyldi ekki vera lyft af hafsbotni til aö rann- saka mætti það til hlítar. Það eina sem tekið var upp úr skipsskrokkn- um var skelplógurinn sem reyndist vera þyngri en upphaflegur plógur. Meðal þeirra sem mættu fyrir rétt- inn var lykilvitnið Rúnar Garðars- son, fyrrverandi skipstjóri Æsu, sem lýsti skipinu sem hættulegu undir ákveðnum kringumstæðum vegna stöðugleikavandans. Engin gögn um stöðugleika þess hefði ver- ið að finna um borð. DV birti á frumstigi rannsóknarinnar viðtal við Rúnar þar sem hann lýsti þess- um annmörkum skipsins. Þá var upplýst að skipið var, vegna fátækt- Æsa ÍS fórst í blíðskaparveðri inni á Arnarfirði. ar útgerðarinnar, nær olíulaust en Rúnar lýsti því sem „heilagri reglu“ að brenna aðeins úr aftari tönkum skipsins en aldrei úr þeim fremri. Ekki var fyllt á tanka Æsu að jafn- aði heldur tekin olía í slöttum. Þannig vissi vélstjóri stundum ekki hversu mikið var á tönkunum. Ábyrgð útgerðar Krafa Kolbrúnar og barna hennar á hendur útgerð og tryggingafélagi grundvallaðist á því að útgerðin, Skelfiskur ehf., hefði borið ábyrgð á þeim stöðugleikavanda skipsins sem orðið hefði til þess að það fórst í blíðskaparveðri. Vísað var til þess að þreytingar hefðu verið gerðar á skipinu án þess að leyfi hefðu verið fyrir þeim frá yfirvöldum. Stöðug- leiki Æsu hefði verið mjög brogaður og það hefði verið meginástæða þess hvernig fór í hinni örlagaríku sjóferð. Útgerðin hafnaði kröfu Kol- brúnar og vísað var til lögbundinn- ar ábyrgðar skipstjóra sem borið hafi ábyrgð á slysinu með van- rækslu. Þar er vísað til þess að hann hafi ekki látið loka lúgu stjórnborðsmegin og ekki látið dæla sjó úr lestinni. Þá hafi verið skel í plógnum og í sílói sem skapað hafi lélegan stöðugleika. Stefnandi vís- aði aftur til ábyrgðar útgerðarinnar samkvæmt siglingalögum. Stefnend- ur líta þannig á að á útgerðinni hvíli sönnunarbyrði vegna þess sem teljist óupplýst um orsakir slyssins. Dómurinn tekur afgerandi af- stöðu með sækjanda á þeim forsend- um að skipinu hafi verið breytt í veigamiklum atriðum. Þá hafi stöð- ugleika skipsins verið áfátt og er þar vísað til skýrslu Rannsóknar- nefndar sjóslysa. Vísað er til þess að vélstjóri skipsins hafi verið ungur og óreyndur og hann hafi ekki hirt um að dæla sjó í stafnhylki skipsins né heldur hafi hann gætt þess að hafa nægilegt magn vatns og olíu á tönkum skipsins. Staðfest er svo sem fram kom fyrst í DV að fremri olíutankar skipsins hafi verið hálf- tómir. í dómi héraðsdóms segir um það sem óupplýst er varðandi breyt- ingar á skipinu að „leggja verði hallann af því á stefnda". Það var Vilhjálmur H. Vilhjálms- son sem sótti málið fyrir hönd Kol- brúnar og barna hennar. Hann sagðist í samtali við DV vera mjög ánægður með niðurstöðuna og dóm- urinn væri réttlátur. „Þetta er réttlátur dómur og vandaður. Hann er fullkomlega rétt- ur lögfræðilega séð,“ sagði Vil- hjálmur. Skelfiskur hf. og Samábyrgð á ís- lenskum fiskiskipum hafa nú frest til að ákveða hvort málinu verður áfrýjað til Hæstaréttar. Pétur Sig- urðsson, forstjóri Samábyrgðar, sagðist vera að skoða dóminn og ekki væri enn ákveðið um fram- haldið. -rt Vilhjálmur H. Vilhjálmsson vann málið fyrir Kolbrúnu. Verkamannasambandið vill fresta kjarasamningum: Hugmynd Björns Grétars málefnaleg - segir Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins: „Ég held að það sé ekki tímabært að bregðast opinberlega við þessari hugmynd á þessu stigi. Það sem mér finnst hins vegar jákvætt er að Björn Grétar virðist, eins og fleiri tals- menn verka- lýðshreyfmg- arinnar, reyna að hugsa ein- hverja fleti á því að vinna úr þeirri stöðu sem við erum í, í þeim anda að ná mjúkri lend- Leiðrétting Vegna fréttar DV um tvo gæðinga sem afhentir verða Hillary Clinton að gjöf á Þingvöllum i dag skal tek- ið fram að Landssamband hesta- manna á ekki hlut að því máli held- ur forsætisráðuneytiö, landbúnað- arráðuneytið, Félag hrossabænda, Félag tamningamanna og Ishestar. ingu og að verja þann gríðarlega ávinning sem náðist með samning- unum 1997,“ segir Ari Edwald, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins, um þá hugmynd Björns Grétars Sveinssonar, formanns Verka- mannasambands íslands, að seinka viðræðuáætlun VMSÍ og viðsemj- enda þeirra um allt að einu ári. „Við treystum því að jafnt konur sem karlar gangi til liðs við okkur í þessu mikilvæga máli og gefi hluta- fjárloforð sitt,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, kaupsýslukona og for- maður og önnur tveggja for- vígiskvenna að Undirbúningsfélagi til stofnunar Kvennabanka íslands. Ásgerður segir Kvennabankann munu skila hluthöfum sínum góðri ávöxtun. „Það verður stefnt að hæstu mögulegri arðsemi," segir hún. Undirbúningsfélagið hefur þegar hafið söfnun hlutafjárloforða. Miðað Ari segir að stóra markmiðið sem menn standi frammi fyrir sé að treysta þá kaupmáttaraukningu sem náðst hefur og að auka hana á traustum grunni. „Mér finnst það jákvætt að menn skuli vera að velta því fyrir sér á málefnalegan hátt og ég tek þessari hugmynd frá Bimi Grétari sem framlagi í þá veru. Það er hins vegar ekki timabært að tjá er við að einstakur hlutur verði að lágmarki tvö þúsund krónur en að hámarki 24 milljónú króna. „Við viljum gefa öllum tækifæri til að vera með og tryggja jafnframt breiða eignaraðild," segir Ásgerður. Hún er bjartsýn á að vel gangi að safna þeim 400 milljónum króna sem þarf að lágmarki til að stofna bankann. „Það mun ganga vel og í reynd stefnum við enn hærra og það kæmi mér ekki á óvart þó Kvennabankinn hefji starfsemi með einn milljarð króna í hlutafé," segir hún. sig frekar um málið á þessu stigi, viðræður eru ekki farnar í gang milli aðila vinnumarkaðarins, menn eru að kortleggja hvernig eigi að standa að þeim viðræðum. Því er ekki tímabært að bregðast við ein- staka hugmyndum sem fram koma,“ segir Ari Edwald. -gk Fyrirhugað er að Kvennabankinn verði framkvæmdabanki kvenna og annist jafnframt alla almenna bankastarfsemi, jafnt fyrir konur og karla. Samhliða Kvennabankanum eru uppi hugmyndir um stofnun al- þjóðlegrar ráðgjafarmiðstöðvar fjár- mála með höfuöstöðvar á íslandi. Samstarfskona Ásgerðar er Am- þrúður Karlsdóttir og er hún fram- kvæmdastjóri undirbúningsfélags- ins. Ásgerður segir tugi karla og kvenna nú þegar standa að baki undirbúningsfélaginu. -GAR Milljarður í Kvennabanka Sóðar í sturtu Nokkrar umræður hafa orðið um reykingabann í Aiþingishúsinu og sýnist sitt hverjum. Einn fárra þingtnanna sem reykja er Einar Oddur Kristjánsson. Hefur verið haft eftir Einari að ef þrengja eigi að reykingamönnum heimti hann sturtu í Alþingishúsið. í því sambandi er gaman að geta þess að fyrir nokkrum árum fór Einar i reyk- ingameðferð á heilsustofnuninni í Hveragerði og var reyklaus í kjölfarið. í kjölfarið tók sómatímaritið Séð og heyrt við- tal við Einar þar sem hann lýsti jþessu afreki sínu. Þar kom fram að jein helsta ástæða þess að hann Ihætti þá hafi verið sóðaskapurinn I sem fylgdi reykingunum. „Það vill enginn vera sóði,“ sagði reyklaus Kinar Oddur. En þar sem hann er bvrjaður aftur að reykja er sóða- skapurinn náttúrlega óskaplegur log ekki nema von að hann heimti sturtu ... Mamma Burðaráss Nafngift togarans Helgu Maríu, sem kom fyrir helgina tU HB á 'Akranesi, er dálítið skondin. Nafn- ið fær skipið eftir fyrsta bát Har- aldar útgerðarmanns Böðvars- sonar. Helga ;María var Björnsdóttir og svo vill tU að '.hún var móðir Halldórs H. Jónssonar Sarkitekts, eins af stofnendum Burðaráss, en það fyrirtæki var einmitt dagana á undan að kaupa stóran hlut í HB af Ólafsson- um í Miðnesi í Sandgerði... Koss dauðans Umræða um nýjan leiðtoga Sam- fylkingai- er enn komin á flug. Það innlegg Margrétar Frímanns- ; dóttur að nefna hinn sjálfhverfa ; Stefán Jón Hafstein sem leiðtoga- efni mun hafa valdið krampakenndum viðbrögðum. Ýmist heyrist gnístan tanna eða eða gleðihlátur vegna málsins. Meðal þeirra krata sem styðja forseta ís- lands hvað ákaf- ast eru mótmæli viö hugmyndinni háværust. Þar nefna 11menn að Stefán Jón hafi skotið sig ‘í báða fætur þar sem hann ræddi málefni forsetans i þætti Elínar Hirst í Sjónvarpinu. Það að Mar- grét skyldi nefna Stefán Jón er koss dauönns fyrir hann, sagði for- Jsetakrati nokkur kuldalega... Með hangandi haus Kristján Þór Júlíusson.bæjar- stjóri á Akureyri, er nú nánast bú- inn að reka fbrsvarsmenn íþróttafé- ; laganna KA og Þórs að samninga- borðinu og vill að þeir semji um að Esenda sameiginlegt jlið ÍBA í meistara- flokkum í knatt- | spyrnu og hand- knattleik. Bæjar- stjóranum finnst, eins og svo mörg- um öðrum Akur- eyringum, ótækt að bærinn eigi ekki lið í efstu deild knattf spyrnunnar og telur ÍBA-lið lík jlegra að komast þangað en lið félag anna hvort í sínu lagi. Innan felag .anna er mismikil óánægja með af- skipti bæjarstjórans af þessu máli og líklegt að einhverjir samninga ;menn félaganna komi til viðræð ianna með hangandi haus Umsjón Haukur L. Hauksson . Netfang: sandkox-n @ff. is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.