Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1999, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1999 |Ð^V fréttir Burðarás, Qárfestingarfélag Eimskips: Milljarðar í sjávarútvegi - markaðsvirði Eimskips nú yfir 32 milljarðar „Við höfum fjárfest töluvert í sjávarútvegi á þessu ári því við telj- um það sem er að gerast í greininni áhugavert og viljum taka þátt í þeirri þróun,“ segir Friðrik Jó- hannsson, framkvæmdastjóri fjárfestingarfélags Eimskips, Burðaráss, sem hefur mark- visst styrkt stöðu sína innan sjávarútvegsins á undanfórnum misserum. „Sjávarútvegsfyrir- tækin eru að verða stærri og öfl- ugri og það er mikil stærðarhag- kvæmni í greininni," segir Frið- rik enn fremur. I dag á Burðarás óbeint með hlutafjáreign sinni I öðrum fyrir- tækjum vítt og breitt um landið ríf- lega 14 þúsund þorskígildistonn en það nemur tæplega 4% af heildar- kvóta landsmanna. Þetta er á við kvótaeign alstærstu fyrirtækja. Fyr- ir nokkrum dögum keypti Burðarás 16% hlut í Haraldi Böðvarssyni hf. á Akranesi fyrir 1.100 milljónir króna og á nú 27,4% í því félagi. Þá hefur Burðarás aukið hiut sinn í Síldar- vinnslunni hf. í Neskaupstað úr 7,6% í 23,9% frá því um áramót og í Skagstrendingi hf. úr 11,4% í 17% á sama tímabili. Burðarás hefur jafn- framt lagt fram 25% hlutafjár í Fjölni hf., nýju útgerðarfyrirtæki á immÉL j nflgagjfaLj FJW* Skagstrendingur MarkaÖsvirðiTwO m.kr. Kvóti: 1.000 þorsklgildistonn Markaösviröi: ffiíll m.kr. 40.5% Kvóti: 6.300 þorskíglldistonn Markaösviröi: 6.589 m.kr. Kvóti: 15.500 þorskígildistonn ACu Markaösvfröi: f}$20 m.kr. Kvóti: 16.000 þorsklgildlstonn 3.HÍ pc., Markaösviröi: Kvóti: 7.900 þorskígildistonn Fyrirtæki I sem Buröarás á hlut I ■f Hlutj Buröaráss; Markaösviröi:'SF?7r45 m.kr. Kvóti: 9,400 þorskígildistonn Flat- eyri. Burðarás hefur hins vegar selt hlut sinn í Ámesi hf. í Þorlákshöfn. Heildarkvóti þeirra fyrirtækja sem Burðarás á hlut í er nú rúm 51 þúsund þorksígildistonn en það svarar til 15,5% af heildarkvótanum á yfírstandandi fiskveiðiári. Mark- aðsverðmæti fyrirtækjanna, að frá- iixra töldum Flölni sem ekki er á opnum markaði, var tæplega 24,5 milljarðar við lok viðskiptadags á Verðbréfa- þingi í gær. Hlutur Burðaráss þar í nemur um 6,2 milljörðum króna. í fréttum Búnaðarbankans Verð- bréfa á fimmtudag var sagt að kaup- in í HB-bréfúnum í vikunni bentu til þess að Burðarás mundi beita áhrifum sínum til þess að HB verði sameinað Útgerðarfélagi Akureyr- inga sem Burðarás á 40,5% hlut í. Friðrik segir ekkert slíkt í gangi. „Haraldur Böðvarsson var næststærsta sjávarútvegsfyr- irtækið í veltu i fyrra og mun gegna lykilhlutverki í þeirri þróun sem verður í grein- inni. Og það hefur verið stefna okkar að fjárfesta í stórum og öflugum fyrir- tækjunum í sjávarútvegi," segir hann. Gengi bréfa í Eimskipafé- laginu hefur hækkað úr 8,5 frá því um miðjan ágúst og í 10,65 í gær og stendur nú í sögulegu hámarki. Markaðs- verðmæti Eimskips er miðað við það tæpir 32,6 milljarðar króna. Það er sýnilegt að mikill áhugi er meðal fjárfesta á Eimskip og því var t.d. haldið fram á Viðskipta- blaðsvefnum á Vísi.is í gær að Kaupþing ætti fast að 5% í félaginu. Friðrik sagðist ekki vilja tjá sig um viðskipti með bréf Eimskips en sagði þó augljóst að áhugi væri mik- ill á félaginu um þessar mundir. -GAR Hillary komin: Vel upplögð Mikil öryggisgæsla og kaldur strekkingur voru í aðalhlutverki þegar Hillary Rodham Clinton, for- setafrú Bandaríkjanna, steig út úr flugvél sinni á Keflavíkurflugvelli um hálfsexleytiö í gær. Hillary virt- ist vel upplögð. Flugáhugamönnum til nokkurra vonbrigða kom Hillary ekki með forsetavélinni, Airforce One, heldur Boeing-breiðþotu. Forvitni dró Ásgeir Erlendsson, ellefu ára íslenskan dreng, að mót- tökuathöfninni en hann hafði verið að fylgja frænda sínum úr landi. Ör- yggisverðir höföu gaman af áhuga unga mannsins og leyfðu honum að taka mynd af forsetafrúnni og föru- neyti. „Ég er nýbúinn að fá mynd- bandstökuvél og það er gaman að geta tekið mynd af svona frægri konu,“ sagði Ásgeir. Frá Keflavík lá leiöin inn á svæði bandaríska hersins á Miðnesheiði, þar sem Hillary opnaði æsku- lýðsmiðstöð. Síðan hélt hún rakleitt til Bessastaða þar sem Ólafur Ragn- ar Grímsson, forseti íslands, tók á móti forsetafrúnni. -GLM Vel fór á með þeim Hillary Rodham Clinton forsetafrú og Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta íslands, er þau stilltu sér upp fyrir myndatöku á Bessastöðum skömmu eftir komu forsetafrúarinnar til landsins um kvöldmatarleytið í gær. DV-mynd Pjetur Hestarnir sem Hillary fær aö gjöf: Þetta eru draumahestar - segir Kristinn Guðnason, formaður Félags hrossabænda „Þetta eru draumahestar,“ segir Kristinn Guðnason, formaður Fé- lags hrossabænda, um hestana tvo sem verða afhentir Hillary Clinton forsetafrú á Þingvöllum í dag. Það eru forsætisráðuneytið, landbúnað- arráðuneytið, Félag hrossabænda, Félag tamningamanna og íshestar sem standa að þessu myndarlega framtaki. Gjöfin verður gefin í nafni islenskra bama. „Brúni hesturinn er óhemjuvel taminn, góður töltari, þægur og mikill sómagripm-," segir Kristinn. Hesturinn, sem heitir Spaði, er frá Brynjari Vilmundarsyni á Feti. Spaði hefur veriö í eigu Andrésar ívarssonar sem tamdi hestinn er hann dvaldi við nám á Hólum í Hjaltadal. „Svona grip vildi maður hafa til að fara með um landið og sýna fólki hvernig á aö temja hest,“ segir Kristinn. Hinn hesturinn, Reimar, er fædd- ur hjá Magna Kristinssyni í Ár- gerði. Hann var nú síðast i eigu Leirljósblesótti hesturinn, Reimar frá Árgerði, er undan Snældu-Blesa og Ljósku frá Akureyri. Sá brúni, Spaði frá Feti, er undan Hauki frá Akurgerði og Flugu frá Holtahreppi. Brynjar Vilmundarson á Feti heldur í Spaða en Kristinn Guðnason, for- maður Félags hrossabænda, heldur í Reimar. DV-myndir NH Gunnars Þorsteinssonar á Giljum í Mýrdal. „Þetta er mjög góður fjöl- skylduhestur, töltir vel og er mjög reistur," segir Kristinn. „Ég er mjög ánægður með að báðir þessir hestar skuli vera fæddir á frægum hrossa- ræktarbúum." -JSS stuttar fréttir Ein stjórn sjúkrahúsa Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðisráðherra sagði í ræðu á fundi hjá Læknafélaginu í dag að ein stjóm yrði sett yfir sjúkrahús- in í Reykjavík og það væri eðlilegt að í kjölfar eins for- stjóra kæmi ein stjóm. Bylgjan greindi frá. Hnlfi otað Unglingur í Engjaskóla í Graf- arvogi beitti óbrýndum bréfahníf gegn skólafélaga á skólatíma. Fómarlambið meiddist lítillega og þurfti ekki að leita læknis. Skólayfirvöld líta málið alvarleg- um augum. Kennarar í öðrum skólum hafa lýst áhyggjum sínum vegna þeirrar óheillavænlegu þróunar að unglingar mæti í auknum mæli með eggvopn í skólana. Bylgjan greindi frá. Enn miðdegisflug Flugfélag íslands flýgur enn miðdegisflug til Egilsstaða þrátt fyrir að samkeppnisráð hafi úr- skurðað flugið óheimilt. Flug dagsins í dag mun þó verða hið síöasta og er það farið svo gestir á ferðamálaráðstefnu á Egilsstöð- um komist tímanlega heim. Far- þegar sem bókaðir eru í miðdegis- flug í næstu viku verða færðir yfir á morgun- eða kvöldflug en fá fúlla endurgreiðslu geti þeir ekki nýtt sér það. Bylgjan greindi frá. Mánaðarlaun á degi Andvirði allrar sölu í IKEA á íslandi í dag, að frádregnum virð- j isaukaskatti, mun renna til starfsmanna fyrirtækisins. „í lok I' þessarar aldar vill IKEA þakka starfsmönnum sínum með afger- andi hætti framlag þeirra til upp- byggingar IKEA og einnig fagna nýju árþúsundi," sagði Jóhannes Rúnar Jóhannesson fram- kvæmdastjóri. Viðskiptablaðið i- greindi frá. IFækkar í þjóðkirkjunni 609 manns hafa sagt sig úr þjóðkirkjunni á fyrstu níu mán- uðum ársins. Alls voru skráðar 1120 breytingar á skráningu í trúfélög og 1 kusu 148 að standa utan trúfélaga. Þess- ar breytingar jafngilda því að ? 0,4% þjóðarinnar hafi skipt um trúfélag en 54% breytinganna eru úrsagnir úr þjóðkirkjunni. Bylgj- an greindi frá. Spáir 4,8% verðbólgu FBA spáir því að verðbólga frá upphafi til loka yfirstandandi árs verði 4,8%. FBA spáir 0,42% hækkun vísitölu neysluverðs á milli mánaða en ný vísitala neysluverðs er væntanleg í næstu viku. Það jafngildir 5,1% hækkun á ári. Viðskiptablaðið greindi frá. 20 mínútur á dag „Það er ekki rétt sem fram hefur komið í fréttum að hjúkrunar- kona fylgi for- seta íslands all- an sólarhring- inn eftir að hann axlar- brotnaði. Einn og sami hjúkr- unarfræðingur- inn kemur til forsetans í 20 mínútur dag hvern og skiptir um sáraumbúðir á öxl hans,“ sagði Róbert Trausti Ámason forseta- ritari og bætti því við að þrátt fyrir meiðsl forsetans hefði hann sinnt öllum embættisverkum sín- um þessa vikuna. -EIR/ÞA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.