Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1999, Qupperneq 2
2
LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1999 |Ð^V
fréttir
Burðarás, Qárfestingarfélag Eimskips:
Milljarðar í sjávarútvegi
- markaðsvirði Eimskips nú yfir 32 milljarðar
„Við höfum fjárfest töluvert í
sjávarútvegi á þessu ári því við telj-
um það sem er að gerast í greininni
áhugavert og viljum taka þátt í
þeirri þróun,“ segir Friðrik Jó-
hannsson, framkvæmdastjóri
fjárfestingarfélags Eimskips,
Burðaráss, sem hefur mark-
visst styrkt stöðu sína innan
sjávarútvegsins á undanfórnum
misserum. „Sjávarútvegsfyrir-
tækin eru að verða stærri og öfl-
ugri og það er mikil stærðarhag-
kvæmni í greininni," segir Frið-
rik enn fremur.
I dag á Burðarás óbeint með
hlutafjáreign sinni I öðrum fyrir-
tækjum vítt og breitt um landið ríf-
lega 14 þúsund þorskígildistonn en
það nemur tæplega 4% af heildar-
kvóta landsmanna. Þetta er á við
kvótaeign alstærstu fyrirtækja. Fyr-
ir nokkrum dögum keypti Burðarás
16% hlut í Haraldi Böðvarssyni hf. á
Akranesi fyrir 1.100 milljónir króna
og á nú 27,4% í því félagi. Þá hefur
Burðarás aukið hiut sinn í Síldar-
vinnslunni hf. í Neskaupstað úr
7,6% í 23,9% frá því um áramót og í
Skagstrendingi hf. úr 11,4% í 17% á
sama tímabili. Burðarás hefur jafn-
framt lagt fram 25% hlutafjár í
Fjölni hf., nýju útgerðarfyrirtæki á
immÉL j nflgagjfaLj
FJW* Skagstrendingur
MarkaÖsvirðiTwO m.kr.
Kvóti: 1.000
þorsklgildistonn
Markaösviröi: ffiíll m.kr. 40.5%
Kvóti: 6.300
þorskíglldistonn
Markaösviröi: 6.589 m.kr.
Kvóti: 15.500
þorskígildistonn
ACu
Markaösvfröi: f}$20 m.kr.
Kvóti: 16.000
þorsklgildlstonn
3.HÍ
pc.,
Markaösviröi:
Kvóti: 7.900
þorskígildistonn
Fyrirtæki I sem Buröarás á hlut I
■f
Hlutj Buröaráss;
Markaösviröi:'SF?7r45 m.kr.
Kvóti: 9,400
þorskígildistonn
Flat-
eyri. Burðarás hefur hins vegar selt
hlut sinn í Ámesi hf. í Þorlákshöfn.
Heildarkvóti þeirra fyrirtækja
sem Burðarás á hlut í er nú rúm 51
þúsund þorksígildistonn en það
svarar til 15,5% af heildarkvótanum
á yfírstandandi fiskveiðiári. Mark-
aðsverðmæti fyrirtækjanna, að frá-
iixra
töldum Flölni sem ekki er á opnum
markaði, var tæplega 24,5 milljarðar
við lok viðskiptadags á Verðbréfa-
þingi í gær. Hlutur Burðaráss þar í
nemur um 6,2 milljörðum króna.
í fréttum Búnaðarbankans Verð-
bréfa á fimmtudag var sagt að kaup-
in í HB-bréfúnum í vikunni bentu
til þess að Burðarás mundi beita
áhrifum sínum til þess að HB verði
sameinað Útgerðarfélagi Akureyr-
inga sem Burðarás á 40,5% hlut í.
Friðrik segir ekkert slíkt í gangi.
„Haraldur Böðvarsson var
næststærsta sjávarútvegsfyr-
irtækið í veltu i fyrra og mun
gegna lykilhlutverki í þeirri
þróun sem verður í grein-
inni. Og það hefur verið
stefna okkar að fjárfesta í
stórum og öflugum fyrir-
tækjunum í sjávarútvegi,"
segir hann.
Gengi bréfa í Eimskipafé-
laginu hefur hækkað úr 8,5
frá því um miðjan ágúst og í
10,65 í gær og stendur nú í
sögulegu hámarki. Markaðs-
verðmæti Eimskips er miðað við
það tæpir 32,6 milljarðar króna.
Það er sýnilegt að mikill áhugi er
meðal fjárfesta á Eimskip og því var
t.d. haldið fram á Viðskipta-
blaðsvefnum á Vísi.is í gær að
Kaupþing ætti fast að 5% í félaginu.
Friðrik sagðist ekki vilja tjá sig um
viðskipti með bréf Eimskips en
sagði þó augljóst að áhugi væri mik-
ill á félaginu um þessar mundir.
-GAR
Hillary komin:
Vel upplögð
Mikil öryggisgæsla og kaldur
strekkingur voru í aðalhlutverki
þegar Hillary Rodham Clinton, for-
setafrú Bandaríkjanna, steig út úr
flugvél sinni á Keflavíkurflugvelli
um hálfsexleytiö í gær. Hillary virt-
ist vel upplögð. Flugáhugamönnum
til nokkurra vonbrigða kom Hillary
ekki með forsetavélinni, Airforce
One, heldur Boeing-breiðþotu.
Forvitni dró Ásgeir Erlendsson,
ellefu ára íslenskan dreng, að mót-
tökuathöfninni en hann hafði verið
að fylgja frænda sínum úr landi. Ör-
yggisverðir höföu gaman af áhuga
unga mannsins og leyfðu honum að
taka mynd af forsetafrúnni og föru-
neyti. „Ég er nýbúinn að fá mynd-
bandstökuvél og það er gaman að
geta tekið mynd af svona frægri
konu,“ sagði Ásgeir.
Frá Keflavík lá leiöin inn á svæði
bandaríska hersins á Miðnesheiði,
þar sem Hillary opnaði æsku-
lýðsmiðstöð. Síðan hélt hún rakleitt
til Bessastaða þar sem Ólafur Ragn-
ar Grímsson, forseti íslands, tók á
móti forsetafrúnni. -GLM
Vel fór á með þeim Hillary Rodham Clinton forsetafrú og Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta íslands, er þau stilltu sér
upp fyrir myndatöku á Bessastöðum skömmu eftir komu forsetafrúarinnar til landsins um kvöldmatarleytið í gær.
DV-mynd Pjetur
Hestarnir sem Hillary fær aö gjöf:
Þetta eru draumahestar
- segir Kristinn Guðnason, formaður Félags hrossabænda
„Þetta eru draumahestar,“ segir
Kristinn Guðnason, formaður Fé-
lags hrossabænda, um hestana tvo
sem verða afhentir Hillary Clinton
forsetafrú á Þingvöllum í dag. Það
eru forsætisráðuneytið, landbúnað-
arráðuneytið, Félag hrossabænda,
Félag tamningamanna og íshestar
sem standa að þessu myndarlega
framtaki. Gjöfin verður gefin í nafni
islenskra bama.
„Brúni hesturinn er óhemjuvel
taminn, góður töltari, þægur og
mikill sómagripm-," segir Kristinn.
Hesturinn, sem heitir Spaði, er frá
Brynjari Vilmundarsyni á Feti.
Spaði hefur veriö í eigu Andrésar
ívarssonar sem tamdi hestinn er
hann dvaldi við nám á Hólum í
Hjaltadal. „Svona grip vildi maður
hafa til að fara með um landið og
sýna fólki hvernig á aö temja hest,“
segir Kristinn.
Hinn hesturinn, Reimar, er fædd-
ur hjá Magna Kristinssyni í Ár-
gerði. Hann var nú síðast i eigu
Leirljósblesótti hesturinn, Reimar frá Árgerði, er undan
Snældu-Blesa og Ljósku frá Akureyri. Sá brúni, Spaði frá Feti,
er undan Hauki frá Akurgerði og Flugu frá Holtahreppi. Brynjar
Vilmundarson á Feti heldur í Spaða en Kristinn Guðnason, for-
maður Félags hrossabænda, heldur í Reimar. DV-myndir NH
Gunnars Þorsteinssonar á Giljum í
Mýrdal. „Þetta er mjög góður fjöl-
skylduhestur, töltir vel og er mjög
reistur," segir Kristinn. „Ég er mjög
ánægður með að báðir þessir hestar
skuli vera fæddir á frægum hrossa-
ræktarbúum."
-JSS
stuttar fréttir
Ein stjórn sjúkrahúsa
Ingibjörg Pálmadóttir heil-
brigðisráðherra sagði í ræðu á
fundi hjá
Læknafélaginu
í dag að ein
stjóm yrði sett
yfir sjúkrahús-
in í Reykjavík
og það væri
eðlilegt að í
kjölfar eins for-
stjóra kæmi ein stjóm. Bylgjan
greindi frá.
Hnlfi otað
Unglingur í Engjaskóla í Graf-
arvogi beitti óbrýndum bréfahníf
gegn skólafélaga á skólatíma.
Fómarlambið meiddist lítillega
og þurfti ekki að leita læknis.
Skólayfirvöld líta málið alvarleg-
um augum. Kennarar í öðrum
skólum hafa lýst áhyggjum sínum
vegna þeirrar óheillavænlegu
þróunar að unglingar mæti í
auknum mæli með eggvopn í
skólana. Bylgjan greindi frá.
Enn miðdegisflug
Flugfélag íslands flýgur enn
miðdegisflug til Egilsstaða þrátt
fyrir að samkeppnisráð hafi úr-
skurðað flugið óheimilt. Flug
dagsins í dag mun þó verða hið
síöasta og er það farið svo gestir
á ferðamálaráðstefnu á Egilsstöð-
um komist tímanlega heim. Far-
þegar sem bókaðir eru í miðdegis-
flug í næstu viku verða færðir
yfir á morgun- eða kvöldflug en fá
fúlla endurgreiðslu geti þeir ekki
nýtt sér það. Bylgjan greindi frá.
Mánaðarlaun á degi
Andvirði allrar sölu í IKEA á
íslandi í dag, að frádregnum virð-
j isaukaskatti, mun renna til
starfsmanna fyrirtækisins. „í lok
I' þessarar aldar vill IKEA þakka
starfsmönnum sínum með afger-
andi hætti framlag þeirra til upp-
byggingar IKEA og einnig fagna
nýju árþúsundi," sagði Jóhannes
Rúnar Jóhannesson fram-
kvæmdastjóri. Viðskiptablaðið
i- greindi frá.
IFækkar í þjóðkirkjunni
609 manns hafa sagt sig úr
þjóðkirkjunni á fyrstu níu mán-
uðum ársins.
Alls voru
skráðar 1120
breytingar á
skráningu í
trúfélög og
1 kusu 148 að
standa utan
trúfélaga. Þess-
ar breytingar jafngilda því að
? 0,4% þjóðarinnar hafi skipt um
trúfélag en 54% breytinganna eru
úrsagnir úr þjóðkirkjunni. Bylgj-
an greindi frá.
Spáir 4,8% verðbólgu
FBA spáir því að verðbólga frá
upphafi til loka yfirstandandi árs
verði 4,8%. FBA spáir 0,42%
hækkun vísitölu neysluverðs á
milli mánaða en ný vísitala
neysluverðs er væntanleg í næstu
viku. Það jafngildir 5,1% hækkun
á ári. Viðskiptablaðið greindi frá.
20 mínútur á dag
„Það er ekki rétt sem fram hefur
komið í fréttum að hjúkrunar-
kona fylgi for-
seta íslands all-
an sólarhring-
inn eftir að
hann axlar-
brotnaði. Einn
og sami hjúkr-
unarfræðingur-
inn kemur til
forsetans í 20
mínútur dag hvern og skiptir um
sáraumbúðir á öxl hans,“ sagði
Róbert Trausti Ámason forseta-
ritari og bætti því við að þrátt
fyrir meiðsl forsetans hefði hann
sinnt öllum embættisverkum sín-
um þessa vikuna.
-EIR/ÞA