Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1999, Blaðsíða 8
LAUGARDAGUR 9. OKTOBER 1999 8 éttir Ný kynslóö flkniefnasmyglara í stóra fíkniefnamálinu: Kunnu sér ekki hóf í haf- sjó skjótfengins gróða - og ekki sér högg á vatni á flkniefnamarkaðnum þrátt fyrir stærsta fíkniefnafund íslandssögunnar Frétt um miðja þessa viku þess efnis að verð á hassi á höfuðborg- arsvæðinu væri að ná jafnvægi eft- ir nær hundrað prósenta verð- hækkun í kjölfar mesta fíkniefna- fundar íslandssögunnar sýnir að uppræting dóplínunnar Kaup- Tyrkneska leiguskipið í Sundahöfn - sjö kíló af hassi. Kjötbíllinn frá Rimax - í sviðsljósinu þar til annað kom í Ijós mannahöfn-Reykjavík dugði ekki til að raska framboði á fíkniefnum í Reykjavík svo nokkru næmi - nema ef vera skyldi í nokkra daga. Handtaka fj órmenninganna, Sverris Þórs Gunnarssonar, Guð- Sverrir Þór Gunnarsson - vakti að- dáun nágranna fyrir lífsgleði og lífs- stíl. mundar Lárussonar og bræðranna Haraldar Ægis og Ólafs Ágústs Haraldssona, fyrir réttum mánuði var aðeins uppræting á einu af mörgum smygl- og söluhringjum fíkniefna í Reykjavík. Hinir héldu BMW-bifreiðir- hluti verðmæta sem hald var lagt á. áfram starfsemi sinni og gera enn. Auk fyrmefndra manna voru Her- björn Sigmarsson og Gunnlaugur Ingibergsson handteknir í Kaup- mannahöfn eftir mikla leit lög- reglu og síðar þrír til viðbótar í Reykjavík. Einn þeirra er þekktur úr undirheimum borgarinnar sem annar Maisland-tvíburanna, Rún- ar Maisland. Gámadeild Samskipa við Holta- garða - vinnustaður Guðmundar Ragnarssonar. Athygli vekur að hinir hand- teknu eru undantekningarlítið kornungir menn, rétt skriðnir yfir tvítugt og strax orðnir jafnum- svifamiklir í fíkniefnaheiminum og magnið, sem hald var lagt á, er til vitnis um. Mistök þeirra í glæpastarfseminni fólust í því að þeir kunnu sér ekki hóf í hafsjó skjótfengins gróða. í ungæðishætti sínum fóru þeir að berast á eins og auðmenn og sanka að sér glingri og hlutgerðum draumum hinna nýríku. Einn þeirra, Sverrir Þór Gunnarsson, hafði vakið aðdáun og öfund nágranna sinna við Óð- insgötu þegar hann lagði hverri glæsibifreiðinni á fætur annarri á bílastæði sitt á meðan flutninga- Óðinsgata 2 - gámar af antikhús- gögnum, glæsibílar og mótorhjól í hlaðl. menn báru heilan gám af rándýr- um antikhúsgögn inn í íbúð hans. Þess á milli lék hann sér á dýru mótorhjóli á gangstéttinni. Auk þess var hann að innrétta stóra risíbúð við Sporðagrunn í lúxus- stíl. Enda lét Jón Snorrason hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglu- stjóra hafa eftir sér að upplýsingar frá banka- og fjármálastofnunum um inneignir og peningafærslur hinna grunuðu hefðu komið mál- inu á skrið og skipt sköpum við rannsókn þess. Öðru máli gegndi um starfsemi Herbjörns Sigmarssonar í Kaup- mannahöfn. Herbjörn er líka kyn- slóðinni eldri en hinir fyrrtöldu og með meiri reynslu í fikniefna- heiminum. Hann flutti til Dan- merkur „... þegar hann var orðinn það stór í reykvískum fíkniefha- heimi að ekki var annað fyrir hann að gera en láta sig hverfa og Yfirmenn lögreglunnar - ánægðir með árangurlnn. leita hófanna annars staðar," eins og gamall félagi hans orðaði það. Herbjörn hafði komið sér upp nær Fíkniefnin á einu borði - hass, e-pill- ur, amfetamín og kókaín í kílóavís. Fréttaljós Eiríkur Jónsson því skotheldu skipulagi á fíkni- efnasölu og smygli til landsins með því að virkja tvo starfsmenn Samskipa í sína þágu, annan í Sóttir til Kaupmannahafnar - Her- björn Sigmarsson og Gunnlaugur Ingibergsson. Kaupmannahöfn og hinn í Reykja- vík. Báðir störfuðu við gámadeild- ir skipafélagsins og gátu komið A leið fyrir dómara - með putta á lofti fíkniefnunum fyrir í gámum í Kaupmannahöfn og sótt þau við komuna til landsins áður en toll- verðir hófu sín eftirlitsstörf. Víst má telja að starfsemi Herbjörns hafi staðið lengi og verið ábatasöm því afnot af flutningaleiðinni var Með fjarrænt blik í auga - gæslu- varðhaldsfanginn úr Breiðholti þar sem fíkniefnin fundust. skilyrt með því að fíkniefnin væru keypt hjá Herbirni. Hann seldi því allt í einum pakka...líkt og ferða- skrifstofur selja pakkaferðir til sólarlanda", eins og sagði i frétt- um. Lögregluyfirvöld hafa haldið tvo Ungur og óreyndur - á leið til dóm- ara. fréttamannafundi vegna stóra fíkniefnamálsins. Á fyrri fundin- um, sem haldinn var sex dögum eftir handtöku fjórmenninganna, lýsti lögreglan yfir ánægju sinni með árangur af samstarfi fíkni- efnalögreglunnar og tollgæslunnar sem leiddi til þessa árangurs í fíkniefnamálinu og sýndi feng sinn á einu borði þar sem hassið, e-pillurnar, amfetamínið og kóka- ínið lá í hrúgum í kílóavís. Á seinni fréttamannafundinum greindi Jón Snorrason hjá efna- hagsbrotadeild ríkislögreglustjóra frá því að hald hefði verið lagt á fé, fasteignir, bifreiðar, bankareikn- inga og fleira fyrir rúmar fimmtíu milljónir í tengslum við rannsókn málsins. Var það gert á grundvelli nýrra laga sem heimila yfirvöld- um að leggja hald á verðmæti sem ætla má að séu fengin með ólög- mætum hætti. Taldi Jón Snorra- son lögin gagnast vel i baráttunni gegn þeirri lensku sem viðgengist hefði að fíkniefnasmyglarar gætu setið af sér dóma en samt haldið áfram fíkniefnaviðskiptum sínum á bak við lás og slá og komið aftur út til að njóta illa fengins fjár. í umfjöllun um stóra fíkniefna- málið hefur komið fram að gróða- vonin í fíkniefnaviðskiptum er gríðarleg. Fyrir hverja eina krónu sem menn setja í slík viðskipta geta þeir átt von á að fá tíu krón- ur til baka. Þó svo söluandvirði þess fíkniefnamagns sem lagt var hald á í stóra fíkniefnamálinu væri um 150 milljónir króna á inn- anlandsmarkaði þá var innkaups- verðið ekki nema rúmar 11 millj- ónir króna. Sú almenna skoðun að auðugir stórlaxar hljóti að standa á bak við fíkniefnainnflutning eins og þann sem hér um ræðir er því ekki haldbær. Fjórmenning- arnir sem fyrstir voru hnepptir í gæsluvarðhald í stóra fíkniefna- málinu hefðu auðveldlega getað sankað að sér því fé sem þurfti til innkaupanna í bankastofnunum í Reykjavík gegn almennu veði. Samkvæmt upplýsingum DV úr undirheimum Reykjavíkur eru níumenningarnir sem nú sitja í gæsluvarðhaldi vegna stóra fíkni- efnamálsins alls ekki aðalleikar- arnir á sviði reykviskra fikniefna- viðskipta. Þeir aðilar ganga enn lausir enda þrautþjálfaðir í að fela slóð fíkniefnagróða síns og ávallt skrefi á undan lögreglunni: „Þegar lögreglan kemst fyrir eina smygl- leið þá finna þeir bara aðra. Fíkni- efnagæjarnir eru einfaldlega snjaUari en lögreglan sem stenst þeim ekki snúning. Þeir stærstu ganga enn lausir sem sýnir sig best í því að framboði á fíkniefn- um á höfuðborgarsvæðinu var fullnægt á aðeins nokkrum dögum eftir að stóra fíkniefnamálið kom upp,“ sagði einn af heimildar- mönnum DV. Annar benti á að Jón Snorrason hjá efnahagsbrota- deild - verðum að ná í gróðann. stöðugar fréttir af hassfundum víða umlland staðfestu þessa skoð- un: „Lögreglan tók tvö kíló í bíl á bílastæði í Smáranum. Þar hafa menn verið að afhenda efni og lög- reglan fýlgst með. Það fer enginn með tvö kíló af hassi út í búð. Það er til nóg af hassi á markaðnum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.