Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1999, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1999, Blaðsíða 50
-> 58 ^yndbönd LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1999 JjV k. > i > 1 * Myndbanda GAGNRÝNÍ Shakespeare in Love Skari fastur í froðunni irki. Shakespeare myndarinnar (Joseph Fiennes) er þungt haldinn af ritstíflu. Þaö er sama hvað hann reynir, engu kemur hann á blað. Hann vantar innblástur, hann vantar ást. Aðal(s)stúlkuna Violu (Gwyneth Paltrow) vant- ar sömuleiðis ást og innblástur. Hvort tveggja finnur hún í leikhúsinu. Reyndar finna þau hvort annað í leikhúsinu. Vandamálið er að um aldamótin 1600 var kvenfólki mein- að að standa á sviði, en það er einmitt lykillinn að ást þeirra. Joseph Fiennes fékk ekki óskarsverðlaunatilnefn- ingu frekar en Leonardo DiCaprio fyrir Titanic. (Fiennes fékk þó verðlaun ásamt Paltrow fyrir besta koss ársins á MTV!!!). Huggulegar stöllur fá iðulega slíkar tilnefningar en leikarar á borð við tvo fyrmefnda myndarmenn (og ekki minni hæfileikamenn) eru úti í kuldanum. Ætli þeir verði ekki að komast á ellilifeyrisaldur til að virka sannfærandi á Hollywood-elítuna í rómantískum hlut- verkum, sbr. Jack Nicholson og Helen Hunt; þannig er jú málum háttað í Hollywood, sbr. Michael Douglas og Catherine Zeta-Jones. Ekki það að Fiennes eigi þau skilið, málið er að Paltrow eða myndin eiga þau það ekki frekar. Shakespeare in Love er vissulega vandlega unnin og býr yfir skemmtilegum kynferðisleik og einfóldum vísunum í breska leikhússögu. Allt er þetta þó eftir bókinni og aldrei leyfir myndin sér stöku ögrun. Kannski það sé lykillinn að Skara? Útgefandi: ClC-myndbönd. Leikstjóri: John Madden. Aöalhlutverk: Jos- eph Fiennes, Gwyneth Paltrow, Geoffrey Rush, Colin Firth, Ben Affleck og Judi Dench. Lengd: 119 mín. Öllum leyfð. 8MM Ofbeldi og klám ★★ Tom Welles (Nicolas Cage) er einkaspæjari rika fólksins. Starfið er frekar átakalítið, framhjáhöld hér og þar. Á því verður heldur betur breyting og um það snýst auðvitað myndin. Ekkja nokkur (Myra Carter) fínnur í peningaskáp nýlátins eiginmanns síns skelfilega kvik- mynd. Óhugnanlegir öfuguggar gera sér leik að því að myrða unga stúlku. Ósk ekkjunnar er að Tom komist að því hvort myndin sé raunveruleg. Og þar með yfirgefur hann konu og barn og sökkvir sér niöur í myrkviði klám- heimsins. Þetta er um margt vönduð mynd og Schumacher stýrir henni af jafn mikilli atvinnumennsku og búast mátti við. Og því fer fjarri að hér sé um slæma mynd að ræða. Reyndar er hún með betri spennumyndum sem sést hafa lengi. Engu að síður er hér efniviður í miklu meiri, mikilvægari og meðvitaðri mynd. Handritshöfundur er Andrew Kevin Walker, eða sá hinn sami og skrifaði Seven, og maöur getur ekki annað en látið sig dreyma um útkomuna ef David Fincher hefði farið með leikstjórn. Schumacher gerir úr Cage óaöfinnanlega hetju og hundsar hina áhugaverðu og óhugnanlegu sáifræðipælingu sem hefði falist í því að viðbjóöurinn næði til persónunnar. Cage hefði sannarlega verið maður til að koma slíkri túlkun til skila, þess í stað á hann nokkur af sínum vandræðalegustu andartökum á tjaldinu. Útgefandi: Skifan. Leikstjóri: Joel Schurnacher. Aðalhlutverk: Nicolas Cage, Joaquin Phoenix, James Gandolfini, Peter Stormare og Anthony Heald. Bandarísk, 1999. Lengd: 123 mín. Bönnuð innan 16. -bæn The Impostors Kostuleg reisa ★★★i Maurice (Oliver Platt) og Arthur (Stanley Tucci) eru heldur seinheppnir leikarar og verða að hafa sig allan við til að eiga i sig og á. Eftir langa og stranga hrakfalla- sögu enda þeir um borð í skemmtiferöaskipi, uppfullu af furðulegum persónum. Sumar þeirra eru ekki aðeins furðulegar heldur einnig stórhættulegar. Svo virðist jafn- vel sem örlög farþeganna séu í höndum þeirra Maurice og Arthurs. Það gæti þó reynst hægara sagt en gert að bjarga þeim þar sem félagarnir eru eftirlýstir laumufarþegar. Stanley Tucci og Campbell Scott komu skemmtilega á óvart með hinni stórgóðu Big Night, og Tucci sannar hér að ekki var um glópalán að ræða. The Impostors er geysi- vel úthugsuð hvað varðar sviðsmynd, búningagerð og per- sónusköpun. Þá leikur hún sér á köflum með myndmálið af mikilli bíræfni, en leik- stjórar eru almennt alltof hræddir við slíkt. Samleikur Tuccis og Platts er næsta óaðfinnanlegur og setur frábært upphafsatriði tóninn fyrir frammistöðu þeirra. Verið óhrædd við að hleypa laumufarþegunum í tækið, þeir vilja ykkur ekkert illt. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Staney Tucci. Aðalhlutverk: Stanley Tucci, Oliver Platt, Steve Buscemi, Campbell Scott, Lili Taylor og Isabella Rossel- lini. Bandarísk, 1998. Lengd: 102 mín. Ekki við hæfi ungra barna. -bæn Waking Ned Hugljúf gamanmynd! ★★i Viö erum stödd í fimmtiu og tveggja manna smá- bæ á írlandi sem nefnist Tullymore. Lífið þar gengur sinn vanagang, dag eftir dag, viku eftir viku, ár eftir ár. Fólk sækir sína vinnu til að eiga í matinn, fær sér öl að lokn- um vinnudegi og spilar í lottóinu um helgar. Rútínan er skyndilega rofin er hinir öldruðu grallarar Jackie (Ian Bannen) og Michael (David Kelly) uppgötva að einhver þorpsbúa hafi unnið milljónir í lottóinu. Þeir hugsa sér gott til glóðarinnar og leggja allt undir í leit að vinnings- hafanum, sem er ekkert að auglýsa nýfengið ríkidæmi. Ég skal'lofa ykkur því að málin einfaldast ekki þegar félag- amir loks hafa upp á vinningshafanum. Það er oft sem gamanmyndir samtímans hafa endað í öngstræti. Staðnaðar í húmor sem við erum hætt að hlæja að. Leslie Nielsen leik- ur í hverri Naked Gun eftirlíkingunni á fætur annarri. Getuleysið er algert. Leslie greyið er hálfgert tákn þessa vonleysis. Hetjur eins og Mike Myers (Austin Powers) eru sama marki brenndar. Þær eru líka að gera grín að öðrum myndum og sjálfum sér á endanum. Hafa grínmyndir virkilega tapað öllum tengslum við hið mannlega i aihökun sinni á öðrum kvikmyndum? Ekki veit ég hvort lausnin er fólgin í Wak- ing Ned en hún er aö minnsta kosti mannlegri og fyndnari en dauðyflismyndir Leslie sem tröllríða markaönum. Vaknaðu Ned! Útgefandi: Bergvík. Leikstjóri: Kirk Jones. Aðalhlutverk: lan Bannen, David Kelly, Fionnula Flanagan, Susan Lynch og James Nesbitt. írsk, 1999. Lengd: 91 mín. Öllum leyfð. -bæn Joel Sehumacher: Leikstjóri eða hönnuður? Schumacher er vissulega ekki á meðal virtustu leikstjóra samtím- ans en augljóslega vel liðinn engu að síður. Kvikmyndir hans fá góða aðsókn og risarnir í Hollywood treysta honum fyrir vandasömum og rándýrum verkefnum. Það er því fuH ástæða til að grennslast eilítið fyrir um feril leikstjórans, sem ný- verið gerði 8MM með sjálfum Nicolas Cage í aðalhlutverkinu. Upphafsár Joel er fæddur í New York 1939 og hóf listaferil sinn í hönnunarskóla. Meðan á námi hans stóð var hann ráðinn ti) að sjá um tískuuppstill- ingar í hinni virtu verslun Henri Bendel. Ekki löngu síðar hóf hann sjálfstæðan rekstur og gerðist í framhaldi hönnuður hjá Revlon. Það kemur því varla á óvart að hann skuli hafa hafið kvikmyndaferil sinn sem búningahönnuður. Metnaður Joels var þó meiri og er árin liðu lagði hann fyrir sig handritagerð. Það þarf ekki að segja lesendum að þetta brölt hans endaði á því að hann settist í stól leikstjórans. Unglingamyndir Eftir að hafa leikstýrt lítt eftir- minnilegum sjónvarps- og kvik- myndum sló hann í gegn með tán- ingssápunni St. Elmo’s Fire (1985), sem er í dag kannski fyrst og fremst eftirminnileg fyrir vandræðaleg upphafsskref leikara eins og Demi Moore, Emilio Estevez og Rob Lowe. Þeir sem sáu næstu mynd hans þar á eftir, The Lost Boys (1987), áður en þeir höfðu aldur til, muna það ef- laust sem það hefði gerst í gær. Hvorki fyrr né síðar hefur Kiefer Sutherland verið jafn flottur, fljúg- andi um loftin blá í leit að blóði með vampirubræðrum sínum. Líkt og sagði í auglýsingatexta myndarinn- ar: „Sleep aU day. Party all night. Never grow old. Never die. It’s fun to be a vampire”. Þetta var kvik- myndaupplifun eins og hún gerðist allra best. En rétt eins og vampírur er hún fantasía. Undirritaður gerði þau mistök fyrr á árinu að rifja upp þessa mynd og áttaði sig á því að hún væri „hryHilega” léleg. Lesend- ur sem láta sig enn dreyma um að djamma aUa nóttina i leit að blóði eru hér með varaðir því við að end- urnýja kynni sín af The Lost Boys. Segja má að táningsferli Schumachers ljúki kannski með hans bestu mynd, Flatliners (1990). Leðurblökuhetjur Metnaði Joels voru engin takmörk sett og nú skyldi hann verða meðtek- inn sem „fuUorðinsleikstjóri”. Lykil- mynd á þeirri braut var FaUing Down (1993) með Michael Douglas í aðalhlut- verki. Fjallaði hún á nokkuð áhuga- verðan máta um krísu hvíta karl- mannsins í bandarísku samfélagi, sem finnst að sér vegið af minnihluta- hópum úr öUum átttum. Eftir það fer nú heldur að siga á ógæfuhliðina og má kannski segja að Batman Forever (1995) reki smiðshöggið á hæfileika hans. Ekkert verður sett út á útlit (hönnunargildi) myndarinnar en sem kvikmyndaverk er hún lítils virði. Botninum var þó náð með Batman and Robin (1997), sem er að dómi und- irritaðs lélegasta mynd áratugarins. Sem betur fer taka fáir boðskap Batman-myndanna alvarlega. Boð- skapinn um hetjuna sem hefur sig upp yfir lög og reglur og slátrar glæpamönnum upp á eigin spýtur. Það versta er að Schumacher boðar sömu hetju í myndum sinum A Time to KiU (1996) og 8MM (1999) sem gefa sig út fyrir næsta raunsæislega glímu við alvarleg málefni. Hetjur beggja mynda taka lögin í sínar hendur og slátra manni og öðrum og áhorfand- inn er hvattur tU að samþykkja gerð- ir hetjunnar. Við skulum þó vona að þeir fylgi ekki fordæmi hennar. Bjöm Æ. Noröfjörð Falling Down, 1993. Michael Douglas. 8MM, 1999. Nicolas Cage og Joaquin Phoenix. « Vikan 28. september - 4. október SÆTI Fmi VIKA VIKUR Á LISTA TITILL ÚTGEF. T E G. 1 1 3 Payback Wamer Myndir Spenna 2 NV 1 Shakespesre in love CIC Myndböod Gaman 3 3 2 She’s all that 1 Skífán Gaman 4 2 4 Patch Adams CIC Myndbönd Caman 5 4 3 Festen Háskólabió Drama 6 NV 1 Cupe Stjömubíó Spenna 7 9 7 Basketball CIC Myndbönd Gaman 8 6 J 2 Lolrta SAM Myndbönd Drama 9 5 4 Faculty Skifan Spenna 10 7 5 Comipter J Myndfomi Spetma 11 NV 1 Netforee j SAM Myndbönd Seuiu 12 11 2 One tough cop Myndfom Spenru 13 8 9 Blast From The Past J Myndfoim Gaman 14 12 8 Night At The Roxbury : CHJMyndböod Caman 15 NV 1 Celebitty j Myndforrn Caun 16 10 7 VouVe Got Mail WvnerMyndr Gaman j 17 15 3 Lítie voice 1 Sk/fan I Gaman 18 14 4 Rushmore 1 SAM Myndbönd ; 19 NV 1 Ravenous Sklan 20 20 4 How Stella got her groove back J Skdan ‘ Gaman i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.