Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1999, Blaðsíða 22
LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1999 22 sakamál x ★' Nótt í almenningsgarði Ingrid Tauscher. Renate, sem er átján ára, hefur ákveðið að næstu árin muni hún bíða... bíða eftir að unnusti hennar, hinn tvítugi Thomas, verði látinn laus úr fangelsi. Ef hann hagar sér vel gæti hann fengið frelsið eftir fimm ár en þá myndi hann hafa af- plánað helming þess dóms sem hann fékk. Þá yrði dóttir þeirra orð- in sex ára. Renate segist staðráðin í að bíða eftir Thomas, „því hann framdi morðið af þvi hann elskaði mig.“ Þau orð ná þó ekki lýsa atburða- rásinni og forsagan er nokkuð sér- stök. Kynntust ung Þau Thomas og Renate kynntust ung að árum. Reyndar var hún að- eins sautján ára þegar hún uppgötv- aði að hún var með bami. í fyllingu tímans ól hún stúlkubam, sem fékk nafnið Sabrina og unga parið var mjög hamingjusamt uns önnur kona kom til sögunnar. Hún hét Ingrid Tauscher, var tuttugu og iu.„.. rra hjúkrunarkona á bæjarsjúkrahúsinu í Kaufbeuren, skammt suður af Múnchen í Þýska- landi. Hún féll fyrir trésmíðalær- lingnum Thomas Streitenberger þegar hún sá hann í fyrsta sinn. Hann var þá í pílukasti með kunn- ingjum sínum á kránni „Zur Glocke". Kvöld eftir kvöld kom hún á krána og fylgdist með honum. Henni fannst hann töfrandi, lagleg- ur og hláturmildur og í miklum metum hjá félögum sínum. En Ingrid komst brátt að því að hann átti kærustu, Renate, en fannst að hún yrði ekki erfíður keppinautur. Hún væri hálfgerður kjáni sem leit- aði í fang Thomas í hvert sinn sem tækifæri gæfist. Það yrði því létt verk að komast upp á milli þeirra. Thomas Streitenberger. Út í almenningsgarð Ingrid gaf sér nægan tíma. Hún sótti krána reglulega og brosti oft blítt til Thomas. Lengi vel sýndi hann henni engan áhuga en eftir hálfan annan mánuð settist hann við borðið hjá henni kvöld eitt eftir aö pilukastinu lauk. Þau fóru að tala saman og Ingrid varð greinilega mjög ánægð. Þessi ungi mað- ur olli henni ekki vonbrigðum er hann hafði tekið hana tali og brátt fóru þau að haldast í hendur. Þegar hér var komið hringdi Renate, bað um að fá að tala við Thomas og spurði hvenær hann kæmi heim. Hann sagði pílukast- inu enn ekki lok- ið. Er Renate hringdi í annað sinn reiddist hann, sagðist koma heim þeg- ar honum hent- aði og skellti á. Umtveimur tímum síðar sáu þeir sem á kránni voru að Thomas og hjúkrunarkonan gengu út og rétt á eftir sást til þeirra þar sem þau gengu hönd í hönd í áttina að almenningsgarðin- um. Þar var að venju fátt um fólk á þessum tíma nætur. Að auki var komið fram í október en hlýtt var samt í veðri. Ástarleikur og... Þau Thomas og Ingrid gengu inn í garðinn, fóru á nokkuð afvikinn stað og lögðust þar á grasblett. Eftir nokkra stund fór Ingrid úr hverri spjör og bauð Thomas í ástarleik. 1 heila klukkustund elskuðust þau ákaft og þegar Thomas var síðar spurður aö því hvemig þau hefðu getað verið svona lengi að gaf hann sína skýringu á þvl. Hann sagði aö Ingrid hefði því sem næst tekið sig með valdi þó svo hafi í raun ekki verið, því hann gekk sjálfviljugur til ástarleiksins. Það hefði hins vegar verið sem hún hefði ekki getað fengið nóg, enda hefði hann hvað eftir annað gert hlé. Þvi lýsti hann þannig fyrir rétti síðar: „Þegar ég var að því kominn að fá fúilnægingu hætti ég svo að samfarimar urðu ekki fullkomnar. Ég var ekki með smokk og hún hafði sagt mér að hún notaði ekki getnaðarvarnarpillu." Ekki annað barn Og Thomas sagði enn fremur: „Ingrid varð hálförg og sagði að ég væri að víkja mér undan ástar- skyldu minni viö hana. Þá svaraði ég því til að ég vildi ekki eignast annað bam. „Ég á eitt fýrir og það nægir mér.“ Síðar lýsti Thomas því yfir að hann hefði ekki skilið hvað hún hefði átt við þegar hún sagði að hann væri að „víkja sér undan ást- arskyldu sinni“. Hann hefði alls ekki verið ástfanginn af henni, auk þess sem hann hefði farið að hugsa um kærustuna sína, einu konuna sem hann elskaði, barnsmóður sína, Renate. Hún sæti heima og vissi ekki hvað væri orðið um hann. Thomas fór að lýsa þessum hugs- unum sinum fyrir Ingrid. Hann sagöi að hún hafi hlustað á hann um hrið en síðan litið beint framan í hann og sagt: „Þú verður að velja á milli okkar. Hefurðu nokkm sinni litið hana réttum augum? Hefurðu gert þaö? Hún er hjólbeinótt og meö yfirskegg. Finnst þér hún lagleg?" Hörð viðbrögð Thomas lýsir því sem næst gerð- ist á þann hátt aö það hafi verið sem eitthvað hafi brostið innra með hon- um. „Hún átti ekki að tala þannig um Renate," sagði hann þegar hann rifjaði upp þessa stund. „Hún sat kviknakin fyrir framan mig og við vorum nýbúin að vera samar. en hún var svo hörð í gagnrýni sinni að mér var ofboðið. Ég tók um háls- inn á henni með vinstri hendinni og sló hana í höfuðið með þeirri hægri.“ Þaö var komið að örlagastundu í kynnum þeirra Thomas og Ingrid eftir aðeins nokkrar klukkustundir. Sú þrá sem þróast hafði með henni haföi loks fært henni þennan ástar- leik í almenningsgarðinum en lengri urðu kynnin ekki. Thomas sló hana og hún datt aftur á bak. Um leiö fór að blæða við annað auga hennar. En Thomas hélt áfram að slá hana. Og brátt fór að blæða úr nefi hennar og munni. Þá stóð Thomas á fætur og steig hvað eftir annað fast á háls hennar þar til hún lá grafkyrr og hún hætti að gefa frá sér hljóð. „Loks sá ég bara nokkra kippi í handlegg hennar," sagði hann í réttinum. Ráfaði fyrst um Klukkutími leið frá því Thomas gekk frá Ingrid líf- vana í almennings- garðinum og þar til hann kom heim til sín. Þá var orð- ið áliðið nætur, klukkan orðin hálf fimm. Renate var enn vakandi og hann sá að henni hafði ekki orðið svefnsamt. Hún var komin með dökka bauga undir augun af svefn- leysi, áhyggjum og gráti, enda var þetta í fyrsta sinn sem hann hafði tal- að til hennar á þann hátt sem hann hafði gert í símann á kránni. Er skýrsla var tekin af Renate um atburði næturinnar komst hún meö- al annars svo að orði: „Ég vissi (þeg- ar ég sá hann koma svona seint heim í annarlegu ástandi) að hún hafði komið við sögu. En ég þorði ekki að spyrja hann um Ingrid. Ég óttaðist að hann segði mér sannleik- ann.“ Auðvitað átti Renate ekki von á því að Thomas segðist hafa myrt Ingrid. Hún óttaðist bara að hann segði að hann hefði loks látið undan ásækni hennar, sem Renate var auðvitað kunnugt um eins og svo mörgum öðrum, því tilraunir Ingrid til að fá Thomas til við sig höfðu ekki farið fram hjá þeim sem sóttu „Zur Glocke“. En Renate átti eftir að komast að því strax næsta dag hvað hafði í raun gerst. Upphringing Thomas var heima nokkuð fram yflr venjulegan tima næsta morgun en fámálugm- og greinilega illa hald- inn. Það var sem hann vissi hvorki hvað hann ætti að segja né gera. Eft- ir erfiða morgunstund með Renate sagði hann henni að hann ætlaði að heimsækja móður sína. Engum sög- um fer af því að hann hafi gert það. Þess í stað hélt hann á „Zur Glocke". Lögreglunni var tilkynnt um lík- fundinn í almenningsgarðinum. í fyrstu mátti halda að um kynferðis- glæp hefði verið að ræða en þegar farið var að spyrjast fyrir um Ingrid og hagi hennar kom brátt í ljós aö hún hafði verið fastagestur á „Zur Glocke". Og þegar rannsóknarlög- reglumennirnir komu þangað til þess að spyrja starfsfólk og gesti kom í ljós að maðurinn sem Ingrid hafði sést fara með af kránni kvöld- ið áður var einmitt þar. Það næsta sem Renate heyrði um Thomas var það sem rannsóknar- lögreglnmaður sagði við hana er hann hringdi. Thomas hafði verið handtekinn á „Zur Glocke" og var gefið að sök að hafa myrt Ingrid Tauscher. Dapurlegt en óvenjulegt Handtöku Thomas fylgdi ákæra fyrir morðið á Ingrid. Sagan um að- dragandann vakti athygli. Að vísu er það nokkuð þekkt fyrirbæri að kona fái ofurást á ókunnugum manni eða öfugt en það er ekki sjálf- gefið að það leiði til ástarsambands. Og þó það gerist er enn sjaldgæfara að það endi með drápi, hvað þá sama kvöldið og fólkið kynnist. En þannig hafði það verið í þetta sinn. Thomas Streitenberger kom fyrir kviðdóm sem fann hann sekan um morðið á Ingrid Tauscher. Þar eð hann var aðeins tvítugur var hann dæmdur til tíu ára vistar í unglinga- fangelsi en það var þyngsti dómur sem lög leyfa í tilviki sem þessu. Meöal þeirra sem fylgdust með réttarhöldunum var unnusta hans, Renate. Þegar Thomas hafði verið færður úr réttarsalnum eftir dóms- uppkvaðninguna sagði hún: „Ég ætla að bíða eftir honum. Hann gerði það min vegna. Þegar hann hefur afplánað refsinguna flytjumst við með dóttm- okkar í annan bæ og byrjum nýtt líf.“ Renate með Sabrinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.