Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1999, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 9. OKTOBER 1999 útlönd Dauðadómur staöfestur Hæstiréttur Indlands hafnaði í gær áfrýjun íjögurra manna sem voru dæmdir fyrir moröið á Rajiv Gandhi, fyrrum forsætis- ráðherra. Eina von þeirra nú er að forseti landsins náði þá. Þjófóttur köttur Kattareigandi einn í Bretlandi er í öngum sínum vegna þess að kisulóran er svo þjófótt. Kisi kemur heim á hverju kvöldimeð alls kyns stolinn varning, eins og skó, tískuföt og golfregnhlíf. Svifnökkvar áfram Svifnökkvamir milli Kaup- mannahafnar og Málmeyjar halda áfram áætlunarferðum sín- um eftir aö Eyrarsundsbrúin veröur tekin í notkun næsta sumar, að sögn danska blaðsins Berlingske Tidende í gær. Hvattir til dáða Helstu bandamenn Bandaríkja- manna í Evrópu, Frakkar, Bretar og Þjóðveijar, hvöttu þingmenn bandarísku öldungadeildarinnar í gær til að staðfesta samning um allsherjarbann við kjamorku- vopnatilraunum. Ula horfir um staðfestinguna í þingdeildinni. IMogens Glistrup á fundi um eigin framtíð Búist er við átökum þegar Mogens Glistrup, stofnandi danska Framfaraílokksins, hittir flokksleiðtogana á fundi í Óðins- véum á morgun. Þar verður end- anlega ákveðið hvort boða eigi til aukalandsfundar svo hægt verði að reka Glistrup úr flokknum. Á fundi flokksfélagsins í Vejle- amti, heimahéraði Glistrups, á fimmtudagskvöld lýsti yfirgnæf- andi meirihluti fundarmanna yf- | ir stuðningi við Glistrup og greiddi atkvæði gegn því að boða I til aukalandsfundarins. Þingflokksformaður Framfara- flokksins, Kim Behnke, leggur | tillöguna um brottrekstur Glistr- s ups fram á fundinum á morgun. í Þingflokkurinn er einhuga um að reka beri Glistrap eftir að hann lagði tifaö ungar múslímastúlk- ur yrðu fluttar til Paragvæ. Portúgalir kveðja fadó- drottninguna Poidúgalska þjóðin kvaddi þjóðlagasöngkonuna ástsælu Amaliu Rodrigues, sem kölluð hefur verið drottning fadótónlist- arinnar, tilfinningaþrunginni hinstu kveðju í Lissabon í gær. Við athöfnina léku fimmtán gítarleikarar eitt þekktasta lag fadódrottningarinnar sem samið var sérstaklega fyrir hana. Jorge Sampaio forseti fór fyrir syrgj- endum í Estrelakirkjunni í gær og þar mátti einnig sjá aðra framámenn í stjórnmálum og listamenn. Tugir þúsunda borg- ara stóðu svo á götunum þar sem líkfylgdin fór um. Amalia Rodrigues var af fá- tæku fólki komin en með söng sínum varð hún eins konar þjóð- artákn Portúgala. Önnur lestin fór yfir á rauðu Svo virðist sem annarri lest- inni sem lenti i árekstri í London í vikunni hafi verið ekið gegn rauðu ljósi. Þetta kemur meðal annars ffam í opinberri skýrslu um fyrstu niðurstöður rannsókn- arinnar á orsökum slyssins, hins versta í Bretlandi í langan tíma. Nú er talið að um fjörutíu hafi farist en ekki sjötíu eins og áður hefur komið fram. Mistök lestarstjórans eru þó ekki talin eina orsök slyssins. í skýrslunni kemur fram að koma hefði mátt í veg fyrir slysið ef sér- stakt viðvörunarkerfi hefði veriö á merki á brautarteinunum. Ekki stóö til að setja viðvörunarkerfið upp fyrr en á árinu 2003. Einnig hefur komið í ljós að starfsmaður við brautarteinana sá á sjónvarpsskjám að hverju stefndi. Hann reyndi að vara ann- an lestarstjóranna við en var sek- úndubroti of seinn. Haider spáir stjórnarsetu innan 4 ára Jörg Haider, leiðtogi hægri- öfgamanna í Austurríki, spáir því að flokkur hans, sem hefur þá stefnu helsta að vera á móti innflytjendum, taki sæti í rík- isstjóm Aust- urríkis innan fjögurra ára, ef þeir verða ekki í næstu stjóm. Haider lét orð um það falla í heimsón til Múnchen í Þýska- landi í gær. Frelsisflokkur Haiders fékk næstflest atkvæði í þingkosning- unum síðastliðinn sunnudag. Ekki liggur enn fyrir hvort fram- hald verður á stjómarsamstarfi jafnaöarmanna og Þjóðarflokks- ins sem varð í 3. sæti. stuttar fréttir Jackson aö skilja Popparinn Michael Jackson og eiginkona hans, Debbie Rowe, hafa ákveðið að skilja. Þau hafa verið gift í þrjú ár og eiga tvö böm. Talsmaður hjónanna sagði að þau hefðu sótt um skilnað í Los Angeles í gær. Michael og Debbie segja ekki hvers vegna þau em að skilja. Nancy var lykillinn Nancy Reagan var lykillinn að )ví að Ronald eiginmaður henn- ar varð forseti jHjjjpjjji|jyB Bandaríkjanna. I Ron, sonur for- SgK setans fyrrver- í anlli- sagði þetta R’teM* 1 sjónvarpsvið- I tali og bætti við jHEJ að án Nancy hefði Reagan sennilega endað sem kynnir í sjónvarpsþáttum. Mótmæla niðurskurði Foreldrar í Kaupmannahöfn efndu í gær til mótmælaaðgerða við rúmlega þijú hundruð dag- heimili í borginni og komu í veg fyrir að þau gætu starfað. Með því vildu foreldramir mótmæla fyrirhuguðum niðurskurði til starfseminnar. Heimilt aö framselja Pinochet til Spánar: Gleði í herbúð- um andstæðinga Gífurleg fagnaðarlæti brutust út meðal andstæðinga Augustos Pin- ochets hershöfðingja, fyrrum ein- ræðisherra í Chile, þegar breskur dómstóll úrskurðaði í gær að fram- selja mætti hann til Spánar svo hann gæti svaraö til saka fyrir glæpi framda í stjórnartíð sinni. Lögmenn hershöfðingjans sögöust ætla að íhuga að áfrýja úrskurðin- um. Pinochet var ekki viðstaddur í dómsalnum vegna heilsubrests. Sjálfur var Pinochet kokhraustur sem fyrr og lýsti yfir sakleysi sínu. Hann sagði að ákærur spænsks rannsóknardómara væm sprottnar af pólitík. „Atburðimir í Chile koma Spáni ekkert við,“ sagði í yfirlýsingu sem Pinochet sendi frá sér. Nærri ár er nú liðið síðan Pin- ochet var handtekinn í London að beiðni spænska rannsóknardómar- ans Baltasars Garzons. Hann hefur verið i stofufangelsi síðan. Breski dómarinn Ronald Bartle úrskurðaði að íramselja mætti Pin- ochet vegna allra ákæraatriðanna 35. Jack Straw, innanríkisráðherra Bretlands, verður þó fyrst að sam- þykkja framsalið. Lögmenn hershöfðingjans eiga tvo kosti. Þeir gætu áfrýjað úrskurði dómarans til hæstaréttar innan fimmtán daga og dregið niðurstöð- una enn á langinn. Þeir gætu einnig snúið sér beint til Straws innanríkis- ráðherra og beðið hann um að koma í veg fyrir framsal vegna slæmrar heilsu hershöfðingjans. Lögmennirnir munu kynna ákvörðun sína í næstu viku. Þegar úrskurðurinn hafði verið kveðinn upp brutust út mikil fagn- aðarlæti fyrir utan dómhúsið í London þar sem andstæðingar hers- höfðingjans höfðu safnast saman. „Hann er á leið til Spánar, hann er á leið til Spánar," sungu þeir og dönsuðu úti á götu og skáluðu í kampavíni. Heima í Chile fögnuðu- mannréttindcifrömuðir úrskurðin- um og stjórvöld sögðust ekki undrandi. Gleðin leyndi sér ekki hjá þessum konum þegar það fréttist til Chile að breskur dómstóll hefði úrskurðað að fram- selja mætti Augusto Pinochet hershöfðingja, fyrrum harðstjóra í Chile, til Spánar og svara þar til saka fyrir glæpi sem framdir voru í stjórnartíð hans. Konurnar eru í hópi fjölskyldna þeirra sem voru í haldi á stjórnarárum Pinochets og hurfu síðan. Búist er við að lögmenn Pinochets áfrýi úrskurðinum. Tugir féllu í loftárásum á þorp í Tsjetsjeníu: Rússar þræta enn fyrir árásir á óbreytta borgara Uppreisnarmenn múslíma og embættismaður í Tsjetsjeníu sögðu í gær að þrjátíu manns hefðu fallið í loftárás rússneskra herflugvéla í héraðinu. Sjónvarpsfréttamaður Reuters sá sundurtætt hús, sært fólk á sjúkra- húsum, grátandi konur og nýteknar grafir í þorpinu Elístanzjí, sem er 35 kílómetra suðaustur af höfuðborg- inni Grozní. Embættismaður á staðnum sagöi að 29 hefðu fallið og 62 verið fluttir á sjúkrahús. Talsmaður uppreisnar- manna sagði aftur á móti að 32 hefðu týnt lífi. Rússneska vamarmálaráðuneytið sagði ekkert að marka þessar yfir- lýsingar og að það gæti ekki staðfest atvikið. Talsmenn ráðuneytisins bára einnig til baka á fimmtudag fregnir um að rússneskur skrið- dreki hefði sprengt langferðabifreið með flóttamönnum í tætlur. Á upp- Tsjetsjenskir hermenn virða fyrir sér vængstykki úr rússneskri herflug- vél sem var skotin niður í vikunni. töku sem sjónvarpsfréttastofa Reuters fékk í hendur mátti sjá brunna rútu og látið fólk og sært. Rússar segjast ráðast gegn skot- mörkum í Tsjetsjeníu sem koma uppreisnarmönnum múslíma að gagni. Uppreisnarmennirnir hafa tvisvar ráðist til atlögu gegn ná- grannalýðveldinu Dagestan og rúss- nesk stjómvöld kenna þeim um sprengjutilræði í fjölbýlishúsum i rússneskum borgum. Nærri þrjú hundrað hafa fallið í þeim tilræð- um. Uppreisnarmenn segjast þar hvergi hafa komið nærri. Rússneska fréttastofan RLA greindi frá því í gær að Aslan Mask- hadov, leiðtogi Tsjetsjeníu, hefði sent George Robertson, nýjum aðal- framkvæmdastjóra Atlantshafs- bandalagsins, orðsendingu og óskað eftir aðstoð bandalagsins við að koma aftur á eðlilegum samskiptum við Rússland. Olíuverð lækkar Verð á olíu lækkaði enn í gær, fimmta daginn í röð. Verö olíu- tunnunnar hefur lækkað um fimmtán prósent síðan á fimmtu- dag í síöustu viku. Þann dag hafði olíuverð ekki verið hærra í 33 mánuði. Orkuver sameinist Svend Auken, umhverfisráð- herra Danmerkur, sagði í gær að ef dönsk raf- orkufyrirtæki ættu að stand- ast samkeppni á opnum raf- orkumarkaði yröu þau að sameina krafta sína. Hann sagði fráleitt að núverandi upp- bygging, með átta raforkufyrir- tæki, gengi til lengdar vegna of hás tilkostnaðar. Sameining væri eina leiðin. Draskovic ekki með Serbneski stjórnarandstöðu- leiðtoginn Vuk Draskovic, sem er að jafna sig eftir bílslys, tekur ekki þátt í fundi utanríkisráð- herra Evrópusambandsins og nokkurra júgóslavneskra lýöræð- issinna sem halda á á mánudag. Helsti keppinautur Draskovics meðal stjómarandstæðinga, Zor- an Djindjic, Verður hins vegar í Lúxemborg þar sem ESB-ráð- herramir koma saman til reglu- legs fundar síns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.