Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1999, Blaðsíða 18
LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1999 fólk — Ingólfur í Vesturröst setur lesendur inn í rjúpnaveiði sem hefst 15. október: Græjusport sem hentar vel fyrir marga íslendinga - skotveiði snýst ekki bara um að standa og skjóta Rjúpnaveiði hefur um langt skeið fylgt íslensku þjóðinni og er nokkuð algengt að rjúpur séu á jólamatseðli landsmanna. Hið ár- lega rjúpnaveiðitímabil hefst 15. október og má búast við að skot- veiðimenn dusti rykið af byssun- um og búi sig undir að skjóta í jólamatinn. Við ákváðum að kynna okkur hvað þarf til að vera rjúpnaskytta og ræddum í því skyni við Ingólf Kolbeinsson, eig- anda og framkvæmda- stjóra veiði- verslunar- innai- Vest- urröst. Ingólfur Ci sjálfur skotveiði- maður og hefur verið síðan hann fékk byssu- leyfið fyrir rúmum 13 árum. liggur að baki því að fara í skot- veiðitúr? „Undirbúntngur fyrir skotveiði- túr er þó nokkuð mikill, sérstak- lega fyrir gæsaveiði. Þá þarf fyrst að athuga hvort það sé nokkur fugl á svæðinu sem maður ætlar að fara á. Menn þurfa að fá leyfi hjá landeiganda og vera í góðu samstarfi við hann, það er lykilatriði. stilla rétt upp o.s.frv. Rjúpnaveið- in fer aftur á móti mikið til fram á afréttum utan eignarlanda en einnig þó líka inni á eignarlönd- inn þar sem kjarr er.“ Er þá meiri undirbúningur fyrir gæsaveið- varla annað í dag en útivistarfatn- að úr öndunarefni. Mjög margir eiga einhveija flík þannig að það þarf ekki endilega að kaupa ein- hvern sérstakan jakka. Góðir ert alltaf öruggur. Frá því ég fékk mér fyrst GPS-tæki hef ég lent í þessum aðstæðum og kynnst nyt- semi tækisins. bara a mikilli vfirferð Er mikill undirbúningur sem Þá þarf að ganga vel um því þetta snýst mikið um að vera í góðu sambandi við landeigendur, sér- staklega í gæsaveiðinni þar sem þetta er mikið inni á eignarlönd- um. Svo er ýmislegt sem fylgir eins og að vakna um miðja nótt áður en gæsin fer að fljúga, en hún fer af stað í birtingu. Það getur tekið góðan klukkutíma að koma sér fyrir, stilla upp gervigæsum, finna út hvar hún hefur verið, Remington-skotin henta vei til rjúpnaveiða. Mörgum finnst hentugt að hafa sjónauka með á rjúpnaveiðar. Sierra Tasco, 8x30, vatnsheldur. DV-myndir E.ÓI. ina? „Já, ef það á að verða einhver árangur þá þarf maður að undir- búa það betur og vera á réttum stað á réttum tíma. Rjúpnaveiðin fer meira eftir veðri og vindum, snjóalögum og þess háttar. Ef gæs er í túni einn daginn er mjög lík- legt að hún komi í sama tún dag- inn eftir svo fremi sem allar að- stæður séu óbreyttar. Það er aftur á móti ekkert hægt að reikna neitt út með rjúpuna, það getur verið mikið af henni einn daginn en svo getrn- hún verið horfin af stórum svæðum daginn eftir. Þannig að maður bara fer og allt verður að koma í ljós. Það er því hægt að kortleggja gæsina aðeins meira. Rjúpnaveiðar byggja því oft bara á mikilli yfirferð, þetta er mikið labb og fjallgöngur og maður er á ferðinni frá birtingu og allan dag- inn ef maður nennir eða getur og þvi er mjög gott að vera í góðu formi.“ Magnveiði hefur minnkað mikið á undanförnum árum Hvað er venjan að menn veiði mikið? „Það er mjög erfitt að nefna ein- hveija tölu, sumir eru bara að fara til að ná í nokkra fugla, bara fyrir sig og sína til að eiga í matinn fyr- ir veturinn. Aðrir reyna að ná mjög miklu. Þessi magnveiði svo- kallaða er samt alltaf að minnka, enda er erfiðara að fá margar gæs- ir í dag heldur en var fyrir nokkrum árum. Það eru fleiri sem eru að skjóta og því er ekki hægt að velja úr eins mörgum stöðum. Magnveiði hefur sérstaklega minnkað á rjúpu enda er lítið upp úr því að hafa að selja hana. Menn geta gengið í tvo daga án þess að fá neitt en fengið svo mikið þriðja daginn. Miðað við vinnuna sem liggur að baki því að ná sér í ijúpu, þá er miklu ódýrara að kaupa hana. En þetta snýst náttúr- lega ekki um það því þetta er auð- vitað sport. Sportið er líka útbún- aðurinn, undirbúningurinn, úti- veran og labbið. Skotveiði er ekki bara að standa og skjóta." Góðir gönguskór mikilvæjg- ir þegar kemur að búnaði Ef ég væri að fara að byrja að skjóta núna, hvað myndi kosta fyr- ir mig að galla mig upp? „Einstaklingur sem er að byrja rjúpnaveiðar getur náttúrlega fengið sér einhleypu sem kostar tæpar tíu þúsund krónur. í raun og veru er byssan ódýrari en allur hlífðarútbúnaðurinn. Fatnaðurinn er mikið atriði og fólk kaupir Fabarm Gamma Lux tvíhleypa, (undir/yfir) með skiptanlegum þrengingum, 1 gikk og útkösturum. skór og legghlífar eru mjög stórt atriði því að vera blautur í fæturna er bara varla hægt. Þegar kemur að skónum þarf að passa að velja ekki einhverja tísku- gönguskó eða sportgöngu- skó sem eru venjulega úr mörgum samsettum efnum, kannski út næloni og leðri og fíberefnum. Það er bara alltaf sama reynslan með þetta og þeir sem selja þessa skó finna það. Það er því þannig að skór sem eru al- veg úr leðri með grófum sóla og fáum saumúm er það sem dugar. Álagið á skóna er gífurlegt því menn eru kannski að labba í átta tíma eða lengur í allavega landslagi eins og hrauni og grjóti.“ Allur er varinn góður Reyna menn ekki að hafa eins lítinn farangur og mögulegt er með sér á veið- ar? „Jú, útbúnaðurinn er alls ekki þungur. Það er náttúr- lega misjafnt hvað menn vilja hafa mikið af skotum með sér því skot eru þung. í sambandi við drykkjar- föng og annað þá eru sum- ir bara með tóma flösku eða brúsa ef þeir eru á þannig landi að lækir finnist. Þá eru þeir kannski með orku- gostöflur til að setja í drykkina sem er mjög sniðugt. Svo er náttúrlega bakpokinn eða rjúpnavesti sem er eiginlega sniðugri kostur að því leytinu að unnt er að jafna þyngdina að aftan og framan. Þá geta menn sett bráðina og útbún- aðinn að framan og aftan og þá er þægilegra að ganga. Okkur skotveiðimönnum finnst best að vera I vesti og þau eru ekki svo dýr, kosta frá 6900 upp í 11.900. Svo er það sem er mikið atriði en fer ekki mikið fyrir og það er áttaviti og GPS- staðsetningartæki. Staðsetningar- tækið er einfalt í notkun, þ.e. ef menn eru búnir að lesa leiðbein- ingarnar eða fara á kvöldnám- skeið, og er mjög nytsamlegt og eins er gaman að hafa þaö með- ferðis. Maður er líka mjög öruggur ef GPS-tækið er með í for því ef maður lendir í þoku eða blindhríð er maður alltaf með nákvæma staðsetningu á bílinn eða þann stað sem lagt var upp frá. Maður er með fjarlægðina upp á metra og alltaf beina stefnu þannig að mað- ur þarf ekkert að hræöast, maður Skotveið- inni fylgir sem sagt ýmis aukabún- aður en þetta er svona græjusport og hentar ágætlega fyrir marga ís- lendinga.“ Tvíhleypan oft talin hentugasta byssan En við megum ekki gleyma að- almálinu, byssimni: „Skotveiðimenn eru með allar gerðir af byssum þegar þeir fara á rjúpnaveiðar. Menn eru með einhleypur og tvihleypur, pumpu eða hálfsjálfvirka byssu. Það er náttúrlega sama skotið úr þeim öllum en hentugasta byssan er oft talin vera tvíhleypan. Ástæð- an fyrir því er sú að hún er ein- löldust og það eru mjög litlar lík- ur á því að tvíhleypa klikki eitt- hvað. Verkið er einfalt og það er mjög ólíklegt að eitthvað frjósi eða bili í henni. Það eru þó fleiri með pumpur og hálf- sjálfvirkar byssur í heild- ina. Þetta er samt mjög persónubundið. En það er staðreynd að ef það er ein- hver sjálfvirkni í byssun- um þá eru meiri líkur á að eitthvað fari úrskeiðis og það er mjög hvimleitt ef menn eru komnir upp á fjöll með byssu sem þeir geta ekki treyst. Stórt at- riði eru svo skotin. Það eru til skot í öllum verð- flokkum en skot kosta ekki mikið og eru eiginlega minnsti kostnaðarliðurinn við rjúpnaferðina vegna þess að flestir eru bara að fara að skjóta fyrir sig og sína. En þetta þurfa að vera skot sem virka eins við allar aðstæður, hvort sem það er frost, hiti eða raki. Það eru til skotagerðir sem þola illa frost og raka og hægir það á hraðanum og virkni púðursins." i Farið að tíðkast að hundar sáu þjálfaðir til veið- anna Fara menn ein- ir á skyttirí eða fleiri saman? „Það getur verið allur gangur á því. Stundum hentar vel að vera einn á ferð en við aðrar aðstæð- ur getur verið betra að vera í pörum. Það hef- ur hins | vegar ^ verið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.