Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1999, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1999 T>V ég_ á mér draum Rúnar Júlíusson tónlistarmaður á sér marga drauma: Maður lifir í voninni og draumunum - vill semja lag sem myndi meika það beggja vegna Atlantshafsins Rúnar Júlíusson útilokar ekki að draumurinn um Rolling Stones geti enn ræst. DV-mynd Teitur „Eg á mér marga drauma. Einu sinni átti ég mér þann draum, á milli ‘60 og ‘70, að flytjast til Banda- ríkjanna til Kaliforníu, í hippaland- ið. Það var aðallega hugsað til að skipta um umhverfi. Sem betur fer rættist sá draumur ekki. Því meira sem ég hef ferðast því betur kann ég við mig á íslandi og þá helst í Kefla- vík. Síðan var ég með annan draum árið 1976 en það var draumur núm- er 999. Sá draumur var að búa til lag sem myndi meika það beggja vegna Atlantshafið. Lag sem yrði sungið í tveimur heimsálfum. Sá draumur er enn þá lifandi. Þannig að ég erum með tvær andstæður, drauminn um að flytjast til Bandaríkjanna, sem ég er feginn að rættist ekki, og draum- inn um að semja lagstúf og texta sem verði sunginn í tveim heimsálf- um, en honum held ég enn gang- andi.“ Fullt af draumum hafa ræst, nokkrir hafa ekki enn sannað sig Ætlaðirðu alltaf að verða tónlist- armaður þegar þú varst yngri eða áttirðu aðra drauma? „Nei, ég ætlaði ekki alltaf að verða tónlistarmaður, það bara æxl- aðist þannig en ég er enn þá tónlist- armaður 37 árum síðar.“ Þú varst svo í fótboltanum. Stefndirðu langt á þeim vettvangi? „Ekkert sérstaklega, þetta bara gerðist. En ég náði því að verða ís- landsmeistari og þar fram eftir göt- unum. Það eru því fullt af draumum sem hafa ræst en það eru líka nokkrir sem ekki enn eru búnir að sanna sig. Árið 1976 gaf ég út sóló- plötu sem hét Hvað dreymdi svein- inn? og þá var það draumur númer 999. Nú erum við komnir í draum númer 1999.“ Frá tveggja laga plötum yfir í 52 lög á tveimur diskum Hvað er Rúnar Júlíusson annars að gera þessa dagana? „í dag var ég til dæmis í Reykja- vík að undirbúa lag sem ég syng inn á sólóplötu Geirmundar Valtýsson- ar en lagið heitir Heppnasti maður í heimi. Ánnars er ég sjálfur líka að gefa út plötu sem kemur út fyrsta vetrardag. Á henni verða 52 lög, bæði svona „Best of‘ lög og svo nokkur ný. í gamla daga voru afltaf tveggja laga plötur, nú eru það 52 lög á tveimur diskum." Lifir í voninni um Rolling Stones Þú ætlaðir nú einhvern tímann að fara i Rolling Stones, lifir sá draumur enn þá? „Já, það losnaði bassaleikarastað- an hjá þeim þarna um árið og þá var það einn draumurinn að sækja um og kannski komast í bandið. Ég talaði þá við Jakob Magnússon, sem þá var í London, og bað hann að finna einhverjar leiðir en það kom ekkert út úr því. Ég hefði sennilega átt að fara í verkið sjálfur.“ Hefði það ekki verið flott að standa þarna uppi á sviðinu með þessum mönnum? „Það hefði sko verið mjög flnt og í raun einn draumur sem hefði ræst þvi að ég kann líka flest lögin með þeim og við erum á svipuðu reiki. En þetta getur svo sem ræst enn þá, maður lifir bara i voninni og draumunum," segir Rúnar Július- son, eldhress að vanda. -hdm %nm breytingar Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar hetur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum ver- ið breytt. Finnir þú þessi fimm at- riði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okk- ur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigur- vegaranna. 1. verðlaun: United-sími með símanúmerabirti frá Sjónvarpsmiðstöðinni, Síðumúla 2, að verðmæti kr. 6.990. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr. 1570, Sekur eftir Scott Turow og Kólibrísúpan eftir David Parry og Patrick Withrow. Vinningarnir veróa sendir heim. Merkið umslagiö með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 536 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík Rnnur þú fimm breytingar? 536 Ég er búinn að keyra þessa leið í 20 ár og þó að eitt at- vik hendi mig er ekki möguleiki að ég fari að taka við skipunum frá þér. Nafn: _ Heimili: Vinningshafar fyrir getraun númer 534 eru: 1. verðlaun: Hrafnhildur Björg, Suðurgötu 29, 245 Sandgerði. 2. verðlaun: Þorgeir Egilsson, Digranesvegi 72a, 200 Kópavogi. BRETLAND SKÁLDSÖGUR - KIUUR: 1. Tom Clancy: Rainbow Six. 2. Danielle Steel: The Klone and I. 3. Dick Francis: Field of Thirteen. 4. Ruth Rendell: A Sight for Sore Eyes. 5. Sebastian Faulks: Charlotte Grey. 6. James Patterson: When the Wind Blows. 7. Elvi Rhodes: Spring Musio. 8. Charlotte Bingham: The Kissing Garden. 9. Nlcholas Evans: The Loop. 10. Jane Green: Mr Maybe. RIT ALM. EÐLIS - KIUUR: 1. Amanda Foreman: Georgina, Duchess of Devonshire. 2. Chris Stewart: Driving over Lemons. 3. Tony Adams o.fl.: Addicted. 4. Anthony Beevor: Stalingrad. 5. Frank McCourt: Angela’s Ashes. 6. Bill Bryson: Notes from a Small Island. 7. John Gray: Men Are from Mars, Women Are from Venus. 8. Richard Branson: Losing My Virginity. 9. Simon Winchester: The Surgeon of Crowthorne. 10. Tony Hawks: Around Ireland with a Fridge. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. Dick Francis: Second Wind. 2. Thomas Harrls: Hannibal. 3. Danielle Steel: Granny Dan. 4. Roddy Doyle: A Star Called Henry. 5. Penny Vincenzi: Almost a Crime. 6. Ruth Rendell: Harm Done. 7. lain Banks: The Business. 8. Jlll Cooper: Score! 9. Kathy Reichs: Death Du Jour. 10. Elizabeth George: In Pursuit of the Proper Sinner. INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS: 1. Alex Ferguson: Managing My Life. 2. John Humphrys: Devil's Advocate. 3. Simon Slngh: The Code Book. 4. Bob Howitt: Graham Henry; Súperooach. 5. Brian Keenan o.fl.: Between Extremes. 6. Lenny McLean: The Guv’nor. ( Byggt á The Sunday Times) BANDARÍKIN SKÁLDSÖGUR - KIUUR: 1. Anita Shreve: The Pilot's Wife. 2. Tom Clancy: Rainbow Six. 3. Penelope Fitzgerald: The Blue Rower. 4. Arthur Golden: Memoirs of a Geisha. 5 Judy Blume: Summer Sisters. 6. Patricia Cornwell: Point of Origin. 7. Rebecca Wells: Divine Secrets of the Ya-Ya Sisterhood. 8. Margaret Truman: Murder at Watergate. 9. Sidney Sheldon: Tell Me Your Dreams. 10. Tami Hoag: Still Waters. RIT ALM. EÐLIS - KIUUR: 1. Robert C. Atklns: Dr. Atkins’ New Diet Revolution. 2. Frank McCourt: Angela's Ashes. 3. John Berendt: Midnight in the Garden of Good and Evil. 4. Michael R. Eades o.fl.: Protein Power. 5. John E. Sarno: Healing Back Pain. 6. Jared Diamond: Guns, Germs and Steel. 7. Sebastian Junger: The Perfect Storm. 8. Adeline Yen Mah: Falling leaves 9. Wllliam L. Ury: Getting Past No. 10. Gary Zukav: The Seat of the Soul. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. Patricia Cornwell: Black Notice 2. Thomas Harris: Hannibal. 3. Meiissa Bank: The Girl’s Guide to Hunting and Rshing 4. Jeffery Deaver: The Devil’s Teardrop. 5. Tim F. LaHaye: Assasins. 6. Catherine Coulter: The Edge. INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS: 1. Suzanne Somers: Suzanne Somers'Get Skinny on Fabulous Food. 2. Mitch Albom: Tuesdays with Morrie. 3. Christopher Andersen: Bill and Hillary: The Marriage 4. Bill Philips: Body for Life. 5. H. Lelghton Steward o.fl: Sugar Busters. 6. Sally Bedell Smith: Diana. In Search of Herself. ( Byggt á The Washington Post)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.