Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1999, Blaðsíða 2
2
MÁNUDAGUR 11. OKTÓBER 1999
Fréttir
Stuttar fréttir dv
Borgarstjórinn um vanda leikskólanna:
Engin patent-lausn
- en menn taki sig saman í andlitinu og lengi fæðingarorlof
„Þaö er einfaldlega erfitt að fá
fólk til starfa,“ segir Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir borgarstjóri en sum-
ir leikskólar í Reykjavík senda nú
börn fyrr heim en vanalega vegna
manneklu. Þá eru enn langir biðlist-
ar að leikskólunum.
Ingibjörg Sóirún segir nú vanta
fólk í 60 stöður af 1.700 hjá Dagvist
barna og segir það ekki hátt hlutfall
þó það bitni misjafnlega á leikskól-
um. „Hjá sumum skólum eru þessi
mál i góðu lagi en hjá öðrum er
ástandið erfiðara. Við getum ekki
annað gert en að reyna áfram að fá
hafa viljað komist í þetta
nám. Það er auðvitað súrt í
broti að búa við það vitandi
það að þetta er grein sem
þarf á íleira fólki að halda,“
segir hún.
Eitt af kosningaloforðum
R-listans var að vinna á
ári,“ segir borgarstjórinn. biðlistum á leikskólum en
Ingibjörg segir vanda ... Ingibjörg segir þá ekki hafa
borgaryfirvalda m.a. tengj- J?-9, ?-£■50 mn dregist saman eins og
ast skorti á leikskólakenn- G,sladottlr- reiknað var með. „Við gerð-
urum sem rekja megi til fjárskorts um áætlun um uppbyggingu ieik-
og aðstöðuleysis Fósturskólans. „Á skóla I samræmi við könnun sem
undanförnum árum hafa færri en við gerðum 1995 en þá var hins veg-
toiK tu starta og sja nvort
þetta lagast þegar fer að líða
á veturinn. Við höfum þegar
sett viöbótarfjármagn, 70
milljónir króna, inn í leik-
skólana á þessu ári til þess
að reyna að mæta þessu og
það verður líka gert á næsta
ar lægð í efnahagslífinu og eftir-
spurnin eftir leikskólaplássum hef-
ur aukist langt umfram það sem
talið var.“
Að sögn Ingibjargar hefur verið
mikil uppbygging á leikskólum og
henni verður haldið áfram. „En það
þýðir ekki að bæta sífellt við nýjum
leikskólum ef ekki tekst að manna þá.
Það er engin patent-lausn í þessu
máli en það er spuming hvort hægt
er að stýra eftirspurninni. Það sem
gæti ef til vill helst hjálpað væri að
menn tækju sig saman í andlitinu og
lengdu fæðingarorloflð." -GAR
Hillary heiðruð:
Geðþekk
manneskja
- segir Jónína Bjartmarz
„Þetta var afar skemmtileg stund.
Ég hef ailtaf verið aðdáandi Hillary
Clinton og ef eitthvað er hefur aðdáun
mín á henni aukist enn frekar eftir
fundinn í morgun. Hún kemur fyrir sem
óskaplega geðþekk manneskja og er
eðlileg í allri framkomu," sagði Jónina
Bjartmars, formaður Samtaka kvenna í
atvinnurekstri, í samtali við DV í gær.
Samtökin veittu Hillary Clinton, for-
setafrú Bandaríkjanna, sérstaka viður-
kenningu i gær og færðu henni verð-
launagrip eftir Brynhildi Þorgeirsdótt-
ur.
„Við vildum heiðra Hillary Clinton
fyrir þá góðu fyrirmynd sem hún hefur
verið konum og fyrir þau störf sem hún
hefur unnið í þágu kvenna. Þetta var
afar óformlegur fundur og ég held hún
hafl komið okkur öllum skemmtilega á
óvart fyrir þægilegheit. Hún sýndi bæði
verðlaunagripnum og félaginu mikinn
áhuga og hvatti okkur til enn frekari
dáða,“ sagði Jónína Bjartmarz um
kynni sín af Hillary Clinton. -aþ
Hættuástand viö Hvanneyri:
Skutu gæsir úr bíl
- afbrotamenn, segir formaður Skotveiöifélagsins
Edda Sverrisdóttir, Hillary Rodham Clinton og Jónína Bjartmarz.
DV-mynd Sús
einmitt á beit þarna allt í kring í
myrkrinu. Við heyrðum bara
drunurnar og þustum út til að sjá
hvað væri í gangi. Þetta var virki-
lega óhuggulegt og sonur minn
hljóp út í bíl til að ná bílnúmer-
inu. Hann keyrði af stað og elti
Volvo-inn í drjúgan tíma en því
miður náðum við ekki númerinu.
Lögreglan gat því ekkert gert.
Þetta er vítavert kæruleysi og
stórhættulegt ef dýr eða fólk er á
ferli nálægt mönnunum. Svona
framkoma gerir mig öskureiða og
ég er ekki ein um það hér um slóð-
ir,“ segir Sigurborg.
Ekki gæsaskyttur heldur
afbrotamenn
„Ég hef miklar áhyggjur af „Menn á grá-
búsmalanum mínum því menn um Volvo brun-
bruna hér um í myrkrinu og skjóta uðu eftir vegin-
gæsir eitthvert út í loftið," segir um á fullri ferð
Sigurborg Jónsdóttir, húsfreyja að hér um daginn
Báreksstöðum í Andakílshreppi. og skutu sam-
Hún segir að drunurnar heyrist á tímis á gæsir
svæðinu kvölds og morgna um sem sátu á tún-
þessar mundir. Menn stundi gæsa- inu út um
veiðar á Hvanneyri og þar 1 kring gluggann á
þrátt fyrir að þetta sé friðland bílnum. Kindur
gæsa. og hestar voru
Sigmar B.
Hauksson.
Beltin björg-
uðu þremur
Bíll hrapaði fyrir hamra rétt fyr-
ir utan Bíldudal, um hálf tvö leytið
aðfaranótt sunnudags. Þrennt var í
bílnum sem fór margar veltur og
staðnæmdist loks við flæðarmálið.
Lögregla segir fólkið hafa verið
mjög heppið að ekki var flóð, þá
hefði ekki þurft að spyija að
leikslokum. Allir voru í beltum, sem
sennilega björguðu lífl þeirra. Bíll-
inn er gjörónýtur eftir slysið. Þre-
menningunum tókst að komast
hjálparlaust úr flakinu og fóru fót-
gangandi til Bíldudals.
Fólkið kenndi sér meins í baki og
hálsi og hlaut skurði. Það var flutt
til aðhlynningar á heilsugæslustöð-
tna. Var ökumaðurinn og annar far-
þeganna lagður inn. Ökumaður bUs-
ins er grunaður um ölvun við akst-
ur. -HG
Áhöfnin á Odincovu hefur fengið greitt:
Búnir að kaupa flugmiðana
„Þeim bér skylda til að fara strax
úr landi,“ segir Sæmundur Árelíus-
son, sem selt hefur togarann Od-
incovu og greitt lettneskum skip-
verjunum 16 milljóna króna launa-
kröfu.
„Lögmaður áhafnarinnar hefur
fengið peningana en það á eftir að
dreifa þeim milli mannanna. Það
var samið um að þeir fengju ein-
greiðslu og keyptu flugmiðana sjálf-
ir. Þetta er einfalt mál. Skipið var
selt og hluti andvirðisins notað til
að greiða áhöfninni laun eins og
alltaf var talað um. Þeir hafa ekki
landvistarleyfi og útlendingaeftirlit-
ið sér um að þeir fari ef þeir ekki
vilja fara. Þeir eru búnir að hanga á
skipinu síðan í vor vegna þess að
þeir voru að bíða eftir kaupinu
sínu, á kaupi, og kostuðu milljón á
mánuði á meðan," segir Sæmundur.
Samkvæmt heimildum DV gekk
skipstjóri Odincovu frá flugmiðum
áhafnarinnar á fóstudag en óljóst er
nákvæmlega hvenær skipverjarnir
komast úr landi.
Sæmundur vandar Borgþóri
Kæmested, formanni Sjómannafé-
lags Reykjavikur, ekki kveðjur.
„Hann hefur tafið málið í marga
mánuði og skapað ómældan kostnað
og er svo að skreyta sig með þeim
stolnum fjöðrum að hann hafi leyst
einhver mál. Það er hreinn mis-
skilningur. Mennirnir væru löngu
farnir ef hann hefði ekki komið ná-
lægt þessu,“ segir Sæmundur.
Samkvæmt upplýsingum Helga
Eiríkssonar hjá Vélsmiðjunni
Gjörva, sem stendur að kaupunum
á Odincovu, verður gert við tog-
arann í Reykjavíkurhöfn og hann
síðan sendur til veiða upp úr ára-
mótum. -GAR
Þegar þetta mál var borið undir
Sigmar B. Hauksson, formann
Skotveiðifélags íslands, sagði
hann að menn sem höguðu sér á
þennan hátt væru ekki gæsaskytt-
ur heldur afbrotamenn. Lögreglan
ætti að hafa hendur í hári þeirra.
„Það er svívirðilegt og harðbann-
að að skjóta út um glugga á ferð og
það í friðlandi. Þessa menn á að
svipta bæði byssuleyfi og veiði-
korti og helst að rassskella þá á al-
mannafæri. Ég skal meira að segja
taka það að mér,“ segir Sigmar.
-HG
Gaman að Hillary
Davíð Odds-
son forsætisráð-
herra segir að
gaman hafl ver-
ið að kynnast
Hillary Clinton
við heimsókn
hennar hér á
landi um helg-
ina. Hann sagði
hana koma mjög vel fyrir og telur
að hún hafi greinilega möguleika á
að ná frama í stjórnmálum. Sjón-
varpið sagði frá.
Fækkar í þjóðkirkjunni
Alls voru gerðar 1120 breytingar
á trúfélagaskráningu fyrstu níu
mánuði þessa árs. Algengasta
breytingin var úrsögn úr þjóðkirkj-
unni, en þeir sem sögðu sig úr
kirkjunni voru alls 609 talsins. Þeir
sem skráöu sig í þjóðkirkjuna voru
hins vegar 138. Morgunblaðið sagði
frá.
Flóttamenn snúa aftur
Af þeim 72 flóttamönnum sem
komu til íslands í vor og sumar
vegna Kosovo-deilunnar hefur 31
snúið til baka en 46 verða um kyrrt
hér á landi. Ekki er vitað hvort þeir
sem eru nú eftir á íslandi muni snúa
aftur, en það er talið hugsanlegt.
Morgunblaðið sagði frá.
Staða kvenna verri
Rúmlega 75% þeirra sem svör-
uðu skoðanakönnun um stöðu
kvenna á vinnumarkaðnum sögð-
ust telja að konur hefðu færri tæki-
færi en karlar á vinnumarkaði.
Flestir telja hins vegar að staða
kvenna hafi batnað að undanförnu.
RÚV sagði frá.
Samstarf í sjávarútvegi
Róbert Guð-
flnnsson, stjórn-
arformaður SH,
segist ekki úti-
loka að sam-
vinna geti orðið
milli SH og SÍF
við verksmiðju-
rekstur í Banda-
ríkjunum eftir
sameiningu ÍS og SÍF. Hann segist
viss um að ef menn finni út að fyr-
irtækin hafi hag af slíku þá muni
þessir keppinautar starfa saman.
Morgunblaðið sagði frá.
Varað við niöurskuröi
Á aðalfundi stjómar Samtaka
sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð-
inu var lögð fram ályktun þar sem
varað var við þeim hugmyndum að
fyrirhugaður niðurskurður opin-
berra útgjalda eigi eingöngu að
bitna á höfuðborgarsvæðinu. Mbl.
greindi frá.
Gefnar íslendingasögur
Jón Baldvin Hannibalsson,
sendiherra íslands í Bandaríkjun-
um, aihenti Bill Clinton Banda-
ríkjaforseta eintök af nýrri útgáfu
íslendingasagnanna á ensku sl.
miðvikudag. Jón Baldvin gaf Clint-
on sögumar í tilefni af komu Hill-
ary Rodham Clinton forsetafrúar á
ráöstefnuna Konur og lýðræði, sem
haldin var um helgina hér á ís-
landi. Clinton er sagður mjög
ánægður með gjöfina.
íslenskt-norskt lag
íslenskt-
norskt lag er
komið í úrslit í
norskri sam-
keppni um
aldamótalag.
Það er Jon Kjell
Seljested sem
samdi lagið en
Guðrún Gunnarsdóttir syngur.
Sjónvarpið sagði frá.
Bensínverð lækki
Félag íslenskra bifreiðaeigenda
krefst þess að bensín lækki í verði
í síðasta lagi um næstu mánaðamót
ef heimsmarkaðsverð helst áfram
jafn lágt og eftir síðustu verðlækk-
un. Þeir telja að útskýringar olíufé-
laganna á því af hverju verðlækk-
unin á heimsmarkaði hafl ekki
áhrif hér strax séu ekki sannfær-
andi. Stöð 2 sagði frá. -KJA-HG