Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1999, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 11. OKTÓBER 1999 Fréttir r>v Övissa um pólitíska framtíð Árna Þórs Sigurðssonar: Segir sig úr Al- þýðubandalaginu - Árni misskilur Samfylkinguna, segir Margrét Frímannsdóttir „Samfylkingin er að verða Al- þýðuflokkurinn endurborinn og það var nú ekki leiðangurinn sem ég lagði upp i,“ sagði Árni Þór Sigurðs- son, varaborgarfulltrúi og varaþing- maður, sem boðaði úrsögn sína úr Alþýðubandalaginu á miðstjórnar- fundi flokksins í gær. Árni sagði ákvörðun sína byggja á ágreiningi í mörgum málum og nefnir m.a. utanríkismál, hermálið, Evrópumálin, hernaðaríhlutun NATO í Kosovo, einkavæðingu og umhverfismál. „Öll þjóðin horfir upp á vandræðagang Samfylkingar- innar og hann er engin tilviljun eða byrjunarörðugleikar heldur vantar hana skýra hugmyndafræði." Árni sagði framtíð sína í flokkapólitík óráðna en játaði þó að hafa rætt við félaga í Vinstri hreyf- inguni - grænu framboði. „Margt í stefnuskrá þeirra hugnast mér mjög vel en annað síður,“ sagði hann. Árni sagðist mundu sinna trúnað- arstörfum sínum hjá Reykjavíkur- borg eins og verið hefur. Hann átti hins vegar ekki von á að til þess komi að hann setjist á Alþingi en hann er annar varaþingmaður Sam- fylkingarinnar í Reykjavík. „Mér finnst ólíklegt að það verði látið á það reyna að það þurfi að kalla inn varamann númer tvö.“ Breytir engu „Það er alltaf vont þegar menn yfirgefa Samfylk- inguna en það er verra þegar þeir fara vegna þess að þeir þekkja ekki stefnu þess flokks sem þeir buðu sig fram fyrir,“ sagði Margrét Frímanns- dóttir, formaður Alþýðubandalagsins, um úrsögn Árna, sem hún segir ekki óvænta. „En það kom á óvart að hann setti fram gagnrýni þar sem honum fannst stefnan ekki vera nógu skýr, en þar er um hreinan misskilning af hans hálfu að ræða. Hann beið ekki eftir svörum." Margrét sagði Árna hafa unnið vel innan Alþýðubandalagsins og þakk- aði honum þau störf en sagði brott- hvarf hans enga þýðingu hafa fyrir Samfylkinguna. „Miðstjórnarfundur- inn sendir landsfundi Alþýðubanda- lagsins eindregin skilaboð þess efnis að Alþýðubandalagið gerist aðili að Samfylídngunni og Samfylkingin verði stofnuð sem formlegt stjórn- málaafl sem allra fyrst,“ sagöi Mar- grét. -gar Árni Þór Sigurðsson. , • ■■ h v Margrét Frímannsdóttir. Kjartan í Saurbæ Kjartan Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Sjáifstæðisflokksins, hefur fest kaup á jörðinni Saurbæ á Rauðasandi af Eyrasparisjóði á Patreksfirði en spari- sjóðurinn eignaðist jörðina á uppboði fyrir skemmstu. Heimamenn höfðu gert ráðstafanir og sýnt því áhuga að kaupa jörðina og halda þar áfram búskap þegar Kjartan kom til sögunnar og keypti jörðina. „Kjartan kom hér vestur og eftir þá heimsókn var sparisjóðsstjórinn ekki til viðtals við okkur heimamenn um jarð- arsölu," sagði Mörður Gunnbjömsson, sem hafði falast eftir jörðinni tii ábúðar og kaups. „Mér hefúr verið vel tekið þama í sveitinni og þama hef ég hitt ágætt fólk. Það á eftir að koma á daginn hvort sveitarfélagið nýtir sér forkaups- rétt á jörðinni. Fyrr era kaupin ekki af- staðin," sagði Kjartan Gunnarsson, sem ekki hyggst flytja vestur heldur athuga möguleika á einhvers konar ferða- mannaþjónustu á Rauðasandi. „Mér hef- ur alltaf þótt ákaflega fallegt þama frá því ég kom á Rauðasandinn fyrst,“ sagði Kjartan Gunnarsson. -EIR Harður árekstur varð á mótum Litluhlíðar og Bústaðavegar í fyrradag. Óhappið vildi þannig til að bílarnir voru að fara yfir á Ijósum úr gagnstæðum áttum. Ljósin sýndu grænt fyrir báða bílana og því skullu bílarnir saman. Þrennt slasaðist íToyotu-bílnum, sem er fyrir miðri mynd, og þurfti að flytja fólkið á sjúkrahús. Fólkið í hinum bílnum meidd- ist aðeins lítillega. Erfiðlega gekk að ná fólkinu út úr Toyotunni og þurfti að klippa farþegana út. DV-mynd S Stórhættuleg ekkja ihiÆ mennirnir voru ekki lengur til andsvara var nær- tækt að ætla að ekkjan sjálf og böm hennar bæru ábyrgðina. Tryggingafélaginu var með ósvífnum hætti bent á að það væri ábyrgt fyrir því að skip- inu hafði margoft verið breytt í laumi án þess að ekkjan og yfirvöld siglingamála vissu af því. Skipið hafi þess vegna verið orðið valt. Á þetta var blásið og einhver hélt að það ætti bara við um jeppa að breytingar bæri að tilkynna yfirvöld- um. Ekkjunni hefur margoft verið bent á að skip er ekki jeppi og því eðlilegt að fiktað sé í því á afla kanta. Útgerðin sem hafði um árabil verið að þróa stöðugleikann meö nýjum aðferðum hafnaði því að eiga sök á því að skipið væri nokkuð valt. Auðvitað átti áhöfnin bara að vera betur á verði gegn fikti útgerðarinnar. Undirréttur á ísafirði hafði engan skilning á sjónarmiði lítflmagnans og dæmdi ekkju og börnum fullar bætur. Skilningsleysi ekkjunnar á því að ekki skuli ráðast á tryggingafélög er algjört. Hún gerir sér enga grein fyrir því að ekkjur eiga að syrgja í kyrrþey og þiggja það sem aö þeim er rétt. Að hún skuli voga sér að slá á hönd velgjörðamanna er fáheyrt. Hvað er ekkjan að vflja upp á dekk? Hið fróma tryggingafélag hlýtur að verja heiður sinn og draga hana og börnin fyrir hæstarétt. Réttast væri að hún endurgreiddi hið höfðinglega framlag tryggingafélagsins með dráttarvöxtum svo höfuðstóll þess rýrni ekki. Eðlilegt væri aö hún endurgreiddi einnig blómvöndinn til að fleiri stórhættulegar ekkjur taki ekki upp á því að seilast í sjóði tryggingafélaga. Dagfari Kolbrún Sverrisdótt- ir er ekkja vestur á ísa- firði sem kann sér lítt hóf. Hún hefur um ára- bil barist með ósvífn- um hætti gegn trygg- ingafélagi nokkru sem af rausn hafði þegar greitt henni veglegar bætur vegna sjóslyss sem varð til þess að hún varð ekkja. Trygg- ingafélagið haföi rétt henni hundruð þús- unda króna, og gott ef ekki blómvönd, til að framfleyta sér og nokkrum þörnum sín- um næstu árin. Þessu undi hún ekki og trufl- aði daglegt starf trygg- ingafélagsins með kröf- um um bætur. Starfs- menn hins fróma tryggingafélags urðu að vinna yfirvinnu í leit sinni að bótaþegum til að greiða bætur úr digrum sjóðum sem sliga gjaman rekstur tryggingafélaga og olíufélaga. Hringingar ekkjunnar og lögmanna hennar á dagvinnutíma gerðu því leit að öðrum bótaþeg- um, sem félagið vildi gauka að fjárupphæðum af góðmennsku, erfiða. Svo hátt reis frekja ekkjunn- ar að hún fór með hið fróma tryggingafélag fyrir dómstóla. Þar var henni í nauðvörn bent á að slysið forð- um væri áhöfninni sjálfri að kenna. Þar sem sjó- Of grófar Hillary Rodham Clinton, for- setafrú Bandaríkjanna, var mjög til umræðu um helgina. Á laugar- dagsmorgun var fyrirhugað að fara út í Vestmannaeyjar en ferð- inni var frestað vegna veðurs. Þá vom góð ráð dýr. Var rætt um ýmsa möguleika í stöð- unni, þar á meðal heimsókn á Nesjavelli og í Bláa lónið. Ekk- ert varð þó úr ferð þangað. Einhver kom með uppástungu um að heimsækja Listasafn íslands. í fyrstu fékk sú hugmynd góðan hljómgrunn en þegar betur var að gáð þótti sú hugmynd ekki svo sniðug. Óttuðust sómakærir emb- ættismenn að myndirnar sem nú hanga þar til sýnis væru of grófar fyrir forsetafrúna enda með sterk- um erótískum undirtón... Teygði lopann Eftir hádegi á laugardag lá leið Hillary og fylgdarliðs til Þingvalla. Þar tók séra Heimir Steinsson staðarhaldari á móti mannskapn- um og lýsti því sem fyrir augu bar. Frekar leiðinlegt veður var á Þing- völlum þennan dag, strekkings- vindur með skúr- um. Fæstir voru því búnir undir sérstaklega langa útiveru. Séra Heimir lét sér hins vegar fátt um finnast og hélt langa ræðu um sögu lands og þjóðar. Þegar um 20 mínútur voru liðnar og ekkert lát á orðaflaumi klerks voru margir i hópnum famir að ókyrrast og litu ótt og títt á klukkuna. í ávarpi skömmu síðar þakkaði Hillary fyr- ir móttökurnar og vísaði í ræðu klerks þar sem hún þakkaði fyrir „afar ítarlega" frásögn... Geysihrifin Eitthvað voru starfsmenn for- setafrúarinnar að sífra um það að hún myndi ekki hafa tíma til að vera viðstödd hestasýningu sem fyrirhuguð var á Þingvöllum síðdeg- is á laugardag. Gestgjafar hennar létu slíkar úrtöl- ur sem vind um eyru þjóta. Fylg- ir sögunni að Davíð Oddsson forsætisráð- herra hefði skorist í leikinn með þeim orðum að þetta væri hluti af heimsókninni og þar við sæti. Þegar upp var stað- ið gleymdist allt um tímaþröng. Var Hillary svo hrifin að hún vildi þakka öllum knöpunum með handabandi. Skapaði það óróa meðal öryggisvarða enda knaparnir verið áminntir um að ríða í minnst þriggja metra fjar- lægð frá forsetafrúnni... Reykingar á þingi í kjölfar um- ræðunnar um reykingar á Al- þingi sendi Stefán Aðal- steinsson þess- ar vísur: Reykir á þingi Einar Oddur og eitthvað misskilur velsæmið. í sannleikanum er beiskur broddur: barnanna vá er fordæmið. Halldóri Blöndal heiður ber, heilsu og velferð eflir sá. Kærar færum þakkir þér, að þingið reyklaust verða má. Umsjón: Haukur L. Hauksson Netfang: sandkom @£jf. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.