Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1999, Blaðsíða 12
12
MÁNUDAGUR 11. OKTÓBER 1999
Lesendur________________________
Flugleiðir og SAS
í eina sæng?
- náin samvinna vísar veginn aö sameiningu
r
Verður víðtækt samstarf við SAS til að innlima Flugleiðir í hina norrænu
samsteypu? Að því er látið liggja í bréfinu. - Flugleiðavélar enn á heimavelli
sínum.
Spurningin
Eiga þeir sem keyra á nagla-
dekkjum að borga hærri
skatta en þeir sem aka á
harðkornadekkjum?
Bjarki Már Baxter nemi: Já, tví-
mælalaust.
Jökull Fannar Björnsson iön-
verkamaður: Nei, alls ekki, ég bý
nefnilega úti á landi.
Guðrún Bergþórsdóttir nemi:
Nei, það finnst mér ekki.
Pétur Thors nemi: Nei, það finnst
mér ekki.
Ríkharður Páll Cormier kokka-
nemi: Nei.
Guðrún Gústafsdóttir húsmóðir:
Nei.
K. T. skrifar:
„Flugleiðir ekki að sameinast
SAS“ er fyrirsögn fréttar í Degi sl.
miðvikudag. „Víðtækt samstarf Flug-
leiða og SAS“ segir svo í viðskipta-
dálki DV sama dag. I Morgunblaðinu
má lesa að daginn áður, þ.e. sl.
þriðjudag, hafi hlutabréf í Flugleið-
um hækkað um 10,3%. Þetta síðasta
segir þó eitt og sér að fjárfestum sem
reika á hlutabréfamarkaði megi líkja
við sauðkindur sem hópast þangað
sem jarmað er hæst. Auðvitað er ekk-
ert tilefni til hækkunar á hlutabréf-
um Flugleiöa þótt forráðamenn fé-
lagsins hafi undirritaö samstarfs-
samning við SAS-samsteypuna. Síður
en svo.
Samstarfssamningur Flugleiða við
SAS hefur verið í gildi í ýmsum
myndum í gegnum árin og ekki þótt
ástæða til að sprengja upp verð á
hlutabréfum í Flugleiðum þess
vegna. Hlutabréfaspekúlantar hér
vita ekki baun hvað snýr upp eða
niður á starfsemi Flugleiða. Og alls
ekkert um starfsemi eða afkomuhorf-
ur SAS þessa stundina.
Það er á vitorði allra sem hrærst
hafa í hinum svokallaða ílugbransa á
síðustu áratugu að þeir SAS-menn,
svo og ráðherrar á Norðurlöndunum,
hafa sífellt þrýst á forráðamenn ís-
lensku flugfélaganna, bæði fyrir og
eftir sameiningu þeirra að sameinast
SAS. Ykkur er ekkert vandara en
okkur að vera í SAS-samsteypunni,
hafa þeir sagt. En íslendingar þráuð-
ust við. Sérstaklega átti það við um
Guðrún Guðmundsdóttir skrifar:
Ég vil byrja á því að lýsa ánægju
minni með lesendasíðu DV. Hún er
fyrir okkur, og það ansi mörg, sem
ekki getum skrifað heila grein.
Nýlega las ég eina slíka grein.
Hún var frá manni sem ég asnaðist
til að kjósa í prófkjöri og kosning-
um, Árna Þór Sigurðsson. Hann hef-
ur nú bæst í hóp þeirra sem vilja
níða niður Samfylkinguna og for-
mann hennar. Hann ber fyrir sig
Hafdís Kristjánsdóttir skrifar:
Vegna mjög einhliða og furðu-
legrar umfjöllunar í fjölmiðlum
undanfarnar vikur um atvinnumál
á Ólafsfirði finnst mér rétt að koma
á framfæri fleiri sjónarmiðum í þá
umfjöllun.
Á Ólafsfirði eru t.d. starfandi
nokkur fyrirtæki, önnur en Sæunn
Axels ehf. Sum þessara fyrirtækja
búa við það að hafa ekki nóg starfs-
fólk. Leitað hefur verið eftir at-
vinnuleyfum fyrir erlenda starfs-
menn þar sem ekki hefur verið
hægt að fá starfsfólk hér á Ólafsfirði
en beiðni um það synjað. Sumt af
núverandi starfsfólki Sæunnar Ax-
els mun vera erlent og meö uppsögn
þess missir það atvinnuleyfi sitt.
Auðvitað er það alvarlegt mál er
fyrirtæki segja upp starfsfólki en
ekki getur það taiist íbúum Ólafs-
fjaröar til hagsbóta að öll umræða sé
á þann veg að verði ekki komið fyr-
irtækinu Sæunni Axels ehf. til að-
stoðar þá sé ekkert nema svartnætti
fram undan hjá íbúum bæjarins.
Þá finnst mér aðkoma verkalýðs-
félagsins Einingar-Iðju vera nokk-
þá Loftleiðamenn, sem ætluðu sér að
annað og merkilegra hlutverk en að
ganga á mála hjá SAS, þótt forlögin
tækju í taumana síðar (les: íslenskir
ráðherrar) með fyrirskipun um sam-
einingu Flugfélags íslands og Loft-
leiða.
Að sameiningunni afstaðinni hef-
ur samvinna, náin eða laustengd,
alltaf verið uppi á borðinu og birst í
ýmsum myndum (t.d. sölukerfí, far-
gjaldauppbyggingu á Norðurlanda-
leiðunum, viðhaldi flugvéla o.fl.). Það
hefur alltaf legið í loftinu að SAS
myndi knýja á um enn nánara sam-
málefni eins og umhverfismál og
einkavæðingu. Þessi maður hefur
ekki verið til fyrirmyndar í þessum
málaflokkum í Reykjavík. Það vita
allir.
Eða þá í utanríkismálunum?
Hann kom á vinnustað minn fyrir
kosningar í vor og það stóð ekki í
honum þegar hann var að kynna
stefnu Samfylkingarinnar, enda er
hún góð. Svona hræsni á ekki að
líða neinum stjórnmálamanni sem
uð furðuleg. Ef ástandið er eins al-
varlegt og um hefur verið rætt þá
spyr ég: Hvers vegna hefur verka-.
lýðsfélagið ekki kannað hve margir
af starfsmönnum Sæunnar Axels
ehf. gætu fengið starf hjá öðrum
fyrirtækjum á Ólafsfírði? Mér er
kunnugt um að það hefur ekki ver-
ið gert.
starf við Flugleiðir, ekki sist með til-
liti til hins vel uppbyggða leiðakerfís
til Bandarikjanna, allt frá dögum
Loftleiða hf.
Nú hefur „víðtækt" samstarf verið
undirritað milli Flugleiða og SAS
sem er stór áfangi fyrir það síðar-
nefnda og það vísar veginn að sam-
einingu félaganna tveggja þegar
heppilegt þykir að gera það heyrin-
kunnugt. íslendingum hélst ekki á
tveimur íslenskum flugfélögum í
reglubundnu millilandaflugi. Þeim
virðist heldur ekki ætla að takast að
halda úti einu slíku.
vill eða þykist vilja vera ábyrgur.
Samfylkingin er og verður stórt
skref í þá veru sem okkur, launa-
fólk, hefur dreymt um, flokk sem
berst fyrir réttlæti til handa okkur í
verkalýðshreyfingunni. Menn eins
og Ögmundur Jónasson og Stein-
grímur J. Sigfússon geta ekki kom-
ið í veg fyrir framgang Samfylking-
arinnar þótt þeir hafi tiltæka skó-
sveina á öllum vígstöðvum.
Á Ólafsfirði er ástandið svipað
og í allflestum sjávarplássum allt í
kringum landið, þ.e. það er mikið
byggt á fiskveiðum og vinnslu í
landi. En með óbreyttu kvótakerfi
er framtíöin mjög óljós og óviss.
Ég skora á fjölmiðla að fara ofan
í þessi mál og kynna sér ástandið
hér, sem og víðar á landinu.
Reykjavík -
Egilsstaðir
Soffía Björnsdóttir hringdi:
Ég vil þakka Kristleifi Þorsteinssyni
á Húsafelli fyrir skrif í lesendadálki í
DV sl. miðvikudag undir fyrirsögninni
„Framtiðarhöfuðborg íslands" og átti
hann þar við uppbyggingu hinna veð-
ursælu Egilsstaða, með Reyðarfjörð og
Seyðisfiörð sem hafnarbæi höfuðborg-
arinnar nýju. Þetta er engan veginn
fráleit hugmynd og verðug til skoðun-
ar. Þetta myndi ýta undir samgöngu-
bætur og verulega breytta áherslu á
uppbyggingu á öðru svæði en suðvest-
urhorni landsins. Styttra til Evrópu,
veðursælla og fallegra svæði þama
eystra en víðast annars staðar. Hvað er
svo að því að skipta um höfuðborg.
Dæmi eru fyrir því frá öðrum löndum,
m.a. BrasUíu og Þýskalandi.
Sofandi Vegagerð
Sárreiður vegfarandi hringdi:
Ég er staddur hér uppi á HeUisheiði
snemma morguns. Hér hefur fryst
skyndUega og ökumenn varast ekki
þessi breyttu akstursskUyrði. Hér hef-
ur orðið eitt stórslys og minni háttar
óhöpp sem eiga eftir að kosta bíleig-
endur talsvert fé. Almenningur sem
verður var við hættuleg skUyrði í um-
ferðinni hringir auðvitað í Vegagerð-
ina *tU að láta vita af þeim aðstæðum
sem hafa skapast og þaö gerði ég. Ég
hringdi úr GSM-símanmn í 118, upplýs-
ingar, og bað um beint samband við
Vegagerðina. Þar fékk ég ekki annað
en símsvara. Enginn vaktmaður virð-
ist vera hjá fyrirtækinu. Lögreglan á
slysstað sagði að ég hefði átt að hringja
í þá. Það kann að vera rétt. Þegar ég
hringi í DV er klukkan rúmlega hálf-
níu að morgni fimmtudags. Ljótt slys
hefur orðið og útafkeyrslur. En Vega-
gerðin er ekki komin á staðinn. Enda
hefur skrifstofa hennar enn ekki verið
opnaö. Mér blöskrar þetta.
Barnafólk
í Kópavogi
Reynir og Annabelle skrifa:
Við hjónin erum bæöi útivinnandi
og sóttum um heUsdags leikskólapláss
fyrir strákinn okkar þann 19. sept.
1997, þ.e. fyrir tveimur árum. Þá var
talað um að hann kæmist ekki að fyrr
en í fyrsta lagi eftir eitt ár. Okkur
óraöi hins vegar ekki fyrir því, að nú,
tveimur árum síðar, væri svarið enn
það sama, hugsanlega ekki fyrr en eft-
ir eitt ár! Þá er strákurinn orðinn langt
genginn á fimmta ár. Fæddur í aprU
1996. Hefðum við verið látin vita að það
væri ekki um heilsdagspláss að ræða
fyrr en eftir 3 ár, hefðum við aldrei
keypt íbúð í Kópavogi.
íbúðaverð og vaxta-
hækkanir
H.P.Ó. skrifar:
íbúðaverð fer enn hækkandi á höfuð-
borgarsvæðinu, og mest í Reykjavík
sjálfri. Tölur sem heyrast eru að mínu
mati fáránlegar, hvemig sem á málið
er litið. Ekki síst fyrir þá sök að Uestir
þurfa meiri eða minni lán tU að fjár-
magna kaupiii. Oftast í meiri mæli.
Vextir fara hækkandi og hver maður
getur séð hvernig kaupendum reiðir af
sem byggja viðskiptin á lánum aö stór-
um hluta. Rétt sama hvaða lán er um
að ræða. Vextir ásamt verðbótum og
kostnaöi verða einfaldlega drápsklytjar
áöur en lýkur. Ég spái þvi skyndUegri
lækkun íbúðaverðs í öndverðu nýs árs
og hruni í einstökum geirum viðskipta-
lífsins. Það verður áfaU fyrir marga.
Fyrstir með
útrýmingarbúðir
Vilhjálmur Alfreðsson skrifar:
Hinn 3. okt. sl. sýndi Sjónvarpið
prýðUega mynd sem hét Ungir man-
ræningjar (kanadísk íjölskyldumynd
frá árinu 1993). Þarna var m.a. fjallaö
um ágreining Breta og HoUendinga í
Nova Scotia vegna Búastríðsins í Suð-
ur-Afríku. Framkoma Breta gagnvart
Búum er sifeUt óskrUúð saga varðandi
eitt og annað. Margir halda t.d. að Þjóð-
verjar hafi fyrstir komið á fót útrým-
ingarbúðum en svo er ekki. Það voru
reyndar Bretar i Búastríðinu þar sem
þúsundir Búa, þ. á m. gamalmenni,
konur og börn dóu. Fróðlegt væri ef
fræðimenn hér gætu upplýst frekar um
þessi mál.
Þeir níða niður Samfýlkinguna
Staðreyndir um Ólafsfjörð
Á Ólafsfirði er ástandið svipað og í allflestum sjávarplássum allt í kringum
landið en með óbreyttu kvótakerfi er framtíðin mjög óljós og óviss. - Grillað
á Ólafsfirði.