Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1999, Blaðsíða 18
i8 menning
^ 'ér
er ég og þú pú
Frankie og Johnny nema nýtt land á einni nóttu. Halldóra Björnsdóttir og Kjartan Guð-
jónsson í hlutverkum sínum. DV-mynd Teitur
Leikritið um Frankie
og Johnny sem margir
kannast við úr vinsælli
bandarískri kvikmynd
með sama nafni er hvers-
dagsraunsæi af því tagi
sem vinsælast var á átt-
unda áratugnum en það
er líka klassískt leikrit
að því leyti að það er
hnitmiðað í tíma og
rúmi. Eins og það er sett
upp í Iðnó gerist það allt
á einni nóttu í kjallaraí-
búð Frankie, sem er
gengilbeina, og félagi
hennar þessa nótt er nýi
kokkurinn á veitingahús-
inu þar sem hún vinnur,
Johnny. Með nafngift-
inni vísar höfundur í vel
þekkt dægurlag sem seg-
ir frá ástríðufullri konu
sem skaut ástmann sinn
til bana þegar hún kom
að honum með annarri.
Á þennan einfalda hátt
nær höfundur aukavidd í
verk sitt, áhorfendur eru
fyrirfram á varðbergi:
Skyldi saga þessara
elskenda líka enda
hörmulega?
Leikritið er líka sígilt
að því leyti að það er
virkilega vel skrifað og
afhjúpar með markvissum samtölum innri
mann persónanna og þaulvanir áhorfendur
púsla brotunum saman: Lifsbraut Frankie
hefur legið niður á við síðan hún sló í gegn
sem Ricci í Grease í menntaskóla. Hún lauk
aldrei menntaskólanámi, hefur enga starfs-
menntun heldur og lægst stóð lukka hennar
í sambúð með ofbeldisfullum karlmanni.
Hún er hvekkt en dylur sársaukann með
töffaraskap. Johnny hefur meira sjálfstraust,
enda hefur hann fengið nokkra menntun og
hefur yndi af að vitna í Shakespeare. Munur-
inn á þeim kemur fram í tali þeirra, hann
vandar mál sitt meira en hún, eins og vel
heyrist i þjálli og skemmtilegri þýðingu
Kristjáns Þórðar Hrafnssonar.
Einkenni á báðum er þó metnaðarleysi;
þau lifa frá degi til dags. Steinn Steinarr
hefði orðað það svo að þau væru „ekki til“.
En höfundinum þykir vænt um þessi reköld,
Leiklist
Silja Aðalsteinsdóttir
og þessa nótt fylgjast áhorfendur af vaxandi
áhuga með því þegar persónur þeirra skap-
ast á sviðinu. Samskipti þeirra ganga í gegn-
um nokkur stig meðan nóttin líður, frá
ástríðu yfir í fálmkennda könnun á persónu
hins; þau verða pirruð og reið af því það er
svo erfltt að vera einlæg, þau láta reyna á
vald sitt yfir hinu, þau eru næstum því skil-
in, þau leita utanaðkomandi hjálpar og þau
ramba hægt og hægt á ákveðnar lausnir.
Smám saman fær maður á tilfinninguna að
þó að leikritið gerist á einni nóttu sé höfund-
ur í raun og veru að sýna okkur alla ævi
þeirra þaðan í frá.
Þannig reynist leik-
ritið luma á töluverðri
dýpt sem leikstjóri og
leikendur nýttu sér
vel. Það lá ekki í aug-
um uppi að fá Viðar
Eggertsson til að stýra
verki af þessu tagi en
hann stillir sig að
mestu um að gera á
því tilraunir sem
hefðu getað skemmt
það. Afar vel til fundið
var að fá Halldóru
Björnsdóttur til að
leika Frankie. Hún
passar vel við setning-
arnar sem falla um
persónuna í verkinu
vegna þess hvað hún
er falleg, auk þess nýt-
ur hún þess að túlka
þessa persónu sem gef-
ur henni tækifæri til
að sýna aðrar hliðar á
hæfileikum sínum en
hún er vön. Kjartan
Guðjónsson tekur ekki
eins mikið á í hlut-
verki Johnnys og
mætti kannski vanda
sig meira við að vera
ástleitinn sjarmör; en
yfirleitt var samleikur
þeirra sannfærandi.
Eini vondi gallinn á uppsetningunni er
sviðið. Herbergi Frankie, lagt skítugum flís-
um, minnir einna helst á óþrifalegt slátur-
hús. Þarna troða leikstjóri og leikmynda-
hönnuður alltof einfaldaðri táknmynd af lífi
hennar upp á áhorfendur um leið og sviðs-
myndin rýfur raunsæi verksins óþægilega.
Frankie og Johnny er ákaflega þakklátt verk
eins og fleiri sem sett hafa verið upp í Iðnó,
og sýningin hefur alla burði til að ganga vel.
Mér finnst í ljósi þess að það ætti að breyta
sviðsmyndinni.
Iðnó sýnir: Frankie og Johnny
eftir Terrence McNally
Þýðing: Kristján Þórður Hrafnsson
Leikmynd og búningar: Jórunn Ragnars-
dóttir
Lýsing: Kjartan Þórisson
Leikstjóri: Viðar Eggertsson
IBBY-samtökin tilkynna hver keppir af íslands hálfu um H.C. Andersens-verðlaunin:
Magnea tilnefnd
Fyrir helgi var ákveðið í íslandsdeild
IBBY-samtakanna hvaða barnabókahöfund-
ur verður tilnefndur til alþjóðlegu bama-
bókaverðlaunanna sem kennd eru við
danska ævintýraskáldið H.C. Andersen. Þau
eru veitt fyrir listrænan feril og eru þekkt-
ustu og virtustu verðlaun sem veitt eru fyrir
bama- og unglingabækur í heiminum. Meðal
þekktra rithöfúnda sem hafa fengið þau em
Astrid Lindgren, Tormod
Haugen og Annie G. Schmidt.
Markmið IBBY-samtakanna er
að kynna framúrskarandi bama-
bækur og em aðildarlönd orðin
63 talsins, en aðeins 30 lönd til-
nefna höfunda til verðlaunanna
að þessu sinni.
íslensku dómnefndina skip-
uðu Margrét Gunnarsdóttir
kennari, Kristín Viðarsdóttir
bókmenntafræðingur og Kristín
Ragna Gunnarsdóttir teiknari.
Niðurst^iða þeirra varð sú að til-
nefna tvær konur, Magneu
Magnúsdóttur frá Kleifum fyrir
höfundarferil sinn og Áslaugu
Jónsdóttur fyrir myndlistarferil,
en hún hefur samið og myndskreytt nokkrar
bamabækur sem hafa vakið mikla athygli
fyrir frumlegt efni og fagurt handbragð. Þá
vom þrjár bækur tilnefndar á heiðurslista
samtakanna, Návígi á hvalaslóð eftir Elías
Snæland Jónsson, Málfríður og tölvu-
skrímslið eftir Sigrúnu Eldjám og þýðing
Kristínar Thorlacius á Indíánanum í skápn-
um eftir Lynne Reid Banks.
Börnin hennar Magneu
Magneu frá Kleifum þekkja íslenskir bóka-
ormar á öllum aldri, svo lengi hefur hún ver-
ið að. Á sjöunda áratugnum lágu stelpur hug-
fangnar yfir bókaflokknum um hrokkin-
hærða villiköttinn Hönnu Maríu, svo komu
skemmtilegu bækurnar um krakkana í
Krummavík, yndislegu bækumar um Tobías
og Tinnu og loks hinar makalausu sögur um
Sossu sem ýmist er sólskinsbarn eða lítil
skessa. Eflaust hafa síðastnefndu bækumar
ráðið miklu um tilnefninguna nú. Þær urðu
fjórar og lauk flokknum með bókinni Sossa
sönn hetja síðastliðið haust. Sossubækurnar
gerast norður á Ströndum í upphafi aldarinn-
ar. Þær lýsa harðneskjulegri lífsbaráttu við
ysta haf en eru um leið svo auðugar af mann-
gæsku og kímni að þær laöa að sér lesendur
sem gætu búið á annarri plánetu, svo ólíkt er
líf þeirra lífi Sossu.
Iðunn Steinsdóttir rithöfundur, formaður
íslandsdeildar IBBY-samtakanna, sagði að
þetta væri í fjórða sinn sem íslenskur höfund-
ur væri tilnefndur til H.C. Andersens verð-
launanna og tilnefningin væri um leið um-
talsverð kynning á höfundinum. „Við sendum
dómnefndinni sem í situr fólk víðs vegar um
heiminn ítarlegar upplýs-
ingar um höfundinn, bæk-
ur hans, þýðingar ef til era
eða þýdda útdrætti úr bók-
um hans. Þó að hann fái
ekki verðlaunin sjálf þá
verður fjallað um verk
hans í myndaiTegu tímariti
samtakanna sem fer víða,
bækurnar fara á sýningu
sem verður sett upp meðal
annars á alþjóðlegu bóka-
sýningunni i Bologna og
ferðast svo til margra
landa, og athugulir útgef-
endur fylgjast vel með höf-
undum sem komast á lista
yfir svo hátt skrifaða
barnabókahöfunda. Þar með ætti að vera auð-
veldara að fá útgefendur erlendis ef menn
fylgja tilnefhingunum eftir.“
H.C. Andersens-verðlaunin era veitt annað
hvert ár í tengslum við heimsþing IBBY-sam-
takanna. Það verður næst haldið í Cartagena
de Indias í Colombíu eftir tæpt ár eða i sept-
ember 2000.
Formaður íslandsdeildar IBBY, Iðunn Steinsdóttir rithöfundur, lengst til
vinstri, ásamt Áslaugu, Magneu, Kristínu, Sigrúnu og Elíasi.
MÁNUDAGUR 11. OKTÓBER 1999
í leit að konungi
Það er gaman að geta sagt frá því að fræði-
Ármanns Jakobssonar, bókmenntagagn-
rýnanda DV, í leit að konungi,
sem kom út 1997, hefur fengið
glæsilega umfiöllun í erlendum
tímaritum. Theodore M. And-
ersson, forseti Miðaldaakadem-
íunnar í Bandaríkjunum, segir
um bókina i Joumal of English
and Germanic Philology að
hún sé auðug að fróðleik og
svo frumleg að það sé beinlínis
dramatiskt! „Þetta er fyrsta rannsóknin sem
reynir að sýna fram á að bókmenntagreinin
konungasögur sé ein og samhangandi i stíl
og hugmyndafræði," segir Andersson.
„Markmið Ármanns er að sýna að í þeim séu
hugmyndir um konungdóm sem sameigin-
legar séu allri Evrópu á þeim tima.“ Sjálfur
er Andersson ekki alveg á línu Ármanns,
kýs ffernur að líta á konunga sagnanna sem
ólíka einstaklinga sem séu jafnvel fremur
andstæður en hliðstæður en hann metur þó
rannsóknina mikils vegna þess hve skipu-
lega Ármann ber verkin saman. Sérstaklega
þakklátur er Andersson fyrir greiningu Ár-
manns á Morkinskinnu sem hann segir að
hafi verið vanrækt ffarn til þessa.
Stefán áfram
Ástæða er líka til að óska Stefáni Baldurs-
syni þjóðleikhússtjóra til hamingju með nýtt
fimm ára ráðningartímabil í Þjóðleikhús-
inu. Á móti honum sóttu um embættið með-
al annarra Guðjón Pedersen og Viðar Egg-
ertsson sem báðir hafa reynslu af að reka
leikhús, en vissulega vora bæði Frú Emilía
og Egg-leikhúsið ansi miklu minni um sig
en Þjóðleikhúsið. Aðrir aðilar sem hefðu
getað keppt í alvöra við Stefán um embætt-
ið, til dæmis Kjartan Ragnarsson, Jón Viðar
Jónsson, Þórhildur Þorleifsdóttir og
Baltasar Kormákur, sóttu ekki um. Bendir
það til þess að mat manna hafi veriö að Stef-
án væri sjálfkjörinn að
þessu sinni, enda fimm-
tugsafmæli leikhússins
ffamundan og betra að
hafa vanan mann undir
stýri.
Hins vegar má líka
benda á að sú regla sem
hefur verið að ryðja sér
til rúms hér á landi í
samræmi við siði erlendis að veita toppemb-
ætti í lista- og menningargeiranum aðeins
til ákveðins tíma, átta til tfu ára, hefur
breytt svipmóti íslensks samfélags til hins
betra - ekki síst vegna þess að hún hefur
smitað út frá sér til hópa sem ekki era ráðn-
ir með neinum slíkum skilmálum. Miklu
meiri hreyfmg er á fólki, hugmyndir og
kraftar nýtast betur og mun meiri og betri
spenna er á þessum vettvangi. Spenna er
alltaf til bóta.
Ljóðabækurnar í ár
Minna hefur farið fyrir slúðri af ljóðabók-
um en skáldsögum og ævisögum á menning-
arsíðu til þessa en nú verður gerð bragarbót
á. Þegar era komnar út nokkrar ljóðabækur
á árinu, þeirra á meðal Hugarfiallið eftir
Gyrði Elíasson, en meðal þeirra sem við eig-
um í vændum er ljóðabókin Hugástir eftir
Steinunni Sigurðardóttur (á mynd) sem ekki
hefur sent frá sér slíka í átta ár. í ár era ná-
kvæmlega þrír áratugir síðan Sifellur komu
út, sú sjarmerandi ljóðabók sem undir eins
vakti athygli á Steinunni sem skemmtilegu
og óvæntu skáldi. Annar úr hópi „listaskáld-
anna vondu“, Sigurður Páls-
son, gefur út bókina Ljóðtíma-
skyn og má mikið vera ef þar
er ekki upphaf að nýjum þrí-
leik - nýjum ljóðtíma.
Sigurður kemur út hjá For-
laginu sem virðist ætla að
verða afkastamest í útgáfu á
nýjum ljóðabókum í ár því þar
er þegar komin út bók eftir
Sindra Freysson og í viðbót koma bækur eft-
ir Jónas Þorbjarnarson og Sigurbjörgu Þrast-
ardóttur. Mál og menning gefur Arthúr
Björgvin Bollason út auk Gyrðis og Stein-
unnar en þar á bæ era menn líka drjúgir í
endurútgáfú því heildarútgáfa kvæða Jóns
Helgasonar er komin út og von er á Þorpinu
eftir Jón úr Vör með teikningum Kjartans
Guðjónssonar og úrvali úr ljóðum Elíasar
Marar sem heitir því viðeigandi nafni Mar-
arbárur. Hjá Hörpuútgáfunni kemur út önn-
ur ljóðabók Inga Steinars Gunnlaugssonar
og frá Bjarti kemur Myrkrið kringum
ljósastaurana eftir Óskar Áma Óskarsson.