Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1999, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 11. OKTÓBER 1999
17
Fréttir
Misræmi i skattalegri meðferö dagpeninga:
Flugliðar fá frádrátt
- en aðrir ekkert
Brunavarnir
bættar
DVi Hólmavik:
Nýlega var gengið frá samningi
um fulla aðild Broddaneshrepps að
slökkviliði Hólmavíkur- og Kirkju-
bólshrepps. Er þar með fengin nið-
urstaða til frambúðar um hvernig
brunavörnum verði best fyrirkomið
á þessu svæði en nokkur undanfar-
in ár hafa skoðanaskipti farið fram
á milli sveitarstjórnar Broddanes-
hrepps og fulltrúa hinna sveitarfé-
laganna um þau mál.
Nokkuð góður slökkvibúnaður er
til staðar á Hólmavík og nýkomin er
þangað slökkvibifreið með margs
konar nauðsynjabúnaði sem ekki
var til staðar í bifreið þeirri sem
fyrir var. Slökkvibúnaður verður
framvegis staðsettur á Broddanesi
en þar er til staðar hentugt húsnæði
í eigu sveitarfélagsins sem meðal
annars getur hýst slökkvibifreið og
fleira sem brunavömum tilheyrir.
-Guðfinnur
Hraðkaup frestar
DVt Ólafsfirði:
Hraðkaup hefur frestað því til
áramóta til taka við rekstri verslun-
arinnar Valbergs ehf. í Ólafsfirði.
Fyrirhugað hafði verið að Hrað-
kaup tæki yfir reksturinn nú um
mánaðamótin. Frá þessu var greint
og starfsfólki tilkynnt síðastliðinn
föstudag. Frestunin kemur til vegna
tímaskorts fyrir undirbúninginn.
Hraðkaup er innan Baugs-versl-
unarveldisins og hefur keypt versl-
un Valbergs við Aðalgötu. -HJ
segir fyrrverandi starfsmaður ÍS á Kamtsjatka
Fólk sem vinnur hjá islenskum
fyrirtækjum utan landsteinanna
virðist ekki njóta sömu velvildar
skattayfírvalda eftir því hvort starf-
að er hjá Flugleiðum eða einhverju
öðru fyrirtæki. Þetta telja þeir ís-
lensku sjómenn sem á sínum tíma
störfuðu fyrir íslenskar sjávarafurð-
ir á Kamtsjatka. Þeim hefur verið
gert að greiða skatta af dagpening-
um sem borgaðir voru vegna úti-
vistarinnar sem hverjum öðrum
launatekjum. „Aðalrökin fyrir því
að skattleggja okkar dagpeninga en
ekki dagpeninga þeirra sem starfa
um borð í flugvélum Flugleiða virð-
ast vera þau að okkar venjulegi
vinnustaður hafi verið á
Kamtsjatka en flugliðanna um borð
í flugvélum. Við spyrjum hvers
vegna flugliðar, sem eru á sínum
venjulega vinnustað um borð í flug-
vélum, séu skattfrjálsir," segir Öm
Gunnlaugsson í samtali við DV.
Fyrrverandi starfsmenn ís-
lenskra sjávarafurða á Kamtsjatka
hafa stefht ríkinu vegna dagpen-
ingamáls eins starfsmannanna og
íslenskum sjávarafurðum til vara.
En til að fá jafnframt fram skýr svör
rikisskattstjóraembættisins um
hvert vinnulag skattayfirvalda sé í
þessum málum hefur Örn Gunn-
laugsson stofnað kaupskipaútgerð-
arfélag sem hyggst gera út flutn-
ingaskip frá Kýpur og ráða á skipið
íslenska áhöfn. Um borð í skipinu
verður sjálfstæður rekstraraðili
sem rekur mötuneyti og íbúðir.
Skipverjum verða greiddir dagpen-
ingar en kaupa fæði og gistingu um
borð af rekstraraðilanum.
Öm Gunnlaugsson óskaði eftir
forúrskurði ríkisskattstjóra um
skattalega meðferð á dagpeningum
skipshafnarinnar í þessu ljósi og
hvort skipverjum verði heimilt að
telja fæðis- og gistikostnaðinn um
borð fram sem kostnað á móti dag-
peningum. Urskurður ríkisskatt-
stjpra í þessu máli er í stuttu máli
sá að það sé ekki heimilt af þeirri
meginástæðu að skipið sé hinn
venjulegi vinnustaður. Skiptir það
sköpum hvort farið flýgur um loftið
eða siglir á sjónurn?" segir Öm í
samtali við DV og segir mótsögnina
hjá rikisskattsstjóra augljósa. Um sé
að ræða mismunun sem hljóti að
vera brot gegn jafnræðisreglu
stjórnarskrárinnar. -SÁ
Listamenn hafa nú tekið upp þann sið síðan á síðasta ári að flytja verk sín á
Lækjartorgi til heiðurs og varnar óspjölluðu hálendi. Hér les Þorsteinn frá
Hamri Ijóð sín fyrir vegfarendur.