Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1999, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 11. OKTÓBER 1999 31 E>V Fréttir Eigin orka viö nyrsta haf: Mun skila okkur gulli - segir verkstjóri hitaveituframkvæmda á Drangsnesi DV, Ströndum: „Ef kerfið hefur tekist vel og verður viðhaldsfritt næstu árin kemur það til með að skila okkur gulli,“ segir Óskar Torfason, vél- stjóri á Drangsnesi, í samtali við fréttaritara DV. í vetur munu Drangsnesingar oma sér við inn- lendan orkugjafa, eigin hitaveitu. Tíu sinnum meira en þörf er á Fyrir tveimur árum var hitaveita lögð í tvö hús á Drangsnesi, grunn- skólann og frystihúsið, eftir að bor- hola í miðju kauptúninu skilaði 13,3 sekúndulítrum af tæplega 60 gráða heitu vatni. Hafði þá verið borað niður á rúmlega 130 metra dýpi. Sumarið 1998 var bomð vinnsluhola sem gefur 40 sekúndulítra af rúm- lega 60 gráðu heitu vatni, en ætla má að það vatnsmagn nægi fyrir tíu sinnum stærri byggð en nú er á Drangsnesi. Framkvæmdir við lögn hitaveitu í öll hús á staðnum hófust í júní- mánuði siðastliðnum og á dögunum skrúfaði Óskar Torfason, vélstjóri og yfirmaður þessara framkvæmda, frá krana og streymdi þá heitt vatn inn í síðasta hluta kauptúnsins, Grandargötuna. Heimamenn hafa einir borið hita og þunga þessara framkvæmda og hafa mest 8 menn verið að störfum samtímis í sumar að sögn Óskars. Hann segir að miklu hafi verið umturnað. Götur, húsagarðar og lóðir, allt var þetta sundurskorið, en íbúamir hafa sýnt mikið umburðarlyndi og gera enn. Nú hillir undir lokin og segir Óskar að það séu vissulega spennandi og ánægjulegir tímar. Það er ekki aðeins að hvert hús á Drangsnesi verði hitað með eigin orku. Affallsvatnið, sem ætla má að verði 20 til 25 gráða heitt, verður notað til ýmissa hluta, til dæmis til að hita upp plön við íbúðarhús, körfuboltavöll og sundlaug, sem kemur von bráðar. Síðastliðið haust var byggt 50 fer- metra gróðurhús og var Arnlín Óla- dóttir, skógfræðingur á Bakka, inn- an handar við plöntuval. Þaðan voru borin lífmikil blóm inn á heimili Drangsnesinga við vorkom- una. Kostnaður sem sveitarfélagið ber er allnokkur, en lánafyrirgreiðslu að upphæð 5 milljónir króna veitti Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjarhönnun hf. hefur verið innan handar við hönnum og ráðgjöf við framkvæmdimar. -Guðfinnur Óskar Torfason skrúfaði frá krana, og þar með voru öll hús á Drangs- nesi búin að fá heitt vatn. DV-myndir Guðfinnur Myndatökuverð hækkar 1. nóvember. Óbreytt verð út október. Ljósmyndaramir em meðlimir í FÍFL. Ljósmyndastofan Mynd, sími 565 4207. Ljósmyndastofa Kópavogs, sími 554 3020. hlýrstíU þivgindij'yrir þig' fyrir heimilid... á þœgilcgu verdi! Eldhúsbord+stólar Stækkanlegt eldhúsborð, fáanlegt f bláu og grænu. Sófasett 3+1 + 1 9*\, * ^ Klœtt með alcantate áklæðiJ Litír: Brúnt og S blátt. i r \ Verö stgr. kr. ifrábært vorð! Á ■ 142.500. Viderumeinnigá Egilsstödum, Mldvangl 5-7 S. 471 2954 Bordstofusett Sérlega glæsileg spænsk borðstofusett á frábæru verði. Verð stgr. þœgindi fyrir þig! I Opið virka daga frá ki. 10-18 og laugardaga frá kl. 11-16 Borð + 6 ftólar Þorbjörn Valur Þórðarson gröfumaður að vinna við síðustu metrana í hita- veitulögninni. Frábsenrj* %% að ei9in va" ■Yegund'. 0rekka HOFÐATUN 12-105 REYKJAVIK - SIMAR 552-6200 / 552- 5757 Vísir að leikskóla í sveit ^ SER-HUSGOGN DV, Skagafiröi: Fyrir nokkru hófst vísir að leik- skólastarfsemi í Fljótum í Skaga- firði, í húsnæði barnaskólans á Sólgörðum. Þar annast Sigurlaug Rún Brynleifsdóttir um 6 krakka, 1-4 ára, fjóra daga vikunnar. Næsta sumar verða hugsanlega fleiri börn í gæslu. Þarna er blanda af dagvist og gæsluvelli í sveit. Það er sveitarfélagið Skaga- fjörður sem stendur að rekstri leikskólans. Leikskólanum var hmndið af stokkunum vegna eindreginna til- mæla nokkurra foreldra í Fijótum. Þar em nokkur börn á leikskóla- aldri og viðast aðeins eitt barn á heimili. Með þessu gefst krökkun- um kostur á að hitta jafnaldra sína mun oftar en áður, auk þess sem foreldrar eru ekki bundnir yfir ung- viðinu allan daginn. -ÖÞ Sigurlaug Rún Brynleifsdóttir með unga Skagfirðinga á Sólgörðum, Guð- nýju Erlu, Hafrúnu, Kristin Samúel, Rebekku Heklu, Þórgný og Önnu Guð- rúnu. DV-mynd Örn <J&S bílaleiga ehf. gtýsir haustsölu á nokkrum bflUm t Dodge Ram 1500 '97, 318 bensínvél, ssk., rauður, 4x4. Verð 1.980 þús. Plymouth Voyager '93, grænn, 4x4, ssk., 3,3 vél, ekinn 148 þús. km. Verð 1.180 þús. Ford 150 '97, rauður, 4x4, vél 4,6, 8 cyl., ek. 61 þús. km, 3 dyra. Verð 1.890 þús. J&S bílaleiga ehf. Smiðjuvegi 1, Kópavogi, sími 564 6000.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.