Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1999, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 11. OKTÓBER 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aöstoöarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Frábær frammistaða Frammistaða íslenska landsliðsins í undankeppni Evr- ópukeppni landsliða í knattspyrnu hefur farið langt fram úr öllum vonum og raunhæfum væntingum. Fyrir rúmu ári var það fjarlægur draumur að íslenska landsliðið gæti veitt bestu liðum heims mótspyrnu. Enginn, nema þá Guðjón Þórðarson landsliðsþjálfari, hafði trú á því að ísland gæti staðið upp í hárinu á heimsmeisturum Frakka í knattspyrnu. Fyrir rúmu ári sótti franska landsliðið, þá nýkrýndir heimsmeistarar í knattspyrnu, okkur íslendinga heim. Þá var tónninn gefinn fyrir framhaldið. Jafntefli við heimsmeistarana vakti athygli um allan heim meðal áhugamanna í knattspyrnu. Framhaldið þekkja allir og nú á laugardag var stór dagur í sögu íslenskrar knatt- spyrnu þegar íslenska landsliðið tapaði naumlega fyrir heimsmeisturunum á Stade de France, heimavelli Frakka. íslendingar sýndu gífurlegan skapstyrk í leikn- um þegar þeir jöfnuðu leikinn eftir að hafa verið tveim- ur mörkum undir í hálfleik. Það eru ekki mörg lið í heiminum sem búa yfir þeim vilja sem þarf til að jafna leik gegn Frökkum á heimavelli fyrir framan 80 þúsund áhorfendur. Guðjón Þórðarson landsliðsþjálfari hefur unnið þrek- virki með íslenska landsliðið. Árangurinn fyllir hvern þann íslending sem hefur áhuga á íþróttum stolti. Nú er svo komið að engin þjóð getur gengið að íslenska liðinu sem gefna veiði. Hver hefði trúað því fyrir nokkrum mánuðum? Miklar breytingar hafa orðið á umhverfi íslenskra knattspyrnumanna á undanförnum árum. Margir hafa borið gæfu til þess að komast í atvinnumennsku í öðrum löndum og þess sést stað í landsliðinu. íslensk knatt- spyrnulið hafa til skamms tíma verið vanmáttug að mæta þessari sókn. Þau hafa ekki haft fjárhagslegt bol- magn til að keppa við erlend lið né getað boðið upp á sambærilega aðstöðu og best gerist. Hlutafélagavæðing tveggja knattspyrnufélaga, Fram og KR, er merki um þá nýju hugsun og starfshætti sem eru að ryðja sér til rúms hér á landi. Félögin stóðu ekki eins að hlutafélagavæðingunni en hugmyndafræðin er sú sama. Hvernig þessum tveimur rótgrónu félögum tekst til getur haft veruleg áhrif á þróun íslenskrar knatt- spyrnu á komandi árum. Líklegt er að fleiri félög fylgi í fótspor þeirra, ekki síst ÍA og ÍBV, sem standa styrkum fótum á knattspymusviðinu. Staðreyndin er sú að íslensk íþróttafélög verða að vera samkeppnisfær við erlend félög, ekki síst á Norðurlönd- unum. Auðvitað er óraunhæft að ætla að hægt sé að keppa við stærstu félagslið heims, enda kannski ekki æskilegt. Framtíð Guðjóns Þórðarsonar sem þjálfara íslenska landsliðsins er óljós enda hefur árangur hans vakið mikla athygli og ætla má að erlend félagslið hafi áhuga á að fá hann í sínar raðir. Samkvæmt upplýsingum Egg- erts' Magnússonar hefur Knattspyrnusamband íslands ekki fjárhagslega burði til að keppa við erlend félög um Guðjón. Það segir margt um stöðuna hér á landi að ekki sé hægt að bjóða landsliðsþjálfara sem komið hefur ís- landi á kortið sambærileg laun og einhver erlend félags- lið. En hvað svo sem framtíðin ber í skauti sér fyrir Guð- jón Þórðarson ber að óska honum og landsliðinu öllu til hamingju með frábæra frammistöðu. Óli Björn Kárason „Það er athyglisvert þegar ekkert samband virðist milli hagnaðar og verðs hlutabréfanna" segir Guðmundur m.a. í grein sinni í dag um hlutabréf og hækkandi gengi þeirra. - Pælt í verðbréfamarkaðinum á Netinu. Loft í hluta- bréfamarkaði inn gerir einkum að umræðuefni hin svo- nefndu netfyrirtæki og hugbúnaðarfyrir- tæki. Athygli vekur að mörg slík fyrirtæki sem búa við stöðugt hækkandi verð á hlutabréfum sínum hafa aldrei skilað hagnaði. Verð bréf- anna virðist byggiast á spá um framtíðina, framtíðarþróun og vöxt fyrirtækjanna. - Það er athyglisvert þegar ekkert samband virðist milli hagnaðar og verðs hlutabréf- anna. Sérfræðingar segja að „Athygli vekur að mörg slík fyrir- tæki sem búa við stöðugt hækk- andi verð á hlutabréfum sínum hafa aldrei skilað hagnaði. Verð bréfanna virðist byggjast á spá um framtíðina, framtíðarþróun og vöxt fyrirtækjanna.“ Kjallarinn Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur Hiutabréfamarkað- urinn hefur þróast hratt hér á landi. Starfsemi bankanna hefur verið að taka nýja stefnu undan- farið. Auk hefðbund- innar útlánastarf- semi hafa hankar og sparisjóðir í auknum mæli haslað sér völl á verðbréfamarkaði. Saman hafa bankar undir forystu FBA keypt hlutabréf deCODE Genetics er- lendis og flytja inn á markaðinn hér og selja og Búnaðar- bankinn keypti stór- an hlut í flugfélaginu Atlanta. Þátttaka sparisjóðanna í við- skiptum með hluta- bréf í FBA hefur ver- ið til umræðu í fjöl- miðlum að undan- förnu og þannig mætti lengi telja. Hin hefðbundna út- lánastarfsemi heldur áfram en verðbréfa- viðskipti skipa stöðugt hærri sess. Mér virðist FBA hafa átt frum- kvæði aö þessari þróun. Fyrirtæki eru sameinuð, sett á verðbréfa- markað og hlutabréf hækka í verði. Margir spyrja sig hve mikill efniviður sé í þessum hækkunum. Netfyrirtæki - hugbúnaðar- fyrirtæki Hagfræðingurinn Jeffrey Sachs hefur að undanförnu ritað greinar þar sem hann lýsir ótta sínum við að hátt verð hlutabréfa í Banda- ríkjunum byggist að hluta á lofti og spyr sig hvað muni gerast þeg- ar það kemur í ljós. Hagfræðingur- gróft séð megi, sem þumalfmgurs- regla, meta fyrirtæki að verðmæti 20 x árshagnaður. Netfyrirtækin eru sum metin á 200 x hagnaður eða, sem fyrr segir, hátt og vax- andi verðmat þótt.aldrei hafi verið skilað hagnaði. Fyrirtækið Amazon er stundum nefnt sem dæmi: tap 0,1 bn $ , verðmæti 21 bn $. Fyrirtækið þyrfti að skila um 1 bn$ hagnaði á ári til að standa undir reglunni 20 x hagnaður. Ráð frá Harvard. Sagt er að Bandarikjamaður einn hafi verið staddur við höfn- ina í litlu sjávarþorpi í Mexíkó. Hann sá lítinn bát koma inn. Einn maður var um borð og margir stórir túnfiskar. Bandaríkjamað- urinn spurði fiskimanninn hve lengi hann hefði verið að veiða þetta. Smástund var svarið. Af hverju veiddh- þú þá ekki meira? Ég hef ekkert að gera við meira, sagði fiskimaðurinn, þetta nægir fjölskyldu minni vel. Hvað gerir þú þá við tímann? Ég lifi góðu lífi, sagði fiskimaðurinn. Ég sef fram eftir á morgnana, fiska dálítið, leik mér við börnin mín, tek „siesta“ með konunni, rölti niður í þorpið á kvöldin og fæ mér vínglas og leik á gítar með vinum mínum. Ég get gefið þér góð ráð sagði Bandaríkjamaðurinn. Ég er með MBA frá Harvard. Þú átt að veiða meira. Þá færð þú meiri afla og getur keypt þér stærri bát og þá veiðir þú enn meira. Síðan getur þú keypt heilan flota af bátum og þá ert þú ekki lengur háður því að selja gegnum milliliði en getur verslað beint við verksmiðjurnar, sett upp verksmiðjur og jafnvel ráðið markaðnum. Þá getur þú ekki búið hér lengur en flytur til stórborgar eins og t.d. New York. Hvað tekur þetta langan tíma? spurði fiskimaðurinn. Svona 20-25 ár. En hvað svo? spurði fiski- maðurinn- Þá kemur stóra stund- in. Þú breytir fyrirtækinu í hluta- félag og ferð á verðbréfamarkað og selur og stendur uppi með margar milljónir dollara. - Já, sagði fiski- maðurinn, en hvað svo? Banda- ríkjamaðurinn varð dálítið hugsi en sagði síðan: Þá flytur þú í lítið fiskiþorp, sefur fram eftir á morgnana, fiskar dálítið, leikur við þörnin, tekur „siesta" með konunni, röltir á kvöldin-niður í þorpið og færð þér vínglas og leik- ur á gítar með vinum þínum. Guðmundur G. Þórarinsson Skoðanir annarra Staða skattgreiðenda „í skattakafla íjárlagafrumvarpsins vantar mikil- vægt atriði, sem ráðgjafanefndin þarf að taka upp. En það er veik staða skattgreiðenda gagnvart skatt- yfirvöldum. Fjölmörg dæmi hafa verið nefnd í opin- berri umræðu síðustu missera í þessum efnum, nú síðast vegna skattlagningar slysa- og örorkubóta aft- ur í tímann. Rétt er að minna fjármálaráðherra og ráðgjafa hans á, að forsætisráðherra hefur lýst því yfir, að nauðsynlegt sé að styrkja stöðu skattgreið- anda gagnvart skattyfirvöldum með því að skipa þeim sérstakan umboðsmann." Úr forystugrein Mbl. 8. okt. Átak fyrir aldraða „Það er vegna ályktunar og áskorunar Sameinuðu þjóðanna að flestar ríkisstjórnir aðildarríkja sam- takanna hafa stofnað til sérstakrar umræðu um mál- efni eldri borgara á árinu 1999. Ári aldraðra ... Og þótt við séum ein af ríkustu þjóðum í veröldinni þá eyðum við samt sem áður um það bil tvisvar sinn- um minni fjármunum af almannafé miðað við verga landsframleiðslu, í kostnað við þarfir aldraðra held- ur en grannþjóðir okkar gera, sem við berum okkur helst saman við. Það er því auðsætt að við getum gert betur. Við þurfum líka að gera betur en hingað til... Og það þarf að hvetja til jákvæðni og virkni um þetta, bæði í okkar hópi, aldraðra, og af hálfu stjórn- málamanna." Benedikt Davíðsson, form. Landssambands eldri borgara, í Degi 8. okt. Skólinn byrjar of snemma „Hvers vegna reynum við ekki að láta grunnskól- ana byrja um kl. 9? Við getum haft það þannig að kennarar séu komnir i skólana kl. 8 Þeir færu þá að undirbúa kennslustofurnar og gætu börn þeirra for- eldra, sem byrja að vinna kl. 8, komið í gæslu, en betra væri ef vinnutími foreldra yngri barna væri sveigjanlegur og þá þyrftu börnin ekki að mæta eins snemma ... Álagið í umferðinni á morgnana mjmdi væntanlega minnka og lengd gæslu hjá börnum jafn- ast... Þetta fyrirkomulag myndi lengja svefn margra um klukkustund á morgnana. Það er einnig orðið bjartara kl. 9 og frekar hægt að senda börnin gang- andi í skólann en mörg þurfa meiri hreyfingu." Ásdís Ólafsdóttir kennari, í Mbl. 8. okt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.