Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1999, Blaðsíða 36
FRETTASKOTIÐ
SÍMINM SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá t síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
MÁNUDAGUR 11. OKTÓBER 1999
Kristján Pálsson:
Skylt verði
að ná skip-
um upp
„Þessi kona hefur sýnt gríðarlega
mikinn styrk, festu og ákveðni og unn-
ið mjög faglega í sínum málum. Mér
hefur alltaf fundist hún hafa verulega
mikið til síns máls,“ sagði Kristján
Pálsson alþingis-
maður, um ný-
genginn dóm Hér-
aðsdóms Vest-
fjarða, þar sem
Skelfískur hf. og
Samábyrgð fiski-
skipa eru dæmd til
að greiða Kol-
brúnu Sverrisdótt-
ur og bömum
hennar tæplega 7
miiljónir króna í bætur vegna sjóslyss
sem varð þegar kúfiskbáturinn Æsa
fórst í blíðskaparveðri á Amarfirði
1996. Æsan liggur enn á hafsbotni.
„Það er löngu tímabærf að gera trygg-
ingafélögum og útgerðarfélögum skylt
að ná sokknum skipum upp að nýju.
Ákvæði þar um eiga að vera í trygginga-
skírteinum skipa. Reyndar þurfa að
vera ákveðin takmörk fyrir á hve miklu
dýpi skip má vera en í fæstum tilfellum
er dýpið svo mikið hér við land að ekki
sé hægt að ná skipum upp og rannsaka
# þau. Ég hef aldrei skilið hvers vegna
hægt er að standa að rannsóknum á
skipssköðum með allt öðrum hætti en
t.d. ílugslysum." -hlh
Kristján Pálsson.
Heimdellingar lokuðu Ríkisútvarpinu í gær vegna vanskila en þeir hafa staðið fyrir kynningarstarfi fyrir Ríkisútvarpið og segja að
stofnunin hafi ekki greitt fyrir veitta þjónustu. RÚV maldar að þeirra sögn í móinn á þeim forsendum að ekki hafi verið beðið um
þjónustuna. Heimdellingum finnst það hins vegar Irtil rök þar sem Ríkisútvarpið innheimtir sjálft gjöld af þjónustu sem ekki er ósk-
að. Því hafa Heimdellingar gripið til þessara örþrifaráða. DV-mynd S
Ummæli Hannesar:
Á veiðum
eftir við-
brögðum
- segir Sigurður G.
„Þessi ummæli dæma sig sjálf.
Hannes er alltaf á veiðum eftir við-
brögðum og er alltaf að bíða eftir því
að einhver fari f
mál við hann,“
segir Sigurður G.
Guðjónsson, lög-
maður Jóns Ólafs-
sonar, vegna um-
mæla sem höfð
eru eftir Hannesi
á ráðstefnu fjöl-
miðlamanna í
Reykholti í Borg-
arfirði. Ráðstefn-
una sóttu tugir er-
lendra fjölmiðlamanna, auk íslenskra
starfsbræðra. Dagblaðið Dagur hefur
eftir Hannesi að í erindi hafi hann
sagt að Stöð 2 hafi „fallið í hendur
óþverrakarakters, Jóns Ólafssonar að
nafni, sem að sögn hafi upphaflega
safnað saman auði með ólöglegri
fikniefnasölu og hafi á síðari tímum
orðið þekktur fyrir hvatvíslega við-
skiptahætti."
„Hannes er alltaf að bíða eftir að
einhver svari honum. Hann er svodd-
an ómerkingur að það tekur enginn
mark á honum og því nennir enginn
að svara honum,“ sagði Sigurður.
„Þetta er bara venjulegur Hannes."
-JSS
ísland
Veðrið á morgun:
Vaxandi
sunnanátt
og rigning
Hæg breytileg átt austanlands
í fyrstu en annars vaxandi
sunnanátt og rigning, fyrst
vestan til. Hiti 1 til 6 stig.
Veðrið í dag er á bls. 45
MERKILEGA MERKIVELIN
brother pn
(slenskir stafir
5 leturstærðir
8 leturgerðir
6, 9 og 12 mm prentborðar
Prentar (tvær línur
Verð kr. 6.603
Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443
Fossar rötuðu
fjöllum á laugardaginn þegar ljós-
myndari DV var á ferðinni þar.
Sumir fossamir náðu ekki að rata
sína réttu leið niður af bjargbrún-
M- um og leituðust viö að renna upp á
móti eins og fossinn hjá Heimalandi
á myndinni. DV-mynd NH
MEÐ ONGULINN
RASSINUM!
Heilbrigðisráðherra mætti ekki á læknafund í mótmælaskyni:
Bæði misskilningur
og vonbrigði
- segir Guðmundur Björnsson, fráfarandi formaður Læknafélagsins
„Það voru heilmikil vonbrigði að
ráðuneytið skyldi ekki koma á þennan
fund til okkar. í raun og veru byggðist
það allt á misskiiningi," sagði Guð-
mundur Bjömsson, fráfarandi formað-
ur Læknafélags íslands. Fulltrúar
ráðuneytisins mættu ekki til fúndar
sem Læknafélag íslands gekkst fyrir sl.
fóstudag. Á fúndinn mættu fúlitrúar
Alþjóðafélags lækna til að kynna af-
stöðu nefhdar á vegum félagsins tO
laga um gagnagrunn á heilbrigðis-
sviði. Fundinn sátu m.a. fúiltrúar land-
læknis, vísindasiðanefnd og tölvu-
nefnd.
Heilbrigðisráðherra mætti hins veg-
ar á aðaifund Læknafélags íslands síð-
ar um daginn og sagði m.a. að heil-
brigðisráðuneytið hefði neitað að taka
þátt í enn einni uppákomunni um
gagnagrunnsmálið. Sem heilbrigðis-
ráðherra hefði hún tekið þessa ákvörð-
un og talað fyrir hönd ríkisstjómar-
innar.
Guðmundur sagði misskilninginn
byggjast á því að fulitrúar ráðuneytisins
„hefðu búist við harðri gagnrýni“. Til-
gangurinn hefði hins vegar verið að
leita leiða til að finna sáttaflöt á þessu
„leiðinlega og langa rnáii". Um innihald
bréfs sem heilbrigðisráðherra sendi
Læknafélaginu í kjölfar þessara atburða
sagði Guðmundur að komið hefði fram
svekkelsi með ferð ráðuneytisins til
Chile í vor, þar sem fulltrúar þess hefðu
gengið á fund Alþjóðalæknasamtakanna
en ekki fundist þeir fá nógan tíma til að
skýra sjónarmið sín. Bréfið væri annars
að mestu leyti „sögulegt yfirlit" yfir
málið.
Aðspurður um hvort málum væri
ekki þannig háttað að aðilar væm með
ólíkar fýrirframgefitar forsendur og
gætu ekki ræðst við sagði Guðmundur
mikið vera tO í því.
Guðmundur var spurður um þá
staðhæfmgu að formaður Alþjóðafé-
lags lækna, sem jafhframt er fram-
kvæmdastjóri sænska læknaráðsins,
setji fram kröfur um íslenska gagna-
gmnninn sem miðlægir gagnagrunnar
viða um heim þurfi ekki að fara eftir
og sagði hann það byggt á misskiln-
ingi. Hvergi í heiminum væra tii
gagnagrunnar með eins ítarlegum upp-
lýsingum og tengingarmöguleikum við
aðra gagnagrunna eins og sá sem væri
fyrirhugað að byggja upp hér.
Ekki náðist í heilbrigðisráðherra i
gærkvöld. -JSS
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
é