Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1999, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 11. OKTÓBER 1999 Fréttir 11 DV Slök veiði í Fljótaá í sumar: Þorskur í Mikla- vatni skemmir seiðastofninn DV, Fljótnm: Afar léleg veiði hefur verið í sum- ar í Fljótaá og sömuleiðis slök veiði í net í Miklavatni. í lok veiðitímabils- ins voru aðeins komnir liðlega 50 lax- ar á land og tæplega 700 bleikjur. Þetta er lakasta veiði sem um getur frá því skráning á veiddum fiskum hófst. Oft hefur veiðst vel í Fljóta- ánni, nokkrum sinnum yfir 300 laxar á sumri. í fyrra fengust til að mynda 282 laxar úr ánni og árið 1997 veidd- ist 121 lax. Þegar laxveiði hefur verið slök hefur stundum verið góð bleikjuveiði, þetta 3-6 þúsund stykki. En slíkt er ekki uppi á teningnum nú. Fyrsti lax sumarsins, sem veidd- ist þann 3. júlí, er jafnframt sá þyngsti. Hann vó liðlega 17 pund. „Það má segja að þetta sé algert hrun, neðstu svæðin í ánni hafa verið nánast fisklaus i allt sumar,“ sagði Sigurður Hafliðason, formað- ur Stangaveiðifélags Siglufjarðar, í samtali við DV, en félagið er leigu- taki árinnar. Sigurður sagði að þessi mál hefðu verið rædd við fiskifræðing fyrir skömmu og þar hefðu tvær ástæður verið nefndar sem hugsanlegar skýringar. Önnur er sú að Miklavatn væri orðið mjög salt þannig að mögulegt væri að seiðin þrifust þar ekki sem skyldi. Hin skýringin er að talsvert af þorski hefur verið í Miklavatni sið- ustu tvo vetur og hann kann að hafa höggvið verulegt skarð í seiðastofn vatnasvæðisins. -ÖÞ Sigurbjörn Jóhannsson við veiðar í Fljótaá í haustblíðunni; því miður er aflavonin lítil þetta sumarið. DV-mynd Örn Skólayfirvöld vitna í forsætisráðherra: Vilja slá einsetningu skóla á frest DV, Vesturlandi: Hjá ýmsum sveitarfélögum eru uppi hugmyndir um að fresta ein- setningu grunnskóla í kjölfar yfir- lýsingar Davíðs Oddssonar forsætis- ráðherra en hann vill að einsetning- unni verði frestað til ársins 2004 til að slá á þenslu. „Grunnskólinn á Varmalandi í Stafholtstungum er þegar einsetinn og við erum að undirbúa viðbygg- DV, Akranesi: Þann 21. september gafst þeim sem hafa Netið kostur á að spjalla við Björk þar. Hún var spurð spjör- unum úr. Hún sagði til dæmis um myndina Danger in the Dark að um sumt væru þau Lars sammála, en um annað ekki. Þegar hún var spurð að því hvemig hefði verið að vinna með Catherine Deneuve og Lars Von Trier sagði hún glæsilegt að vinna með Denevue. Hún væri æðisgengin persóna og með falleg- ustu augu sem hún hefði séð en hún svaraði því ekki hvemig hefði verið að vinna með Lars Von Trier. Björk segist ekki hafa í hyggju að vinna með Gus Gus. Hún vill frekar vinna að því að semja lög ingu við gnmnskólann í Borgarnesi svo hægt sé að einsetja hann. Fyrir liggur að fjölga þurfi skólastofum mn Qórar svo það markmið náist. Kostnaðaráætlun liggur ekki fyrir þar sem hönnunarvinnu er ekki lok- ið en gera má ráð fyrir að kostnaður verði á bilinu 140-150 milljónir," sagði Guðrún Jónsdóttir, forseti bæj- arstjórnar Borgarbyggðar, við DV. „Eins og önnur sveitarfélög fylgj- umst við með því hvort einsetningu fyrir sjálfa sig en elskar rödd Daní- els. Hingað tii segist hún aðeins hafa sungið með Einari og P.J. Har- vey. Björk segir það ætlun sína að fara í heimstónleikaferð árið 2001. Þegar hún var spurð að því hvernig henni litist á það fólk sem tekur tónlist af plötum eða geisladiskum hljómplötu- fyrirtækja og dreifir um Netið í staf- rænu formi (digital formati) þá sagði hún að það væri frábært. Það væri miklu einfaldara og náttúrlegra sam- band einstaklingsins sem gerði lagið hlustandans. Þegar Björk var spurð að því hvaða laga hún vildi að fólk minnt- ist sín fyrir sagði hún: „Ég elska að hugsa um það að bestu lögin mín hafa ekki verið samin enn þá. Hing- grunnskóla verði frestað. Ef svo verður gerir það okkur kleift að dreifa framkvæmdum á lengri tíma, sem væri okkur hagkvæmara. Lík- legt er engu að síður að bygging skólastofanna verði mjög framar- lega í framkvæmdaröðinni. Engar ákvarðanir hafa verið teknar í þess- um málum enn sem komið er en það verður gert í nánu samráði við stjómendur skólans," sagði Guðrún Jónsdóttir. -DVÓ Björk Guðmundsdóttir - Á eftir að semja mín bestu iög. að til hafa þetta bara verið æfing- ar“. -DVÓ „Ég hata að leika" - sagöi Björk í spjallþætti á Netinu VIDEOHOL LIN Á f-rirni bai~lc±l LAGMULA 7 SIMI 568 53 33

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.