Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1999, Side 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1999
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON
Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiöir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
/ gróðurhúsi ríkisvaidsins
Ríkisvaldið verndar ekki íslenzk dagblöð með því að
leggja steina í götu erlendra dagblaða. Það tollar ekki er-
lend dagblöð og skammtar ekki innflutning þeirra eftir
þeim dögum, sem innlend dagblöð koma ekki út. Það hef-
ur engin afskipti af þessum frjálsa markaði.
Ríkisvaldið verndar hins vegar íslenzkt grænmeti með
því að leggja steina í götu erlends grænmetis. Það ofur-
tollar erlent grænmeti og skammtar innflutning þess eft-
ir árstíðum. Innlent grænmeti er ekki frjáls mark-
aðsvara, heldur rikisrekin landbúnaðarafurð.
AUir geta keypt erlend dagblöð eins og raunar erlend
tímarit og erlendar bækur á sömu kjörum af hálfu ríkis-
ins og innlend dagblöð, innlend tímarit og innlendar
bækur. Dagblöð eru hluti af frjálsu markaðshagkerfi, þar
sem neytandinn getur valið það, sem hann vUl.
Verðlag dagblaða ræðst af markaði, þar sem dagblöð
keppa innbyrðis og við erlend dagblöð, við aðra fjölmiðla
á borð við útvarp og sjónvarp. Ef verðlag innlendra dag-
blaða fer úr skorðum að mati notenda, geta þeir snúið
sér í auknum mæli að öðrum fjölmiðlum.
Verðlagi grænmetis er hins vegar fyrst og fremst
stjómað af ríkisvaldinu, sem setur því ramma með ofur-
toUum. Síðan tekur markaðsráðandi heUdsali við vald-
inu og fyUir verðlagsrammann. Neytendur geta ekki snú-
ið sér neitt annað með grænmetiskaup sín.
Reynsla áranna og áratuganna sýnir, að notkun dag-
blaða er mikU og jöfn hér á landi. Kaup og lestur á ís-
lenzkum dagblöðum er með því mesta, sem gerist í heim-
inum og hefur haldizt þannig um langan aldur. Verðlag
dagblaða er því í markaðslegu jafnvægi.
TU dæmis má nefna, að lestur DV hefur frá upphafi
mælinga verið nokkurn veginn óbreytt hlutfaU af mann-
fjölda. Sveiflan miUi lágmarks og hámarks hefur verið
innan við 5%. Þetta sýnir markað, sem er í meira jafn-
vægi en almennt gerist við frjálst verðlag.
Reynslan sýnir hins vegar, að ríkisreksturinn, ofur-
toUarnir og okurverðið á grænmeti hefur leitt tU mun
minni neyzlu grænmetis hér á landi en í nokkru öðru
landi, sem vitað er um. íslendingar eru hálfdrættingar á
við siðmenntaðar þjóðir á þessu mikUvæga sviði.
Grænmeti er helmingi minni þáttur í mataræði íslend-
inga en hann ætti að vera að mati Alþjóðlegu heUbrigð-
isstofnunarinnar í París. Það stafar auðvitað af því, að
fólk sparar það. Verðlag grænmetis er ekki í markaðs-
legu jafnvægi eins og verðlag dagblaðanna.
Fyrr eða síðar springur blaðran, sem íslenzk garðyrkja
lifir í. Fyrr eða síðar neyðist hún tU að búa við sama
rekstrarumhverfi og íslenzk dagblöð og nánast öU önnur
vara í landinu. Það endar með, að erlend ríki neita að
kaupa af okkur fisk, ef við opnum ekki markaðinn.
Það er óhoUt fyrir innlenda garðyrkju að lifa í gervi-
heimi, sem getur opnast fyrir erlendum vindum, þegar
hagsmunir utanríkisviðskipta knýja ríkisvaldið tU að
hætta afskiptum af grænmetismarkaði, knýja það tU að
leggja niður innflutningsskömmtun og ofurtoUa.
Dagblöðin hafa hins vegar ekkert að óttast, því að þau
hafa aUtaf lifað við opna glugga, þar sem erlendir vindar
blása, rétt eins og meirihluti innlenda hagkerfisins. Þau
hafa lagað sig að samkeppnisaðstæðum, meðan innlend
garðyrkja felur sig í gróðurhúsi ríkisvaldsins.
Almenningur veit, að markaðshagkerfið framleiðir
velmegun. Fólk lætur ekki gabbast af áróðri þeirra, sem
vUja fá að sofa áfram utan þessa hagkerfis.
Jónas Kristjánsson
„Til höfuðs Áma“ var fyr-
irsögn með stríðsletri á for-
síðu DV sl. föstudag. í fyrir-
sögninni er vísað til þeirrar
kenningar blaðamannsins
að ef Hrannar B. Amarsson
komi inn í borgarstjóm
Reykjavíkur sé þeirri inn-
komu stefnt til höfuðs Árna
Þór Sigurðssyni.
Á annarri síðu í blaðinu
er málinu fylgt eftir með
hálfsíðu „frétt“ þar sem
ónafngreindir heimildar-
menn eru bornir fyrir held-
ur vafasömum fullyrðing-
um. Eini nafngreindi heim-
ildarmaðurinn er sú sem
þetta skrifar og ekkert af
því sem eftir mér er haft
rennir nokkrum stoðum
undir þær vangaveltur sem
birtast á síðum blaðsins.
Það vakti hins vegar athygli
mína hversu rætin skrifin
em í garð Árna Þórs Sig-
urðssonar og annarra sem
standa að Reykjavíkurlist-
anum.
Gíslataka
Þegar lagt er mat á hlut-
lægni og trúverðugleika
frétta er mikilvægt að leggja
sig eftir orðavali. Mun ég
nú tilfæra nokkur dæmi um
Árni Þór Sigurðsson, borgarfullrúi R-listans. - Verður síður en svo „utan garðs“
og gegnir mörgum trúnaðarstörfum fyrir Reykjavíkurlistann með mikilli prýði,
segir m.a. í grein borgarstjóra.
Til höfuðs Arna?
síðustu kosningum.
Hann kom inn á listann
sem fulltrúi Alþýðu-
bandalagsins. Miðað
við þær hugmyndir um
kosningabandalag sem
lágu til grundvallar
Reykja.vikurlistanum
hefði Ámi Þór Sigurðs-
son átt að koma inn
sem varamaður Guð-
rúnar Ágústsdóttur þeg-
ar hún hvarf úr borgar-
stjórn. Settur félags-
málaráðherra úrskurð-
aði hins vegar að
Reykjavíkurlistinn telj-
ist ekki kosningabanda-
lag heldur stjómmála-
samtök og váramenn
taki sæti í borgarstjórn
„ Reykjavíkurlistinn hefur ekki
skipt sér af því þó að fólk hafi
sagt sig úr flokkum eða flutt sig á
milli þeirra svo lengi sem fullur
trúnaður og heilindi ríkja í sam-
starfinu. Þessi breidd og víðsýni
hefur verið okkar gæfa og engin
ástæða til að ætla að óreyndu að
á því verði breyting. “
Kjallarinn
Ingibjörg Sólrún
Gisladóttir
borgarstjóri
orðnotkun í fyrr-
nefndri „frétt“. Tal-
að er um „brott-
hlaupinn borgar-
fulltrúa" þó að
Árni Þór hafl
marglýst því yfír að
úrsögn sín úr Al-
þýðubandalaginu
hafi engin áhrif á
störf sín í þágu
Reykjavíkurlistans.
Látið er að því
liggja að hann ætli
að taka félaga sina
í Reykjavíkurlist-
anum „í gíslingu".
Ekki sé þó líklegt
að verði af þeirri
gíslatöku því sam-
herjar hans í borg-
arstjóminni eigi
ýmissa kosta völ.
Það þurfi ekki að
kenna þeim klæk-
ina. Ámi Þór verði
„sleginn af‘, hon-
um verði „hent fyr-
ir borð“, hann
verði „utan garðs“,
„gerður útlægur"
og hafður „á skil-
orði“.
Minna má nú
gagn gera og óskilj-
anlegt hvemig
nokkur maður get-
ur borið sitt barr
eftir slíka meðferð!
í réttri röð
Eini flugufóturinn fyrir fyrr-
nefndri frétt er þessi: Árni Þór var
í 10. sæti á Reykjavíkurlistanum i
í samræmi við röð á lista.
Anna Geirsdóttir, sem var í 9.
sæti á listanum, er fyrsti vara-
borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans.
Hún tekur því sæti í borgarstjóm
þegar einhver aðalfulltrúi forfall-
ast um lengri eða skemmri tíma.
Þetta á við óháð því hvaða flokkur
eða einstaklingur á hlut að máli.
Þegar Hrannar óskaði eftir leyfi
frá borgarstjóm tók hún hans sæti
og ef hann kemur aftur til starfa
tekur Anna sæti Guðrúnar
Ágústsdóttur í borgarstjóm
Reykjavíkur. Ámi Þór verður þá
fyrsti varaborgarfulltrúi Reykja-
víkurlistans og kemur inn í hvert
sinn sem einhver forfallast.
Þannig er rétt að málum staðið
miðað við fyrrnefndan úrskurð og
fráleitt að halda því fram að Árna
sé „hent fyrir borð“ eða hann
„sleginn af ‘ þó að aðrir, sem fram-
ar eru á listanum, taki þau sæti
sem þeim ber. Enn síður verður
hann „utan garðs“ því eins og
réttilega kemur fram 1 fyrmefndri
DV „frétt“ gegnir Ámi mörgum
trúnaðarstörfum fyrir Reykjavík-
urlistann og gerir það meö mikilli
prýöi.
Flokkaflakk
í nefndum og ráðum á vegum
Reykjavíkurlistans starfar fólk
sem tilheyrir þeim fjórum flokk-
um og samtökum sem standa að
Reykjavíkurlistanum sem og fólk
sem er utan flokka eða félagar í
Vinstri-grænum. Reykjavíkurlist-
inn hefur ekki skipt sér af því þó
að fólk hafi sagt sig úr flokkum
eða flutt sig á milli þeirra svo
lengi sem fullur trúnaður og heil-
indi ríkja í samstarfinu. Þessi
breidd og víðsýni hefur verið okk-
ar gæfa og engin ástæða til að ætla
að óreyndu að á því verði breyt-
ing.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Skoðanir annarra
Karlinn sextugi
„Satt að segja er illa fariö með alla þá kosti sem sex-.
tugur karl hefur áunnið sér. Hann er beinlínis búinn að
hlaupa af sér hornin, er kannske búinn að skilja
nokkrum sinnum, liggur áreiðanlega á einhverjum pen-
ingum, nennir ekki að halda framhjá, gefur af sér sæmi-
leg eftirlaun, ef hann fellur frá, situr ekki uppi með
neina ómegð, nema þá barnabörn (sem þarf í mesta lagi
að heimsækja á afmælisdögum), er hættur að feta sig
upp mannvirðingarstigann, er oftast eigandi að skuld-
lausri íbúð. Og svo er hægt að senda hann í endurhæf-
ingu á líkamsræktarstöð, þó ekki væri til annars en að
hafa frið fyrir honum heima við!... Þó er þetta kynslóð-
in sem situr uppi með reynsluna."
Ellert B. Schram í sunnudagsbl. Mbl. 17. okt.
Búsetustýring með handafli
„Að ætla sér að stýra búsetu fólks með handafli og fjár-
austri er fásinna og hafa þær aðferðir fyrir löngu geng-
ið sér til húðar ... Eina töframeðalið sem kann að duga
er að reyna að draga úr því mikla aðdráttarafli sem þétt-
býli Innnesja hefur á aðra landsmenn og að hætt verði
að líta á Reykjavík sem einhvern allsherjarþjónustu-
kjama, sem sjálfsagt er að sækja allar þarfir til. ísland
hefur upp á margt annað að bjóða en það sem Reykjavík
er fær um að veita ... Lokun Miðbæjarflugvallarins gæti
verið góð byrjun á því að styrkja þjónustu og athafna-
semi í öðrum byggðarlögum."
Oddur Ólafsson i ritstjórnarspjalli Dags 17. okt.
Peningana inni í landinu
„Núverandi uppsveifla mun ekki vara endalaust. Lík-
lega mun hægja á islensku efnahagslífi á næsta ári. Við-
skiptahalli landsins er umtalsverður eða 33 milljarðar á
síðasta ári og þess vegna er ekki aðeins nauðsynlegt að
halda peningum inni í landinum heldur verður að
tryggja umtalsvert innstreymi af fjármagni til þess aö
standa straum af þessum halla ... Neikvæður viðskipta-
jöfnuður er hins vegar þungur baggi til lengdar og dreg-
ur úr trúverðugleika gengisins. Þess vegna eru það eng-
in undur að nú þegar á þessu ári hafa fjórar vaxtahækk-
anir átt sér stað, en vextir eru nú um 6% hærri hérlend-
is en gerist erlendis ... Og hvert prósentustig rýrir kaup-
mátt almennings sem er skuldum vafmn.“
Ásgeir Jónsson í Mbl. 17. okt.