Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1999, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1999, Síða 26
38 MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1999 Sviðsljós Fyrrverandi kærasta Friðriks prins: Ég vildi vera honum góð kona Danska söngkonan Maria Montell sagði nýlega frá því í sjónvarps- viðtali að hún hefði verið farin að gera sér hugmyndir um framtíðina og um bameignir á meðan hún var kærasta Friðriks Danaprins. Sagði Maria að allir sem ættu kærasta eða kærustu gerðu sér hugmyndir um slíkt og það hefði hún einnig gert. Samkvæmt frásögnum danskra blaða segir Maria að hún hafi viljað vera Friðriki góð kona. Hingað til hafa fyrrverandi kærustur prinsins ekki tjáð sig op- inberlega um ástarsamband þeirra við hann. En Maria kærði sig koll- ótta um þá hefö þegar hún kom í sjónvarpsviðtal vegna nýrrar geislu- plötu sem hún er að senda frá sér. Krónprinsinn sá ekki Mariu á skjánum því hann var í París. Víst þykir hins vegar að hann hafi ekki orðið alltof hrifinn þegar hann frétti að Maria hefði rætt samband þeirra. En hún sleppti því reyndar að segja frá því hvort þeirra sagði hinu upp. Söngkonan Maria Montell. Friðrik á.nú nýja kærustu, Bett- inu 0dum, sem lærði tískuhönnun í París og starfar nú hjá Giorgio Armani í London. Maria á nýjan kærasta, Jacob Gurevitsch, sem leikur á trommur í hljómsveitinni hennar. Maria og Jacob búa saman á Norrebro í Friðrik prins af Danmörku. Kaupmannahöfn. Söngfuglinn er sem sagt hættur að sjást á Amalien- borg. Maria segist ekki myndu vilja hafa hreytt einhverju þegar litið er til baka. „Nú heldur lífið áfram. Nú er ég aftur orðin sú Maria sem ég var fyr- ir nokkrum árum.“ Kryddpían Mel C var hress og kát þegar hún og stallsystur hennar stilltu sér upp fyrir Ijosmyndara i London í tilefnu útkomu glansmyndabókar. Símamynd Reuter. Erfið fæðing hjá Helenu Danska ofurfyrirsætan Helena Christensen er hamingjusöm sem nýbökuö móðir. En fæðing litla sonarins var svo erfið að Helena getur vel hugsað sér að bíða f að minnsta kosti 30 til 40 ár áður en hún eignast annað barn. „Sem bet- ur fer getur maður nú eignast bam þar til maður er 60 ára,“ segir fyr- irsætan í viðtali við danska blaðið Billed Bladet. Helena hafði verið með hríðir í einn og hálfan sólarhring áður en sá stutti kom í heiminn. Vatnið fór á þriðjudagsmorgni og Helena og unnusti hennar, Norman Reedus, sem hún hefur þekkt i nokkur ár, fóru þá strax á sjúkrahús. Helena var send heim og beið eft- ir því að hríðimar yrðu sterkari. Það var svo ekki fyrr en síðdegis á miðvikudegi sem sonurinn fæddist. Hann var 54 sm og 3,7 kíló. Nú er hann kominn heim af sjúkrahúsinu með pabba og mömmu sem hafa gefíð honum nafnið Mingus Lucien Reedus. Frípóstur veitir þér aukið frelsi Frípóstur er ókeypis tölvupóstur á Vísi.is sem þú getur nálgast á hvaða Internet- tengdri tölvu sem er - hvar sem þú ert i veröldinni, hvenær sem er. Leiðbeiningar og valmyndir eru á íslensku þannig að allir geta verið með. Pað eina sem þú þartt að gera er að fara inn á Visi.is, velja þér netfang og skrá þig. Helena Christensen ásamt Stellu McCartney á tískusýningu í París. Símamynd Reuter Veldu ókeypis netfang! nmanm visir.ss Notaðu vísifingurinn!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.