Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1999, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1999 Fréttir Stuttar fréttir i>v Bréf séra Gunnars Björnssonar til prófasts veldur uppnámi: Safnaðarfólk sem amer- ískur sértrúarsöfnuður - og formaður sóknarnefndar ófermdur. Jarðgöng ollu hjónaskilnuðum Mikil reiði er í söfnuðum séra Gunnars Björnssonar vegna 16 siðna greinargerðar sem hann ritaði prófasti sínum, séra Agnesi Sigurðardóttur. Haft er fyrir satt að ljósritunarpappír i Önundarfirði sé nánast uppurinn. í greinargerð sinni, sem lögð var fram á safnaðarfundi Flateyrarsóknar, lýsir hann sveitafólkinu í Holtsprestakalli og tilgreinir fjölskyldu sem hann segir stríða við geðræn vandamál. Hann seg- ir sveitunga sína einna helst líkjast hinu ameríska Amish-fólki. Hann seg- ir fyrri sóknarprest, séra Lárus Þ. Guð- mundsson, hafa verið flæmdan burtu með galdraofsóknum og vitnar þar í sóknarbam. „En þótt einkennilegt og ótrúlegt megi virðast hefur það aldrei, í eitt ein- asta skipti gerst að kallað hafi verið á okkur heim á einhvem bæjanna hér í sveitinni (þá em undanskilin þau tækifæri þegar um fermingarveislur eða erfidrykkjur hefur verið að ræða). Séra Láms og frú Sigurveig segja okk- ur að þessi drumbsháttur sé lenska hér í sókninni. Þau segjast ekki heldur hafa verið boðin í bæinn! Stundum hefur mér þótt íbúamir hér minna á Amish-fólkið í Bandaríkjunum. Þetta er harðduglegt bændafólk [Ámi Brynj- ólfsson á Vöðlum er reyndar pasturs- lítill, óduglegur til vinnu og hálf heilsuiaus] margt hvert, en í samfélagi þess verða trúlega allir að lúta ströng- um aga, og helst enginn að skera sig úr að neinu leyti: Við slíku liggur háif- gerð „útskúfun", segir í greinargerð Séra Gunnar Séra Agnes Björnsson. Sigurðardóttir. séra Gunnars. Hann lýsir því hvemig skemmtanahald á helgum degi fór fram hjá sveitungunum. Halló Holt! „Óviðkunnanlegt þykir okkur, hvemig sóknarfólkið hér hegðar sér á fostudaginn langa. Þá er oftar en ekki heilmikil skemmtun í skóla/félags- heimili. Eitt árið man ég vel, að aug- lýst var: Halló Holt! Föstudagurinn langi! Kaffisala, hestaleiga, gönguskíði, spákona! Þetta virtist fjölsótt sam- koma. Meira að segja kvinnumar á Kirkjubóli í Bjamadal (eiginkona Guð- mundar Inga skálds og systir hans), ágætis konur og vandar að virðingu sinni, létu sig ekki vanta.“ Þá lýsir séra Gunnar því hvemig samgöngubætur í formi jarðganga settu allt samfélagið í uppnám. „Á meðan litlu hreppamir vora enn við lýði, gátu hlaðvarpaspekingar sveitanna fengið mikla útrás fyrir samfélagsþörf og fundahöld innan vé- banda sveitarstjómanna. Margir smá- kóngar risu upp og fóra mikinn inann sveitar. Má nærri geta, að þetta fólk var miklu svipt, er það stóð allt í einu uppi sem íbúar í einu litlu hverfi í stærra bæjarfélagi. Þá má minnast þess, að árið 1996 opnuðust jarðgöng héðan um Breiða- dalsheiði og norð- ur til ísafjaröar. Upphófst þá fyr- ir alvöra „trafiik og konkúrensi" í sveitinni. Sumir hófú að vinna af bæ. Aðrir hættu með öllu sveitabú- skap. Það slitnaði upp úr hjóna- böndum. Nokkr- ir fluttu burtu. Má með sanni segja að heima- fólki sé nokkur vorkunn að upplifa þessi snöggu umskipti, sem ýmsum finnst með réttu að verið hafl að sumu leyti til hins verra. Það má næstum hugsa sér, að nú séu sóknamefhdimar bráðum að verða eini vettvangurinn þar sem þessi algenga, íslenska mann- gerð, smákóngurinn, getur gert sig gildandi," segir Gunnar í greinargerð sinni um áhrif jarðganganna á mann- lfiið. Hann lýsir því að fjöldi manns hafi verið flæmdur í burtu. „Ótölu- legur ijöldi embættis- manna hef- ur raunar verið flæmd- ur héðan burt á undan- fómum áram: Prestur, lækn- ar, skólastjór- ar, kennarar og fleiri.“ í greinargerð- inni gefur séra Gunnar ekki mik- ið fyrir Gunnlaug Finnsson, sóknar- nefndarformann Flateyrarsóknar og fyrrverandi kirkju- ráðsmann. „Gunnlaug þarf ekki að kynna kirkju- legum yfirvöldum, svo langa hríð sem hann hefur setið á kirkjuþingi og í kirkjuráði. (Gunnlaug- ur er ófermdur. Ýmsum hefúr þótt ekki viðfelldið að fela ófermdum manni svo ríka ábyrgð á Þjóðkirkju Is- lands.)...“ - ASSssssa- ^SSSí'kSísí'S’í t . 4 í; rma1 —1 3réfséra Qun, ,riars tii séra, Verð miðað við 18% hækkun í Reykjavík: 13% hækkun fasteignagjalda Fasteignamat á höfuðborgar- svæðinu hækkar um 18% þann 1. desember samkvæmt ákvöröun Fasteignamats ríkisins. Hækkun- in er nokkru minni annars staðar á landinu, eða á bilinu 3,5% til 15%. Borgarstjóm Reykjavíkur ræðir í byrjun desember hver fasteigna- gjöld fyrir húseigendur í borginni eiga að vera á næsta ári. Verði tek- in ákvörðun um að hækka gjöldin til samræmis við hækkað fasteigna- mat, en hækkunin er í raun um 17%, að teknu tilliti til afskrifta, munu fasteignagjöldin hækka um 13,2% að meðaltali. Aðeins hluti fasteignagjaldanna er bundinn fasteignmati. Þetta á við um fasteignaskatt, lóðaleigu og hol- ræsagjald en vatnsgjald er bundið við stærð húsa í fermetrum og sorp- hirðugjald er fast, miðað við hverja sorptunnu. Síðamefndu gjöldin hækka því ekki vegna hærra fast- eignamats. Sem dæmi má nefna að af 96 fer- metra íbúð í þríbýlishúsi í vestur- bænum eru fasteignagjöld í dag 46 þúsund krónur á ári og munu þau því, ef að líkum lætur, hækka um 6.100 krónur og verða 52.100 krónur. Annað dæmi gæti verið af 271 fer- metra einbýlishúsi í Grafarvogi sem nú greiðast 127 þúsund krónur í fasteignagjöld fyrir. 30.700 krónur af þeirri upphæð eru vegna vatns- gjalds og sorphirðu (miðað við tvær sorptunnur) og er sú uppæð óbreytt. Afgangurinn, 96.300 krónur, hækk- ar um 17%, eða um 16.400 krónur. Samtals verða fasteignagjöldin þannig 143.400 krónur en það er hækkun upp á 12,9%. -GAR George Robertson, framkvæmdastjóri NATO, sést hér á tali við Davíð Odds- son forsætisráðherra í Ráðherrabústaðnum í gærkvöld. Robertson kom í opinbera heimsókn til landsins í gær og mun hitta Davíð og Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra á samráðsfundi t dag. DV-mynd E.ÓI. Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur tekur á campylobacter: Stöðvar sölu á menguðum kjúklingum - frá og með næstu áramótum - boðar hert eftirlit á markaði Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í gær, að stöðva sölu á campylobacter-menguö- um ferskum kjúklingum í Reykjavík frá og með næstu áramótum. Nefhd- in vísar til reglugerðar um matvæla- eftirlit og hollustuhætti. Hún áskilur sér rétt til að vemda þannig neytend- ur fyrir campylobacter-smiti. Rögnvaldur Ingólfsson, sviðsstjóri matvælasviðs Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, sagði við DV að nefnd- in vildi ganga lengra en tillögur sér- fræðinga tfi umhverfisráðherra geri ráð fyrir. Þar er lagt tU að frá og með árinu 2000 megi campylobacter að hámarki finnast í 10 prósentum sýna sem tekin eru af sláturhópi frá hverju búi. HeUbrigðisnefndin vUl hins vegar beina mengaðri fram- leiðslu í frystingu, hitameðferð eða forgun. „Nefndin telur óviðunandi að leyfa framleiðendum að setja á markað ferska kjúklinga úr allt að tíu pró- sent eldishópa mengaða campylobacter-sýklum,“ sagði Rögn- valdur. „Nefndin vUl að kjúklingar sem era hér á markaði sem ferskvara, séu lausir við campylobacter-sýkla.“ Rögnvaldur sagði, að tUlögur um 10 prósent mengaða eldishópa þýddu að skoða yrði afia hópa. Þeir væra annað- hvort mengaðir eða ekki. „Að sjálf- sögðu hljóta þeir sem taka og vinna úr sýnunum, þ.e. yfirdýralæknisembætt- ið, að senda HoUustuvemd og heU- brigðiseftirliti sveitarfélaga niðurstöð- ur rannsóknanna. Við höfum enga ástæðu tU að æfia annað en að sam- starf við yfirdýralækni verði gott í þes- um efnum,“ sagði Rögnvaldur. „Ég geri ráð fyrir að farið verði í að tU- kynna kjúklingaframleiðendum um þessa ákvörðun heUbrigðsnefndar. Þessa dagana era þeir kjúklingar að fara í eldi, sem veröa á boðstólum fyrst eftir áramótin þannig að menn eiga að geta búið sig undir þetta. Við getum einnig tekið sýni af markaði. Ef ekki eiga að vera neinir mengaðir hópar í fersksölu, þá getum við fylgst með því með sýnatöku og tekið á því ef það heldur ekki.“ -JSS Langur gestalisti „Það verður langur gestalisti hjá okkur í um- hverfisnefnd, mjög langur Usti,“ segir Ólaf- ur Óm Haralds- son, formaður umhverfisnefnd- ar Alþingis, en umhverfisþætti þingsályktunartiUögu iðnaðarráð- herra um Fljótsdalsvirkjun hefur verið vísað tU nefndarinnar. Dagur sagði frá. Megahola í Kröflu „Þetta er eins og að vinna i happ- drætti," sagði Óskar Ámason, svæð- isstjóri NorðurlandsdeUdar Lands- virkjunar, um tvær borholur sem boraðar vora í september og október sL og skila samtals 28 inegavöttum. Önnur þeirra er stærsta borhola sem borað hefur verið hér á landi og skUar um 20 megavöttum sam- kvæmt spá Orkustofnunar. Dagur sagði frá. Fullnaðarsigur „Okkar málstaður hefur unnið fúUan sigur,“ sagði Skúli VUdngs- son, formaður samtakanna Vemd- um Laugardalinn, eftir að borgar- stjóri ákvað að hætt yrði við fyrir- hugaðar byggingar í austurhluta Laugardals. Þórarinn V. Þórarins- son, forstjóri Landssímans, segir ákvörðun borgarstjóra ekki koma á óvart. „Við eram að skoða aðra möguleika og það er ýmislegt sem kemur tU greina,“ sagði hann. Mbl. sagði frá. Deilt um útihús ísafjarðarbær seldi í fyrra fyrir 1,5 miUjón króna fjós, hesthús og hlöðu á bænum Kirkjubæ í Skutuls- firði tU Þorbjöms Jóhannessonar bæjarverkstjóra. Fljótlega eftir söl- una heyrðust raddir þess efnis að þama hefði verið seld afbrags eign sem ýmsir fleiri hefðu vUjað fá keypta og því hefði átt að auglýsa hana. HaUdór HaUdórsson bæjar- stjóri segir mistök hafa verið gerð. Dagur sagði frá. Magnús ráðinn Magnús Stef- ánsson, rekstrar- fræðingur og fyrrum þingmað- ur Framsóknar á Vesturlandi, hef- ur verið skipað- ur framkvæmda- stjóri HeUbrigð- isstofnunarinnar á Selfossi tU 5 ára. .Fjórtán umsækjendur vora um stöð- una. Dagur sagði frá. Stöð 2 fær Pólaris-víxil Hæstiréttur hefúr dæmt að Karl Diðrik Bjömsson skuli greiða ís- lenska útvarpsfélaginu (ÍÚ) 4,8 mUlj- ónir króna auk vaxta vegna víxiis sem ættaður var frá Páli G. Jónssyni í Pólaris og var frá tíð Jóns Óttars Ragnarssonar. Dagur sagði frá. Allir úr einangrun AUir gæsluvarðhaldsfangamir í stóra fikniefnmálinu hafa frá og með deginum 1 gær verið leystir úr ein- angran í gæsluvarðhaldi sínu. Rann- sóknarhagsmunir lögreglunnar krefi- ast þess ekki lengur enda er rannsókn málsins langt komin. Mbl. sagði frá. Keikókæru vísað frá Siðanefnd Blaðamannafé- lags íslands hefur vísað frá kæra fyrir hönd Halls Hallssonar og Ocean Futures Soeiety á hendur Gérard Lemarquis, fréttamanni AFP á ts- landi, vegna umfjöUunar hans um málefni háhymingsins Keikós í fréttaskeyti. Mbl. sagði frá. Krísa hjá þroskaheftum Trúnaðarmannaráð ÞroskaþjáUa- félags íslands hefur sent frá sér haröorða ályktun þar sem m.a. er lýst yfir ófremdarástandi á mörgum heimUum og þjónustustofnunum þroskaheftra. Ekki hafi fengist þar fólk tU starfa og þeir sem era þar vinni aUt að 200 tíma í yfirvinnu á mánuði. Dagur sagði frá. -GAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.