Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1999, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1999 Neytendur ^ Jólunum fylgir aukin neysla sætinda og sykurs: Astæður og úrbæt- ur gegn sykurfíkn Margir finna stundum fyrir alveg óbærilegri löngun í sykur og þá e.t.v. sérstaklega í súkkulaði. Jafn- vel þeir sem passa vel upp á matar- æðið, ætla sér aö grennast eða mega alls ekki fitna láta undan löngun- inni ef þörfin er mjög sterk. Á eftir fylgir oft heifarlegt samviskubit en löngunin í sykur hefur þá verið mettuð, að minnsta kosti í bili. Nú þegar jólin nálgast verða freist- ingar sykurfíklanna enn fleiri en áður og því er e.t.v. rétt að huga að úrbótum gegn þessari fikn. Líklega finna mun fleiri konur fyrir þessari sterku löngun af og til heldur en karlar. Ástæðumar fyrir sykurfikninni geta verið margvís- legar, s.s. aö viðkomandi þjáist af lágum blóðsykri eða hann skorti einhver bætiefni eða vítamín. Tengist tíðahringnum Margar konur eru sér- staklega veikar í alls kyns sætindi og þar á meðal súkkulaði vikuna fyrir blæðingar. í sumum tiifellum stafar sykurþörfm frekar af and- legum ástæðum en líkamleg- um. Hormónabreytingar valda skapsveiflum og tilfinn- inganæmi og þá er ráð margra að leita huggunar í sælgæti eða öðr- um sætindum. Önnur skýring er hins vegar sú að sumar konur þurfa einfaldlega allt að 500 fleiri hitaeiningar á dag vikuna fyrir tíöir. Eins og allir vita er sykur bara hrein orka og þegar orkuna vantar og þreytan segir til sín er oft freistandi að fá fljóttekna orku úr sætindum. Sókn í sykur getur einnig bent til þess að mataræðið sé ekki nógu gott og viðkomandi vanti einhver nær- ingarefni eða vítamín. Margar konur sem hafa átt við sykurfikn að stríða, sérstaklega vik- una fyrir blæðingar, finna fyrir minni sætindalöngun ef þær taka B- vítamín og kalk reglulega. Ráð og úrbætur Eins og sumir eru haidnir áfeng- isfikn eru aðrir haldnir sykurfikn. Fíknin stafar fyrst og fremst af þeirri góðu andlegu og líkamlegu til- finningu sem sætindin leysa úr læðingi hjá sykurfiklun- um. það ekki út þarftu e.t.v. á hjálp læknis eða næringarráðgjafa að halda. Þegar vinna skal bug á sykurfíkn eða koma í veg fyrir hana er mikil- vægt að borða reglulega og verða aldrei mjög svangur. Ef þú sleppir úr máltíð er lík- legt að orkan minnki og þú freist- ist til að fá þér Mikil ásókn í sætindi er alls ekki óalgeng en ástæðurnar geta verið margvíslegar. Ef þú verður aö byrja daginn á þvi að fá þér eitthvað sætt eða til þess að hafa stjóm á skapi þínu gæt- ir þú verið sykurfikill. Þá gæti verið ráö að sneiða hjá sykri í nokkra daga og sjá hvemig líkaminn bregst við. Ef þú heldur fljóttekna orku, þ.e.a.s. sætindi. Að minnsta kosti þrjár hollar máltíðir á dag og e.t.v. hollt snakk eins og ávextir eöa popp á milli mála eru lykillinn að minni sykurfikn. Rannsóknir hafa auk þess sýnt að aðrir orkugjafar, eins og soðin hrís- grjón, soðnar kartöflur og hveiti- brauð, umbreytast hraðar í orku en sykur. Kosturinn við að grípa til þessara orkugjafa er sá að þeir inni- halda, ólíkt sykrinum, trefjar, vítamín og steinefni. Einnig kemur regluleg hreyfing oft í veg fyrir óbærilega sykurlöng- un þar sem hún eykur insúlínsvör- un líkamans og tryggir þar með rétt blóðsykurmagn í líkamanum. Auk þess er líkamsrækt góð fyrir sjálfstraustið og sjálfsálitið og þegar það vex verður þörfin fyrir að leita sér huggunar í sætindum e.t.v. ekki jafnsterk. Dulbúinn sykur Einnig er gott að lesa vel inni- haldslýsingar á þeim matvörum sem keyptar eru því sykur er ekki endilega skráður sem „syk- ur“ heldur getur hann verið i dulargervi! Hann getur verið dulbú- inn sem glúkósi, hunang, síróp, umbreyttur sykur, tvísykra, maltósi eða syk- urreyr. Sumar fæðutegundir, likt og morgunkom og múslí, innihalda allt að fjórar tegundir sykurs þótt þær séu auglýstar sem sykurlitlar heilsu- vörur. Séu allar sykur- tegundimar lagðar sam- an getur sykurmagnið orðið mjög hátt. Til við- miðunar segja næring- arfræðingar að ekki sé æskilegt að 100 grömm af morgunkomi eða múslí innihaldi meira en 10 grömm af sykri. Þá er bara að ráðast gegn sykur- fíkninni og leggja hana að velli. -GLM Girnileg frönsk eplaterta Þessi girnilega franska eplaterta er góð sem eftirréttur eða með sunnudagskaífinu. Uppskrift 4 msk. mjúkt smjör 3 msk. sykur 1 egg 1 bolli hveiti örlítið salt (ofan á kökuna) 6 msk. mjúkt smjör 1/2 bolli púðursykur 10 græn epli, flysjuð og skorin í frekar þunnar sneiðar þeyttur rjómi. Aðferð 1) Til að búa til kökuna sjálfa er smjörið og sykurinn hrært saman þar til það er orðiö mjúkt. Hrærið eggið saman við og bætið síðan hveitinu og saltinu í og hrærið allt saman í mjúkt deig. Hnoðið deigið létt á hveiti stráðu borði og pakkiö því síöan inn í plastfilmu og látið þaö kólna í ísskáp í um eina klukkustund. 2ÍÍS9. SUÐURNESJUM oPiðIaU ____ SÍMI 421 4888-421 5488 12~16' Toyota 4Runner 3,0 turbo dísil, árg. '94, ek. 110 þús., 33“ breyting, bsk., d-grænn. Verð 1.800 þús. 2) Smyrjið kökumót að innan. Bræðið 6 msk. af smjöri og hellið ijórum þeirra strax út á mótið. Setj- ið 1/3 af púðursykrinum út á, epla- skífumar þar ofan á, afganginn af púöursykrinum ofan á eplaskífum- ar og penslið síðan allt með afgang- inum af bráðna smjörinu. 3) Hitið ofninn í 180 gráður á Celsíus og bakið eplaskifumar í honum í um 15 mínútur eða þar til botninn er orðinn karmellukennd- ur. 4) Fletjið út deigið sem var í kæl- inum þannig aö það verði aðeins stærra en eplaskífumótið. Skeflið deiginu ofan á eplaskífumar og lát- ið endana á deiginu ná utan um mótið. 5) Bakiö kökima í um 20-25 mínútur eða þar til deigið er orðið gulbrúnt. Takið kök- ima úr ofninum og lát- ið hana kólna í um 5 minútur. 6) Setjið disk á hvolfi ofan á kökirna og snú- ið henni síðan við þannig aö eplaskífum- ar snúi upp. Berið kök- ima fram með þeyttum rjóma á meðan hún er enn heit. -GLM Þessi girnilega franska eplaterta er góð sem eftir- réttur eða með sunnudagskaffinu. Leiðretting NS Eftirfarandi tilkynning var send frá Neytendasamtökunum: „Því miður urðu mannleg mistök við fullvinnslu verðkönnunar [birt í DV 25/11]. Þannig var í þremur til- vikum slegið inn of hátt verð á kjöt- vörum í Hagkaupi. Þessi mistök breyta ekki röðun verslananna að öðru leyti en að Hagkaupsverslan- imar koma í þriðja lægsta sæti með 95,1 en Fjarðarkaup fara í fjórða sæti með 95,5. Miðað er við meðal- verðiö 100 í öllum verslununum í könnuninni. Neytendasamtökin biðjast vel- virðingar á þessum leiöu mistökum. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna" Blómaráð Ending afskorinna blóma Skerið stilka afskorinna blóma ávallt á ská með flugbeittinn hnífi eða skærum Skerið upp í endana á þykkum stilkum áður en þeir eru settir i vasa. Þannig á blómið auðveldara með að sjúga í sig rakann. Skerið stilkana í vatni. Þannig er komið í veg fyrir að loftbólur myndist sem hafa slæm áhrif á vatns- rennslið inn í stilk- inn. Fjarlæg- ið blöð sem fara undir / vatnsborð- !' ið. Rotn- andi leifar blaðanna hafa eitrandi áhrif á vatnið. Aspirintöflur. smápeningar og ísmolar eru sagðir lengja líf ný- afskorinna blóma. Hvað sem því líður er besta leiðin til varð- veislu sú að blanda saman 2 msk. af hvítu ediki og 2 msk. af strá- sykri í einn lítra af vatni. Edikið hamlar vexti gerlagróðurs og syk- urinn er góð næring fyrir blómin. Setjið blómin í kælinn á kvöld- in. Það eitt og sér getur tvöfaldað líf afskorinna blóma. , Blóm **i'fLlifa lengur ef þau eru ekki mjög mörg sam- an í vasa. Visnuð -)blóm , r. Til að lífga $ ^ við visnuð blóm er ráð að skera í stilkinn og setja hann í heitt vatn. Látið blómið síðan bíða á dimmum stað þar til vatnið hef- ur kólnað. Færið blómið þá yfir í kalt vatn. Fleira um blóm Ef þú hefur einhvem tímann lyktað af morgunfrú sem hefur stað- ið í vasa í nokkra daga verður þú líklega ánægður að heyra þessi bita- stæðu tíðindi. Setjið 1 tsk. af sykri í vatnið til að losna við óþefinn af henni. Nellikur standa lengur ef örlítið af bórsýru er sett í vatnið. Alið blágresi á kafflkorgi. Setjið bréfþurrkur eða tusku í botninn á vasanum ef blómin eru leggjastutt. Ef þú átt getnaðarvamarpiflur á lausu skaltu leysa þær upp í vatni og vökva fjólumar með þvi. Ef þú ætl- ar að lengja stilka á stuttu blómi er gott að stinga þeim í drykkjarrör áður en blómið er sett í vasa. Setjið krónupen- ing í vasann með túlípönunum. Þá standa þeir beinir og opna sig ekki of mikið. Vatn verður ekki skýjað i glæmm vasa ef þú setur eina msk. af þvotta- legi í hvem lítra af vatni. Haldið stilklöngum blómum bein- um í munnviðum vasa með því að líma glært límband þvers og kmss yfir opið. -GLM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.