Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1999, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1999 5 DV Fréttir Uöað í andlit lögreglumanna - varnarúöa smyglaö frá Bandaríkjunum Lilja Ólafsdóttir. Strætódeilan: Vagnstjórarnir fengu ekki áminningu Klukkan 11 í gærmorgun rann út frestur sem Lilja Ólafsdóttir, for- stjóri SVR, hafði gefið tveimur vagnstjórum til að draga ummæli sín um öryggimál strætisvagnanna til baka ellegar hljóta áminningu eða þola brottrekstur. Vagnstjór- arnir tveir hafa meðal annars hald- ið því fram að vagnar SVR séu sendir út í morgunumferðina í Reykjavík með bilaðar bremsur og stýri. Á fundi er Lilja hélt með vagn- stjórunum tveimur skömmu eftir að frestur hennar rann út í gær- morgun dró ekki til tíðinda; vagn- stjóramir voru hvorki áminntir um brot í starfi né reknir úr starfi. Samkvæmt heimildum DV var komið nýtt og betra hljóð i forstjór- ann og fór vel á með henni og vagn- stjórunum á fundinum. „Ég tjái mig ekki um þá fundi sem ég held hér innanhúss," sagði Lilja Ólafsdóttir forstjóri skömmu eftir fundinn og undir það tóku vagnstjóramir tveir. -EIR Nýr Isuzu Trooper. 3,0 dísel. 159 hestöfl. Opið um helgina kl. 14-17 Bílheimar ehf. Sœvarhöfba 2a Sími:52S 9000 www. bilheimar. is Á Austurlandi Verðum við Vélaverkstæðið Víking á Egilsstöðum A Norðurlandi Verðum við Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar á Akureyri í Reykjavík Bílheimum, Sævarhöfða 2 Tveir lögreglumenn, sem voru á vakt aðfaranótt fóstudagsins í sið- ustu viku, urðu fyrir óskemmtilegri reynslu þegar úðað var á þá svoköll- uðum vamarúða. Þeir höfðu staðið vakt við söluturninn Fröken Reykjavík í Lækjargötu þegar þrír menn reyndu að komast inn í sölu- tuminn með því að sparka í hurð- ina. Þegar lögreglumennirnir reyndu að hindra atgang mannanna tók einn maðurinn upp vamarúða og úðaði í andlit þeirra. Þeir hlupu af vettvangi við svo búið en tveir þeirra náðust og voru færðir til lög- regluyfirvalda. Hjá lögreglunni fengust þær upp- lýsingar að upp hafa komið tilfeÚi þar sem úðað hefur verið að lög- reglumönnum er þeir vinna skyldu- störf sín. Þá hefur lögregluembættið fengiö tilkynningar um tilvik þar sem úðað hefur verið á fólk, t.d. á skemmtistöðum en þá er verið að valda öðrum hnekk. Samkvæmt íslenskum lögum eiga lögreglumenn að bera slíkan úða en hann er eingöngu notaður sem varnartæki fyrir lögregluna tO að afvopna hættulegt fólk. Aðspurð sagði lögreglan að líklegt væri að þessum úða væri smyglað frá Bandaríkjunum en þar hefur úðinn verið töluvert notaður af konum til vamar nauðgurum og öðrum mis- indismönnum. Úðinn hefur þær af- leiðingar að hann veldur uppgjafar- tilfinningu og dregur úr árásar- mætti viðkomanda. Hann á að vera hættúlaus ef rétt er að farið en lög- reglumenn fá þjálfun í notkun hans i lögregluskóla rikisins. Óskar Bjartmarsson, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur, sagði talsvert vera um að ráðist væri að lögreglumönnum og væri það alltaf að aukast. „Þetta er virðingarleysi og harkan i þessum heimi er sífellt að aukast,“ sagði Óskar aðspurður um orsakir árásanna. -hól Það færist í aukana að ráðist sé á lögreglumenn í starfi. N/r Isuzu Trooper dísel sjálfskiptu r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.