Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1999, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1999 Útlönd Portillo sigraði með yfirburðum Michael Portillo, fyrrum varn- armálaráðherra Bretlands, tryggði sér aftur sess í fremstu röð breskra stjómmála í gær þeg- ar hann vann aukakosningar í miklu íhaldsvígi í London með yf- irburðum. Kjörsókn var ekki nema tæp 30 prósent. Portillo, sem er í miklu uppá- haldi hægriaflanna í íhalds- flokknum, hafði verið fjarri heimsins glaumi síðan 1997 þegar honum var bolað úr embætti. Stjómmálaskýrendur telja að Portillo geti ógnað stöðu Williams Hagues, leiðtoga íhaldsflokksins. Hague hefur lítið megnað gegn vinsældum Tonys Blairs. Nauðungarsala til slita á sameign Uppboð til slita á sameign mun byrja á skrifstofu embættlsins að Skógarhlíð 6, Reykjavík, sem hér segir á eftlrfarandi eign: Grandagarður 3, Reykjavík, þingl. eig. Ólafur Aðalsteinn Bergsveinsson, gerðar- beiðendur Jóhannes Bergsveinsson og Guðrún Lára Bergsveinsdóttir, þriðjudag- inn 30. nóvember 1999, kl. 10.00. SÝ SLUMAÐURINN í REYKJAVÍK, Blair og Chirac sammála: Auknar varnir ESB efla NATO Leiðtogar Bretlands og Frakk- lands ýttu deilunum um breskt nautakjöt út af borðinu í gær þegar þeir hvöttu til aukinnar samvinnu Evrópuríkja í varnarmálum, sam- vinnu sem þeir sögðu að myndi að- eins efla Atlantshafsbandalagið (NATO) en ekki veikja það. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði að viðræður hans við Jacques Chirac Frakklandsfor- seta, Lionel Jospin forsætisráðherra og Hubert Védrine vamarmálaráð- herra hefðu verið ákaflega gagnleg- ar. Leiðtogamir hefðu lagt fram „metnaðarfulla en raunsæja áætlun um að styrkja hernaðarmátt" Evr- ópusambandslandanna fimmtán. Blair og Chirac vilja að á leiðtoga- fundi Evrópusambandsins í Helsinki í næsta mánuði verði tekin afdrátt- arlaus skref til eflingar hernaðar- mætti sambandsins. Þar gegnir lykil- hlutverki viðbragðssveit sem gæti komið sextíu þúsund mönnum á vettvang átaka á tveimur mánuðum. Chirac Frakklandsforseti ræddi varnarmál Evrópu í London í gær. Bandarísk stjómvöld hafa haft af því nokkrar áhyggjur að Evrópu- sambandsríkin séu að verða afhuga NATO. Blair og Chirac sögðu hins vegar í gær að því færi víðs fjarri, NATO væri enn grundvöllurinn að sameiginlegum vömum þeirra og myndi áfram gegna mikilvægu hlut- verki við lausn erflðra mála. „Eitt vil ég taka skýrt fram,“ sagði Tony Blair eftir fundinn með Frökkunum í London i gær. „Þetta snýst ekki um að stofna einn evr- ópskan her undir einni yfirstjóm. Þetta er ekki á neinn hátt tilraun til að koma í staðinn fyrir eða keppa við NATO. Við erum afdráttarlausir hvað þetta varðar." Chirac lagði líka orð í belg og full- vissaöi viðstadda um að ekki væri ætlunin að skilja NATO út undan við myndun öflugri evrópskra vam- arsveita. íslensk stjórnvöld hafa einnig haft nokkrar áhyggjur af því að verða út undan í vamarmálaum- ræðunni í Evrópu þar sem ísland er ekki aðili að Evrópusambandinu. Sómi 800 Sem nýr Sómi 800 til sölu, smíöaár 1996, Volvo Penta, 230 hö., 4 stk. nýyfirfarnar DNG-rúllur, 23 sóknardagar meö góöri aflareynslu og toppnýtingu. Upplýsingar í síma 899 - 9600 ¥ersluniíi hsttir Allt á að seljast 50% afsláttur af öllu Opið mánud.-laugard. 13-18 Útsalan endar laugardaginn 4. des. Komið og gerið frábær jólainnkaup. (cjountnyperiur oy (jjui/t Laugarnesvegi 52 v/Sundlaugav. UPPB0Ð Uppboð munu byrja é skrifstofu embættlsins að Skógarhiíð 6, Reykjavík, sem hér segir é eftir- farandl eignum: Ármúli 38, 117,2 fm verslunarhúsnæði á 1. hæð t.v. m.m., Reykjavík, þingl. eig. Hljóðfæraverslun Pálmars Á. ehf., gerðar- beiðendur Securitas ehf. og Tollstjóra- embættið, þriðjudaginn 30. nóvember 1999, kl. 10.00. Dvergabakki 36, 88,5 fm íbúð á 1. hæð t.h. m.m., Reykjavík, þingl. eig. Þórður Karlsson, gerðarbeiðendur Frjálsi lífeyris- sjóðurinn og Tollstjóraembættið, þriðju- daginn 30. nóvember 1999, kl. 10.00. Jörfabakki 12, 2ja herb. íbúð á 2. hæð t.h., merkt 0203, Reykjavík, þingl. eig. Þor- geir S. Kristinsson, gerðaibeiðandi Búnað- arbanki íslands hf., þriðjudaginn 30. nóv- ember 1999, kl. 10.00.____________________ Reynimelur 29, Reykjavík, þingl. eig. Guðrún Bjömsdóttir, gerðarbeiðandi Bún- aðarbanki íslands hf., Hellu, þriðjudaginn 30. nóvember 1999, kl. 10.00. Síðumúli 31, suðausturhluti 3ju hæðar, Reykjavík, þingl. eig. Apótekarafélagö 96, gerðarbeiðandi Tollstjóraskrifstofa, þriðjudaginn 30. nóvember 1999, kl. 10.00.____________________________________ Vagnhöfði 11, Reykjavík, þingl. eig. Hamra ehf., gerðarbeiðandi Islandsbanki hf., útibú 526, þriðjudaginn 30. nóvember 1999, kl. 10.00. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK Þessi huggulega Búkolla hefur það náðugt ofan á heysátu undir Eiffelturn- inum í París. Kusa tók þátt í mótmælaaðgerðum franskra bænda vegna fyr- irhugaðs fundar Heimsviðskiptastofnunarinnar í næstu viku. Morðáætlanir gegn Milosevic: Frakkar sakaöir um samsæri Júgóslavnesk yfirvöld saka Frakk- land um að vera á bak við áætlun um að myrða Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseta. Goran Matic, upp- lýsingaráðherra Júgóslavíu, sagði í gær að fimm félagar í neðanjarðar- hreyfingu, allir Serbar frá Júgóslaviu og Bosníu, hefðu verið gripnir i síðustu viku. Sagði Matic þá vera hryðjuverkamenn og njósn- ara sem störfuðu á vegum frönsku leyniþjónustunnar og fengju greitt fyrir frá Frakklandi. Hinir handteknu eru sagðir vera í samtökunum Köngulóin. Eiga þeir að hafa gert fjórar áætlanir um hvemig ráða mætti Milosevic af dögum. Gert var ráð fyrir notkun leyniskyttna, sprengiefna og árás á forsetahöllina. Matic sagði að leyniþjónustur annarra landa ráðgerðu einnig til- ræði gegn Júgóslavíu. Frakkar væra hins vegar þeir einu sem staðnir hefðu verið að verki. Franskur embættismaður, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði í viðtali við AFP-fréttastofuna að slíkar ásakanir kæmu upp með jöfnu millibili. Hann sagði þær upp- spuna. Frakkar hefðu alltaf komið fram við Milosevic á siðmenntaðan hátt jafnvel þótt hann hefði ekki alltaf átt það skilið. Jacques Chirac Frakklandsfor- seti og Lionel Jospin, forsætisráð- herra Frakklands, sem voru á fundi í London í gær, vildu ekki tjá sig um ásakanir júgóslavneskra yfir- valda. Stuttar fréttir dv 300 létust í skipsbruna Óttast er að um 300 manns hafi látið lífið á miðvikudagskvöld er eldur kom upp í farþegaferju utan við hafnarbæinn Yantai í Kína. Átök í Aceh Hundruð manna vopnuð byss- um, hnífum, bogum og örvum börðust í Ambon í Aceh í morg- un. Að minnsta kosti 18 létust í átökunum. Jeltsín með lungnakvef Borís Jeltsín Rússlandsforseti er með bæði inflúensu og alvar- legt lungnakvef. Forsetinn kenndi sér meins á stjóm- arfundi í gær og var honum þá ekið á sjúkrahús til rannsóknar. Að lokinni rann- sókninn var Rússlandsforseti fluttur til sveita- seturs sins utan við Moskvu. Gert er ráð fyrir að Jeltsín verði fiar- verandi frá Kreml í tvær til þrjár vikur. Fjöldagrafir fundnar Indónesískir rannsóknarmenn hafa fundið líkamsleifar að minnsta kosti 25 manna í þremur fiöldagröfum á indónesísku land- svæði, rétt við landamæri A- Tímor. Harðar árásir á Grosní Rússneskar sveitir bjuggu sig í morgun undir frekari árásir á Grosní i Tsjetsjeníu. Hörðustu árásimar hingað til voru gerðar á borgina í gærkvöld. Falun Gong-menn gripnir Kinverska lögreglan handtók í gærkvöld 15 félaga í Falun Gong- hreyfingunni. Meðal þeirra voru Bandaríkjamaður, Svíi og tveir Ástralir, að sögn mannréttinda- samtaka í Hong Kong. Cherie gegn ofbeldi Cherie Blair, eiginkona Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, hefur tekið þátt í baráttu Sheryl Gascoigne, fyrr- verandi eigin- konu knatt- spymukappans Pauls Gascoignes, gegn heimilisof- heldi. í blaðavið- tali sagði Cherie að þjóðfélagið mætti ekki sætta sig við heimilis- ofheldi. Hvatti forsætisráðherra- frúin Breta tU að senda að minnsta kosti 1 pund hver tU samtaka gegn ofbeldi. Böm í mestri hættu Böm undir eins árs aldri eru fiómm sinnum líklegri tU að verða myrt en aðrir aldurshópar á Bretlandi. Um 50 böm em myrt á hverju ári á Bretlandi, oftast af foreldrum sínum. Sprengt á Korsíku Að minnsta kosti sjö manns særðust er tvær sprengjur sprangu í opinberum byggingum í Ajaccio á Korsíku í gær. Verkfall hjá skattinum Fimmtán starfsmenn á toU- og skattstofunni í Færeyjum hafa verið í verkfaUi síðan á mánudag vegna óánægju með vinnuaðstæð- ur sínar. Slægur refur Wim Duisenberg, bankastjóri evrópska seðlabankans, fékk sér- stök heið- ursverðlaun í Þýskalandi sem kennd eru við slæganref. Ann- ars er haft eftir bankastjóranum í Financial Times í morgun að áframhaldandi veik staða evr- unnar yrði áhyggjuefni. Hann sagði þó að það myndi ekki skaða efnahags Evrópusambandsland- anna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.