Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1999, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1999 9 DV Tyrkland: Stjórnmálamenn halda Öcalan á Kúrdar í Hamborg efndu í gær til mótmæla vegna staðfestingar á dauðadóminum yfir Kúrdaleiðtoganum Abdullah Öcalan. Símamynd Reuter Líkumar á að Kúrdaleiðtoginn Abdullah Öcalan verði tekinn af lifl minnka stöðugt þrátt fyrir stað- festingu áfrýjunardómstóls á dauðadóminum yfir honum. Hundruð Tyrkja fögnuðu í gær fyrir utan áfrýjunardómstólinn í Ankara þegar tilkynnt var að dauðadómurinn hefði verið stað- festur. „Lengi lifi réttlætið“, hróp- aði manníjöldinn meðal annars og gekk til þinghússins til þess að krefjast þess að þingmenn sam- þykktu strax dóminn. Sú verður ekki raunin. Bæði þingið og forsetinn, sem verða að staðfesta dóminn áður en hægt verður að framfylgja honum, hyggj- ast vinna tíma í málinu. „Ferlinu er ekki lokið enn,“ sagði Suleyman Demirel forseti í gær. í fjölmiðlum og á meðal stjóm- málamanna hefur krafan um að Öcalan verði tekinn af lífi ekki ver- ið jafnhávær og áður. „Þeim fjölgar sem hafa komist á þá skoðun að af- taka muni bitna á Tyrklandi sjálfu," segir talsmaður mannrétt- indasamtakanna Mazlum-Der. Að gera Öcalan að píslarvætti gæti haft í fór með sér enn frekari átök við Kúrda. Margir líta svo á að ekki eigi að fóma fleiri tyrk- neskum hermönnum vegna Öcal- ans. Sambandið við Evrópu er önnur ástæða fyrir því að Tyrkir hika við að taka Öcalan af lífi. Fordæming mannréttindasamtaka og mikil- vægra Evrópusambandslanda í kjölfar staðfestingar áfrýjunardóm- stólsins í gær sýnir að möguleikar Tyrkja á aðild að Evrópusamband- inu munu snarminnka verði dauðadóminum fullnægt. Þessu gera Tyrkir sér grein fyrir. Líklegt þykir að Bulent Ecevit, Utlönd vilja lífi forsætisráðherra Tyrklands, sem sjálfur hefur oft lýst því yfir að hann væri andvígur dauðarefs- ingu, muni þess vegna bíða álits mannréttindadómstóls Evrópu áð- ur en hann lætur tyrkneska þingið fialla um málið. Það mun að minnsta kosti taka eitt ár og jafnvel tvö og það er einmitt það sem tyrknesk stjóm- völd em talin vilja. Á meðan mannréttindadómstóll- inn í Strasbourg fiaUar um mál Öcalans þarf tyrkneska þingið ekki að bera ábyrgð á því að helsta óvini þjóðarinnar skuli haldið á lífi. Samtímis losna Tyrkir við þrýsting frá Evrópusambandinu. Enn er þó ekki talið víst að mað- urinn, sem tyrknesk yfirvöld segja að beri ábyrgð á dauða 30 þúsunda manna í stríðinu við kúrdíska að- skilnaðarsinna, sleppi við gálgann. Þjóðernissinnar, sem eru sam- starfsflokkur flokks Ecevits, komust til valda meðal annars vegna andrúmsloftsins sem ríkti í kjölfar handtöku Öcalans. Þessi flokkur vill að Öcalan verði tekinn af lífi. Verði Tyrkjum enn einu sinni neitað um aðild að Evrópu- sambandinu getur það leitt til þess að dauðadóminum verði fullnægt. Eiginkonan er reið út í Archer Mary Archer, eiginkona breska íhaldsmannsins Jeffreys Archers, segist vera reið út í bónda sinn. Það breyti því þó ekki að henni fmnist hann góður maður. Þetta kemur fram á vefsíðu BBC. Archer varð aö hætta við fram- boð sitt til borgarstjóraembættis Lundúna vegna uppljóstrana um að hann heföi beðið vin sinn að veita sér falska fiarvistarsönnun vegna meiðyrðamáls fyrir þrettán árum. „Ég er reiö út i Jeffrey en ég hef myndað mér þá skoðun að hann sé ærlegur og örlátur maður á 35 árum og það breytist ekki á einni helgi, eða á nokkrum helg- um,“ sagði Mary Archer í yfirlýs- ingu sem hún sendi frá sér í gær. Þá segir eiginkonan að Archer sé mannlegri en flestir aðrir menn. Lögreglan rannsakar nú hvort höföa beri sakamál á hendur Jef- frey Archer. Þessi besti vinur barnanna tók þátt í mikilli skrúðgöngu vöruhússins Macy’s niður Breiðgötuna einu og sönnu í New York í gær, á sjáifan þakkargjörðardaginn þegar landsmenn troða sig út af kalkúnakjöti og fyllingu. Vont fyrir Færeyinga að missa ríkisstyrkinn: 9 leitis íslenska leitarvélin á Netinu Dregur Verði Færeyingar af beinum rík- isstyrk frá Danmörku upp á tíu milljarða íslenskra króna á ári blas- ir ekki annað við en velferðin á eyj- unum minnki um sautján prósent. Þetta kemur fram í útreikningum frá Hagfræðistofnun Háskóla ís- lands fyrir færeysku landstjómina vegna fyrirhugaðra sjálfstæðisáætl- ana frænda okkar. í skýrslu Hagfræðistofnunar er því slegið föstu að ef ríkisstyrkur- inn frá Danmörku verði felldur nið- ur, á sama tíma og opinber útgjöld haldist óbreytt, muni það leiða til 27 prósenta skattahækkunar þegar til lengri tíma er litið og fiárhagsaf- koma fiölskyldna í Færeyjum versn- ar um 24 prósent. Einnig kemur fram í plagginu frá ur velferðinni Hagfræðistofnun að samkeppnis- staða Færeyja muni batna falli rík- isstyrkurinn niður. Þar kemur til að kostnaður mun almennt lækka og við það skapast jarðvegur fyrir meiri fiárfestingar og aukinn út- flutning. Efnahagsnefnd landstjómarinnar hefur farið yfir útreikningana frá íslandi og bendir á að taka verði niðurstöðunum með miklum fyrir- vara. „Við höfum kosið að líta á stöð- ima út frá því að ríkisútgjöldin verði ekki skorin niður. Það mun leggja þunga skattabyrði á þegnana og leiða til þess að velferðin minnk- ar umtalsvert," segir í yfirlýsingu frá nefndarmönnum. Þeir benda jafnframt á að í út- reikningunum frá íslandi sé ekki reiknað með að fiskveiðar Færey- inga geti farið vaxandi. □ Ragnar Björasson eM. Dalshraun 6, Hafnarfirði Súni 555 0397 • fax 565 1740 ■ Nýr a la ’carte-matseðill Veitinga- ogskemmtistaðurinn Klaustrið fyrít* matargesti, Kmpparstíg 26 • Sími 552 6022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.