Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1999, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1999 Messur Árbæjarklrkja: Kirkjudagur Árbæjar- safnaðar. Bamaguðsþjónusta kl. 13. Bæn- ir, fræðsla, söngvar, sögur og leikir. Kveikt á aðventukransinum. Guðsþjón- usta fyrir alla fjölskylduna kl. 14. Prestar j Esafnaðarins þjóna. Aðventuhátíð Árbæjar- safnaðar i kirkjunni kl. 20.30. Rarikkórinn syngur í 20 mínútur í kirkjunni áður en aðventusamkoman hefst. Prestamir. Áskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Böm úr TTT-starfi Áskirkju og æskulýðsfélag- inu Ásmegin sýna helgileik. Guðsþjónusta kl. 14. Kaffi eftir messu. Aðventukvöld kl. 20.30. Kirkjubíllinn ekur. Ámi Bergur Sig- urbjömsson. Breiðholtskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta á sama tíma. Organisti: Daníel Jónasson. Tómasarmessa kl. 20 í samvinnu við félag guðfræðinema og kristilegu skólahreyfmguna. Fyrirbænir og fjölbreytt tónlist. KafFisopi í safnaðar- heimilinu að messu lokinni. Gísli Jónas- son. Bústaðakirkja: Bamamessa kl. 11. - Kveikt á fyrsta kerti aðventukransins. Há- tiðarguðsþjónusta ki. 14. Pálmi Matthías- son. Aðventukvöld kl. 20.30. Digraneskirkja: Kl. 11. Messa. Prestur sr. Sigurjón Ámi Eyjólfsson. Organisti: Bjami Jónatansson. Sunnudagaskóli á sama tíma. Léttur málsverður eftir messu. Dómkirkjan: Messa kl. 11. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson. Stutt helgistund kl. 12 fyrir böm. Kveikt verður á fyrsta kerti að- ventukransins og sungnir aðventusöngv- ar. Aðventukvöld kl. 20.30. Dómkirkju- prestamir sr. Hjalti Guðmundsson og sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson leiða dag- skrána. Elliheimiliö Grund: Guðsþjónusta kl. 10.15. Rangæingakórinn leiðir söng. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Eyrarbakkakirkja: Bamaguðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Sóknarprestur. Fella- og Hólakirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Kór Fella- og Hólakirkju syngur. Organisti Lenka Mátéová. Bamaguðsþjónusta á sama tíma. Umsjón Margrét Ólöf Magnús- dóttir. Prestamir. Flateyrarkirkja: Messa kl. 14, fyrsta sunnudag í aðventu. Fögnum nýju kirkju- ári. Bamastarf kl. 11.15. Sr. Gunnar Bjömsson. Fríkirkjan í Reykjavik: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Aðventuguðsþjónusta kl. 14. Aðventa hefst. Allir hjartanlega velkomn- ir. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson. Grafarvogskirkja: Sunnudagaskóli í Grafarvogskirkju kl. 11. Prestur sr. Anna Sigríður Pálsdóttir. Sunnudagaskóli í Engjaskóla kl. 11. Prestur sr. Sigurður Amarson. Umsjón: Signý, Guðrún og Guð- laugur. Guðsþjónusta í Grafarvogskirkju kl. 14. Sr. Sigurjón Ámi Eyjólfsson hér- •: aðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Prestamir. Grensáskirkja: Barnastarf kl. 11. Guðs- þjónusta kl. 11. Sr. Ólafur Jóhannsson. Hallgrímskirkja: Hátíðarmessa kl. 11. Aðventutónleikar Barna- og unglingakórs Halfgrímskirkju kl. 17. Haukadalskirkja: Messa verður kl. 14. Háteigskirkja: Bama- og fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Sr. Helga Soffía Konráðs- dóttir Messa kl. 14. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr. Helga Soffia Konráðsdóttir. HjaUakirkja: Messa kl. 11. Sr. Hjörtur Hjartarson þjónar. Félagar úr kór kirkj- unnar syngja og leiða safnaðarsöng. Org- anisti Jón Ólafur Sigurðsson. Bamaguðs- þjónusta í kirkjunni kl. 13 og í Lindaskóla kl. 11. Við minnum á bæna- og kyrrðar- stund á þriðjudag, kl. 18. Prestamir. Kópavogskirkja: Barnaguðsþjónusta í safnaðarheimiiinu Borgum kl. 11. Guðs- þjónusta kl. 14. Prestur sr. Guðni Þór Ólafsson. Organisti: Hrönn Helgadóttir. !. Aðventuhátíð kl. 17. Landspítalinn: Messa kl. 10. Sr. María Ágústsdóttir. Langholtskirkja, Kirkja Guðbrands bisk- ups: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Kveikt á fyrsta aðventukertinu. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Aðventuhátíð kl. 20. Laugarneskirkja: Messa og sunnudaga- skóli kl. 11. Böm tendra ljós á aðventu- kransinum. Prestur sr. Bjami Karlsson. Messukaffi og djús fyrir bömin á eftir. Messa kl. 13 með altarisgöngu í dagvistar- salnum, Hátúni 12. Aðventukvöld kl. 20 og afmælishátíð Laugameskirkju. LágafeUskirkja: Aðventukvöld kl. 20.30. Barnastarf í safnaðarheimilinu kl. 11. Sóknarprestur. Neskirkja: Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Frank M. HaUdórsson. Aðventustund kl. 17. Sr. Öm Bárður Jónsson flytur ávarp. Tónlist og fleira. Njarðvíkurkirkja: Sunnudagaskóli kl. 11 sem fram fer í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Bíll . fer frá Safnaðarheimilinu í Innri-Njarðvík kl. 10.45. Baidur Rafn Sigurðsson. Ytri-Njarðvikurkirkja: Messa kl. 14. Sunnudagaskóli kl. 11. Baldur Rafn Sig- urðsson. Óháði söfnuðurinn: Þjóðlagamessa kl. 14. Gítar, bassi og píanó. Bamastarf á sama tíma. Maul eftir messu. Selfosskirkja: Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Tónleikar Unglingakórs Selfoss- kirkju kl. 20. Sóknarprestur. Seljakirkja: Kl. 11 Krakkaguðsþjónusta Kveikt á fyrsta aðventukertinu. Kl. 14 Guðsþjónusta. Sr. Valgeir Ástráðsson pré- dikar. Altarisganga. Bamakór Seljakirkju og Kór Seíjakirkju syngja kl.16. Guðsþjón- usta í Skógarbæ. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar. Organisti og kórstjóri við at- hafnimar er Gróa Hreinsdóttir. Kl. 20: Að- t^ventukvöld. Fjölbreytt aðventudagskrá. Sóknarprestur. Seltjarnarneskirkja: Messa kl. 11. Ferm- ingarböm bera inn kertaljós og kveikja á fyrsta kertinu á aðventukransinum. Prest- ur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Að- ventukvöld kl. 20.30. Skálholtsdómkirkja: Messa verður kl. 11. Þingvallakirkja: Guðsþjónusta kl. 11. At- hugið breyttan messutima. Sóknarprest- Fólk í fréttum Jónas Garðarsson Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafé- lags Reykjavíkur, hefur mikið verið í fréttum að undanfomu. Félag hans hefur hindrað afferm- ingu farskipsins Nordheim sem liggur í Sundahöfn þar sem út- gerð skipsins hefur ekki gert lágmarkslauna- samning við undirmenn áhafnarinnar. Jónas Garðarsson. Starfsferill Jónas fæddist í Reykjavík 8.10. 1955 og ólst upp í foreldrahúsum í Kópavogi og i Reykjavík. Hann lauk gagnfræðaprófi og fór síðan til sjós. Jónas var í siglingum á skipum Eimskipafélagsins, á Jöklunum og Sambandsskipum í tíu ár. Auk þess var hann á íslenskum varðskipum um tíma. Jónas var starfsmaður hjá Haf- skipui en hóf störf hjá Sjómannafé- lagi Reykjavíkur 1982 og hefur starf- að þar síðan. Hann varð formaður Sjómannafélags Reykjavíkur 1994 og hefur verið starfandi fram- kvæmdastjóri félagsins síðan. Jónas situr í stjórn Sjómanna- sambands íslands, situr í stjórn Líf- eyrissjóðs sjómanna, í stjórn sam- bandsstjómar ASÍ, í deildarráði sjó- manna hjá Norræna flutninga- verkamannasambandinu, og situr í Sjómannadagsráði. Þá er hann for- maður Snarfara, félags sportbáta- eigenda. Fjölskylda Eiginkona Jónasar er Harpa Helgadóttir, f. 10.2. 1964, húsmóðir. Hún er dóttir Helga Guðjónssonar, skipstjóra á Hofsjökli, og k.h., Guð- laugar Jónsdóttur húsmóður. Dætur Jónasar og Hörpu eru Hulda, f. 22.1.1985, nemi; Guðlaug, f. 25.1. 1987, nemi. Börn Jónasar frá fyrrv. hjónabandi með Eddu Björnsdóttur eru Marta María, f. 23.3. 1977, að- stoðarverslunarstjóri, bú- sett í Reykjavík; Jón Sig- urður, f. 27.7. 1979, sjó- maður hjá Eimskipafé- lagi ísland, búsettur í Reykjavík. Systir Jónasar er Val- gerður Garðarsdóttir, f. 27.10. 1959, kennari í Reykjavík, gift Amari Ásmunds- syni sölustjóra og eiga þau fjögur böm. Foreldrar Jónasar: Garðar Björg- vin Bjamason, f. 28.5. 1928, d. 30.12. 1980, stýrimaður í Reykjavík, og k.h., Marta María Jónasdóttir, f. 5.6. 1929, fyrrv. bankastarfsmaður. Ætt Garðar Björgvin var sonur Bjarna Austmanns, verkamanns á Fáskrúðsfirði og í Vestmannaeyj- um, Bjamasonar, b. á Freyshólum, Bjamasonar frá Krossi Magnússon- ar. Móðir Bjarna Bjamasonar var Guðfmna, dóttir Einars, frá Set- bergi, Kristjánssonar og Margrétar Pétursdóttur frá Bót. Móðir Bjarna Austmanns var Álfheiður Jónsdótt- ir. Móðir Garðars Björgvins var Stefanía, dóttir Markúsar á Vopna- firði, er fór til Vesturheims, Guðna- sonar, b. í Hvammi í Kjós, Jónsson- ar. Móðir Guðna var Vilborg Jóns- dóttir, b. á Sýrlæk í Flóa, Jónsson- ar. Móðir Markúsar var Sigríður, systir Þorbjargar, langömmu Sigríð- ar, móður Sigríðar Dúnu Krist- mundsdóttur mannfræðings. Sigríð- ur var einnig systir Guðmundar, afa Þorbjörns á Bildudal, afa Þórðar Þorbjarnarsonar borgarverkfræð- ings og Þorbjöms Broddasonar pró- fessors. Sigríður var dóttir Gísla, hreppstjóra í Hrísakoti, bróður Pét- urs, langafa Guðrúnar, móður Bjarna Benediktssonar forsætisráð- herra. Gísli var sonur Guðmundar, dbrm. í Skildinganesi, Jónssonar. Móðir Sigríðar var Guðrún Þór- oddsdóttir, b. á Ingunnarstöðum, Sigurðssonar. Móðir Guðrúnar var Guðrún Jónsdóttir, b. á Fremra- Hálsi og ættfóður Fremra-Hálsætt- arinnar, Árnasonar. Móðir Stefaníu var Ingunn Einarsdóttir frá Hamri í Hamarsfirði Ólafssonar. Móðir Ing- unnar var Sigriður Eyjólfsdöttir. Marta María er systir Haralds, föður Jónasar, aðstoðarritstjóra DV. Marta María er dóttir Jónasar, skip- stjóra hjá Eimskip, bróður Elísabet- ar, móður Sigurðar iþróttafrétta- manns og Böðvars bóksala í Hafnar- firði Sigurðssona. Jónas var sonur Böðvars, bakarameistara í Hafnar- firði, Böðvarssonar, kennara i Hafn- arfirði, Böðvarssonar. Móðir Jónas- ar var Sigríður Jónsdóttir, b. í Drangshlíð í Miðfirði, Kjartansson- ar. Móðir Mörtu Maríu er Hulda Sól- borg Haraldsdóttir, b. á Álftanesi á Mýrum, Bjarnasonar. Móðir Huldu Sólborgar var Marta María, systir Haralds Níelssonar prófessors, föð- ur Jónasar Haralz, fyrrv. banka- stjóra og Sofíiu, móður Völundar- bræðra. Annar bróðir Mörtu Maríu var Hallgrímur á Grimsstöðum, afi Hallgríms tónskálds Helgasonar. Systir Mörtu Maríu var Sesselja, móðir Sveins Valfells forstjóra. Marta María var dóttir Níelsar, b. á Grímsstöðum, Eyjólfssonar, og Sig- riðar, hálfsystur Hallgríms, biskups og alþm., og Elísabetar, móður Sveins Bjömssonar forseta. Sigríð- ur var dóttir Sveins, prófasts á Staðastað, Nielssonar og f. k. h., Guðnýjar Jónsdóttur skáldkonu, systur Margrétar, ömmu Ólafs Frið- rikssonar verkalýðsleiðtoga. Afmæli Árni Árnason Árni Árnason, fyrrv. forstjóri, Hagalandi 9. Mosfellsbæ, er sjötiu og fimm ára í dag. Starfsferill Árni fæddist á Vopna- firði og ólst þar upp. Hann var í bamaskóla á Vopnafirði og i unglinga- skóla þar, hóf nám við Iðnskólann á Akureyri 1944, lauk sveinsprófi í ketil- og plötusmíði 1948 og öðlaðist síðan meistararéttindi í þeirri grein. Þá stundaði hann nám við Stokkholms Tekniska Institut frá 1948 og lauk þaðan prófum i vél- tæknifræði 1951. Á unglingsárunum var Ámi þrjú sumur á Þórshöfn, tvö sumur í beitningu og eitt sumar á bát frá Þórshöfn. Þá stundaði hann útgerð á Vopnafirði, ásamt bræðrum sín- um 1942-44. Er Ámi kom frá Svíþjóö 1951 hóf hann störf við Vélsmiðjuna Odda á Akureyri, sem var starfrækt á veg- um KEA, og var forstjóri hennar 1951-59. Hann tók þá við fyrirtæki tengdafóður síns, Byggingavöru- verslun Tómasar Bjömssonar og starfrækti hana til 1986 er fyrirtæk- ið var selt KEA. Þá var hann jafn- framt forstjóri verktakafyrirtækis- ins Norðurverks um árabil en það fyrirtæki byggði m.a. fyrstu íbúða- blokkimar á Akureyri. Árni starfaði í Sjálfstæðisflokkn- um á Akureyri og sat m.a. í bæjar- stjórn á Akureyri fyrir flokkinn. Fjölskylda Ami Arnason. Ami kvæntist 24.12. 1952 Kristínu Tómasdóttur, f. 14.11. 1924, húsmóður. Hún er dóttir Tómasar Björnssonar, kaupmanns á Akureyri, og Margrétar Þórðardóttur húsmóður. Böm Árna og Kristínar eru Margrét, f. 1950, hjúkrunarfræðingur, bú- sett í Reykjavík og á hún þrjú börn; Árni, f. 1953, verkfræðingur hjá Línu- hönnun, búsettur í Reykjavík, kvæntur Birnu Sveinsdóttur og eiga þau þrjár dætur; Auður, f. 1954, tannsmiður í Reykjavík og á hún tvær dætur; Anna Þórdís, f. 1961, matvælafræðingur í Sviþjóð, gift Leif Johanson og eiga þau tvö börn. Systkini Áma: Snorri, f. 10.7. 1921, d. 21.12. 1972, sýslufulltrúi á Selfossi; Kjartan, f. 8.12.1922, d. 21.5. 1978, læknir á Hornafirði; Kristín Sigríður, f. 30.6. 1926, húsmóðir í Reykjavík; Sigrún, f. 6.9. 1927, hús móðir í Reykjavík; Valborg, f. 12.2 1930, hjúkrunarfræðingur í Reykja vík; Vilhjálmur, f. 20.4. 1933, starfs maður Vatnsveitunnar í Reykjavík; Aagot, f. 7.4. 1935, húsmóðir í Mos- fellsbæ; Rolf Fougner, f. 3.11. 1937, byggingafulltrúi á Blönduósi; Aðal björg, f. 17.1. 1939, hjúkrunarfræð ingur í Reykjavík; Þórólfur, f. 9.11 1941, verslunarmaður, búsettur á Álftanesi. Foreldrar Árna voru Árni Vil- hjálmsson, f. 23.6. 1894, d. 19.4. 1977, héraðslæknir, lengst af á Vopna- firði, og k.h., Aagot Fougner, f. 7.4. 1900, húsmóðir. Ætt Árni var sonur Vilhjálms, b. á Ytri-Brekkum á Langanesi Guð- mundssonar, og k.h., Sigríðar Dav- íðsdóttur, b. á Heiði á Langanesi, Jónssonar. Aagot var dóttir Rolfs Johansens, kaupmanns á Reyðarfirði, og k.h., Kitty, f. Överland. Tll hamingju með afmælið 26. nóvember 95 ára Sesselja Einarsdóttir, Frakkastíg 15, Reykjavík. 90 ára Pála Einarsdóttir, Hringbraut 50, Reykjavík. 80 ára Jóhanna Jakobsdóttir, Skipasundi 48, Reykjavík. Jósíana Magnúsdóttir, Lindargötu 14, Reykjavík. 75 ára Hilmar O. Sigurðsson, Árskógiun 8, Reykjavík. 70 ára Alfreð Pétm-sson, Torfastöðum 1, Vopnafirði. Anna Anita Valtýsdóttir, Hverfisgötu 112, Reykjavík. Halldór Magnússon, Heiðarbraut 4, Hnífsdal. 60 ára Ásdís Þorsteinsdóttir, Öldugötu 28, Reykjavík. Benedikt Arason, Laugavegi 44, Reykjavík. Sólveig Steinunn Jónsdóttir, Hraunsvegi 7, Njarðvík. Þóra Kristín Runólfsdóttir, Álfatúni 19, Kópavogi. 50 ára Auður Aðalsteinsdóttir, Heiðarbrún 67, Hveragerði. Auður tekur á móti gestum í golfskálanum í Hveragerði, laug- ard. 27.11. frá kl. 20.00. Fjölnir Sigurjónsson, Sunnuhlíð 2, Akureyri. Hafdís Bjömsdóttir, Rituhólum 15, Reykjavík. Hjörleifur Hjörtþórsson, Marklandi 14, Reykjavík. Pálmi Bjamason, Byggðarholti 15, Mosfellsbæ. Ragnar Arnbjömsson, Flyðrugranda 14, Reykjavík. Sigurður Guðmundsson, Suðurgötu 12, Siglufirði. 40 ára Halldóra Friðjónsdóttir, Hverfisgötu 104c, Reykjavík. Ingveldur Guðrún Ólafsdóttir, Holtsgötu 20, Hafnarfirði. Ólöf Bára Sæmundsdóttir, Lindasmára 5, Kópavogi. Svandís Ásta Þorsteinsdóttir, Signýjarstöðum, Reykholti. Taktu púlsinn á viðskiptavefnum!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.