Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1999, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1999 15 flugvallar? Margvíslegar hug- myndir hafa komið fram um flutning Reykjavíkurflugvall- ar, s.s. hugmyndir sjálfstæðismanna um Geldinganes og Eng- ey. Þær hafa ekki reynst fýsilegar, ým- ist af veðurfarsástæð- um eða vegna kostn- aðar. Þegar rætt er um byggingu nýs flug- vallar kemur berlega í Ijós hve kostnaðar- samur fullkominn millilandaflugvöllur er í byggingu og þeg- ar við höfum Kefla- víkurflugvöll í 45 km fjarlægð þykir fráleitt að byggja nýjan flugvöfl fyrir á annan tug miljarða. En um Reykjavíkurflug- völl sjálfan hafa menn rætt eins og aðeins séu tveir kostir. Vestmannaeyja og ísafjarðar. Á Akur- eyri er aðeins ein flugbraut. Líka á ísa- firði. En í Vestmanna- eyjum eru brautirnar aðeins 1200 metrar meðan þær eru allt að 1750 metrar í Reykja- vík. Spyrja verður hvort eðlilegt sé að gera meiri kröfur til innanlandsflugvallar í Reykjavík en á þess- um stöðum. Einkum með tilliti til þess að séu skilyrði ekki góð í Reykjavík eru aðeins 45 km á næsta mill- landaflugvöll en í því felst öryggi umfram Akureyri og ísafjörð. Samsettar lausnir Æskilegt er að hægt sé að lenda Kjallarínn Helgi Hjörvar forseti borgarstjórnar Reykjavíkur Óþarfa einföldun Fullkominn milli- landaflugvöllur með 3 flugbrautum og miðstöð æflnga- og kennsluflugs annars vegar eða enginn flugvöllur. Þetta er óþarfa einfoldun. Æfinga- og kennslu- flug á að flytja þegar frá Reykjavík. Suð- vesturflugbrautinni má loka þegar í stað en oþna sambæri- lega braut í Keflavík sem nú er lokuð. En það má jafnvel ganga lengra. Mestallt innan- landsflug er til Ak- ureyrar, Egilsstaða, Að mæta báðum sjónarmiðum Er eðlilegt að gera meiri kröfur til innanlandsflugvallar í Reykjavík en t.d. á Akureyri, Vestmannaeyjum og ísafirði, einkum með tilliti til þess að aðeins eru 45 km á næsta milllandaflugvöll en í því felst öryggi um- fram Akureyri og ísafjörð? - Á myndinni má sjá hvernig brautirnar tvær, AA/ og N/S skerast sunnan flug- turnsins. Það er sannfæring mín að Reykvíking- ar vilji gjarnan koma til móts við þarfir landsbyggð- ar. En um leið veit ég að það verður aldrei sátt um full- kominn millilanda- flugvöll í miðborg Reykjavíkur. Verk- efni okkar er þess vegna að leita lausna er mæta báð- um sjónarmiðum, þótt ýtrustu kröfur flugáhugamanna þurfi að víkja. Helgi Hjörvar á flugvelli í 95% tilfelila vegna vinds (nýtingarhlutfall). Flugmála- stjórn miðar nú útreikninga sína við 13 hnúta hliðarvind vegna ófullnægjandi bremsuskilyrða á óupphituðum og sprungnum flug- brautum. Miðað við þær forsendur þarf 3 brautir til að ná þessu hlut- falli. Með öflugu snjóbræðslukerfi má halda braut hreinni í 363-4 daga ársins. Við góð bremsuskil- yrði má miða við 20 hnúta hliðar- vind. Útreikningar benda til að miðað við það myndi N/S brautin skila 95,3% nýt- ingarhlutfalli ein og sér en A/V 92,84% en þá þyrfti að lengja hana um 51 metra. A/V braut- in er þó grennri og hefði skýjafar meiri áhrif á nýt- ingu hennar en N/S. Þá eru til sam- settar lausnir, s.s. að lengja A/V brautina og halda þeim hluta N/S sem liggur frá Loftleiðum að Skerjafirði. Með því færðist aðflug frá miðborginni og mikilvægt landsvæði í Vatnsmýrinni fengist fyrir þróun byggðar og þekkingar- iðnaðar í tengslum við Háskóla, Land- spítala og miðborg. „Það er sannfæríng mín aö Reyk- víkingar vilji gjarnan koma til móts við þarfír landsbyggöar. En um leiö veit ég að það verður aldrei sátt um fullkominn millilandaflugvöll í miðborg Reykjavíkur. Verkefni okk- ar er þess vegna að leita lausna er mæta báðum sjónarmiðum,..." Flugbraut í stað Að benda fingrum - til varnar körfuknattleikshreyfingunni Stefán Ingólfsson verkfræðingur ritar kjallaragrein um stöðu körfuknattleiks á íslandi. Greinin virðist skrifuð af nokkurri van- þekkingu á störfum KKÍ, og er nauðsynlegt að gera við hana at- hugasemdir. í reynd hittir grein Stefáns hann sjálfan e.t.v. hvað harðast fyrir því hann lætur þess ógetið í greininni að hann er formaður Körfuknattleiksráðs Reykjavíkur (KKRR), og því stendur lausn vandamála félaga í Reykjavík hon- um nær en ráða má af grein hans. Veldur hver á heldur Rétt er hjá greinarhöfundi að KKÍ hefur lagt ríka áherslu á upp- byggingu á landsbyggðinni. I því felst vitaskuld ekki að sambærileg uppbygging hafi ekki átt sér stað á suðvesturhominu eins og lesa má út úr nk. „hálfsannleik" í grein Stefáns. KKÍ hyggst ekki eigna sér þann eftirtektarverðar árangur sem náðst hefur í ýmsum sveitar- félögum á landsbyggðinni, en á sama hátt er orsaka fyrir vanda- málum höfuðborgarsvæðisins ekki að leita hjá KKÍ. Hér veldur hver á heldur, og dugnaður stjórnarmanna ræður mestu um starflð. Ekki er unnt að sjá hvað býr að baki þeim rök- semdum Stefáns að tvær af elstu deildum landsins séu i erflðleik- um. Ljóst má vera að liðum er rað- að niður í deildir eftir getu á leik- velli en ekki hefð. Stefán nefnir ekki þá stað- reynd að hann er fyrrum formað- ur KKÍ. Athyglis- vert er að vísa i ræðu hans á árs- þingi KKÍ árið 1981, en þar segir hann orðrétt: „Því er ekki að neita að það hefur valdið stjóm KKÍ miklum vonbrigðum hversu illa mörg Reykjavíkurfélög sinna upp- byggingarstarfi. Fráfarandi stjórn vill eindregið vara við þessari þró- un, því aíleiðingar hennar verða mjög slæmar, þegar frá líður ef ekki verður breyting á hið fyrsta." - Nú er Stefán í þeim sporum að vera fulltrúi sömu félaga innan KKRR, og óskiljanlegt hvað valdið hefur afstöðubreyt- ingu hans til hlut- verka aðila. Torskilin sjónarmið Torskilin eru sjónarmið um töl- fræði miðað við stærð sveitarfélaga, og athyglisvert að Stefán miðar ein- ungis við lið i Ep- son-deild. 1 1. deild eru fjögur lið af höf- uðborgarsvæðinu, og tvö þeirra gætu tryggt sér sæti í Ep- son-deildinni. Þar með tæki hlutfalla- útreikningur Stef- áns stakkaskiptum og þarf ekki aðgerðir KKÍ til. Þar með væri allt í himnalagi að mati Stefáns. Stefán kýs að nefna ekki já- kvæðar hliðar uppbyggingar í Reykjavík. Þar má t.d. geta að ung- lingalandsliðið sem náði svo fá- bærum árangri á NM og í EM er að meirihluta skipað leikmönnum úr Reykjavík. Hann ræðir málefni kvennakörfuknattleiks í grein sinni og segir þijú félög hafa lagt niður meistaraflokka sína. Ekki er mér kunnugt um fleiri en tvö. Enn kýs Stefán að nefna einungis nei- kvæðu hliðarnar, en þær jákvæðu eru m.a. að sl. vor eignaðist Reykjavík sína fyrstu íslandsmeistara í 1. deild kvenna í 8 ár. Lausnir fyrir íþrótt í vanda Innan körfuknatt- leikshreyfingarinnar hefur undanfarin ár ríkt einhugur og sam- starfsvilji. Hafa félög sameinast um að vinna af heilindum að lausn mála á réttum innbyrðis vettvangi í stað þess að stunda „fingrabendingar" op- inberlega. Vissulega eru vandamál sem þarfnast lausnar og sannarlega er starf KKÍ ekki óaðflnnsluvert, en þau vandamál verða ekki leyst á síðum dagblaða. Það fólk sem af dugnaði starfar við bág skilyrði við rekstur körfuknattleiksdeilda á skilið betri skilaboð en neikvæð greinar- skrif sem draga úr því máttinn. Grein Stefáns er ekki til þess fallin að fá fólk til starfa i hreyf- ingunni. Stefán hefur ekki óskað eftir upplýsingum frá KKÍ um hvað verið er að gera í uppbygg- ingarmálum - og enn síður hefur hann lagt fram tillögur til lausnar á þeim vandamálum sem hann reifar í grein sinni. Ólafur Rafnsson „KKÍ hyggst ekki eigna sér þann eftirtektarverða árangur sem náðst hefur íýmsum sveitarfélög- um á landsbyggðinni en á sama hátt er orsaka fyrír vandamálum höfuðborgarsvæðisins ekki að leita hjá KKÍ.“ Kjallarinn Ólafur Rafnsson formaður KKÍ Með og á móti Á aö breyta kvótakerfinu? Aukalandsþing Frjálslynda flokksins var haldið á dögunum. Þar mætti á annað hundrað manns og samkvæmt fréttum ríkti eindrægni á fundinum, enda þótt menn skiptust á skoðunum. Flokkurinn hefur í hyggju að leggja fram fjölmörg frumvörp um sjávarút- vegsmál á Alþingi í vetur. Markmiðið er að gjörbreyta kvótalögunum svokölluðu sem fyrst voru sett á 1984 og síðar fest í sessi með lögum sem heimiluðu kvótaframsal. Þetta er ófreskja „Helsta ástæðan fyrir þvi að það þurfl að breyta kvótakerfinu er sú að þvi fylgir ekkert atvinnu- öryggi fyrir byggðarlögin. Það þjónar engan veginn því mark- miði að halda landinu í byggð. Kvótaframsalið vinnur alger- lega gegn því. Þá er lokað al- gerlega fyrir nýliðun í grein- inni og ungir menn geta ekki komist að. Nú er einnig verið að hirða ótak- markað fé út úr greininni út á þessa „úthlut- uðu eign“ sem menn hafa haft undir höndum og eru að hamast við að selja. Það eru allir að ham- ast við að taka pening út úr þessu kerfl og í staðinn eru aðrir að skuldsetja sig. Sjávarútvegurinn mun ekki standa undir þessu og því hef ég sagt að við eigum ekki nema um tvo kosti að velja. Við eigum þann möguleika að fara að vinna okkur út úr þessu kerfl og fara það sem ég kalla skynsemis- leiðina. Svo eigum við aðra leið, en það er að gera andskotann ekki neitt og bíða eftir því aö kollsteyp- an komi yfir okkur. Þá tökum við á okkur lækkandi lífskjör og ótrú- lega erflðleika þegar búið er að skuldsetja sjávarútveginn meira en hann þolir. Þetta er eins og ófreskja og það verður að fara að koma böndum á þetta.“ Bjarni Hafþór Helgason, Útvegs- mannafélagi Noró- urlands. Hagræöing „Mér finnst það athyglisverð ábending hjá Guðjóni Arnari að nefna skuldasöfnunina í sjávarút- veginum, sem vissulega er orðin mjög mikil. Hún er hins vegar til- komin vegna hagræðingar sem at- vinnugreinin greiðir sjálf í stað ríkisins eins og tíðkast t.d hjá Evrópu- sambandinu. í öðru lagi finnst mér athyglis- vert að frjáls- lyndir skuli vera hættir við að leggja niður kerfið eins og þeir boðuðu fyrir síðustu kosning- ar. Þeirra sjónarmið komu upp úr kjörkössunum í vor. Nú tala þeir bara um að breyta því í áfongum. Ég vil bara benda á að það er sí- fellt verið að gera breytingar á kerfinu, sumar til góðs, aðrar til hins verra. Um skuldasöfnunina er það aö segja að fyrirtækin, sem mörg eru á Verðbréfaþingi, hljóta að lúta lögmálum markaðarins. Ég tel að það sé ekki rétt að ríkið fari að skipta sér af þessari skuldasöfnun úr því að sú leið var valin að atvinnugreinin sjálf borgi hagræðinguna í sjávarút- vegi. Þetta vekur hins vegar at- hygli á því að það er vandasamt að gera út á íslandi. Menn ein- blína samt um of á þá sem eru hættir 1 greininni og hætta að sjá þá sem áfram eru í útgerð. Um- ræöan er því oftast ekkert um sjávarútveginn, heldur um þá sem eru hættir í honum.“ -HKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.