Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1999, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1999 7 pv__________________________________________________________________________________________________Viðskipti Þetta helst: Viðskipti á VÞÍ 497,1 m.kr. ... Mest með húsbréf, 196,5 m.kr. ... Hlutabréf, 181,1 m.kr. ... Mest viðskipti með hlutabréf FBA, 99,4 m.kr. ... Bréfin hækkuðu um 4,03% og hafa aldrei verið hærri, í 3,02 ... Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,259% og er 1.456,3 stig ... Hraðf. Þórshafnar hækkaði um 10% ... Vinnslustöðin hækkaði um 7,5% ... SÍF lækkaði um 3,28% íslendingar stórir hlut- hafar í LetsBuyit.com LetsBuyit.com er sænskt fyrir- tæki sem sameinar krafta neytenda meö hjálp Intemetsins meö því að safna saman kaupendum á netinu og leita magnafsláttar á þekktum vörum. I Hálf fimm fréttum Búnað- arbanka islands í gær kom fram að íslendingar eru stórir hluthafar í fyrirtækinu. Framkvæmdastjóri og annar stofnanda LetsBuyIt.com, John Pal- mer, var hér á íslandi nú á dögun- um í tengslum við stofnun Arctic Ventures sem er Intemet og Wirel- ess-sjóður. í Hálf fimm fréttum Bún- aðarbankans segir að þar hafi stofn- andinn upplýst að íslendingar væru allstórir hluthafar í þessu fyrirtæki sem þeir hefðu keypt á genginu 6 fyrir rétt um 5 mánuðum en nú væri verið að ljúka fjármögnun á genginu 30 og stefnt væri að al- mennu útboði á næsta ári. Fyrirtækið hefur vaxið gríðarlega Innlendi hlutabréfamarkaðurinn: 40% afkomubati í níu mánaða uppgjörum Aíkoma þeirra félaga sem birt hafa níu mánaða uppgjör hefur undantekn- ingarlítið verið umtalsvert betri en á sama tímabili i íyrra. Á þetta er bent í Morgunpunktum Kaupþings í dag. Að mati Kaupþings er þó ólíklegt að mikl- ar hækkanir verði á innlendum hluta- bréfamarkaði það sem eftir lifir árs. Batnandi afkoma Flug- ieiða hefur mikið að segja um betri afkomu þeirra fé- laga sem birt hafa níu mánaða uppgjör en sé ekki tekið tillit til Flugleiða hef- ur hagnaður hinna félag- anna aukist um liðlega 40% á milli ára. I Morgunpunktum Kaupþings segir að verð- lagning hlutabréfa hljóti að taka mið af framtíðarhorf- um fyrirtækja. Það hljóti þvi að vera fjárfestum umhugs- unarefni hver efnahagsþróunin verður hér á næstu misserum. „Verðbólgan hefur farið aftur af stað og margt bend- ir til þess að ekki hafi tekist að hægja á hraðanum. Þá er staða á innlendum vinnumarkaði mjög þröng, atvinnu- leysi mælist aðeins 1,4% og því aukast líkurnar á frekara launaskriði en þeg- ar er orðið. Að mati greiningardeildar er ólíklegt að miklar hækkanir verði á innlendum hlutabréfamarkaði það sem eftir lifir árs, þó svo að alltaf leyn- ist góð fjárfestingartækifæri á markað- inum,“ segir i Morgunpunktum Kaup- þings. Sláandi munur á kaup- og söiutilboðum Til viðbótar bendir Kaupþing á að við mat á fjárfestingarkostum sé nauðsynlegt að gera sér grein fyrir hvaða áhætta er fólgin í einstökum kostum og hvort sú fjárfesting falli að skilgreindri fjárfestingar- stefnu og þeim væntingum sem gerðar eru til fjárfest- ingarinnar. „Hlutabréf á Verðbréfaþingi eru æði misjöfh hvað varðar áhættu. Þessi áhætta er tvenns konar, annars vegar vegna mismunandi rekstr- ar- og fjármagnsskipanar og síðan er ekki síður mikil- vægt að gera sér grein fyrir seljanleika áhættu bréfanna. Ein leið til að mæla þá áhættu er að skoða mun kaup- og sölutilboða. Ef félögun- um á Verðbréfaþingi er skipt í þrjá flokka, félög á Vaxtarlista, félög á Að- allista og félög í Úrvalsvísitölu sést sláandi munur. Munur á hagstæðasta kaup- og sölutilboði félaga í úrvals- vísitölunni var 1,7%, meðaltal á Aðal- lista í heild var 5,2% en á Vaxtarlista var munurinn 25,1%. Það er því erfitt að tala um að markaður hafi yfir höfðuð verið með þessi bréf sem flokk. Ástandið er enn verra á opna tilboðsmarkaðinum og á markaði með bréf óskráðra félaga, eða „gráa markaðinum" svokallaða," segir í Morgunpunktum Kaupþings. hratt en það var stofnað í byrjun 6 löndum með yfir 120 starfsmenn ópulöndum strax í byrjun næsta þessa árs og er nú þegar starfandi í og ráðgert er að opna í fleiri Evr- árs. BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Auglýsing um breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016 - miðborg - og auglýsing um deiliskipulag og breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík Miðborg í samræmi við 21. gr. sbr. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996- 2016. Breytingin, sem er liður í Þróunaráætlun miðborgar, felur í sér: 1. Breytta afmörkun svæðis sem í Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016 hefur landnotkunarflokkinn miðborg-miðhverfi, hér eftir kallað miðborg, og aðrar breytingar sem því fylgja. 2. Nánari skilgreiningu á landnotkun miðborgar í landnotkunarreiti í samræmi við ríkjandi og fyrirhugað skipulag, þ.e. miðborgarkjarna, atvinnusvæði og verslunarsvæði. 3. ítarlegri skilgreiningu á notkun innan einstakra landnotkunarreita með vísan til draga að staðbundinni byggingarsamþykkt fyrir miðborg Reykjavíkur. Dyngjuvegur 9 og 11 í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst til kynningar tillaga að skiptingu lóðar að Dyngjuvegi 9 og 11 Kirkjusandur 2 (samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst til kynningartillaga að breyttu skipulagi að Kirkjusandi 2. Byggingarreit er breytt og hús hækkar um eina inndregna hæð. Tillögurnar liggja frammi í sal Borgarskipulags- og Byggingarfulltrúa, Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10:00 - 16:00 frá 26. nóvember til 24. desember 1999. Einnig er hægt aö kynna sér aðalskipulagsbreytinguna á vefsvæði Borgarskipulags, slóðin er: www.reykjavik.is/skipulag. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til Borgarskipulags eigi síðar en 7. janúar 2000. Athugasemdum um aðalskipulagsbreytinguna má einnig skila með tölvupósti, netfang: throun@rvk.is. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillögurnar innan tilskilins frests, teljast samþykkja þær. sf, Húsav TILBOÐ LAVAMAT W 1030 AEG nota sVn'r Lavamat W 1030 — Ve áður kr. esi. Blómsturvellir, Hellissandi. Hólmavík. Kf. V-Hún., Hvomm! gjúpavogi. Suðuríang: Mosf Hal Árv Þvottavél • Taumagn: 5 kg • Vindingarhraði: 1000/600 sn/mín. með hægum byrjunarhraða. Afgangsraki 59% • Hitastillir: Sér rofi, kalt - 95° • Fuzzy- Logic: Sjálfvirkt magnskynjunarkerfi, notar aldrei meira vatn en þörf er á • Orkunotkun: 1,10 kwst. á 60° • Vatnsnotkun: 59 lítrar • Þvottatími: 119 mín. og forþvottur 15 m(n. • öll þvottakerfi ásamt sérstöku blettakerfi • Ullarvagga 9*3.579 RdDIONAUST Gelslagötu 14 • Slmi 462 1300 Radionaust, Akureyri. Elektro co ehf, Dalvík. Verslunin Vík, Neskaupstað. Kf. Fáskrúösfirðingárjfáskrúðsfii 530 2800 Qrundarfiröi. Ásubúð, Búðardal. Vestfirðir: Geirseyrarbúöin, Patreksfirði. Rafverk, Bolungarvík. Straumur, ísafirði. Pokahomið, Tálknafirði. Norðurland: ga, Blönduósi. Skagfirðingabúð, Sauðárkróki. Urð, Raufarhöfn. Austurland: Sveinn Guðmundsson, Egilsstöðum. Kf. Vopnafirðinga, Vopnafirði. Kf. Stöðfirðinga. Selfossi. Flás, Þorlákshöfn. Brimnes, Vestmannaeyjum. Klakkur, Vík. Reykjanes: Ljósbogin Keflavík. Rafborg, Grindavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.