Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1999, Blaðsíða 19
FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1999 Fréttir 19 DV Inger Steinsson, fyrsa konan sem gegnir starfi útfararstjóra. Það þarf að sinna þessu starfi af tilfinningu og reyna að gera það eins fallega og hægt er, segir hún. DV-mynd E.ÓI. Fyrsta íslenska konan í starfi útfararstjóra: Sumir verða mjög hissa - segir Inger Steinsson sem klæöist þó ekki kjólfötum Höggborvél Kress borvél með stiglausum rofa, höggi, afturábak, áfram og sjálfherðandi patrónu Höggborvélar frá 4.995 kr. Jólalilboð 5.895 kr. „Sumir verða mjög hissa og eru kannski ekki alveg tilbúnir til að taka þessu. Öðrum fmnst þetta mjög gott,“ segir Inger Steinsson, fyrsta íslenska konan sem gegnir starfi út- fararstjóra. Hún vinnur á útfarar- stofu Ósvalds, ásamt tveimur öðr- um útfararstjórum sem báðir eru karlmenn. Annar þeirra er raunar eiginmaður Ingerar. Útfararstofan hét upphaflega Lík- kistuvinnustofa Eyvindar Ámasonar. Fyrirtækið stendur á gömlum grunni því þessa dagana eru liðin hundrað ár frá því að það var stofnað. Inger vinnur ekki einungis á út- fararstofunni því hún hefur verið tanntæknir að atvinnu sl. 23 ár. Hún hóf störf hjá útfararstofunni í fyrra. Þá fór hún að sauma innan í kistur, sængur og kodda, svo og lik- klæði. Síðan vatt starflð upp á sig. Hún fór að kistuleggja og loks að stýra jarðarfórum, þeirri fyrstu i júní í sumar. Nú sér hún um allt ferlið, þ.e. frá saumaskap til útfarar. Hefðin er að útfararstjórar séu í kjólfötum við störf sín. Inger segist klæðast síðum jakka og pilsi eða síðbuxum eftir aðstæðum. „Kjólfot eru ekki fyrir konur,“ segir hún. „Mér fmnst það ekki passa. Svo varð ég að lofa strákunum að halda einhverju út af fyrir sig. í fyrstu, þegar ég var að stjóma körlum sem áttu að standa heiöursvörð og bera kistuna, spurðu þeir: „Hvar er út- fararstjórinn?" En nú kemur fyrir að ég er sérstaklega beðin um að taka þetta að mér.“ Inger segir að starf útfararstjóra komi að mestu með æfingunni. Ýmsa siði og venjur þurfl að læra en ekki sé um neina beina kennslu Nýr umboðsmaður Heklu á Suðurnesjum, Kjartan Steinarsson, og eiginkona hans, Guðbjörg Theódórsdóttir. DV-mynd Arnheiður Nýr umboðsmaður Heklu á Suðumesjum: Bygging stórs bílasalar hafin DV; Suðurnesjum: „Mér líst mjög vel á að taka við þessu umboði sem hefur mikla markaðshlutdeild hér á Reykja- nesi,“ segir Kjartan Steinarsson en hann hefur tekið við söluumboði Heklu á Suöumesjum. Umboðið er nú til húsa að Brekkustíg 39 í Njarð- vík en mun næsta vor flytja í nýtt 900 fermetra húsnæði sem verið er að hefja byggingu á. Húsið mun verða við Fitjar í Njarðvík þar sem fleiri stórbyggingar munu rísa á næstu misserum. Kjartan hefur undanfarin tíu ár verið starfandi bilasali og síðustu tvö ár unnið hjá Toyota-salnum í Njarðvík. -A.G. r H Barnamyndatökur á kr. 5000 Vegna mikillar aðsóknar er tilboðið ffamlengt. Ljósmyndastofan Mynd, sími 565 4207. Ljósmyndastofa Kópavogs, sími 554 3020. að ræða. „Það þarf að sinna þessu starfi af tilfinningu og reyna að gera það eins fallega og hægt er. Það er bæði þakklátt og gefandi en kemur óneitanlega alltaf við mann.“ -JSS Viðtalstírnar borgarfulltrúa Nafn Hvenær ■ Hvar Sími Alfreð Þorsteinsson skv. samkomulagi 553 1910 Anna Geirsdóttir skv. samkomulagi 563 2005 Árni Þór Sigurðsson föstudaga kl.1030-1200 Ráðhús Reykjavíkur 563 2005 Guðlaugur Þór Þórðarson miðvikudaga kl.1100-1200 Ráðhús Reykjavíkur 563 2005 Helgi Hjörvar, þriðju- og fimmtudaga kl.0900-1000 símatímar: mánu-, miðviku- Ráðhús Reykjavíkur 563 2005 og föstudaga kl.0820-08so 563 1967 Helgi Pétursson, föstudaga kl.1000-1200 Kirkjuhvoll 563 2005 simatfmar: föstudaga kl.09oo-iooo 563 1963 Hrannar B. Arnarsson miðvikudaga kl.1330-1500 Ráðhús Reykjavíkur 563 2005 Inga Jóna Þórðardóttir fimmtudaga kl.Hoo-1200 Ráðhús Reykjavíkur 563 2005 Jóna Gróa Sigurðardóttir mánudaga kl.1030-1200 Ráðhús Reykjavíkur 563 2005 Júlíus Vífill Ingvarsson skv. samkomulagi Ráðhús Reykjavíkur 563 2005 Kjartan Magnússon miðvikudaga kl.900-1000 Ráðhús Reykjavíkur 563 2005 Ólafur F. Magnússon skv. samkomulagi 568 7770 568 0682 Sigrún Magnúsdóttir miðvikudaga kl.1030-1200 Ráðhús Reykjavíkur 563 2005 Steinunn V. Óskarsdóttir föstudaga kl.1400-1500 Ráðhús Reykjavíkur 563 2005 Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson þriðjudaga kl. 1100-1200 Ráðhús Reykjavíkur 563 2005 Viðtalstímar borgarstjóra eru á miðvikudögum kl.1000-1200 og panta þarf tíma í síma 563 2000 kl.820 daginn áður. Upplýsingaþjónustu Ráðhússins tekur á móti bókunum og veitir frekari upplýsingar, m.a. um viðtalstíma varaborgarfulltrúa, í síma 563 2005. Skrifstofa borgarstjórnar HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.