Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1999, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1999 íennmg 11 Háskalegur leikur Roger Woodward: flutningur hans var spennuþrunginn og háskalegur. DV-mynd E.ÓI. „Tónlist frá öll- um heimshomum sem endurspeglar sköpunarkraft nú- tímans" er yfir- skrift blárrar tón- leikaraðar Sinfón- íuhljómsveitar Is- lands en aðrir tón- leikar þeirrar rað- ar fóru fram í Há- skólabíói í gær- kvöld. Hljómsveit- arstjóri tónleik- anna var sá sami og hinna fyrri, Anne Manson, en nafh hennar er farið að hljóma ljúft og kunnug- lega í eyrum aðdá- enda hljómsveit- arinnar. Þrjú verk voru á efnisskrá og féllu tvö fyrri vel undir skilgreininguna; The Chairman dances eftir Bandaríkja- manninn John Adams og Coniunct- io eftir Snorra Sigfús Birgisson. Þriðja verkið, Píanókonsert nr. 3 i C dúr eftir Sergej Prokofjev, er víst vart lengur hægt að telja til okkar „nútíma“ þar sem um áttatíu ár eru síðan það var samið. The Chairman dances er ball- etttónlist samin árið 1985 og hafði Adams hugsað sér hana sem hluta af óperu sinni Nixon í Kína þar sem Maó formaður dansar við verðandi brúði sína. Tónlist Adams hefur verið lýst sem samblandi af minimalisma og rómantik og hæfir sú lýsing henni vel ef marka má for- mannsdansana. Hljómsveitin komst fljótt í gírinn undir fostu og skýru slagi stjórnanda síns og lék verkið af einbeitingu þannig að maður sat sem dáleiddur undir þessari heill- andi músík. Coniunctio eftir Snorra Sigfús var frumflutt fyrir fjórum árum en heyrðist nú í endurskoðaðri útgáfu tónskáldsins. Nafn verksins segir hann fengið frá gullgerðarmönnum miðalda en þeir notuðu þetta orð um samruna andstæðna eða þegar tveir málmar verða að einum við bræðslu. Ekki var annað hægt að heyra en Snorra tækist ágætlega að bræða saman hina ólíku hljóðfæra- hópa með stöðugu flæði og litríkum efnahvörfum þar sem hvert smáat- riði skiptir sköpum. Flutningur sveitarinnar á þessu einkar vel heppnaða verki var til fyrirmyndar og var þar hvergi veikan punkt að finna. Tónlist Arndís Björk Ásgeirsdóttir Síðast á efnisskránni var svo hinn sívinsæli píanókonsert nr. 3 eftir Prokofjev sem almennt er tal- inn sá besti af þeim fimm sem hann samdi. Einleikari kvöldsins var Roger Woodward frá Ástralíu sem hefur verið í fremstu röð pí- anóleikara um langt skeið og ljóst frá byrjun af leik hans að þar fór maður sem sitthvað kann fyrir sér í pianóleik. Tækni hans og fingrafimi er mikil en heldur fannst mér hann þó fara höstug- lega af stað í 1. þætti, pedalnotk- un var skorin við nögl, stál- fingur þeystust um hljómborðið og áherslur heldur ýktar fyr- ir smekk gagn- rýnanda. Hljóm- sveitin gerði sitt besta til að halda í við hann en hafði ekki árangur sem erfiði og komu staðir þar sem mað- ur hafði á tilfinningunni að allt væri að fara eitthvað sem það ætti ekki að fara. 2. þáttur var þó mun betri þótt andstæður væru heldur ýktar og tíðar tempóbreytingar ósannfærandi en helst kom þó til að sambandið við stjómandann virtist ekki vera gott. Manson var hreint ekki í öfundsverðri aðstöðu að reyna að fylgja honum og þótt hljómsveitin ætti sína góðu spretti var leikur hennar heldur flausturs- legur og stressaður á köflum. En þegar afit small saman var út- koman frábær líkt og lokin á síðasta þætti. Verður ekki annað sagt en flutningurinn hafi verið spennu- þrunginn og háskalegur í meira lagi og ætlaði fagnaðarlátunum seint að linna. Þurfti Woodward að hrista fram úr erminni hvorki meira né minna en fjögur aukalög og geri aðrir betur eftir slíkan darraðar- dans. Trommaralán Það þykir alltaf tíðindum sæta þegar Stórsveit Reykjavíkur held- ur tónleika en Reykjavíkurborg sér til þess að nokkrum sinnum á ári fá borgarbú- ar aö njóta hljóm- sveitarinnar á tón- leikum. Á mið- vikudagskvöldið hékk reyndar meira á spýtunni en venjulega. Pét- ur okkar Östlund var kominn frá Svíþjóð og hélt utan urú hljóm- sveitina á tónleik- um í Ráðhúsi Reykjavíkur. Það er nú einu sinni svo að stórsveit getur aldrei orðið góð nema trommuleikarinn sé góð- ur og því er það ánægjulegt að Stór- sveit Reykjavíkur hefur átt miklu trommaraláni að fagna öll sín starfsár sem fara að nálgast tuginn. Fyrst var það Einar Scheving, síðan Jóhann Hjörleifsson og báðir hafa staðið sig mjög vel í sínu hlutverki. Það að fá Pétur Östlund í trommarasætið og við stjómvölinn er þó til þess falliö að ýta við hljóm- sveitinni og kreista það besta út úr henni. Efnisskráin var blönduð en Thad Jones, Bob Brookmeyer og Bill Holman voru áberandi. Byrjað var á útgáfu Thad Jones á „Áll of Me“, kraftmikilli útsetningu á þessu útjaskaða lagi, og hljómsveitin ekki alveg fallin í skorður svona alveg í „You Stepped Out of a Drearn" varfluttafþrem- ur blásurum, pí- anói, trommum og bassa, skemmtilega raddsett og þægi- legt upphaf eftir hlé. Ýmis önnur lög mætti nefna, t.d. lokalagið „Hello and Good- bye“; mögnuð út- setning hjá Brookmeyer og Stórsveit Reykja- víkur hélt vel á henni. Einn sólista ónefndan enn vil ég minnast á. Birkir Freyr Matthíasson trompetisti átti sóló bæði á flygil- hom og sérstaklega þó á trompet sem voru eftirtektarverð. Að lokum má nefna að það er ómetanlegt fyrir Stórsveit Reykjavíkur að fá utanað- komandi fagmenn eins og Pétur Östlund til að vinna meö öðru hverju. Líka hefði verið þess virði að eiga upptöku frá þessum tónleik- um en það virðist vera orðið miklu sjaldgæfara nú á tækniöld að djass- tónleikar séu teknir upp en var fyr- ir nokkrum áratugum. Nú skal alltaf bæði spilamennska og upp- taka vera faglega fullkomin og hið gamla sjónarmið að þaö þurfi ekki allt að vera óaðfinnanlega gert er horfið. En með því hverfur líka ým- islegt annað. Stórsveit getur aldrei orðiö góð nema trommuleikarinn sé góður. Pétur Östlund leikur með Stórsveit Reykjavíkur. DV-mynd Teitur Djass Ársæll Másson upphafi. í því næsta var annað upp á teningnum, „Ding Dong Ding“ Brookmeyers var frábært og Ást- valdur Traustason píanisti og Sig- urður Flosason á altsaxinn voru burðarásar í flutningnum ásamt Pétri. Sigurður sýndi einnig vel hvað í honum býr í „Skylark" eftir Carmichaei. Síðasta lag fyrir hlé var svo Basie-standardinn „Splanky" sem var notað sem rammi utan um magnað trommu- sóló meistarans. Oxford Street Faxafeni 8 108 Reykjavík sími: 533 1555 Teppa- hreinsivélar HÚSASMIDJAN Sími 525 3000 • www.husa.is Áhaldaleiga Húsasmiðj unnar leigir út teppa- hreinsivélar fyrir stofnanir, heimili og bíla ®3GC03 Blaðberar óskast í eftirtaldar götur: Grettisgötu Njálsgötu Barónsstíg Laugaveg Álfhólsveg Melaheiöi Bjarnhólastíg Víghólastíg Haðaland Helluland Hjallaland feÁ Upplýsingar veitir afgreiðsla DV í síma 550 5777

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.