Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1999, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1999 Fréttir sandkorn Drengurinn sem fór til Skotlands vegna lungnameöferðar: Finnur beygði Davíð Leyniskýrslu lekið Það kom Helga Hjörvari, forseta borgarstjómar, ekki vel þegar Stöð 2 tók að birta upp úr leyniskýrslu sem hann var höfundur að. Þar var nefnilega að flnna hugmyndir um stórhækkun launa borgarfuh- trúa á sama tima og láglaunastéttir hjá borginni, eins og fóstrur, standa í hörkudeilum um kjör. Það var því farið með skýrsluna eins og manns- morð og ekki fyrr en á fundinum sjálfum þar sem hún var kynnt að Helga hugkvæmdist að efnið kynni að vera eldfimt og lét innkaUa öll eintökin í fundarlok. Einhver stalst þó út með eintak og kom því í hend- ur Þórs Jónssonar á Stöð 2. Stuðn- ingsmenn Helga Hjörvar eru vissir um að sökudólgurinn sé Ámi Þór Sigurðsson en milli þeirra eru ekki beinlínis heitar ástir... Kominn heim eftir árangursríka meðferð Drengurinn sem fór utan til Skotlands fyrir nokkru vegna lungna- veilu sem upp kom í kjöl- far meðferðar á hvitblæði er kominn heim til ís- lands eftir árangursríka meðferð. „Ég væri löngu dauður ef ég hefði þurft að ganga í gegnum þetta,“ sagði Jón Sigurðsson, faðir Helga Patryks, um með- ferðina sem sonur hans hefur gengið í gegnum en Helgi er einungis fjögurra ára gamall. Fjölskyldan kom heim frá Skotlandi siðastliðinn laugardag eft- ir rúmlega tveggja vikna dvöl þar í landi þar sem Helgi var í meðferð vegna lungnaveilu. Helgi Patryk greindist með hvítblæði 5. október og var kominn á gjörgæslu 26. október þeg- ar upp kom lungnaveila í kjölfar meðhöndlunar á hvítblæði. Meðferðin þar ytra gekk vonum framar en Helgi mun vera til áframhaldandi meðferðar hjá Barnaspítala Hrings- ins. „Þetta er 24 tima vakt Hægt verður að spyrja Bubba að nánast hverju sem er á Vísi.is klukk- an fjögur í dag. og við skiptumst á að vaka yfir honum. Hann er allur að lifna við og styrkjast. Sem betur fer var hann hraustur fyrir sem hefur vafalaust bjargað því að ekki fór verr,“ sagði Jón. Með- ferðin sem Helgi Patryk á fyrir höndum mun taka tvö ár, svo fremi að allt gangi að óskum. Hjónin Krystyna og Jón eiga einnig 3ja ára dóttur en hún hefur verið fyrir vestan hjá föðursystur sinni og ömmu. Þau dveljast nú í bráða- . birgðahúsnæði sem barnaspítalinn á en eru að leita að varanlegu húsnæði í Reykjavík. Að- spurður sagði Jón þau hafa fengið frábæra um- önnun og vildi koma fram bestu þökkum til starfsfólksins á gjör- gæslu og deild 14e á Barnaspítala Hringsins. Að lokum vildi hann senda kærar kveðjur til allra Grundflrðinga sem hafa stutt við bakið á þeim. -hól Bak við tjöldin hafa átt sér stað átök milli Finns Ingólfssonar og Davíðs Oddssonar vegna frumvarps um Byggðastofnun. Finnur vildi hafa frumvarpið þannig að hann fengi bæði að skipa stjóm og forstjóra stofnunar- innar. Það vildi hann m.a. til að geta skipað Pál Pétursson og rýmt þannig fyrir Valgerði Sverrisdóttur. Heimildir Sandkoms herma að Davíð hefði ekkert haft á móti skipan Páls en teldi af og frá að Finnur fengi bæði að skipa stjórnina og forstjórann heldur yrði þingið að fá að skipa stjórnina sem síðan skipaði forstjór- ann. Nú er von á frumvarpinu og mun þar koma fram að Finnur beygði Davíð enn einu sinni... Dollarar eftirsóttir Mikil fjölgun nektardansstaða hefur haft í for með sér aukin út- gjöld þeirra karla sem haldnir eru súlufikn. Það er dýrt að dufla við dansmeyjar og eins og stað- kunnugir þekkja þarf að verðlauna dansarana með pen- ingaseðlum sem lagðir eru til milli brjósta þeirra. Ekki dugir að nota klink þar sem slikt tollir ekki á um- ræddum stað. Því hefur fram að þessu ekki dugað annað en 500 kall. Nú hafa hagsýnir fíklar fundið spamaðarleið með því að birgja sig upp af dollurum. Gjaldeyrisdeild Landsbankans er sögð passa að eiga birgðar fyrir helgar af eins dollara seðlum. Karlamir ná fram gifurleg- um sparnaði með því að slaka 71 krónu í stað 500 kalls áður. En dans- ararnir munu lítt hrifnir af spamað- inum... Foreldrar Helga Patryk, þau Krystyna Jabluszewska og Jón Sigurðsson, komin heim til íslands eft- ir rúmlega tveggja vikna dvöl í Skotlandi þar sem Helgi gekkst undir lungnameðferð. DV-mynd E.ÓI. Geisladiskar á tilboðsverði til áskrifenda DV: Bubbi spjallar á Vísisvefnum „Fólk getur spurt mig um hvað sem er. Ég er tilbúinn að ræða hvaðeina sem fólki liggur á hjarta. Það getur verið allt frá fluguhnýtingum til þess að ræða um Halldór Ásgrímsson," sagði Bubbi en hann verður á spjall- inu á Vísi.is í dag, klukkan fjögur. Frá og með deginum í dag geta áskrifendur DV fengið veglegan af- slátt af nýútkomnum geisladiskum. Tilboðin verða í viku hverri fram til jóla. Fram á næsta fóstudag verður nýútkominn geisladiskur Bubba, Sögur 1980-1990, á tilboðsverði til áskrifenda kr. 2.399. Þessi útgáfa klukkan íjögur í dag m samanstendur af 34 lögum á tveimur plötum ásamt áður óútgefnum lög- um. Þessari tvöfoldu safnplötu fylgir svo aukaplata sem á eru 5 ný lög sem Bubbi vann í samstarfi við hljóm- sveitirnar Botnleðju og Ensimi. Áskrifendur geta hringt í síma 535- 1045 hvenær sem er sólarhringsins og pantað diskinn. Hægt er að velja um hvort greitt sé með greiðslukorti eða með póstgíró. Næstu vikur geta áskrifendur DV fengið geisladiska með úrvali verka annarra lista- manna á tilboðsverði. -hól Kannanir á lestri dagblaða: Fleiri og fleiri lesa smáauglýsingar DV - stöðug Qölgun auglýsinga á þessu markaðstorgi þjóðarinnar Fleiri og fleiri lesa smáauglýsing- ar DV. í könnun Félagsvísindastofn- unar frá því um mánaðamót kemur fram að veruleg aukning hefur orð- ið á lestri smáauglýsinga DV frá því Gallup gerði sambærilega könnun i apríl. Aukning á lestri smáauglýs- inga á sér stað alla útgáfudaga DV eins og sést á meöfylgjandi grafi. Mest er lestraraukningin á mánu- dögum, um 10,8 prósentustig, og miðvikudögum og fimmtudögum, um 9 prósentustig. Lestur smáaug- lýsinga er sem fyrr mestur á laugar- dögum og miðvikudögum, 47% hvorn dag. Daglega birtast 300 til 900 smá- auglýsingar í DV. Stöðug aukning hefur verið í fjölda smáauglýsinga á þessu ári. Laugardaginn 5. júní sl. var slegið met þar sem 918 smáaug- lýsingar birtust í helgarblaði DV. Smáauglýsingar DV eru markaðs- torg þjóðarinnar. Þar endurspeglast mannlífíð í sínum fjölbreytilegustu myndum, enda eru smáauglýsing- arnar annað og meira en bara aug- lýsingar. Þær eru prýðisgott lesefni. Fann makann í smáauglýsingu Mikil samskipti eiga sér stað í gegnum smáauglýsingar DV. Mikla athygli vakti fyrr á þessu ári þegar laganemar við Háskóla íslands aug- lýstu eftir einkunnum sínum en þeir höfðu árangurslaust reynt að ná tali af kennaranum i 3 mánuði. Eftir að smáauglýsing laganemanna birtist hafði kennarinn strax sam- band við nemendur sina. Þá er minnisstætt viðtal i DV í fyrrasumar við par sem kynnst hafði í gegnum smáauglýsingu, merkta einkamál. „Ég sá auglýsinguna hans Guð- jóns í DV í einkamáladálkinum. Þá voru nokkrir mánuðir frá því að ég skildi. Mig langaði að kynnast ein- hverjum sem hefði svipaða reynslu og ég. Ég svaraði því auglýsingunni. Síðan hringdi Guðjón í mig tvo daga i röð. Við töluðum saman heillengi. Þriðja daginn kom hann svo í heim- sókn til mín. Ég gleymi þeirri stund aldrei þegar ég sá hann birtast mér fyrsta kvöldið sem við hittumst og hvemig hann var,“ sagði Jóhanna Jónsdóttir við DV í júní 1998. Þá var hún trúlofuð Guðjóni Ólafssyni og átti með honum soninn Ólaf Þóri. Allt þetta gerðist eftir að smáauglýs- ing birtist í DV snemma árs 1994. -hlh Óðurtil Sivjar Á hagyrðingakvöldi á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit fyrr í haust varð Siv Friðleifsdóttir skáldunum að yrkis- efni. Pétur Péturs- son læknir, bróðir Páls Péturssonar fé- lagsmálaráðherra og skelfir steratrölla hér um árið, sagði að stærsti kostur Sivjar væri útlit hennar. Ekki virt- ist þó hagyrðingur- inn alls kostar ánægður með allt annað í fari nýja umhverfis- ráðherrans eins og sést af eftirfarandi visu sem hann kastaði fram: Þótt meöfegurð karla kœtti konuflóniö, samt mérfinnst aö sökkva œtti Siv í lóniö. Umsjón: Reynir Traustason Netfang: sandkorn @ff. is Lestur smáauglýsinga DV Gallupkönnun, apríl 99 udagur Mkjudagur Mtðvikudagur FÍmnrtudagur Föitudagur Laugardagur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.