Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1999, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1999 FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1999 17 Sport Sport Þriðja bókin í þessum vinsæla bókaflokki fyrir krakka eftir Helga Jónsson. Íshokkí: Fyrstuheima- leikir íslands í kvöld og annaö kvöld fara fram fyrstu landsleikir íslands á henna- velli í íshokkí en þá mætir ung- lingaiandslið karla, skipaö leik- mönnum 18 ára og yngri, írum í forkeppni Evrópumótsins. Leikið er í Skautahöllinni í Laugardal og hefjast leikimir ki. 20 bæði kvöldin. ísland sigraði írland, 14-0, á síðasta Evrópumóti en flest- ir sem þá léku með íslenska liðinu eru gengnir upp í næsta aldurs- flokk. Með í för er einnig írska ís- hokkíliðið Dublin Flyers og það mætir úrvalsliði úr Biminum, SA og SR bæöi kvöldin kl. 23. -VS C \ Þróttarar og velunnarar Munið „Stólauppboðið“ á laugardagskvöld í nýja félagsheimilinu. Húsið opnað kl. 20.00. Fjölmennum og stuðlum að því að félagið eignist húsgögn í nýja heimilið. Léttar veitingar. Stjórnin V___________________________________________) Haukur Ingi Guönason, knattspyrnumaöur hjá Liverpool: Boltinn hjá Rosenborg Haukur Ingi Guönason knatt- spymumaður hjá Liverpool er kom- inn aftur til Englands eftir vikudvöl hjá norska meistaraliðinu Rosen- borg. Haukur æfði með liöinu í nokkra daga og lék einn æfingaleik með varaliði félagins þar sem hann skoraði tvö mörk. „Það má segja að boltinn sé hjá Rosenborg. Mér gekk ágætlega og forráðamenn félagsins voru ánægð- ir með mig og sögðuðst myndu verða í sambandi við Erik Soler umboðsmann minn á næstunni. Þetta er mjög stór klúbbur og áhugaverður og eins og hjá Liver- pool er ekki hlaupið að því að kom- ast í liðið. Ég yrði tilbúinn að skoða það vel ef Rosenborg vildi fá mig. Ég veit að liðið er að leita að vinstri kantmanni. Ég lék í þessari stöðu f æflngaleiknum en ég get ekki sagt að ég sé með besta vinstrifót í heimi,“ sagði Haukur í samtali við DV í gær. Liverpool keypti Hauk Inga frá Keflavík fyrir tveimur árum á 17 milljónir króna. Á fyrsta árinu var hann viðloðandi aðalliðið en eftir að Gerard Houllier tók við stjóminni hefur hann verið úti i kuldanum. Frábær reynsla „Ég hef fengið frábæra reynslu hjá Liverpool á þessum tíma en ég er kominn að þeim tímapunkti aö ég vil fá að spila. Ég ætla ekki að ana að neinu enda líður mér mjög vel héma í Liverpool. -GH Afram hjá Lilleström „Það bendir ekkert til Einnars en ég klári samning minn við Lilleström. Ég hef að minnsta kosti stillt mig inn á það enda ekkert annað í gangi hjá mér eins og er. Ég fer ekki til Stoke en kannski gerist það á öðrum timapunkti," sagði Rúnar Kristinsson, lands- liðsmaður i knattspymu, í samtali við DV í gær. Æflngar hjá Lilleström hefjast á mánudaginn. ís- lendingunum hjá félaginu hefur fjölgað um tvo en auk Rúnars og Heiðars Helgusonar eru Grétar Hjartarson og Indriði Sigurðsson komir til felagsins. Það verður í nógu að snúast hjá Rúnari og félögum en hðið fer í æfingaferð til S-Afríku í janúar og til La Manga á Spáni í febrúar og mars. -GH Léku með Northampton Knattspyrnumennimir Kristján Brooks úr Keflavík og Ingvar Ólason úr Þrótti R. léku með varaliði Northampton sem tapaði, 0-1, fyrir Cambridge í fyrra- kvöld. Kristján lék síðari hálfleikinn en Ingvar síðasta korterið. Þeir fóru til enska liðsins fyrr í þessari viku og spila annan leik með félaginu á mánudaginn kemur. Northampton er í hópi efstu liða D-deildar. -VS K, Stórir og sterkir Bjarni hjá Tottenham - gætti Jóhanns sem skoraöi fyrir Watford Bjami Þorsteinsson, vamarmaður úr KR, lék í fyrrakvöld með varaliði Tottenham gegn Watford og spilaði allan leikinn i stöðu vinstri bakvarðar Bjarni fór til enska liðsins til reynslu á mánudaginn og er væntanlegur aftur heim á sunnudag. Bjarni fékk það hlutverk að gæta Jóhanns B. Guðmundssonar, sem lék á hægri kantinum hjá Watford, og gekk ágætlega í leiknum. Það var þó Jóhann sem skoraði mark Watford en Tottenham vann leikinn, 2-1. Markið var ekki skrifað á reikning Bjarna. -VS tat, —— ■ W , 5f- : UEFA-bikarinn í knattspyrnu í gær: Stórtap Benfica Benfica fékk þungan skell í UEFA-bikarnum í gær þegar liðiö lá 0-7 fyrir nágrannaliði sínu frá Spáni, Celta Vigo. Vigo-liðið hefur leikið vel í vetur og er í öðru sæti í spænsku deildinni en öll sjö mörkin komu á fyrsta klukkutíma leiksins og sigurinn gat því orðið stærri en Spánverjar geta bókað sæti í fjórðu umferð. Annað spænskt lið kom á óvart því Real Mallorca vann 0-1 útisigur á hollenska liðinu Ajax. ítölsku liðin í keppninni unnu - ísland mætir Belgíu í EM í körfuknattleik á morgun Jakob gekk frá samningi Jakob Már Jónharðsson, fyrrum fyrirliði knattspymuliðs Keflavík- ur, hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið. Jakob, sem er 28 ára, hefur ekki getað leikið knattspymu frá miðju ári 1998 vegna meiðsla en þá var hann á fyrsta tímabili sínu hjá Helsing- borg í Svíþjóð. Hann kom heim síðasta vetur en missti alveg af sumr- inu. Jakob er byrjaður að æfa á fullu og ætti að styrkja vörn Keflavík- urliðsins talsvert. Þá eru miklar líkur á að annar varnarmaður, Kristján H. Jóhannsson liðs við Keflavík. Kristján, sem er tvítugur, lék áður með Keflavík en hefur verið í tvö ár í herbúðum Skagamanna. -VS ^Jj frá ÍA, gangi ti íslenska landsliðið í körfuknatt- leik kom til landsins í gær frá Úkra- ínu þar sem liðið tapaði fyrir heimamönnum í fyrsta leik sínum í undankeppni Evrópumótsins. Strák- amir fá litla hvíld því á morgun mæta þeir Belgum í sömu keppni og fer leikurinn fram í Laugardalshöll klukan 16. Frítt er á leikinn i boði Esso og Sprite. Belgar unnu leik sinn gegn Makedóníumönnum, 69-61, í fyrra- kvöld og kom sá sigur körfubolta- fræðingum nokkuð á óvart enda Makedónía með sterkt lið sem komst í 16-liða úrslit Evrópukeppn- innar í sumar. Belgar eru með mjög hávaxið lið en sex leikmenn af 11 manna hópi sem hingað er kominn eru yfir 2 metra á hæð og sá hæsti er 2,13 metrar. Þekktasti og besti leikmaður Belga er Eric Struelens, 2,07 metra hár framherji. Hann leikur með Real Madrid á Spáni en hefur áður leikið með Paris SG í Frakklandi og belgísku liðunum Mechelen og Charleroi. Struelens hefur leikið í nokkrum stjömuleikjum á vegum FIBA og var valinn í lið ársins á Spáni á síðasta tímabili. „Við vorum með Hollendingum í riðli í síðustu keppni fyrir tveimur árum og töpuðum báðum leikjun- um. Belgar eru hærra skrifaðir heldur en Hollendingar þannig að þeir em engir aukvisar. Við verðum að mæta mjög grimmir í þennan leik. Leikurinn gegn Úkraínumönn- um fór ekki sem best fyrir okkur en það þýðir ekkert að hengja haus,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálf- ari íslenska landsliðsins sem stýrir liðinu í fyrsta sinn á heimavelli. -GH öll sigra en lið þaðan hafa unnið þessa keppni í átta af síðustu skiptum. Juventus vann gríska liðið Olympiakos á útivelli og Parma og Roma unnu bæði eins marks heimasigra, Roma 1-0 á Newcastle, þar sem Franceso Totti gerði sigurmarkið úr vítaspymu í upphafi seinni hálfleiks. Ársenal er í góðum málum eftir 3-0 heimasigur á Nantes og Glasgow Rangers vann einnig mjög góðan sigur á þýska liðinu Dortmund, 2-0. -ÓÓJ Ostöðvandi - Tiger Woods vann sitt 11. mót á árinu Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods bætti enn einni skrautfjöðr- inni í hatt sinn í fyrrinótt þegar hann sigraði á lokamóti PGA sem fram fór á Hawaii. Þetta var 11. sig- ur Woods á stórmóti á þessu ári og hann hefur unnið 10 af síðustu 14 mótum sem hann hefur tekið þátt. Tiger Woods er því óumdeildur besti kylfingur heims um þessar mundir. Ejjórir kylfingar öttu kappi saman á þessu lokamóti sem allir unnu stórmót á árinu. Davis Love tók sæti Payne Stewarts, sigurvegara á US-Mastersmótinu, á þessu móti en Stewart lést sem kunnugt er í hörmulegu flugslysi i síðasta mán- uði. Davis komst í úrslitin gegn Woods en varð að láta í minni pok- ann. Spánverjinn Jose Maria Olaza- bal, sigurvegari á opna bandaríska mótinu, varð í þriðja sætinu en Bretinn Paul Lawrie, sem vann óvænt á breska meistaramótinu, varð að hætta keppni vegna meiðsla í ökkla. Fyrir sigurinn fékk Woods 28 milljónir króna í verðlaunafé og samanlagt hefur kappinn unnið sér inn um 580 milljónir króna á þessu ári. -GH Patrick Viera hjá Arsenal sést hér í miklum átökum í leik liðsins gegn Nantes í gær en leikirnir gegn franska liðinu eru þeir einu hjá honum í langan tíma þar sem hann er í sjö leikja banni frá enska boltanum. Á minni myndinni fagnar Nigel Winterburn glæsimarki sínu og öðru marki Arsenal í leiknum. Reuter fö+i ENGLAND Tiger Woods hefur slegið ■nörg glæsihögg á þessu ári. Hermann Hreiðarsson þarf að taka á honum stóra sínum þegar Wimbledon mætir Middles- brough í A-deildinni á morgun þvi þrír félagar hans í vörninni eru meiddir og hafa ekkert get- að æft í vikunni. Það eru þeir Ben Thatcher, Kenny Cunningham og Alan Kimble. Derby County bíður enn eftir því að fá atvinnu- leyfi fyrir tvo nýja leikmenn sina, Georgiu- manninn Georgi Kinkladze og Ísraeísmanninn Avi Nimni. Undanþágu þarf .fyrir Kinkladze vegna of fárra landsleikja hans síðustu tvö árin en Nimni uppfyllir öll skilyrði. Peter Ridsdale, stjórnarformaður Leeds, er svo ánægður meö David O’Leary, framkvæmda- stjóra, að hann vonast til að halda honum ævi- langt. „Mig dreymir um að eftir 20 ár verði Dav- id orðinn sá stjóri í Englandi sem lengst hefur stýrt sama liðinu," segir Ridsdale. Robbie Fowler getur ekki byrj- að að spUa með Liverpool um helgina eftir tveggja mánaða fjarveru, eins og vonast var eft- ir. Fowler, sem meiddist á ökkla fyrir tveimur mánuðum, skoraöi þrennu fyrir varalið Liverpool á mánudaginn en fann fyrir verkjum eftir leikinn og ólíklegt er að hann verði notaður í aðaUiðinu fyrr en í fyrsta lagi um aðra helgi. Viöureign Spartak Moskvu og Leeds í UEFA- bikamum, sem fram átti að fara i Moskvu í gær- kvöld, var aflýst vegna frosta. Nálægt 20 stiga frost var í Moskvu í gær. Taliö er líklegt að leik- urinn fari fram í Sofiu í Búlgaríu í næstu viku. George Graham, knattspyrustjóri Totteham, hefur boðið norska sóknarmanninum Andreas Lund að æfa með liðinu. Graham hefur um hríð haft augastað á Lund sem er skæður sóknar- maður en hann leikur með Molde. Fréttir herma að ef Lundúnaliðinu lítist vel á pUtinn verði boðnar í hann 3 miUjónir punda. -VS/JKS Höróur Gunnarsson var kjörinn for- maður Glímudómarafélags íslands á aðalfundi þess síðasta sunnudag. Með honum í stjórn eru Kjartan Lárusson og Þorvaldur Þorsteinsson, og í vara- stjórn Jóhann Pálmason og Hjörleif- ur Pálsson. Chad Sunde, skvassþjálfari frá Nýja- Sjálandi, veröur á meðal keppenda á meistaramóti Hi-Tec í skvassi sem haldið er í Veggsporti við Gullinbrú í Reykjavík um helgina og hefst í kvöld. Sunde þjálfar alla Uokka og landsliðið að auki í vetur og tekur þátt í mótum. Talið er að þar fái hinn annars ósigr- andi Kim Magnús Nielsen erfiðan keppinaut. Á mótinu um helgina er keppt í meistara- og A-flokkum karla og kvenna og í unglingaflokkum. Aðalfundur Knattspymuþjálfarafé- lags íslands verður haldinn að Hlíðar- enda á sunnudagskvöldið kl. 20. Þar verður meðal annars kunngert val á þjálfurum ársins í úrvalsdeildum karla og kvenna. íslandsmótið í blaki karla hefst um helgina en þar er að þessu sinni keppt í tveimur riölum og spila allir við alla um helgina. I Austurbergi er leikinn suðvesturriðill, en í honum eru ÍS, Stjarnan, Hamar, Hrunamenn og A- og B-lið Þróttar R. í KA-heimilinu á Akur- eyri er spilað í norðausturriðli en þar eru A- og B-lið KA, UMSE og Þróttur úr Neskaupstað. Guðmundur E. Stephensen hefur ör- ugga forystu í punktakeppni meistara- flokks karla í borð- tennis. Hann hefur 60 stig en síðan koma Markús Árnason með 34, Adam Harðarson með 24, Sigurður Jónsson með 14 og Kristján Jónas- son með 13 stig, allir Víkingar. Paul Gow, lítt þekktur kylfingur frá Ástralíu, er með forystu eftir fyrsta hringinn á opna ástralska mótinu í golfi sem hófst í Sydney í gær. Gow gerði sér lítið fyrir og sló vallarmetið á Royal Sydney-vellinum þegar hann lék hringinn á 64 höggum, eða 8 höggum undir parinu. Hann er með tveggja högga forskot á landa sína Brendan Jones og Jarrod Moseley. Bretinn Nick Faldo kemur ekki langt á eftir en hann lék fyrsta hringinn á 68 höggum. Bjarki Gunnlaugsson skoraði fyrir varalið Preston North End í fyrra- kvöld en liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Birmingham. Herrakvöld KR verður haldið í félags- heimilinu við Frostaskjól í kvöld. Hús- ið verðuropnar klukkan 19. Ræðumað- ur kvöldsins verður landsliðsþjálfar- inn Atli Eðvaldsson og veislustjóri Helgi Björn Kristinsson. Miðar eru til sölu á staðnum og aðeins 120 í boði. Rolland Courbis sagði af sér sem þjálfari franska liðsins Marseille í gær. Tapið gegn Lazio í fyrrakvöld hafði engin áhrif en hann hafði tekið ákvörðun um að hætta fyrir leikinn. Courbis segist einfaldlega vera búinn að fá nóg í bili og þyrfti að hvíla sig. Yevgeny Kafelnikov, stigahæsti tenn- isspilari heims, komst áfram á tennis- móti í Hannover þegar hann lagði Sví- ann Thomas Enqvist. Á mótinu eru samankomnir 8 stigahæstu tennis- menn heims sem skipt er í tvo riðla. Herrakvöld körfuknattleiksdeildar Keflavíkur verður haldið í félagsheimilinu Mánagrund í kvöld. Ræðumaður kvöldsins verður alþingismaðurinn ísólfur Gylfi Pálmason og veislustjóri Svali Björgvinsson. Þá mun Bjami Tryggvason trúbador skemmta. Miðar eru til sölu í síma 694-5138 og eru þeir óðum að seljast upp. -VS/GH fÍHjEFABIKARINN 1» s-L------------------------ 3. umferð, fyrri leikir: Parma - Sturm Graz .......2-1 Di Vaio (16.), Stanic (61.) - Schopp (23.). Slavia Prag - Steaua Búkarest 4-1 Dostalek (2.), Horvath 2 (38., 47.), Dosek (55.) - Lutu (81.). Lens - Kaiserslautern .....1-2 Sjálfsmark (85.) - sjálfsmark (30), Wagner (37.). Lyon - Werder Bremen ......3-0 Anderson 2 (12., 31.), Vairelles (78.). Olympiakos - Juventus .....1-3 Giannakopoulos (15.) - Tudor (27.), Kovacevic (67.), Inzaghi (89.). Arsenal - Nantes...........3-0 Overmars (13.,víti), Winterburn (81.), Bergkamp (90.). Ajax - Real MaUorca........0-1 Tristan (35.). Rangers - Dortmund ........2-0 Sjálfsmark (18.), Wallace (45.). Deportivo - Panathinaikos ... 4-2 Sjálfsmark (8.), Pauleta (13.), Djalminha (15.), Donato (30.) - Warzycha (20.), Galetto (66.). Roma - Newcastle ..........1-0 Totti (51., víti). Celta Vigo - Benfica.......7-0 Karpin 2 (16., 53.), Makelete (30.), Turdo 2 (39., 50.), Juanfran (43.), Mostovoi (62.). Spartak Moskva - Leeds Utd. . frestað m. m ■ ■ Helqi Jonsson H ■ mmkimmmhici Spennandi hrollvekja fyrir unglinga eftir Helga Jónsson rithöfund og Hörð Helgason, námsmann sem er 15 ára. Hörður Helqason Heimasiöa: www. sed. is/tin dur NBA-DEILDIN Urslitin í nótt: Indiana - Detroit..........99-107 Smits 23, Davis 21 - Stackhouse 26, Hill 22. Stanley Roberts, miðherji hjá Phila- delphia 76ers, hefur verið dæmdur í tveggja ára bann vegna lyfjaneyslu. Vince Carter hjá Toronto var út- nefndur leikmaður síðustu viku í NBA. Carter skoraði 24,3 stig að með- altali i fjórum leikjum fyrir kanadíska liðið og gerði 34 stig í fræknum útisigri á LA Lakers. Leikmaðurinn var ekki til Ensk dagblöö þykja ekki alltaf áreiðanlegar heimildir þegar um knattspymufréttir er að ræða og þeir hjá News of the World hlupu heldur betur á sig um sið- ustu helgi. Þá birtist frétt í blað- inu um að Liverpool hefði hug á að kaupa franska bakvörðinn Di- dier Baptiste frá Mónakó fyrir 400 milljónir króna. Fleiri félög vom sögð á hælunum á þessum efnilega leikmanni. Fljótlega kom í ljós að ekki var mikið að marka fréttina þar sem leikmaður með þessu nafni er ekki til. Nema reyndar sem persóna í framhaldsþætti í sjóm varpi sem heitir Draumaliðið. -VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.