Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1999, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1999 DV Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aöstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjóm, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVlK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Framsóknarforysta í vanda Páll Pétursson félagsmálaráðherra lætur forystu Fram- sóknarflokksins fmna fyrir sér um þessar mundir. Við stjórnarmyndunina í vor var gengið út frá því að Páll viki fyrir Valgerði Sverrisdóttur, þingmanni og leiðtoga flokks- ins í Norðurlandskjördæmi eystra. Þótt ráðherraskiptin hafi ekki verið nákvæmlega tímasett var miðað við að þau yrðu nálægt áramótum. Gert var ráð fyrir því að Páll yrði yfirmaður Byggðastofnunar eftir flutning hennar frá for- sætisráðherra til iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Nú segist félagsmálaráðherrann hafa orðið fyrir von- brigðum með frumvarpið um Byggðastofnun og ætlar ekki að taka við verkefninu. Byggðastofnun verði veikari og ósjálfstæðari en áður. Staðan nú sé ekki með þeim hætti sem um var talað við stjómarmyndunina. Páll telur sig því ekki bundinn af því samkomulagi og ætlar ekki að biðjast lausnar. Framsóknarflokkurinn varð fyrir áfalli í þingkosningun- um í maí. Eftir flögurra ára stjórnarsamstarf með Sjálf- stæðisflokknum tapaði hann umtalsverðu fylgi og þremur þingmönnum. Sjálfstæðisflokkurinn styrkti aftur á móti stöðu sína. Þrátt fyrir útkomuna héldu flokkarnir ríkis- stjórnarsamstarfinu áfram. Miðað við þær skoðanakannan- ir sem gerðar hafa verið frá stjórnarmyndun er staða Framsóknarflokksins enn að veikjast. Þær kannanir sýna, líkt og kosningaúrslitin, að flórflokkurinn svokaflaði held- ur velli í íslenskum stjómmálum þótt landslag sé nokkuð breytt. í þeim könnunum er Sjálfstæðisflokkurinn með yfirburðastöðu og Vinstri hreyfingin - grænt framboð hef- ur styrkt sig verulega. Samfylkingin er í tilvistarkreppu og tapar fylgi. Útkoma Framsóknarflokksins þykir eflaust lítt viðunandi á þeim bæ. Flokkurinn hefur jafnvel mælst með minnst fylgi fjórflokkanna en lengst af hefur Framsóknar- flokkurinn verið annar stærsti stjórnmálaflokkur landsins. Afstaða Páls Péturssonar og barátta fyrir áframhald- andi setu í ríkisstjóm er hörð. Hann hefur langa stjóm- málareynslu og er sterkur í héraði. Ráðherrann galt þess hins vegar í kosningabaráttunni og við stjómarmyndun- ina að stríða við veikindi. Nú, þegar hann hefur náð heilsu á ný, hnyklar hann vöðvana og lætur finna fyrir styrk sínum. Því er þó ekki að leyna að slagur Páls og Valgerðar um ráðherrastólinn eykur vanda Framsóknarflokksins sem var ærinn fyrir. Það gæti því komið til uppgjörs þar sem þingflokkurinn verður að skera úr um ráðherratignina. Fólk bak við biðlistana Margra mánaða bið fólks eftir aðgerðum á bæklunar- deildum sjúkrahúsa er erfið. Sjúklingamir líða kvalir og neyta nauðbeygðir dýrra, jafnvel vanabindandi lyfja á óvissum biðtímanum. Langur biðtíminn fer illa með sjúk- lingana líkamlega jafnt sem andlega. Sumir geta ekki sótt vinnu og detta úr takti við samfélagið. Sjúklingur sem mánuðum saman hefur beðið eftir að- gerð vakti athygli á stöðunni í DV fyrr í vikunni. Þótt að- hald í flármálum heilbrigðiskerfisins sé nauðsynlegt em biðlistar eftir aðgerðum mánuðum og misserum saman ekki náttúrulögmál. Því var þörf sú ábending sjúklingsins á biðlistanum að á bak við hvert nafn á listanum er löng þjáningar- og raunasaga. Vegna ábendingarinnar hefur komið fram að heilbrigð- isráðuneytið ætlar sér að skoða stöðu mála hjá bæklunar- deild Landspítalans og hvernig standi á allri þessari bið. Athugunin er tímabær. Jónas Haraldsson „Á Reyðarfirði mun vera besta hafnarstæði af náttúrunnar hendi á landinu." Hafnir og heiðalönd Sýn nokkra bar fyrir skyggnan frænda minn er hann heimsótti Norð- flörð á fjórða áratugn- um, en þar bjuggu þá foreldrar mínir. í vestri var sem sæist gegnum fjöll og hálsa og við blasti tilsýndar Reyðar- fjörður með tignarlegum skipum á miðjum firði og háum húsum á ströndinni. Virtist hon- um bær þessi aðlaðandi. Sýn þessari lýsti frændi minn þá er hann var í heimsókn hjá mér löngu seinna vestanfialls í Noregi og við sigldum inn Sognsæ, dýpsta fiörð landsins, og nutum feg- urðarinnar allt um kring. Kjallarínn Þór Jakobsson veðurfræðingur ríkjum, hafisinn. Eigi lítil hindrun, en með síbættri tækni í fiarkönnun, fiarskiptum, veður- spám og skipstjóm- arreynslu minnkar hún smám saman. í tómstundum hef ég fylgst með þróun mála úr fiarlægð ásmnt fáeinum öðr- um sem em skyggn- ir á framtíðina, svo sem þeim Gesti Ólafssyni skipulags- fræðingi, áhuga- manni um nýjar víddir, og Ólafi Eg- ilssyni sendiherra Reyðarfjörður og Norður-lshaf Á Reyðarfirði mun vera besta hafharstæði af náttúrunnar hendi á landinu. Það var því eðlilegt að bent væri á sínum tima á Búðareyri sem hugsanlega um- skipunarhöfn í tengsl- um við vöruflutninga um norðurhöf þegar svonefnd norðausturleið um Norð- ur-íshaf var rædd á ráðstefnum hér á landi fyrir 12 árum. Ráð- stefna var skipulögð og haldin í Reykjavík af Skipulagsstofu höfð- uðborgarsvæðisins og nokkru seinna var hugmyndin kynnt á Qölmennum fundi á Búðareyri. Þess skal getiö að norðausturleiðin um íshaf, norðan Síberíu, mUli Atlantshafs og Kyrrahafs, hefur eflst síðan og er enn umræðuefni á erlendum ráðstefnum um siglingar um norðurhöf og framtíö þeirra á næstu öld. Hin eina hindrun siglinga þar um slóðir er nú, að liðnum Sovét- „Sýn frænda míns mun rætast og snotur smáborg rís viö Reyðar- fjörð þegar tímar líða. En mættí ekki huga að öðrum ráðum til að svo megi verða en herja á lífríki á heiðum uppi, heimkynni þúsunda plantna, ogafsakið lesandi minn, herra maður, herra jarðarinnar, heimkynni milfjóna skordýra?“ sem stutt hefur með ráðum og dáð hugmyndina um þátt íslands í sigl- ingum um Norður-íshaf. Brot af þeim flutningum sem fram undan eru og kæmu um íslenskar hafnir yrði íslendingum búbót. Næsta sumar verður haldin mikil ráðstefna um norðurslóðir í Sankti Pétursborg. Það er sú borg sem áður var kennd við Lenín. Liggur hann nú múmía, föl og fá, í grafhýsi við Kreml í Moskvu. Vildi svo til að ég var staddur einn með Lenin drykklanga stund fyrir nokkrum árum er ég sótti fund í Moskvu um norðausturleiðina og átti leið um Rauðatorgið að lokn- um fundinum. Voru þar nú öngvar biðraðir trúmanna að liðast um úti á Rauðatorgi að bíða þess að líta augum hina helgu múmíu. Ég var einn í rökkri grafhýsisins hjá þessu ógnvænlega tákni glæstra vona sem brugðust. Þar til ung- menni í hermannabúningum bentu mér kurteislega að staldra ekki lengur við þar sem ég stóð við fótagaflinn. Ég veit ekki af hverju þeir koma honum Lenin ekki heim til mömmu. En það var við hliðina á henni sem hann vildi liggja. Tíminn líður En áfram með smérið. - Á ráð- stefnunni næsta sumar þyrfti að vera íslendingur, jafnvel einhver frá Reyðarfirði. Það yrði þá sam- ~L kvæmt þeim hraða sem við landar tileinkum okkur nýjar hugsanir, mannsaldur seinna en aðrar þjóðir. Þegar ég vann á Veðurstofu Kanada fyrir ald- arfiórðungi og var formaður Torontodeildar Kanadíska veð- urfræðingafélagsins stóð ég að heimboði Bandaríkjamanns sem greindi frá reynslu landa sinna af lögum um umhverfis- mat í tengslum við nýjar fram- kvæmdir. Það var þá nokkurra ára gamalt fyrirkomulag í Bandarikjunum. Nú um stundir eigum við bágt, íslendingar, er mikið talað, orð af viti sögð og ekki af viti, en flest væru óþörf ef við hefðum tamið okkur holl viðhorf andspæn- is náttúrunni og komið á nútíma- legum reglum um umhverfismat um leið og aðrar þjóðir. Sýn frænda míns mun rætast og snotur smáborg rís við Reyðarfiörð þegar tímar líða. En mætti ekki huga að öðrum ráðum til að svo megi verða en herja á lífríki á heið- um uppi, heimkynni þúsunda plantna, og afsakið lesandi minn, herra maður, herra jarðarinnar, heimkynni milljóna skordýra? Þór Jakobsson Skoðanir annarra Stöðugleikinn í fyrirrúmi „Alþýðusamband íslands hefur látið framkvæma kjarakönnun og samkvæmt henni sögðust 83,2% svar- enda vera tilbúin að taka þátt í að tryggja stöðugt verð- lag þótt það þýddi minni launahækkun fyrir þá. Ein- ungis 16,8% sögðust ekki vera tilbúin til þess... Kjæ'a- könnun þessi gefur mjög sterkar vísbendingar um að launþegar telji það skipta mestu fyrir þá að verðbólgu sé haldið niðri og stöðugleiki verði áfram í efnahags- lífinu... Fólk hafnar greinilega kröfugerð, sem hefur verðbólguskriðu í för með sér, enda einstaklingar og heimili skuldsett um þessar mundir. Kauphækkanir í takt við hagvöxt og framleiðniaukningu er sú leið, sem skilar launþegum vestri kaupmáttaraukningu." Úr forystugreinum Mbl. 25. nóv. Uppákoma í flokkaforystu „Undanfarin misseri hefur Samfylkingin borið höf- uð og herðar yfir aðra stjómmálaflokka þegar kemur að vandræðagangi í forystumálum flokksins og stefnu. Er óhætt að segja að yfirburðir samfylkingarmanna á þessu sviði séu ein aðalorsök þess hve illa þeim hefur gengið að fóta sig sem það nýja stjómmálaafl sem þeir vilja vera. Nú bendir hins vegar ýmislegt til að Sam- fylkingin sé að missa forystu sína á þessu sviði yfir til Framsóknarflokksins, sem þessa dagana glímir við einhverja sérkennilegustu uppákomu í seinni tíma stjómmálassögu... Enn hafa framsóknarmenn tækifæri til að höggva burt þennan vandræðagang og halda höfði - í bróðemi eða í fiandskap." Birgir Guðmundsson í Degi 25. nóv. Vináttan í FBA skóginum „Líklegt er að vináttan í FBA skóginum haldist eitt- hvað áfram, þvi þótt dýrin séu ólík eiga þau öll þá sam- eiginlelgu hagsmuni að skógurinn vaxi og dafni. Það tók víst tíma og fortölur að draga suma að borðinu til að fylla töluna. Hugmyndin mun vera sú að tappa dá- góðum sjóði af bankanum og em það góðar fréttir fyr- ir þensluhættuna í landinu. Bankinn þarf þá ekki að auka útlán sín til að ná betri ávöxtun eigin fiár... Úlánaþenslan í landinu er þegar komin að suðumörk- um og frekari útþensla FBA innanlands í því skyni að réttlæta hátt gengi hlutabréfanna hefði tæplega verið skynsamleg." Margeir Pétursson i Viöskiptablaði Mbl. 25. nóv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.