Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1999, Blaðsíða 18
18
FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1999
Sviðsljós
Robbie með
uppaflensu
Ráðskona poppsöngvarans
Robbies Williams hefur greint frá
því að hann sé alveg útkeyrður og
komist ekki einu sinni fram úr
rúminu. Nú grunar vini söngvar-
ans að hann sé kominn með sjúk-
dóm sem eitt sinn hlaut nafnið
uppaflensa. Fyrir þremur árum
veiktist Fergie af sjúkdómnum.
Einkennin eru einbeitingarerf-
iðleikar, vöðvaverkir, þreyta og
stöðugt kvef.
Robbie sefur allan sólarhring-
inn og treysti sér ekki einu sinni
á frumsýningu Bond-myndarinn-
ar sem hann hafði hlakkað til.
Hringdu fritt/ódyrt til utlnnda!
Ef ad þu vilt lækka hja
þer simareikningana,
hafóu þá samband vlð
Talnet i síma: 567 8930
Sjónvarpsþáttur ljóstrar upp um Elite:
Kókaín,
kynlíf og
Yfirmenn hjá stærstu umboðs-
skrifstofunni fyrir fyrirsætur, Elite,
tala niðrandi um blökkumenn,
gorta af bólfórum með ungum fyrir-
sætum og gefa þeim kókaín. Þetta
kemur fram í heimildarþætti
bresku sjónvarpsstöðvarinnar BBC.
Samkvæmt breska blaðinu The
Guardian er Naomi Campbell, ein
frægasta fyrirsæta heims, sem
starfar hjá Elite, sjokkeruð vegna
uppljóstrananna um kynþáttahatr-
ið. „Við vissum að það væri mikið
kynþáttahatur í tískubransanum en
engum hefði dottið í hug að það
væri innan veggja fyrirtækis sem
hefur Naomi í þjónustu sinni,“ seg-
ir einn heimildarmanna Guardians.
BBC fylgdist með starfsmönnum
Elite með falinni myndavél. Elite
hefur hótað málaferlum og bendir á
að þátturinn hafi verið gerður á
ólöglegan hátt.
Starfsmaður frönsku umboðs-
skrifstofunnar, Marilyn Models, er í
þætti BBC sýndur þar sem hann gef-
ur bresku fyrirsætunni Carolyn
Parks kókaín. Þessi umboðsskrif-
stofa hefur einnig reynt að stöðva
sendingu sjónvarpsþáttarins en án
árangurs. Umboðsskrifstofan hefur
hins vegar rekið bæði Carolyn
Parks og umboðsmann hennar.
Samkvæmt bandaríska blaðinu
New York Post hefur Elite nú vikið
fjórum úr starfi vegna heimildar-
þáttar BBC, þar á meðal Oliver
Daube sem bar ábyrgð á manna-
ráðningum. Oliver hafði tekið undir
orð eins forstjórans, Xaviers Mor-
eau, um að hann væri ekki hrifinn
af svörtum stelpum.
Sjónvarpskonan Lisa Brinkworth
komst inn á umboðsskrifstofurnar
með því að þykjast vera fyrirsæta.
Hún kveðst hafa fengið tilboð um
bæði kynmök og fikniefni. Hún var
einnig spurð að því hvort hún vildi
veita kappakstursökumanni þjón-
ustu í bólinu.
í þætti BBC er mikið fjallað um
Gerald Marie, yfirmann starfsemi
Elite í Evrópu. Hann er fyrrverandi
eiginmaður ofurfyrirsætunnar
Lindu Evangelista.
Samkvæmt frásögn Lisu
Brinkworth á hann að hafa boðið
henni 1 milljón ítalskra líra á næt-
urklúbbi í Mílanó fyrir að fá að hafa
við hana samfarir. Sjálfur kveðst
Gerald Marie hafa hafnað slíku til-
boði frá Brinkworth.
Fyrirsætan Naomi Campbell er sjokkeruð eftir að hafa frétt af uppljóstrunum
í heimildarþætti BBC um Elitefyrirtækið. í þættinum kemur fram að yfirmenn
Campbeil eru kynþáttahatarar. Símamynd Reuter
Islendingur árþúsundsins
Á síöasta ári þessa árþúsunds kanna DV,
Bylgjan, Vísir.is og SS hverjir það
eru aö mati íslendinga sem
skaraö hafa fram úr og hvaöa
atburöir hafa sett hvaö 1%
mestan svip á
síöustu 1000 árin *' i
í sögu íslands.
Eftirtaldir voru tilnefndir sem
íslendingar árþúsundsins:
Halldór Kiljan Laxness
Hk. Jón Páll Sigmarsson
H Jón Sigurðsson
MBSt Snorri Sturluson
Vigdís Finnbogadóttir
Nú stendur yfir val á
íslendingi árþúsundsins
og lýkur því
miðvikudaginn 1. desember.
Taktu þátt á www.visir.is,
'BYLGJANI