Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2000, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2000, Page 16
16 ennmg MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2000 L>V Að vera eða ekki vera Frá sýningu Særúnar Stefánsdóttur, gallerí@hlemmur.is. galleri@hlemmur.is er afbragðsviöbót við sýningarstaðaflóruna sem fyrir var höfuðborgarsvæðinu en það hefur verið starfrækt siðan í haust. Galleríið er í eigu tveggja lista-kvenna, Þóru Þóris-dóttur og Valgerðar Guðlaugs- dóttur og virðist rekið á einni saman hugsjóninni. Að minnsta kosti kostar salurinn sýn-endurna ekki neitt og það munar um minna fyrir listamennina. Galleríið er því tæplega gróðafyrirtæki en fyrir vikið geta þær stöllur rekið skarpari sýningastefnu þar sem þær eru hvorki háðar umsóknum né leigutekjum. Þeim er í lófa lagið að bjóða til sín þeim sem þær lystir. Það sem af er hefur áherslan greinilega verið lögð á að sýna verk ungra listamanna sem ekki hafa náð öruggri fótfestu á hinni hálu framabraut og vonandi að þeirri stefnu verði haldið sem lengst. Ekki veitir af slíkum sýningahúsum til mótvægis við listasöfnin og gallerí á borð við 18 sem einungis taka inn reynda og þekkta listamenn. Það er í myndlistinni einsog öðrum greinum að erfiðast er að ýta úr vör, víðast hvar er krafíst „reynslu". Þó svo galleríið á Hlemmi láti lítið yfir sér má segja að þar fari fram fórnfúst brautryðjendastarf. Ég get ekki látið hjá líða að minnast á heimasíðuna, www/hlemmur.is, sem er bæði einföld og aðgengileg og ólíkt mörgum vefjum á Netinu koma upplýsingarnar fljótt upp á skjáinn. Tvíræðni Nú stendur yfir í galleríinu sýning Særún- ar Stefánsdóttur, „Hér“, en Særún er nýkom- in heim úr tveggja ára mastersnámi í Skotlandi. Á sýningunni eru tvö verk. í fremri salnum er myndband með sjálfsmynd- um af listakonunni sem mun vera tekið á nokkuð löngu tímabili. Myndin er afar langt frá því að vera í fókus og hægara sagt en gert að greina hvað þar fer fram en samkvæmt Myndlist Áslaug Thorlacius upplýsingum sem gefnar eru á sýningarstað mun listakonan ýmist vera að borða frost- pinna eða reykja. I innra herberginu er inn- setning, sömuleiðis með sjálfsmyndum. Á gólfinu miðju er all- umfangsmikill pólý- esterskýhnoðri með ankannalegum hvít- um blómum sem mér skilst að séu búin til úr sígarettu- pappír og tóbaki og e.t.v. einhverjum aukaefnum. Ljós- myndirnar eru tvær og hallast þær upp að veggnum niðri við gólfið. Á þeim heldur listakonan á bangsanum sínum og horfir upp í lins- una því myndirnar eru teknar ofan frá. Sýning Særúnar hefur nokkuð tví- ræða merkingu. Annars vegar má lesa út úr henni lýs- ingu á einhvers kon- ar uppleystu vímuá- standi og getur þá hvort tveggja komið til greina að listakonan sé í vímunni þar sem hún hefur flúið inn í ábyrgðarleysi bernsk- unnar eða áhorfandinn sem stendur skýjum ofar þarna inni á gólfi. En líka má sjá í henni skírskotun einmitt til þessa ástands sem blasir við ungu fólki sem er að hefja feril sinn. Það að eiga að baki reynslu, jafnvel langt nám, en standa samt algjörlega á byrj- unarreit. Að vera og ekki vera í senn. Sak- laust bamið mænir vamarlaust upp til hinna fullorðnu með dótið sitt og sælgætið en í sömu andrá er barnið fullorðin reykj- andi manneskja sem reynt hefur sitt af hverju. Þetta er heiðarleg sýning sem gengur ágætlega upp og í henni eru fleiri en eitt sannleikskorn. Það má líka sjá í henni tölu- verða íroníu í garð myndlistarheimsins, ekki síst í því hvernig listakonan mænir upp til áhorfenda, dómara sinna. Hæfilega villimannsleg Pálína Ámadóttir heitir ungur fiðluleikari sem hefur verið í framhaldsnámi erlendis og hefur vakið töluverða athygli fyrir mikla hæfíleika. Meðal annars vann hún 3. verðlaun í alþjóð- legu keppninni í Corpus Christi fyrir ekki löngu síðan. Nú eru góðir fiðluleikarar ófáir og sam- keppnin hörð, og því verður að teljast afburðaárangur að komast í úrslit í alþjóðlegri keppni. En Pálína mim hafa sýnt hvað í henni bjó strax i námi í Tónlist- arskólanum í Reykjavík og þvi kemur velgengni hennar kannski ekki svo mjög á óvart. Pálína hélt tónleika ásamt hinni kóresku Sooah Chae í Saln- um í Kópavogi á laugardaginn var. Efnisskráin var ekki af létt- ari endanum, Capriccio eftir danska rómantíkerinn Niels Gade, Chacconnan fræga úr ein- leikspartítu nr. 2 eftir Bach, sónata nr. 2 eftir Prokofíev og sónata i Es-dúr op. 18 eftir Ric- hard Strauss. Capriccio eftir Gade er virtu- ósaverk þar sem rýkur úr strengjum fiðlunnar. Innihaldið er hins vegar fremur rýrt, allt saman vel þekktar formúlur og ekkert sem kemur á óvart. Pálína virtist örlítið taugaóstyrk í byrjun en náði sér fljótlega á strik og lék óaðfinnanlega eftir það. Sömuleiðis skilaði Sooah Chae sínu hlutverki með miklum sóma og var heildarútkoman því hin ánægjulegasta. Næst á efnisskránni var Chacconnan fyrr- nefnda eftir Bach, griðarlega erfltt verk sem gerir kröfur um afburðatækni og djúpan list- rænan skilning. Pálina hafði tónsmíðina full- komlega á valdi sínu, hver tónn var hreinn og áreynslulaus og túlkunin svo mögnuð að maöur gleymdi stað og stund. Stígandin var svo hnitmiðuð og úthugsuð að maður fór ósjálfrátt að leita að sætisólum til að spenna sig fastan, og var þetta með því betra sem imdirritaður hefur heyrt á fiðlutónleikum í langan tíma. Ekki síðri var sónata Prokofievs fyrir Tónlist Jónas Sen fiðlu og píanó. Þetta er ótrúlega litríkt verk og snilldarlega byggt upp, og gætir þar áhrifa úr ýmsum áttum. Rússnesku þjóðlög- in eru ekki langt undan en rödd píanósins minnir stundum á verk Rachmaninoffs. Flutningur þeirra Pálínu og Chae var stór- brotinn og áhrifaríkur, túlkunin litrík og hæfilega villimannsleg. Smáklúður átti sér þó stað í byrjun þar sem fiðluleikarinn byrj- aði á undan píanóleikaranum. Síðast á efnisskránni var sónata op. 18 eft- ir Richard Strauss, en hún heyrist ekki oft hér á landi. Fýrir þá sem ekki vita var Strauss uppi á árunum 1864 til 1949 og er ekki sá sem Straussvalsarnir eru kenndir við. Sónatan er samin árið 1887 í rómantísk- um stíl og má segja að hún byrji þar sem önnur rómantísk verk enda. Það eru há- punktar meira og minna allan tímann, og jafnvel rólegu kaflamir eru ekkert rólegir því þeir eru svo útflúraðir. Það er eins og Strauss hafi verið á sterum þegar hann samdi verkið, og hafi gleymt að taka róandi pillumar í leiðinni. En flutningur þeirra Pálínu og Chae var hrein schnilld, upphaf- inn og manískur og allar nótur á réttum stað, og var þetta góður endir á frábærum tónleikum. Pálína Árnadóttir og Sooah Chae: Upphafinn og manískur flutningur. DV-mynd E.ÓI. Fyrirlestur van Oord Hollenski málarinn Johan van Oord flytur fyrirlestur í stofú 024 í Listaháskóla íslands við Laugamesveg í dag kl. 12.30, en sýning á verk- um hans og þriggja annarra málara, Tuma Magnússonar, Ninu Roos og Claus Egemose, var opn- uð á Kjarvalsstöðum á laug- ardaginn. Verk þessara málara allra vísa í hið óhlutbundna málverk þar sem stórir einlitir fletir eða litaraðir ná yfir allt yfir- borðið. Þau eiga það sam- eiginlegt að vekja tilfinn- ingu fyrir stöðugum víxlá- hrifnm samdráttar og út- þenslu. Auk þess að vera málari kennh' Johan van Oord við Rietveld Academy í Amsterdam. í fyr- irlestrinum fjallar hann um námsár sín í Hollandi á áttunda áratugnum og þau þjóðfé- lagslegu og menningarlegu áhrif sem mótuðu verk hans á þeim tíma. Um leið veltir hann fyr- ir sér þróuninni og því hvemig listnemar velja sér túlkunaraðferðir nú til dags og sýnir skyggnur máh sínu til stuðnings. Óperusýning verður til Meðal fjölmargra áhugaverðra kvöldnám- skeiða fyrir almenning hjá Endurmenntunar- stofnun Háskóla íslands á útmánuðum er Óp- emsýning verður til sem haldið er í samstarfi við íslensku óperuna. Námskeiðið tengist beint uppsetningu Óperunnar á Lukretía svívirt (The Rape of Lucretia) eftir Benjamin Britten sem frumsýnd verður 4. febrúar. Námskeiðið er í umsjón Bjama Daníelssonar ópemstjóra (á mynd) og þar verður fjallaö um höfundinn og verkið, þátttakendur fá að skyggnast bak við tjöldin í íslensku óperunni og fylgjast með sköpun sýningarinnar. Óperan ijallar um hið illa í manninum og eyðileggingu hins göfuga og fagra, og em bæði saga og tónlist í hæsta máta áhrifarík. Kennarar á námskeiðinu verða Bodo Igesz leikstjóri og Gerrit Schuil hljómsveitarstjóri og námskeiðið verður haldið 19.-29. janúar auk þess sem farið verður á sýningu í febrúar. Nánari upplýsingar fást í sima 525 4923 eða á slóðinni http://www.endurmenntun.hi.is Nýr tónlistarskóli Nýr tónlistarskóli hefur tekið til starfa að Gylfaflöt 5 í Grafarvogi undir heitinu Tónskóli hörpunnar. Skólastjóri er Kjartan Eggertsson sem hefúr stýrt tónlistarskólum víða um land í tvo áratugi. í Tónskóla höi-punnar verður kennt á blokk- flautu, gítar, rafgítar, hljómborð, píanó, þver- flautu, klarinett, trompet, fiðlu, harmoniku og saxófón. Aðeins eitt líf Sigurbjöm Þorkelsson framkvæmdastjóri hefur sent frá sér ljóðabókina Aðeins eitt líf. Hann hefúr áður gefið út smásögur en þetta er fyrsta ljóðabók hans. Hún geymir 80 ljóð sem fjalla um lífið og tilveruna, Guð og eilífðina, og er tileinkuð 2000 ára afmæli Jesú Krists og 1000 ára afmæli kristni í landinu. Formið er yf- irleitt óhefðbundið, þó er nokk- uð um rímuð kvæði með hátt- bundinni hrynjandi en óstuðl- uð. Dæmið hér á eftir heitir „Lifsgæði": Er lífiö fólgió í tölvum? Tilbiójum viö sjónvarp? Erum viö í sambandi meö GSM símann við hendina? Komumst við ekki öll leiðar okkar í lifinu á jeppanum góöa? Ertu ekki meö stöö 2, sýn og tengdur viö Internetiö? Tíminn er naumur, œtlaróu aö missa af einhverju? Ertu ekki örugglega meö réttu grœjurnar? Lífiö dansar viö þig, en kanntu aó dansa? Höfundur gefur sjálfur út bókina. \<ii iiif. citt lí Umsjón

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.